Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
✝ Margrét Þor-björg Jafets-
dóttir fæddist 24.
maí 1931 í Reykja-
vík. Hún lést 18.
febrúar 2021 að
hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Grafar-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jafet
Hjartarson vél-
stjóri, f. 26.5. 1906,
d. 4.3. 1992, og Björg Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 13.3.
1908, d. 31.1. 1957. Yngri syst-
kini Margrétar eru Guðmundur,
Hjördís og Áslaug. Guðmundur
og Áslaug eru nú látin.
Þann 13. mars 1954 giftist
Margrét Óskari Ólafssyni, f.
14.5. 1931, frá Hurðarbaki í
Svínadal. Foreldrar hans voru
Ólafur Daníelsson, f. 4.4. 1895,
d. 14.3. 1967, og Þórunn Magn-
úsdóttir, f. 1.10. 1896, d. 24.9.
1990. Systkini Óskars eru Magn-
ús, Sigríður, Ingólfur, Steinunn
Daníellína og Árni. Magnús og
Sigríður eru nú látin.
Börn Margrétar eru:
Skúli Þórólfsson, Elín Þórólfs-
dóttir, maki Guðjón Ágústsson,
börn þeirra eru Bryndís Hekla,
Bergur Ingi og Breki Þór. Mar-
grét Þórólfsdóttir, sambýlis-
maður Ófeigur Ragnarsson.
Bryndís Þórólfsdóttir.
4) Hrafnhildur Óskarsdóttir,
fædd 1957, maki Jens G. Jens-
son. Börn þeirra eru Jóhanna
Ósk Jensdóttir, maki Atli Már
Markússon, börn þeirra eru Ívar
Ingi og Karen Erla. Rakel Jens-
dóttir, maki Andrés Ingason,
börn þeirra eru Jens Ingi, Ka-
milla Ósk og Jökull Andrés. Þór-
unn Jensdóttir, maki Guð-
mundur Karl Gautason, börn
þeirra eru Katla, Rakel Brynja
og Karlotta.
Barnabörnin eru því orðin 14
og langömmubörnin 21.
Margrét ólst upp í Reykjavík
og á Bíldudal. Þau Óskar hófu
búskap í Skipasundi og bjuggu
lengi á Langholtsvegi eða þar til
börnin voru burtflutt, fluttu þá í
Álftamýri, síðar í Ársali í Kópa-
vogi en síðast að Eir í Grafar-
vogi. Margrét lauk prófi frá
Ingimarsskóla og hefur sótt hin
ýmsu námskeið sér
til frekari menntunar. Mar-
grét vann við verslunarstörf,
m.a. hjá KRON og Ziemsen.
Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. mars
2021, klukkan 13.
1) Björg Þor-
steinsdóttir, fædd
1952. Börn hennar
eru Margrét Guð-
jónsdóttir, unnusta
Hulda Snæberg
Hauksdóttir. Börn
Margrétar eru Ar-
on Logi og Jóhanna
Björg. Berglind
Guðjónsdóttir, sam-
býlismaður Andri
Már Helgason, börn
þeirra eru Daníel Kári, Guðjón
Frosti og Emilia Rakel. Stein-
grímur Jón Guðjónsson, maki
Mingming Shi.
2) Jafet Óskarsson, fæddur
1954, maki María Hrund Sigur-
jónsdóttir. Börn þeirra eru
Linda Margrét Jafetsdóttir,
börn hennar eru Óðinn Freyr,
Björn Grétar og Óskar Þór. Eva
Dögg Jafetsdóttir, maki Álfheið-
ur Björk Sæberg Heimisdóttir,
börn þeirra eru Sindri Sæberg
og Sara Sæberg. Óskar Jafets-
son og Sigrún Jóna Jafetsdóttir.
3) Þórólfur Óskarsson, fædd-
ur 1955, maki Kristjana Skúla-
dóttir. Börn þeirra eru Egill
Magga, tengdamamma mín til
45 ára, er látin tæplega níræð.
Hún var há og dökk yfirlitum,
myndarleg kona og verklagin.
Þegar ég fór að venja komur
mínar á Langholtsveginn var allt-
af gert ráð fyrir manni í mat og
spjall. Minnist ég sérstaklega
lærissneiðanna og kótelettanna
sem biðu manns oft um helgar,
einstaklega ljúffengar.
Sumarbústaðaferðir heilluðu
Möggu og Óskar og var farið í
nokkrar með okkur unga fólkið
og alltaf mjög gaman. Magga og
Óskar festu síðan kaup á sum-
arbústaðalandi og húsi í Gríms-
nesinu, sem þau nefndu Selið, og
urðu ferðir þangað tíðar með
barnabörnin og var iðulega gist
þegar þau voru lítil, öllum til mik-
illar ánægju.
Magga var mikil föndurkona
og Óskar mikill garðyrkjumaður
og bar sumarbústaðurinn og um-
hverfi hans þess merki. Búið að
gera fígúrur úr trjágreinum og
steinum og ýmsu tilfallandi og
skreyta allt umhverfið og dafnaði
lóðin vel og varð að miklum og fal-
legum gróðurreit með árunum.
Þar voru m.a. ræktuð jarðarber
og var mjög spennandi fyrir
barnabörnin að fara með ömmu
sinni og afa að tína þau og borða.
Magga og Óskar héldu jólaboð
á jóladag til fjölda ára og voru það
heljarinnar veislur með fjölda
manns, miklum mat og um-
ræðum. Þetta hefur verið gífur-
leg vinna við undirbúning en aldr-
ei talaði Magga um það, enda
ekki að telja eftir sér verkin.
Einnig var börnum og
fjölskyldum þeirra boðið í þorra-
mat í mörg ár þar sem allar teg-
undir þorramatar voru á borðum
og var súr hvalur þeirra aðal og
mátti aldrei sleppa honum enda
kynntust þau í Hvalstöðinni.
Pabbi Möggu hafði unnið þar til
fjölda ára og auk þess var Óskar
úr Svínadalnum næstu sveit við,
miklar tengingar við Hvalfjörð-
inn.
Magga átti afmæli í maí eins og
Óskar og var iðulega boðið til af-
mælisveislu í bústaðinn í heima-
bakkelsi og grill.
Magga var einstaklega minnug
alveg til hins síðasta. Mundi t.d.
alla afmælisdaga barna og
tengdabarna (8), barnabarna (14)
og barnabarnabarna (21). Ekkert
smá gott minni og alltaf mætt
með afmælispakka. Einnig hafði
hún til siðs á sumardaginn fyrsta
að gefa öllum barnabörnum
sokkapar í sumargjöf, fallegur
siður.
Magga var alveg sérstaklega
skipulögð og geymdi hún allt í röð
og reglu og merkt börnum sínum.
Hafði hún t.d. geymt slaufur og
bindi sem maðurinn minn, Þór-
ólfur, átti þegar hann var strákur
ásamt Matchbox-bílum og er
þetta nú komið í eigu ömmu-
stráka okkar og nýtt af þeim í
dag. Enda spurði annar þeirra
þegar hann sá mynd af afa sínum
litlum með eina slaufuna hvort
hann ætti ekki líka enn þá jakk-
ann sem hann var í á myndinni.
Sjón Möggu hrakaði mjög hin
seinni ár, sem var mikil synd þar
sem hún var svo mikil handa-
vinnu- og föndurkona, en þrátt
fyrir það hélt hún áfram að
sauma út í púða fyrir nýfædd
barnabarnabörn.
Hvíl í friði Magga og takk fyrir
allar góðu minningarnar og hjálp-
semina í gegnum árin.
Kristjana Skúladóttir.
Elsku Magga amma.
Við munum þær góðu stundir
sem við áttum með þér, þá sér-
staklega í Álftamýrinni og í sum-
arbústaðnum ykkar afa á Kóngs-
veginum í Grímsnesi. Við vorum
nokkuð heppnar að eiga ömmu
sem var til í að fá okkur í pössun
og leika við okkur. Oft var farinn
labbitúr í Kringluna og þar var
oft stoppað í Ótrúlegu búðinni og
þar máttum við velja eitthvað fal-
legt. Síðan var farið í Hagkaup og
keyptur Royal-búðingur. Því
næst var farið til baka í Álftamýr-
ina og við fengum að hræra í búð-
ing sem var svaka sport. Oft var
farið í tilraunastarfsemi þar sem
það þótti ekki nóg að hræra bara í
einn búðing heldur var búinn til
regnbogi úr tveimur eða þremur
mismunandi gerðum af Royal-
búðingum. Royal-búðinga nafnið
var einnig þó nokkuð í stíl við þig
þar sem þú hélst mikið upp á
kóngafólkið og vissir alltaf hvað
var að frétta þaðan. Síðan spil-
uðum við oftast og þar þótti okk-
ur langskemmtilegast að fara
með þér í laumu. Þú varst einnig
nokkuð lunkin spilakona og hélst
okkur systrum við efnið, auk þess
sem þú kenndir okkur fleiri spil.
Heima fyrir varstu með
skemmtilegt herbergi þar sem þú
varst með allt sauma- og föndur-
dótið þitt að ógleymdum öllum
parastyttunum sem þú safnaðir
sem við nutum góðs af og vorum
við þar oft í leik sem hét að fela
hlut. Þú varst mikil prjóna- og
saumakona, passaðir upp á að við
ættum alltaf falleg pör af vett-
lingum og sérstaklega tátiljum.
Við vorum einnig svo heppnar
að eiga ömmu og afa sem áttu
sumarbústað. Í sumarbústaðnum
var alltaf svo ótrúlega gaman.
Sérstaklega þegar þið afi sóttuð
okkur systur út í Skerjó og við
fengum að fara einar með ykkur í
Grímsnesið. Þar var alltaf byrjað
á því að sækja álfana og annað
puntudót og við hjálpuðumst að
við að raða því niður á sína staði,
þar sem hver hlutur átti sinn
stað. Síðan fylgdumst við með
fuglunum heilsa upp á allt dótið
og baða sig í körunum. Við vorum
mikið úti, þið að gera og græja og
við að leika okkur ýmist í Litla-
Seli, í dekkjarólunni eða í felu- og
eltingaleik í „skóginum“. Svo
munum við eftir gómsæta matn-
um og þá sérstaklega í kaffitím-
anum þegar amma opnaði köku-
skápinn og valdi eina köku þar úr.
Þær voru allar hver annarri betri.
Þegar á kvöldin leið sagðir þú
okkur ýmist sögu um konuna sem
bjó hjá ykkur í bústaðnum eða
sögur frá því þegar þú varst lítil
stelpa og við gæddum okkur á
nýtíndum jarðarberjum úr garð-
inum með rjóma og sykri.
Amma var einstaklega góð-
hjörtuð og vildi öllum vel, hress
og skemmtileg. Þér fannst ekkert
skemmtilegra en að fá að heyra
hvað maður væri að gera í lífinu.
Einnig varstu einstaklega
minnug og sagðir oft sögur frá því
í gamla daga og hvernig lífið hafði
verið þá, á hvaða staði þú hefðir
komið og þess háttar.
Við minnumst þín með gleði,
hlátri og góðum minningum og
verðum ævinlega þakklátar fyrir
allan þann tíma sem við áttum
með þér. Hvíl í friði, elsku amma.
Þínar
Margrét og Bryndís.
Margrét, fyrrverandi tengda-
móðir mín, er látin í hárri elli. Að
ná svo háum aldri er ekki sjálf-
gefið en Margrét var alla tíð and-
lega ern og hafði vissulega viljann
til að lifa áfram en líkaminn var
að þrotum kominn og sjónin horf-
in. Nú er vegferð hennar lokið en
minningarnar lifa.
Einangrun síðastliðins árs átti
illa við Margréti, því hún var ein-
staklega félagslynd og hafði yndi
af að hitta og spjalla við unga sem
aldna. Þau Óskar voru alls staðar
aufúsugestir og áhugasöm um að
mæta þegar eitthvað stóð til í fjöl-
skyldunni eins og afmæli, skírn,
útskrift eða á öðrum tyllidögum
og sjálf voru þau hjónin skemmti-
leg heim að sækja. Margrét sýndi
afkomendum sínum einlægan
áhuga og fylgdist vel með hvað
hver og einn tók sér fyrir hendur í
námi, starfi, ferðalögum eða
barneignum. Það átti því ekki vel
við hana að geta hvorki komist úr
húsi né tekið á móti heimsóknum.
Börn mín og Bjargar dáðu
ömmu sína og þótti undurvænt
um hana. Hún sáði hjá þeim fræj-
um, sem munu halda áfram að
spíra og dafna um ókomna tíð og
vera þeim gott veganesti. Meðal
góðra minninga sem skjóta upp
kollinum er samvera í sumar-
bústaðnum í Grímsnesinu þar
sem Óskar hafði byggt lítinn leik-
kofa fyrir barnabörnin og ótal
munir, sem Margrét hafði föndr-
að, voru út um allt og börn máttu
leika með og skoða að vild.
Ég er einlæglega þakklátur
fyrir samfylgdina og við Jóhanna
vottum Óskari og afkomendum
innilega samúð okkar.
Guðjón Steingrímsson.
Margrét Þorbjörg
Jafetsdóttir
✝ Ásgerður fædd-ist 6. janúar
1940 á Borg á
Djúpavogi. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir þann 10.
febrúar 2021.
Foreldrar henn-
ar: Guðfinna S.
Gísladóttir, f. 21.11.
1902, d. 09.04. 1984,
og Ásmundur
Guðnason, f. 24.02.
1908, d. 26.11. 1982.
Bræður Ásgerðar eru Örn Ás-
mundsson, f. 04.05. 1932, d.
25.09. 2016, og Guðni Ásmunds-
son, f. 09.09. 1938.
Börn Ásgerðar eru:
Kristín Hreinsdóttir, f. 02.11.
1960, maki: Sigurður Viðar Jón-
asson, f. 21.12. 1963. Börn þeirra
eru 2: Ari Viðar Sigurðarson,
maki Dagný Ósk Axelsdóttir.
grét á fjögur barnabörn. Hrefna
Hreinsdóttir, f. 27.02. 1968, maki:
Stefán Axelsson, f. 19.10. 1966.
Börn þeirra eru tvö: Harpa Lind
Stefánsdóttir, sambýlismaður:
Ingimundur S. Sverrisson. Axel
Gerðar Stefánsson. Hrefna og
Stefán eiga eitt barnabarn. Ás-
mundur Sveinsson, f. 03.08. 1970,
sambýliskona: Þorgerður Guð-
mundsdóttir, f. 16.11. 1979. Ás-
mundur á fjögur börn úr fyrri
sambúð og Þorgerður þrjú börn
úr fyrri sambúð: Benedikt Daníel
Ásmundsson, Katla Margrét Ás-
mundsdóttir, maki: Hjörtur Við-
ar Guðmundsson. Sæbjörg Ás-
mundsdóttir. Björn Þór
Ásmundsson. Smári Berg Þor-
gerðarson. Þórunn Fjóla Jóns-
dóttir. Hólmgeir Örn Jónsson.
Ásmundur á tvö barnabörn. Þor-
björn Gerðar Þorbjörnsson, f.
21.07. 1976, maki: Dögg Ingi-
mundardóttir, f. 18.02. 1984.
Börn þeirra eru tvö: Birna Rós
Þorbjörnsdóttir. Gerðar Freyr
Þorbjörnsson, úr fyrra sambandi
á Þorbjörn Gerðar soninn Róbert
Halldór Þorbjörnsson, úr fyrra
sambandi á Dögg börnin Victor
Breka Björgvinsson og Kareni
Ingu Björgvinsdóttur.
Ásgerður ólst upp á Djúpa-
vogi til 5 ára aldurs, þá fluttu
foreldrar hennar með börnin til
Reykjavíkur, þar gekk Ásgerður
í Laugarnesskóla og lauk þar
gagnfræðaprófi. Ásgerður sótti
Húsmæðraskólann á Staðarfelli,
þaðan útskrifaðist hún vorið
1960. Ásgerður hefur starfað við
ýmis störf eins og síldarævintýri
á Raufarhöfn, búrekstur á Þver-
dal í Saurbænum, fiskverkun í
Ísbirninum, sem dagmóðir, á
kvennadeild Landspítalans og
síðast starfaði hún hjá Gatna-
málastjóra við Jafnasel í Breið-
holti, þar varð hún að láta af
störfum vegna veikinda.
Um haustið 2014 flutti Ásgerð-
ur á stoðbýlið í Foldabæ, þar sem
henni leið vel, því miður staldraði
hún ekki lengi við, því alzheimer-
sjúkdómurinn gekk hart að
henni og var því flutt á Hjúkr-
unarheimilið Eir, þar sem hún
fékk mjög góða aðhlynningu hjá
starfsfólkinu á deild tvö Norður.
Útför Ásgerðar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðfinna Sigurveig
Sigurðardóttir,
maki: Davíð Rúnar
Benjamínsson, Krist-
ín og Sigurður eiga
sex barnabörn og
eitt stjúp-barnabarn.
Guðrún Hreins-
dóttir, f. 15.10. 1961,
maki Friðbjörn Ósk-
arsson, f. 14.05.
1959. Börn þeirra
eru þrjú: Óskar Að-
alsteinn Friðbjarnarson, sam-
býliskona: Monika Nilsson. Ás-
gerður Friðbjarnardóttir, maki:
Sveinn Jónasson. Stefán Frið-
bjarnarson, sambýliskona: Kristín
Ósk Guðmundsdóttir. Guðrún og
Friðbjörn eiga sjö barnabörn.
Margrét Guðfinna Hreinsdóttir, f.
09.01. 1963. Margrét á eina dótt-
ur. Hildur Björk Margrétardóttir,
maki: Pétur Þormóðsson, Mar-
Ég veit ekki hvort er verra, að
missa systkini skyndilega í slysi
eða að horfa upp á manneskju
tærast upp smátt og smátt. Það
var virkilega erfitt að horfa upp á
ömmu mína hverfa inn í heim
þessa sjúkdóms - sjúkdóms sem
rændi frá mér ömmu minni - sjúk-
dóms sem hefur áhrif á alla, ekki
bara sjúklinginn - sjúkdóms sem
hefur öll völdin og skelfir alla í
kringum sig. En ég ætla þó ekki
að leyfa þessum örlögum alzheim-
er-sjúkdómsins að hafa neikvæð
áhrif á mig. Ég vil halda í þær
góðu minningar sem ég hef um
ömmu Ásgerði.
Allar bílferðirnar okkar á milli
Reykjavíkur og Ísafjarðar, þar
taldir þú upp öll heiti á hverju
fjalli sem lá á leið okkar, enda
hafðir þú einstakan áhuga á fjöll-
um Íslands. Þaðan tel ég minn
áhuga á fjallgöngu koma, og mun
ég ganga mörg fjöll og færð þú að
fylgja mér upp á hvert og eitt ein-
asta, fylgir mér í hjartanu mínu.
Á þessum bílferðum okkar jöpl-
uðum við á rauðum Ópal og
gæddum okkur einnig á Góu-
karamellukúlum.
Ristaða brauðið, smjörvinn og
osturinn sem var skorinn með ein-
hverjum töfraostaskera, það er
ekkert ristað brauð eins og var hjá
þér, það var eitthvað sérstakt við
það, og höfum við barnabörnin
ekki alveg áttað okkur á hvað það
er en öll erum við sammála um að
ristaða brauðið hjá þér var ein-
stakt, einfaldlega best.
Þér þótti skemmtilegt að spila
lúdó og einnig slönguspilið, marg-
ir spilaleikir voru spilaðir þegar
við heimsóttum þig.
Síðastliðin ár varstu á Hjúkr-
unarheimilinu Eir og þótti mér
einstaklega notalegt að koma til
þín þangað. Hlustuðum á Ellý á
meðan ég nuddað hendurnar þín-
ar og bar á þig andlitskrem,
gæddum okkur á After eight og
rauðum Ópal, það þótti þér ein-
staklega gott og þykir mér ofboðs-
lega vænt um þær stundir. Síðasta
hálfa árið fékk ég ekkert að hitta
þig vegna Covid, það þótti mér of-
boðslega erfiður tími, ég var ósátt
við ákvörðun Þórólfs að loka svona
á aldraða, en þegar deildin var aft-
ur opnuð fyrir okkur þá lét ég mig
ekki vanta, mér þykir einstaklega
vænt um heimsóknina sem var
mín lokaheimsókn þann 29. janúar
síðastliðinn, þú varst svo veik-
burða og verkjuð elsku amma
mín, nú ertu komin á betri stað, í
faðm móður þinnar.
Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman
elsku amma, takk fyrir hlýjuna
sem þú gafst mér og takk fyrir
fróðleikinn sem þú kenndir mér.
Hvíl í friði.
Þín nafna,
Ásgerður.
Ásgerður
Ásmundsdóttir Elskulegur eiginmaður og faðir okkar,SIGURÐUR SIGVALDASON
verkfræðingur,
Hvassaleiti 103,
lést aðfaranótt sunnudagsins 28. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigrún Magnúsdóttir
Sigurður, Ragnheiður, Solveig og Magnús Sigurðarbörn
Ástkær eiginmaður og faðir,
ARMANDO BEQIRAI,
lést sunnudaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram í Grafarvogskirkju
föstudaginn 5. mars klukkan 15.
Þóranna Helga Gunnarsdóttir
Alexander Beqirai
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, systir og mágkona,
HANSÍNA BJARNADÓTTIR,
Kristnibraut 77,
lést á heimili sínu 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 8. mars klukkan 13.
Aðstandendur og vinir eru velkomnir, en athöfninni verður einnig
streymt og verður hægt að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat.
Bestu þakkir til þeirra sem litu eftir og aðstoðuðu Hansínu heima
fyrir, heilbrigðisstarfsfólks og góðra nágranna.
Rut Kristinsdóttir Jóhann Björgvinsson
Oddur Einar Kristinsson Sigurbjörg Fjölnisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn