Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 42

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Árni Gils sonur minn sat í gæslu- varðhaldi og einangr- unarvist í 277 daga og hefur nú haft stöðu sakbornings frá 5. mars 2017. Mál Árna Gils Hjaltasonar er komið fyrir dómstóla í fjórða sinn. Dómur Arngríms Ísberg í héraðsdómi 2017 var ógildur. Dómurinn var það fáránlegur að Hæstiréttur þurfti að benda á átta atriði sem ekki þóttu boðleg í íslensku réttarfari. Málið var siglt í strand. Aðalvitnið og brotaþoli breyttu framburði sínum í hvert skipti sem þau voru yfirheyrð. Tæknideild lög- reglu hafði ekki verið kölluð til. Ekk- ert blóð var á vettvangi átaka. Hæð og þyngd ákærða voru birt op- inberlega. Ákærði var yfirheyrður á nærfötum og leiddur þannig fyrir dómara. Lögreglan þurfti marg- sinnis að breyta ákærunni og at- burðarásinni og nú var svo komið að frásögnin var orðin það ótrúleg að hún var vart boðleg og þá kom ný skýring: „Ákærði var fullur af eit- urlyfjum,“ samkvæmt þeim upplýs- ingum sem lágu fyrir og nú var búið að upplýsa þann lögreglumann sem stjórnaði rannsókninni um að svo væri. Ákæruvaldið hefur ávallt haldið því fram að það hafi verið tekin af honum blóðprufa. Hinn 5. mars var honum jafnframt tjáð að hann væri ekki bara ákærður fyrir morðtilræði heldur einnig bílþjófnað, skemmd- arverk á bílum og akstur undir áhrif- um vímuefna. (Þó virðist hafa gleymst að ákæra hann fyrir ólögleg- an vopnaburð þar sem það kemur fram að ákærði hafi verið með hníf). Ekkert hefur enn heyrst í lögreglu nú fjórum árum síðar varðandi þessa liði og komið hefur í ljós að öll gögn sem tengdu brotaþola við meinta blóðprufu, svo sem blóðtökuvottorð og fleira, hafi týnst í vörslu lögreglu. Kjarni málsins er líklega sá að við yf- irheyrslu 5. mars sagði ákærði rétt frá: Brotaþoli kom með hnífinn á vettvang, brotaþoli kom hnífnum undan, brotaþoli réðst að Árna með hníf og var hann með varnarsár því til staðfestingar þótt ákæruvaldinu hafi ekki þótt tilefni til að Árni Gils fengi áverkavott- orð eða farið væri með hann á bráðadeild. Ákæruvaldið var nú komið í verulegan vanda og þurfti að rétta í málinu í þriðja sinn, á þessum tímapunkti var þá ákveðið að beita Geirfinnsaðferð- inni. Geirfinnsaðferðin er byggð á því að fá þýskumælandi trúverðugan mann, í þetta skipti Sebastian Kunz réttarmeinafræðing, til þess að blása lífi í ákæruna. Það er þó algjört aukaatriði hvort lykilvitni í málinu séu margsaga, þótt tæknideild lög- reglu hafi ekki verið kölluð til, engin blóðsýni, ekkert blóð, ekkert DNA, enginn hnífur, engar ljósmyndir af áverkum. Þótt framburður ákærða hafi verið stöðugur í þau fjögur skipti sem hann var yfirheyrður og allt sem hann sagði hafi verið rétt. Kunz hafði ekki úr miklu að moða, hann hafði ekki séð brotaþola, hvað þá skoðað þá áverka sem hann fékk persónulega, hann byggir mat sitt einvörðungu á röntgenmynd en seg- ist þó ekki vita nákvæmlega hvar áverkinn sé. Kunz kemur með sjálfstætt mat þar sem hann tilkynnir opinberlega að hann taki ekki mark á vitnum (Héraðsdómur 2020). Hann horfi einungis á réttarmeinafræðilegan hluta málsins óháð því sem vitni og ákæruvaldið hafa byggt sína frásögn á, en þó má notast við vitni ef rétt- armeinafræðin hefur ekki skýringar eins og með blóð á vettvangi. Kunz telur líklegast að um fram- læga, hnitmiðaða stungu hafi verið að ræða þannig að brotaþoli og ákærði hafi verið augliti til auglitis og ákærði hafi stungið með hægri hendi í efri hluta (hnakka) vinstra megin, það skipti ekki öllu þótt brotaþoli hafi sagt að hann hafi snúið baki í ákærða og hann hafi notað vinstri hönd. Ótrúverðugur réttar- meinafræðingur Þegar hann er síðan inntur eftir því hvort brotaþoli hafi verið í lífs- hættu segir hann að svo hafi getað verið; þar sem ákærði og brotaþoli hafi verið að slást um hnífinn hafi ákærði ekki haft fulla stjórn á því hvar hnífurinn lenti og þar með gæti verið um lífshættulega stungu að ræða. Hvort var þá um hnitmiðaða stungu eða tilviljunarkenndan áverka að ræða? Þegar síðan búið er að þýða örlít- inn hluta málsins á ensku fyrir Kunz og síðan aftur á íslensku þá kemur út óskiljanleg þvæla, þess ber að geta að móðurmál Kunz er þýska. Einnig segir Kunz í viðtali á RÚV nýverið að blóðblettirnir segi til um atburðarás og hann sé sérfræðingur í blóðferl- um og höfuðhöggum. Sú þekking hans virðist þó einhverjum takmörk- unum háð þar sem hann segir að í þessu máli sé vel skiljanlegt að ekk- ert blóð eða blóðferlar séu á vett- vangi og bætir svo við að ekki sé óeðlilegt að brotaþoli hafi ekki áttað sig á fyrr en nokkru seinna að helj- armennið Árni Gils Hjaltason hafi mölvað á honum höfðið. Hann hafi ekki vankast og getað klárað að standa upp þrátt fyrir að höggið kæmi á miðri leið. Síðan bætir brota- þoli í og segist muna allt nákvæm- lega og geta rakið atburðarásina í smáatriðum eftir höggið. En áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekkert, man ekki eftir því að hafa tekið með sér hníf á vett- vang. Eins og fyrr segir er mál Árna Gils Hjaltasonar komið fyrir dómstóla í fjórða sinn. Mörgum spurningum virðist hins vegar enn ósvarað. Eftir Hjalta Árnason Hjalti Árnason »…hann byggir mat sitt einvörðungu á röntgenmynd en segist þó ekki vita nákvæm- lega hvar áverkinn sé. Höfundur er faðir ákærða. Geirfinnsaðferðin – enn í fullu gildi Mannkynið stendur nú andspænis tveimur ógnum sem þegar hafa valdið óbætanlegum skaða um allan heim. Þarna á ég að sjálf- sögðu við kór- ónuheimsfaraldurinn annars vegar og hins vegar loftslagsvána. Ástæða þess að ég nefni þessar ógnir samtímis er sú, að mér segir svo hugur að sú fyrrnefnda, kór- ónuveiran, sé afkvæmi hinnar síð- arnefndu, loftslagsvárinnar. Fyrir þessu get ég ekki fært nein vís- indaleg rök, en ég leyfi mér samt að koma þessari hugdettu á framfæri. Eitt þykist ég þó sannfærður um og það er að allt lífríki þessarar jarðar tengist með einhverjum hætti. Allt lífríkið er ein heild þar sem hver hlekkur lífskeðjunnar er tengdur. Sé það rétt að kór- ónuveiran hafi borist í menn frá leðurblökum austur í Kína styður það hið augljósa að mannkynið þrengir sífellt að náttúrunni, í þessu tilfelli dýraríkinu. Árlega deyja út hundruð plantna og sjald- gæfar dýrategundir eru margar hverjar í mikilli útrýmingarhættu. Þurrkar, flóð, skógareldar, súrnun hafs, mengun andrúmslofts, bráðn- un jökla. Allt er þetta á okkar ábyrgð þótt válynd veður og nátt- úruhamfarir á fyrri tímum séu fyrirbæri sem við getum vart talist ábyrg fyrir. Það sem sannar ábyrgð okkar nú er hversu hröð hlýnunin er. Þetta er vísindaleg staðreynd, sem verður ekki vefengd. Nú er hins vegar nokkuð ljóst að meng- unar andrúmslofts og lífríkis er farið að gæta í hegðun náttúrunnar. Í náttúrunni sem hef- ur nært okkur og klætt í árþús- undir eru í gildi ákveðin lögmál. Séu þessi lögmál brotin um langa hríð mun hið óumflýjanlega gerast. Náttúran svarar fyrir sig með sí- fellt sterkari viðbrögðum. Svo sterk geta þessi viðbrögð orðið að ein- ungis heimsnáttúruhamfarir geta lýst því. Hvað getum við gert? Það skal fúslega játað að margar þjóðir heims eru nú í auknum mæli að bregðast við þessu ástandi með Ögurstund Eftir Gunnar Kvaran » Vísindamenn heims- ins hafa sýnt á óve- fengilegan hátt að náin alþjóðleg samvinna til að framleiða bóluefni hefur tekist á mettíma. Gunnar Kvaran Á dögunum var frumsýnd áhrifarík heimildarmynd Sylvíu Erlu Melsted um les- blindu. Heimild- armyndin segir sögu einstaklinga sem mætt hafa áskorunum og mótlæti innan skóla- kerfisins. Viðmæl- endur virtust eiga það sammerkt að hafa af seiglu og áræði fundið draumum sín- um farveg, þrátt fyrir áskoranir les- blindunnar. Allar frásagnir eiga þó ekki svo farsælan endi. Heimild- armyndin undirstrikar mikilvægi þess að skólakerfið tryggi ein- staklingsmiðaða nálgun – að öll börn fái jöfn tækifæri til að efla og þroska hæfileika sína. Talið er að allt að 20% fólks glími við einhvers konar lesblindu. Les- blinda er sértæk þroskaröskun á námshæfni í lestri, skrift, stafsetn- ingu eða stærðfræði, auk þess sem hún getur birst í slæmu tímaskyni og takmarkaðri ratvísi. Þeir sem glíma við lesblindu sýna þó gjarnan fram- úrskarandi færni á öðrum sviðum – svo sem í verklegum greinum og list- rænni sköpun. Það er mikilvægt að skólakerfið virki kraftinn í sérhverju barni – tryggi fjölbreytt námsval og viðeigandi stuðning svo öll börn finni hvatningu til persónulegra framfara. Íslensku skólakerfi er vandi á höndum. Við erum undir OECD- meðaltali í öllum mældum náms- greinum og mælumst verst allra Norðurlandaþjóða. Ísland er á nið- urleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt nið- urstöðum PISA-kannana. Drengir eru helmingi líklegri en stúlkur til að flosna upp úr námi og um þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns að loknu grunnskólanámi. Um þriðj- ungur framhalds- skólanema lýkur ekki námi og geðræn vanlíð- an ungmenna hefur aukist síðustu ár. Hér- lendis er lægsta mennt- unarstig allra Norð- urlandaþjóða og mestur munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innlendum. Sértæk- um þörfum er ekki mætt. Staðan er alvar- leg. Íslenskt skólakerfi hefur brugðist fjölda barna. Við drögumst aftur úr í samanburði þjóða. Ætli Íslendingar að standa fremstir í efnahagslegum og félagslegum samanburði þarf að lyfta grettistaki í menntamálum. Ætli skólakerfið að virkja sérhvern einstakling til þátttöku í okkar sam- félagi þarf að mæta ólíkum þörfum – tryggja fjölþættar lausnir og fjöl- breytt námsmat – meiri hreyfingu og aukið vægi list- og verkgreina í skólastarfi. Ég trúi því að sérhvert barn hafi eitthvað mikilvægt fram að færa – að eitt verðugasta verkefni skólakerf- isins verði ávallt að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að leita hæfileika sinna – og efla með þeim sjálfstraust til að skapa úr hæfi- leikum sínum tækifæri og verðmæti. Það byggist á trú minni á ein- staklinginn og samfélag þar sem enginn er skilinn eftir. Eftir Hildi Björnsdóttur Hildur Björnsdóttir »Ætli skólakerfið að virkja sérhvern ein- stakling til þátttöku í okkar samfélagi þarf að mæta ólíkum þörfum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is Kraftur í sérhverju barni FINNA.is Sýningin opnar laugardaginn 6. mars kl. 14 FJALLSKIL Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum GÍSLI B. BJÖRNSSON Sýning í Gallerí Fold 6.-20. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.