Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 43

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Við Íslendingar er- um lánsamir að búa í friðsælu lýðræðisríki þar sem mannréttindi eru virt og almenn vel- sæld ríkir. Flest erum við sammála um að leggja okkar af mörk- um til að svara sárri neyð þar sem átök geisa og til uppbygg- ingar í fátækari ríkj- um. Alþjóðleg þróun- arsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu, en fram- lagi okkar þar er ætlað að draga úr fátækt og hungri og stuðla að al- mennri velferð. Hluti af því framlagi okkar er móttaka flóttamanna á ári hverju en með henni uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar til að veita þeim vernd sem hingað leita vegna ofsókna í heimalöndum eða ríkisfangsleysis. Þróunarsamvinna og úrræði vegna umsækjenda um al- þjóðlega vernd og kvótaflóttafólks tengjast því að þessu leyti. Það er mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem er á flótta undan raunveru- legum ógnum. Aðeins þannig fær það í raun tækifæri til að festa hér rætur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins, öllum til hagsbóta. Ágallar á íslenska hælisleitendakerfinu Samkvæmt verklagsreglum þró- unarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC) sem Ísland á aðild að rennur hluti af heildarframlögum til þróun- arsamvinnu til þjónustu við hæl- isleitendur og móttöku kvóta- flóttafólks. Þetta hlutfall fór stighækkandi í takt við mikla fjölgun hælisumsókna hérlendis, en nýlegar reglur frá OECD DAC leiddu til þess að hlutfallið lækkaði aftur. Inn- leiðing nýrra reglna leiddi hins veg- ar til yfirgripsmikillar vinnu í utan- ríkisráðuneytinu við greiningu kostnaðar við þjónustu við hælisleitendur og kvótaflóttafólk. Meðal vandkvæða sem komu upp við yf- irferð reikninga og samninga vegna kostn- aðarins voru þau að hælisleitendur fá nokkrar mismunandi kennitölur við komuna til landsins, t.a.m. eina frá Útlendingastofnun og aðra frá lögreglunni. Vinna er hafin við ein- földun þessa kerfis, en nú er illmögulegt að hafa fulla yf- irsýn yfir útgjöldin. Yfirferð gagna um margvísleg útgjöld vegna hæl- isleitenda vakti einnig ýmsar spurn- ingar um meðferð opinbers fjár og gagnsæi í þessum málaflokki. Sem dæmi um útgjaldaliði sem voru yf- irfarnir má nefna lyf, sálfræðiþjón- ustu, sjúkra- og iðjuþjálfun, gler- augu og heyrnartæki og aksturskostnað. Er þá ótalinn kostn- aður við framfærslu og húsnæði. Ljóst er að kostnaður við heilbrigð- isþjónustu við hælisleitendur er stór útgjaldaliður, en þar með talinn er kostnaður við ýmsa sérlækna. Ég hef áður skrifað um endurskoðun hælisleitendakerfisins hérlendis en mér þykir ljóst að það sé haldið ýms- um ágöllum sem við hljótum að vilja bæta úr. Að nýta fjármunina þar sem mest er þörf Árið 2019 voru útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda hátt í 4 millj- arðar ISK en 867 einstaklingar sóttu hér um hæli það ár. Af þessari fjár- hæð voru um 800 milljónir flokkaðar sem þróunarsamvinna samkvæmt reglum þar um. Til þess að setja þessar fjárhæðir í samhengi við verkefni Íslands í þróunarsamvinnu á vettvangi, þá kostar um 4 milljónir ISK að veita 1.000 manns aðgang að heilnæmu vatni og salernisaðstöðu í samstarfslöndum Íslands í Afríku. Þar er einnig hægt að grunnbólu- setja yfir 1.700 börn fyrir sömu fjár- hæð eða 4 milljónir ISK. Það er staðreynd að umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fjölgað verulega undanfarin ár og hælisveit- ingum sömuleiðis. Það þýðir samt ekki að slaka megi á faglegum kröf- um sem við gerum við ráðstöfun opinbers fjár og að fullkomið jafn- ræði og gagnsæi ríki við útdeilingu þess. Það á ekki síst við um þróun- arsamvinnu en framlög til hennar eru ekki óþrjótandi. Á þeim vett- vangi hefur heimsfaraldurinn snúið margra áratuga ávinningi og ákall eftir mannúðaraðstoð er sterkt, milljónir draga fram lífið við hungurmörk og hungursneyð er víða yfirvofandi. Þörfin á því að fjár- munir Íslands til þróunarsamvinnu séu vel nýttir og gagnist þeim sem mest þurfa á þeim að halda hefur í raun aldrei verið meiri. Eftir Diljá Mist Einarsdóttur » Þörfin á því að fjár- munir Íslands til þróunarsamvinnu séu vel nýttir og gagnist þeim sem mest þurfa á þeim að halda hefur í raun aldrei verið meiri. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er aðstoðarmaður utan- ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fulltrúi utanríkisráðuneytisins í flóttamannanefnd. dilja@mfa.is Framlög Íslands til þróunarsamvinnu, flóttafólks og hælisleitenda ýmsum hætti. Eigi okkur að takast að bjarga lífríki jarðarinnar þurfa að koma til miklar breytingar á lífs- stíl okkar mannanna. Þetta mun óhjákvæmilega hafa í för með sér fórnir af okkar hálfu. Lífsstílsbylt- ingu verður ekki komið á í einu vet- fangi, en tíminn er naumur. Lífs- stílsbylting þýðir fyrst og fremst hugarfarsbreyting. Erum við tilbúin í þá byltingu hugans sem til þarf? Lengi hefur orðið hagvöxtur ver- ið heilagt orð í huga heimsins og það orð hefur trónað á toppi þeirrar trúar að góður hagvöxtur sé und- irstaða hamingju mannsins. Vissu- lega er hagvöxtur nauðsynlegur til þess að halda samfélagi gangandi. Hins vegar þarf hagvöxtur nauð- synlega að taka mið af hinum fé- lagslega þætti allra manna, „mennskunni“, með öllu því sem hún stendur fyrir. Þessu hafa margir hagfræðingar áttað sig á í æ ríkara mæli, öllum heiminum til hagsbóta, en betur má ef duga skal. Ef hagvöxtur skapast að stórum hluta á kostnað lífríkis er illt í efni. Aldrei hef ég rekist á hugtakið and- legur hagvöxtur í ræðum eða riti enda virðist hin andlega hlið mann- eskjunnar vera aukaatriði í þessu samhengi. Ég er sannfærður um að hinn hræðilegi kóvidfaraldur hefur fært okkur nær hugtakinu andlegur hagvöxtur, þrátt fyrir þau áföll sem hann hefur haft í för með sér. Far- aldurinn hefur kallað fram í okkur mönnunum eiginleika og möguleika í mannlegu tilliti, sem höfðu gleymst í mörgum tilfellum í yf- irborðskenndu írafári þess lífsstíls, sem við höfum tileinkað okkur. Lít- um á þennan faraldur, sem við munum ná tökum á og halda í skefj- um, sem fyrsta mikilvæga skrefið til gagngerrar hugarfarsbreytingar. Hún verður sú breyting í átt til meiri samkenndar, alþjóðlegrar samvinnu og góðvildar, sem mun gera okkur kleift að takast á við loftslagsvandann með öllum til- tækum ráðum. Að lokum vil ég nefna eitt atriði úr ríki náttúrunnar, sem sýnir á af- dráttarlausan hátt alvöru þess sem er að gerast hér og nú í náttúrunni. Danskir vísindamenn sem höfðu verið að rannsaka bráðnun Græn- landsjökuls birtu nýlega nið- urstöður sínar. Þær voru sláandi. Bráðnun jökulsins er svo gífurleg að hún jafngildir vatni sex sund- lauga á sekúndu. Þetta jafngildir innihaldi 360 sundlauga á mínútu og innihaldi 21.600 sundlauga á klukkustund. Þetta eru stjarn- fræðilegar tölur og við hljótum að viðurkenna að hér er þörf skjótra viðbragða alls heimsins, því þetta er einungis eitt dæmi um ástand mála. Vísindamenn heimsins hafa sýnt á óvefengjanlegan hátt að náin al- þjóðleg samvinna til að framleiða bóluefni hefur tekist á mettíma. Með þeirra einstaka framlagi hafa þeir sýnt fram á möguleika mann- kyns til samvinnu og samstarfs á tímum heimsógnar. Er þetta ekki fagurt og stórkostlegt fordæmi til eftirbreytni í loftslagsmálum heims- ins? Höfundur er sellóleikari og prófessor emeritus við Listaháskóla Íslands. sellokvaran@gmail.com Nokkuð hefur verið rætt um aðkomu lífeyr- issjóða hér á landi að óhagnaðardrifnum leigufélögum nú í að- draganda formanns- kosninga í VR, og hef- ur formaður félagsins lýst sig fylgjandi slíku. Umræðan sem slík er góðra gjalda verð en hafa ber þó í huga í þessu sambandi, að lífeyrissjóðir eru sjálfstæðar fjármálastofnanir sem eiga ekki að þola þrýsting eða skuggastjórnun utanaðkomandi að- ila, líkt og núverandi formaður VR hefur gert sig uppvísan að. Góð ávöxtun er forsenda góðra lífeyrisréttinda Erfitt er að sjá hvernig lífeyr- issjóðir eigi að ávaxta fé lífeyrissjóða á sem bestan máta nema með hagn- að að markmiði. Sjóðsfélagar hafa mismunandi bakgrunn og ólíka lífs- sýn. Það eina sem sameinar er fram- tíðarsýnin um óskertan lífeyri og áhyggjulaust ævikvöld þegar þar að kemur. Innan þessa ramma hljóta lífeyrissjóðir að starfa. Orðaleikir um óhagnaðardrifnar fjárfestingar geta því aldrei orðið annað en póli- tískur hráskinnaleikur, og ekki við- eigandi af formanni VR að setja þennan þrýsting á lífeyrissjóði. Staðreyndir um erlenda lífeyrissjóði Núverandi formaður VR hefur fullyrt að óhagnaðardrifnar fjárfest- ingar í leigufélögum tíðkist hjá líf- eyrissjóðum víða erlendis. Það hlýt- ur að vera á misskilningi byggt, þar sem almennt er ekki talið í verka- hring lífeyrissjóða að fjármagna óhagnaðardrifna hluta leigumark- aðar. Í því eru allt aðrir aðilar, á allt öðrum forsendum líkt og hér á landi. Hollenskir og danskir lífeyrissjóðir hafa þannig tekið þátt í hagn- aðardrifnum leigufélögum um ára- bil, svo að dæmi sé tekið. Að stórum hluta má þakka skil- virkni danska leigu- markaðarins fagmann- legum vinnubrögðum lífeyrissjóðanna þar í landi, sem hafa um langt skeið fjármagnað hagnaðardrifin leigu- félög í gegnum ýmiss konar samstarfsleiðir. Með þessu móti mynda lífeyrissjóðirnir grund- völl fyrir heilbrigðan leigumarkað þar í landi. Af þessu getum við margt lært, ekki hvað síst ef forsendur eru til staðar hér á landi fyrir öflugri almennum leigumarkaði. Margt gæti bent til að svo sé. Þeim gæti vel fari fjölgandi sem sjá sér hag í að vera lausir undan fjárskuldbind- ingum fasteignakaupa. Leigufélög góð fjárfesting Spurningunni um hvort lífeyr- issjóðir eigi að fjárfesta í óhagn- aðardrifnum leigufélögum er því auðsvarað, enda þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá þversögnina sem í spurningunni felst. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta iðgjöld sjóðsfélaga og óhagnaðardrifin verk- efni eiga illa heima innan þess ramma. Hins vegar getur meira en vel verið að fjárfestingar lífeyr- issjóða í leigufélögum eigi rétt á sér, ef um verkefni er að ræða sem fellur að fjárfestinga- og ávöxtunarstefnu viðkomandi lífeyrissjóðs. Það er ein- faldlega viðkomandi lífeyrissjóðs að ákveða hvort slík fjárfesting sam- ræmist áherslum og markmiðum hverju sinni. Óhagnaðardrifna leiguþversögnin Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur » Að stórum hluta má þakka skilvirkni danska leigumarkaðar- ins fagmannlegum vinnubrögðum lífeyr- issjóðanna þar í landi Helga Guðrún Jónasdóttir Höfundur er stjórnmálafræðingur, fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. hgjonasdottir@gmail.com Atvinna Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl.11-15 Evolution Curvy bralette Stærðir SX-XL Henta skálastærðum DD-H Verð 14.650,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.