Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 48
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spennandi nýjungar Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa-Siríusar segir alltaf mikið að gera í vöruþróun. Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa-Síríusar segir að nýju eggin hafi verið nokkuð náttúrulegt val enda byggist þau bæði á sælgæti sem náð hefur gríðarlegum vinsældum hjá fyrirtækinu. Um er að ræða annars vegar Eitt sett-egg og hins vegar Síríus-salt- kringluegg. Eitt sett er eitt rótgrónasta súkkulaðið hjá Nóa og kannski er það einfaldleikinn sem gerir það svo vinsælt. Rjómasúkkulaðilengja og lakkr- ísbiti sem hægt er að borða saman eða hvort í sínu lagi. Silja segir að ákveðið hafi verið að búa til svokallaða Eitt sett-bita og setja í poka. Átti hún fastlega von á því að það myndi mælast vel fyrir en óraði ekki fyrir viðtökunum. Eitt sett- bitarnir ruku út og voru meðal annars valdir besta nýjungin á árinu 2020 hjá facebook- hópnum Nammitips sem er samkomustaður harðkjarnanammispekúlanta hér á landi. Hóp- urinn hefur vaxið á undraverðum hraða og er nú einn heitasti umræðuvettvangur fyrir sælgæti hér á landi. Það sé því ekki amalegt að hljóta blessun þaðan enda sé það álit neytenda sem skipti mestu máli. Silja segir að í framhaldinu hafi verið ákveðið að búa til Eitt sett-egg fyrir páskana og hafi áætlanir verið fremur hóflegar. „Nú þegar erum við búin að endurskoða framleiðsluáætlunina tvisvar með tilliti til aukningar þó að enn sé mán- uður í páska. Við áttum hreint ekki von á þessum viðtökum og höfum reyndar aldrei séð aðrar eins viðtökur. Við höfum því hert hressilega á fram- leiðslunni til þess að sem flestir geti tryggt sér sitt uppáhaldsegg. Síðan er það hitt eggið okkar sem er ekki síður spennandi en við sendum frá okkur salt- kringlusúkkulaði sem fékk frábærar viðtökur og því ákváðum við að breyta því líka í páskaegg. Það hefur komið einstaklega vel út og er virkilega spennandi egg. Það eru ansi margir sem vilja fá stökkan bita og saltkringlueggið svarar þörfum þeirra fullkomlega. Við erum því einstaklega ánægð með nýjungarnar okkar í ár og teljum að þær endurspegli vel þarfir neytenda,“ segir Silja. Sú var tíðin að páskaegg voru öll eins og það eina sem menn spáðu í var hvaða stærð yrði fyrir valinu. Sælgætisframleið- endur voru bara með sitt egg og þannig var það. Nú er öldin aldeilis önnur og úrvalið af páskaeggjum svo spennandi að margir ráða hreint ekki við sig. Nói-Síríus hefur verið þar brautryðjandi og í ár kynnir fyrir- tækið tvö ný páskaegg. Tvö ný páskaegg frá Nóa-Síríusi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 KRINGLAN / SMÁRALIND / SKÓR.IS 20 KAUPHLAUP KRINGLUKAST 4.-8. MARS % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Nýtt íslenskt granólamúslí á markað Að sögn Karenar Jónsdóttur, konunnar á bak við Kaja Organics, er granóla- múslíið það fyrsta í nýrri múslílínu frá fyrirtækinu en til stendur að koma með glútenlaust múslí og svo múslí með súkkulaðibragði á vordögum. Kaja segir múslíið einstakt að gæðum enda séu lífrænir, finnskir hafrar notaðir í grunninn og það sætt með ekta villiblómahunangi. Næst á dagskrá sé svo að fá lífrænt vottaða íslenska hafra svo hægt verði að bjóða upp á meira úrval af íslensku lífrænu. Granólamúslí fæst í Hagkaupum, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Frú Laugu, Matarbúðinni og Gott og blessað. Lífrænt og ljúffengt Vörurnar frá Kaju eru lífrænar og aðeins besta hráefnið valið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.