Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
✝ Viktoría Bryn-dís Viktors-
dóttir fæddist á
Akureyri 20. mars
1934 og ólst þar
upp. Hún lést á
Landspítalanum
16. febrúar 2021.
Foreldrar Viktoríu
voru Friðfinna
Hrólfsdóttir, klæð-
skeri og húsfrú,
frá Ábæ í Austur-
dal í Skagafirði, f. 2. apríl 1909,
d. 26. september 1996, og Vikt-
or Aðalsteinn Kristjánsson raf-
virkjameistari frá Ölversgerði í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, f.
18. júlí 1898, d. 5. desember
1973. Systkini Viktoríu eru: 1)
Sigrún Pálína, f. 20. mars 1930,
d. 14. september 2010. 2) Vikt-
oría Bryndís, f. 1. júlí 1932, d.
11. júní 1934. 3) Haukur Arnar
arkitekt, f. 21. maí 1935. Eigin-
eyrar 1953 og starfaði sem rit-
ari bæjarfógeta 1953-1956 Hún
lauk prófi frá Samvinnuskól-
anum á Bifröst 1957. Vann hjá
skrifstofu Mont Blanck í Ham-
borg 1957-1958 og var auk þess
í Hamburger Fremdsprachsc-
hule.
Starfaði sem ritari hjá
Landsbanka Íslands á Akureyri
1959-1962. Hún stundaði nám í
Skolen for fodterapeuter í
Kaupmannahöfn 1963-1965.
Var hlaðfreyja hjá Flugfélagi
Íslands sumurin 1963-1964. Ár-
in 1965-1967 starfaði hún hjá
Dr. Scholl’s í Kaupmannahöfn.
Viktoría opnaði eigin fótaað-
gerðastofu á Klapparstíg 1967
og starfrækti hana til 2007.
Hún var virkur félagi í
Zontaklúbbi Reykjavíkur og
gegndi þar mörgum trún-
aðarstörfum.
Útförin er gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 4. mars klukkan 13.
Einnig er streymt frá útförinni.
Stytt slóð á streymið: https://
tinyurl.com/57wzcmur/
Einnig má nálgast hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/
kona Hauks er
Gyða Jóhanns-
dóttir, f. 27. apríl
1944, fyrrverandi
skólastjóri og dós-
ent við HÍ. Synir
Gyðu og stjúpsynir
Hauks eru a) Jó-
hann Árni Helga-
son, sviðsstjóri
þjónustusviðs hjá
Þekkingu, f. 11.
september 1971,
maki Þóra Einarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Medis, f. 22. des-
ember 1972. Þau eiga tvö börn.
b) Jón Ari Helgason, hug-
mynda- og hönnunarstjóri á
Brandenburg, f. 22 október
1973, maki Ingibjörg Sæmunds-
dóttir, deildarstjóri hjá Ice-
landair, f. 16. september 1972.
Þau eiga þrjár dætur.
Viktoría lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Akur-
Í dag kveð ég ástkæra systur
mína hana Dísu sem ég ólst upp
með á Akureyri ásamt Sigrúnu
systur sem fallin er frá. Við vorum
alla tíð mjög samrýmd systkinin
þó ólík værum. Dísa var mjög
sjálfstæð og áræðin allt frá upp-
hafi og það einkenndi hana alla tíð.
Þegar við ólumst upp sem börn
geisaði stríð úti í hinum stóra
heimi og það tíðkaðist að senda
börn í sveit á þeim árum, átti það
við um okkur líkt og aðra. For-
eldrar okkar voru ættaðir úr
Skagafirði og Eyjafirði en vegna
berklafaraldurs í Eyjafirði og
mikilla farartálma yfir jökulsár
inn í Skagafjörðinn vorum við
send í sveit í Kelduhverfi, ég fór
að kirkjustaðnum Garði en Dísa
fór á Núp í Öxarfirði þar sem hún
gætti meðal annars barna. Svo vel
líkaði okkur dvölin þar að við höf-
um minnst þess alla tíð síðan og
haldið góðum tengslum við fjöl-
skyldurnar þar. Þetta lagði
grunninn að sjálfstæði okkar upp
frá því. Dísa gekk menntaveginn
upp úr þessu ólíkt mörgum kyn-
systrum sínum á þessum tíma, fór
í Samvinnuskólann á Bifröst eftir
gagnfræðapróf, þar sem hún
stofnaði til ævilangrar vináttu við
samnemendur sína. Næst lá leiðin
til Hamborgar í Þýskalandi, hvar
hún vann hjá Mont Blanc-penna-
framleiðandanum og lærði þýsku í
málaskóla, á sama tíma nam ég
arkitektúr í Stuttgart og hittumst
við oft. Eftir stutta dvöl á Íslandi
eftir Þýskaland hélt hún svo til
Kaupmannahafnar þar sem hún
bjó í nokkur ár, lærði þar fótaað-
gerðafræði og vann svo hjá hinu
virta dr. Scholls- fyrirtæki. Þegar
hún bjó í Kaupmannahöfn leigði
hún hjá danskri fjölskyldu sem
tók henni sem eigin dóttur. Mikil
vinátta varð á milli þeirra og okk-
ar fjölskyldu. Þarna lærðum við
Akureyringarnir ýmsa góða siði
sem við héldum í heiðri eftir það.
Dísa fluttist svo heim 1967 og
stofnaði eigin fótaaðgerðastofu
sem hún rak í 40 ár. Dísa var
ævintýragjörn og sjálfstæð sem
birtist meðal annars í því að hún
tók bílpróf og meirapróf sem þá
var ekki algengt, hún nýtti það
óspart og ferðaðist mikið um land-
ið með okkur fjölskyldunni og vin-
um ásamt því að við ferðuðumst
um Evrópu saman við systkinin
með mömmu, sem var alls ekki al-
gengt á þeim árum. Við vöktum
gjarnan athygli heimamanna fyrir
þær sakir að mamma var ósjaldan
í íslenska þjóðbúningnum, upp-
hlut og öllu.
Seinna voru þær systur mjög
duglegar að ferðast saman bæði
um Evrópu og eins til framandi
landa í Asíu, og var það áður en
þetta urðu vinsælir áfangastaðir.
Áhugamál Dísu sneru að matar-
gerð og ekki síst að blómum og
skógrækt. Hún starfaði við skóg-
rækt á Hallormsstað sem ung
kona og hafði mikinn áhuga á alls
konar ræktun gróðurs eftir það.
Þegar ég kynntist svo konunni
minni Gyðu og sonum hennar og
við giftum okkur þá eignuðust
systur mínar nýja fjölskyldu með
mér og tóku alla tíð þátt í okkar
daglega lífi af sinni einstæðu um-
hyggju og ástúð og fyrir það er ég
ævinlega þakklátur. Elsku Dísa
mín, takk fyrir samfylgdina og
vináttuna í gegnum árin, það er
með söknuði sem ég kveð þig í dag
en við sjáumst aftur síðar í nýjum
ævintýrum.
Þinn bróðir,
Haukur A. Viktorsson.
Í dag kveðjum við elskulega
mágkonu mína, Viktoríu Bryndísi,
eða Dísu eins og fjölskylda og vin-
ir kölluðu hana. Hún ólst upp á
Akureyri í faðmi fjölskyldunnar.
Heimili Friðfinnu, tengdamóður
minnar heitinnar, var annálað
fyrir myndarskap og sérstaka
gestrisni og það fylgdi fjölskyld-
unni þegar þau fluttu til Reykja-
víkur og byggðu raðhús við
Laugalæk. Ég kynntist Dísu vel
rétt eftir að við Haukur tókum
saman en þá fór Friðfinna í hættu-
lega hjartaaðgerð í London. Við
Dísa fórum með henni, Haukur og
Sigrún komu seinna. Í svona að-
stæðum sem einkennast af
áhyggjum, von, hræðslu og gleði
kynnist maður vel. Og það gerð-
um við Dísa svo sannarlega og
bjuggum alla tíð að þeirri gagn-
kvæmu væntumþykju sem þá
varð til.
Þegar við Haukur tókum sam-
an eignuðumst ég og synir mínir
Jói og Jari nýja fjölskyldu sem tók
okkur opnum örmum og einnig
varð þar mikil vinátta á milli fjöl-
skyldu minnar á Melhaga.
Dísa var falleg, glæsileg heims-
kona enda hafði hún farið víða.
Hún var afar smekkleg, elegant í
klæðaburði en jafnframt sportleg.
Hún var fagurkeri og bar heimili
þeirra vott um það. Hún hafði
mikla unun af garðrækt og rækt-
uðu þær Sigrún undurfallegan
garð á Laugalæknum af kost-
gæfni og alúð. Dísa var glaðlynd
og stutt í stríðnisglampann í aug-
unum. Jafnframt var hún næm á
aðra, og gefandi í samskiptum.
Hún var sjálfstæð, drífandi og
gerði það sem hún ætlaði sér og
var illa við aðgerðaleysi.
Hún var mjög eftirsótt sem
fótaaðgerðafræðingur, enda afar
flink, nákvæm og í sérstöku gef-
andi sambandi við kúnnana. Við
Haukur urðum vör við það þegar
við fórum saman á tónleika, leik-
hús eða út að borða. Þá kallaði oft-
ast einhver „Viktoria!“ hún föðm-
uð og svo spjallað.
Friðfinna, Sigrún og Dísa dekr-
uðu alveg sérstaklega við strák-
ana. Þær voru allar listakokkar
hver á sinn hátt. Dísa bætti við
matargerð frá þeim löndum sem
hún hafði dvalið í. Alltaf datt henni
eitthvað skemmtilegt í hug. Þegar
strákarnir fermdust fóru þeir til
hennar og bjuggu til forláta vík-
ingaskip úr súkkulaði sem var svo
fyllt með sælgæti. Kransakaka
var ekkert í samanburði við þetta.
Dísa og Sigrún höfðu unun af
því að ferðast bæði innanlands og
utan. Minnisstæðastar eru ævin-
týralegar ferðir þeirra til Asíu og
það áður en túrisminn flæddi yfir
þessi lönd. Þær komu heim hlaðn-
ar af gjöfum til okkar og alltaf
eitthvað mjög sérstakt til strák-
anna. Mikið var tekið af myndum
og man ég sérstaklega eftir tveim,
Dísa liggjandi á jörðinni undir
fæti á fíl sem virtist ætla að stíga á
hana. Á hinni myndinni sat hún
með stóra og digra kyrkislöngu
um hálsinn. Ég var spurð:
„Mamma, þorir þú að gera
svona?“ Það varð fátt um svör.
Við Dísa ræddum oft alvarleg
málefni, vorum kannski ekki alltaf
sammála en komum okkur saman
um að vera ósammála en svo sann-
arlega skemmtum við okkur líka
og hlógum dátt.
Elsku Dísa, þakka þér fyrir allt
og sérstaklega alla væntumþykj-
una í okkar garð, þú gafst svo mik-
ið og öll fjölskyldan, börn og
barnabörn eiga hver sinn minn-
ingabrunn. Þú munt aldrei gleym-
ast. Hvíl þú í friði.
Gyða Jóhannsdóttir.
Elsku Dísa, í dag kveðjum við
þig og minnumst þín með ást og
söknuði. Þegar maður hugsar um
Dísu kemur upp í hugann mynd af
merkilegri konu, konu sem var á
einn veg hefðbundin og vildi haga
hlutum á íhaldssaman hátt en á
sama tíma mjög framúrstefnuleg
á öðrum sviðum og fór ótroðnar
slóðir. Ef Dísa væri ung í dag þá
væri hún alveg örugglega ein af
áhrifavöldum sem fjallað er um
reglulega í fjölmiðlum og sífellt að
prófa eitthvað nýtt.
Dísu kynntumst við bræður
þegar við vorum litlir og móðir
okkar giftist Hauk, sem hefur ver-
ið okkur sem faðir alla tíð síðan.
Systur Hauks þær Sigrún og Dísa
fylgdu með sem frábær bónus og
dekruðu við okkur bræður frá
upphafi, án þess þó að spilla okk-
ur. Þær systur voru nánast óað-
skiljanlegar og ferðuðust saman
um allt land og allan heim og
ósjaldan á framandi slóðir sem við
höfðum lítið heyrt af, Taíland var í
uppáhaldi hjá þeim og fóru þær
oftar en einu sinni þangað og
komu til baka hlaðnar gersemum
á borð við gleraugnaslöngur og
uppstoppaða krókódíla, þetta var
reyndar áður en þessir hlutir fóru
á bannlista, þessu fylgdu ævin-
týralegar sögur úr framandi
menningarheimum.
Í flestum þessum ævintýrum
var Dísa driffjöðrin og frum-
kvöðullinn, hún hafði unun af því
að ferðast og kynnast nýju fólki.
Þegar Sigrún féll frá 2010 hélt
Dísa áfram að ferðast og fór með-
al annars til Kúbu með vinum, þá
komin á áttræðisaldur, þar
skemmti hún sér með ferðafélög-
um og innfæddum enda það henn-
ar von og vísa að vilja kynnast sem
flestum. Dísa var líka ákaflega
hænd að fjölskyldu sinni og vildi
gera öll tilefni sem skemmtilegust
með góðum mat og samræðum.
Áramótin á Laugalæknum og
matarboðin lifa í minningunni,
maturinn engu líkur, enda Dísa og
Sigrún ásamt móður þeirra Frið-
finnu listakokkar. Gilti einu hvort
það voru steikur, súpur eða eftir-
réttir, allt var það svo gómsætt að
erfitt var að kunna sér hóf.
Dísa rak svo fótaaðgerðastofu á
Klapparstígnum í 40 ár þar sem
jafnan var fullt út úr dyrum, það
var alla vega ekki hlaupið að því
að heimsækja Dísu þangað, því
hún var alltaf með viðskiptavin
hjá sér. Við bræður munum Dísu
þannig að ef hún var ekki að
vinna, ferðast eða útbúa kræsing-
ar var hún að nostra við blóm og
gróður enda lék allt slíkt í hönd-
unum á henni. Þegar við bræður
svo eignuðumst okkar fjölskyldur
þá urðu þær ósjálfrátt hluti af fjöl-
skyldu Dísu og Sigrúnar og þær
elskuðu öll „barnabörnin“ sem
þær eignuðust þar og dekruðu á
sama hátt og okkur bræður áður.
Það var alltaf gaman að hitta
Dísu, hvort heldur það var á tylli-
dögum eða bara að við kipptum
með okkur smørrebrød í hádeginu
heim til Dísu á virkum degi og töl-
uðum saman um heima og geyma.
Elsku Dísa okkar, takk fyrir
alla umhyggjuna og samveruna í
gegnum árin, þín er sárt saknað
en þú munt ávallt lifa áfram í huga
og hjörtum okkar og við munum
aldrei gleyma þér og þeim stund-
um sem við áttum með þér. Hvíl í
friði og takk fyrir allt.
Jóhann Á. Helgason,
Þóra Einarsdóttir og börn.
Jón Ari Helgason, Ingibjörg
Sæmundsdóttir og dætur.
Dísa kom inn í líf mitt þegar
Haukur bróðir hennar giftist
Gyðu, móðursystur minni. Það var
mikill happafengur fyrir okkur öll
að fá hann í fjölskylduna og í
kaupbæti fylgdu Friðfinna móðir
hans og Dísa og Sigrún systur
hans.
Ég kom nokkrum sinnum í
heimsókn á Laugalækinn þar sem
þær mæðgurnar bjuggu saman og
hitti þær við ýmis tilefni á Bakka-
vörinni hjá Gyðu og Hauki. Eins
og allir sem þekktu Dísu vita var
hún einstaklega glæsileg kona;
hávaxin, grönn, falleg, alltaf óað-
finnanlega tilhöfð og svo var auð-
vitað hennar aðalsmerki síða hár-
ið sem var alltaf í risastórum snúð,
fyrst brúnt, svo grátt, en alltaf
jafn flott. Hún hafði fágaða fram-
komu en var samt alltaf létt, hress
og skemmtileg. Hún sýndi mér og
seinna fjölskyldu minni alltaf
mikla hlýju.
Á fallega heimilinu þeirra á
Laugalæknum var allt eins og
klippt út úr lífsstílsblaði þess tíma.
Garðurinn með litlu tjörninni var
þó sennilega toppurinn og þótt
systurnar væru hógværar voru
þær augljóslega stoltar af honum
og deildu því með mér að hann
hefði unnið til verðlauna.
Þær voru líka stoltar af upp-
runa sínum en þær voru Akureyr-
ingar og minntust oft á gamla
tíma þar. Fyrir ein jólin fékk ég að
fara með Gyðu og fjölskyldu á
Laugalækinn að skera út laufa-
brauð og þá fékk ég að kynnast
því hvernig það er gert fyrir norð-
an. Kökurnar voru flattar út á
marmaraplötu og þær þurftu að
vera svo þunnar að æðarnar á
marmaranum sæjust í gegn. Svo
var skorið út eftir kúnstarinnar
reglum og þær mæðgur lögðu
mikla natni í það eins og allt sem
þær gerðu.
Þegar ég byrjaði ung með kær-
astanum mínum, sem er sambýlis-
maður minn í dag, tók Dísa honum
strax galopnum örmum. Eftir að
við fluttum í Laugarnesið heim-
sóttum við þær systur einstaka
sinnum með börnin okkar og þær
tóku alltaf jafn vel á móti okkur.
Dísa starfaði sem fótaaðgerða-
fræðingur og Haukur sagði mér
stoltur frá því að hún hefði farið
ein utan að læra fagið, sem hefði
þótt frekar óvenjulegt á þeim tíma
fyrir unga konu, og hann sagði
mér líka að hún hefði verið mjög
fær í sínu fagi og umsetin. Ég á
mjög auðvelt með að trúa því mið-
að við hvað hún gerði allt óaðfinn-
anlega.
Þær systurnar stofnuðu ekki
fjölskyldur sjálfar en fjölskylda
Hauks skipaði þeim mun stærri
sess hjá þeim. Þær systur voru
líka alla tíð mjög nánar og ferð-
uðust saman um allan heim, á
framandi slóðir og nutu lífsins.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Dísu og hún
mun alltaf eiga stað í hjarta okkar
fjölskyldunnar.
Hvíl í friði, elsku Dísa, og inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar,
elsku Haukur, Gyða, Jói, Jari og
fjölskyldur.
Sigrún Drífa, Árni og börn.
Kær æskuvinkona mín, Vikt-
oría Bryndís Viktorsdóttir, er lát-
in, eftir farsælan lífsferil. Við
kynntumst á Akureyri, þar sem
hún bjó ásamt foreldrum sínum,
Friðfinnu og Viktori, og systkin-
unum, Sigrúnu og Hauki, en ég
var þá í heimavist MA. Það var
einhverju sinni að ein skólasystir
mín á vistinni spurði mig hvort ég
þekkti ekki Friðfinnu. Þegar ég
svaraði neitandi, sagði hún að ég
mætti til með að kynnast þeirri
frábæru konu. Dreif hún mig
samdægurs með sér í heimsókn
til hennar. Á þeirri stundu hófust
góð og dýrmæt kynni mín við
Friðfinnu, en hlýja hennar og um-
hyggja við okkur skólakrakkana
var einstök. Í framhaldinu kynnt-
ist ég Viktoríu, eða Dísu eins og
við vinir hennar kölluðum hana
jafnan. Eftir stúdentspróf mitt
1956 skildi leiðir og ég var einn
vetur við nám í HÍ, en síðan lá
leiðin til Hamborgar í háskóla-
nám þar. Nokkru eftir að skólinn
byrjaði hitti ég Dísu á fundi í Ís-
lendingafélaginu og urðu þar
fagnaðarfundir. Í ljós kom að hún
bjó í sömu götu og ég, en hún
vann hjá Mont Blanc-fyrirtækinu.
Góð vinkona okkar, Sigrún
Sveinsson, sem var í Hamborg-
arháskóla eins og ég, bjó líka í
götunni okkar. Haukur Guðlaugs-
son, sem síðar varð maðurinn
minn, bjó líka í sama hverfi og við
og fannst okkur það með ólíkind-
um að við, þessir Íslendingar,
skyldum lenda þarna í sama
hverfinu í þessari milljónaborg.
Meðal ógleymanlegra minninga
er ferðalag okkar Dísu í jólafríinu
1957 til þýskra vina sem buðu
okkur að dvelja hjá sér um jólin í
Bad-Wildungen. Haukur, bróðir
Dísu, var þá við nám í Stuttgart
og slóst hann í för með okkur. Átt-
um við þarna dýrðardaga hjá ynd-
islegu fólki og kynntumst þýskum
jólum.
Þegar Dísa flutti sig um set og
fór til Kaupmannahafnar í nám
skildi hún eftir sig skarð og sakn-
aði ég hennar mikið. Hún fór þar
að nema það fag er varð hennar
ævistarf, fótaaðgerðir. Hún lagði
mikla alúð við starfið og var alla
tíð ein sú færasta og eftirsóttasta
á sínu sviði hérlendis og vísuðu
læknar oft sjúklingum sínum til
hennar til meðhöndlunar.
Samfundir okkar urðu strjálli
með árunum, en vináttan hélst
alltaf hin sama. Sérlega minnis-
stæð er mér heimsókn Dísu og
fjölskyldunnar til okkar Hauks á
Akranes, þegar við bjuggum þar,
en þau voru að koma frá Akureyri.
Ég minnist líka góðra stunda hér í
Reykjavík með Dísu, og einnig
Sigrúnu systur hennar, og
ógleymanlegs brúðkaups Hauks
og Gyðu. Samheldni fjölskyldunn-
ar alltaf svo einstök. Við hjónin,
Haukur og ég, kveðjum Viktoríu
Bryndísi með þökk fyrir kynnin
og vináttuna.
Grímhildur Bragadóttir.
Það mun hafa verið í byrjun
áttunda áratugarins, sem ég fór
fyrst til fótaaðgerðakonunnar
Viktoríu Viktors, eins og hún var
jafnan kölluð. Þá höfðu foreldrar
mínir verið nokkurn tíma hjá
henni. Við höfðum frétt af henni
og stofu hennar hjá heimilisvini
okkar, Emil Jónassyni frá Seyð-
isfirði, en dóttir hans, Anna Katr-
ín, og Viktoría voru góðar vinkon-
ur. Ég hafði verið slæm í fótunum,
en meðferð hjá Viktoríu breytti
öllu, og eftir það var ég fastur við-
skiptavinur hennar, uns hún hætti
störfum. Það var mikil eftirsjá að
henni, því að hún var bæði vand-
virk og mjög vel að sér um allt,
sem sneri að fótum og ýmiss kon-
ar meinum í þeim. Við urðum líka
ágætar kunningjakonur með ár-
unum og spjölluðum jafnan margt
saman, meðan hún var að sinna
fótsnyrtingunni. Hvað sem á bját-
aði, fótsveppir, líkþorn eða annað
– hún kunni ráð við öllu. Það var
líka gaman að tala við hana, því
hún hafði gott skopskyn og var
skemmtileg, en var líka vel lesin
og fjölfróð kona á ýmsum sviðum,
og mér heyrðist við eiga mörg
sameiginleg áhugamál, og náðum
vel saman.
Ég talaði alltaf öðru hverju við
hana, eftir að hún var hætt störf-
um, og alltaf þegar við hittumst
einhvers staðar, eins og í sjúkra-
þjálfun, og það var alltaf jafn
yndislegt að hitta hana og tala við.
Að vísu hafði ég ekki mikið sam-
band við hana hin síðari árin, en
ég mun sakna hennar, þegar hún
hefur yfirgefið þetta jarðlíf.
Þegar ég nú kveð hana hinstu
kveðju, þá er efst í huga mér inni-
legt og einlægt þakklæti fyrir fót-
snyrtinguna, svo og góða og gjöf-
ula viðkynningu og vináttu í
gegnum árin, og bið henni allrar
blessunar Guðs, þar sem hún er
nú, um leið og ég votta Hauki
bróður hennar og öðrum aðstand-
endum mína innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Viktoríu
Bryndísar Viktorsdóttur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Kveðja frá Zonta-klúbbi
Reykjavíkur
Látin er kær zonta-systir, Vikt-
oría B. Viktorsdóttir, eftir lang-
varandi veikindi. Hún starfaði í
Zonta-klúbbi Reykjavíkur í tæp
40 ár. Hún var allan þann tíma
virk og mikils metin innan Zonta-
hreyfingarinnar og trú markmið-
um og hugsjón alþjóðahreyfingar
Zonta sem er mannúðarfélag til að
styrkja stöðu, hag og menntun
kvenna á heimsvísu með háleit,
siðræn gildi að leiðarljósi.
Viktoría fæddist og ólst upp á
Akureyri í samheldinni fjölskyldu.
Systkinin þrjú voru óvenjunáin
alla ævi og á þeim mátti sjá metn-
aðarfulla lífsstefnu sem þau ólust
upp við í foreldrahúsum.
Viktoría starfaði sem löggiltur
fótaaðgerðasérfræðingur eftir að
hún lauk sérnámi í þeirri sérgrein
í Danmörku og rak hún eigin stofu
á Klapparstíg 27 í Reykjavík í 40
ár. Áður stundaði hún nám við
Samvinnuskólann og starfaði síð-
an við skrifstofustörf í Sviss um
tíma.
Viktoría var í raun brautryðj-
andi í samfélaginu á sínu sérsviði í
fótaaðgerðum. Hún var nákvæm,
vandvirk, traust og lausnamiðuð,
sem voru eiginleikar sem nýttust
henni vel í störfum innan Zonta-
hreyfingarinnar en þar gegndi
hún ýmsum trúnaðarstörfum í
nefndum klúbbsins á fjórða ára-
tug. Viktoría var óvenjuglaðvær
og skemmtileg zonta-kona.
Konur í Zonta-klúbbi Reykja-
víkur kveðja Viktoríu með virð-
ingu og þökk fyrir samfylgdina og
þakka henni hlutdeild hennar í
mikilvægu starfi klúbbsins. Að
leiðarlokum sendum við fjöl-
skyldu hennar og ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Viktoríu B.
Viktorsdóttur.
Fyrir hönd Zonta-klúbbs
Reykjavíkur,
Helga Hannesdóttir.
Viktoría Bryndís
Viktorsdóttir