Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 52

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 ✝ RagnhildurGuðlaug Páls- dóttir fæddist á Gilsárstekk í Breið- dal 11. mars 1942. Hún lést 10. febrúar 2021 á Hrafnistu við Sléttuveg. Foreldrar henn- ar voru Páll Guð- mundsson frá Gils- árstekk í Breiðdal, bóndi og hrepp- stjóri, f. 1907, d. 1972, og Hlíf Petra Magnúsdóttir, fædd á Skriðustekk í Breiðdal, húsfreyja og organisti, f. 1908, d. 2007. Bræður Ragnhildar eru: Baldur, f. 1934, og Magnús, f. 1936. Þann 11.3. 1962 giftist Ragn- hildur Róberti Kárasyni, f. 1939, d. 2007. Þau slitu samvistir. Ragnhildur og Róbert eign- uðust fjögur börn: 1) Hlíf Harpa, f. 1962, sambýlismaður Stefán Rúnar Garðarsson. Börn Hörpu eru: a) Sandra Ýr, f. 1989, gift Aaroni Zarabi. Sonur Söndru er Baltasar Tindur Björgvinsson, f. 2010. b) Róbert Freyr, f. 1991, sambýliskona Eva Karen Ástu- dóttir. Þeirra sonur er Kári Páll, f. 2017. c) Alex Freyr, f. 1997, kærasta Birta Guðlaugsdóttir. 2) Rafn starfaði hjá Reiknistofu bankanna. Foreldrar hans: Her- mann Bjarnason, f. 1930, d. 2001, og Elísabet Kristjánsdóttir, f.1935. Þau voru bæði frá Þing- eyri. Ragnhildur ólst upp á Gilsár- stekk í Breiðdal. Eftir barna- skóla fór hún 17 ára gömul til náms í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Ragnhild- ur var kokkur á bát eitt sumar og bjó síðan á Akureyri og vann í Kristjánsbakaríi. Árið 1962 sett- ist hún að á Breiðdalsvík ásamt Róberti fyrri eiginmanni sínum. Meðfram húsmóðurstörfum vann Ragnhildur í Útvegsbankanum og var síðar forstöðumaður Landbankans á Breiðdalsvík í mörg ár þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1991. Hún starfaði lengst af í Landsbank- anum í Mjódd og á Seltjarn- arnesi. Síðustu starfsárin vann hún m.a. við umönnun þríbura- drengja og í eldhúsinu á Vestu- götu 7. Ragnhildur hafði mikinn áhuga á tónlist, söng og ferðalög- um. Á árum áður söng hún með Kirkjukór Breiðdals og síðar Samkór Stöðvarfjarðar og Breið- dals. Ragnhildur ferðaðist mikið innanlands og einnig út um allan heim með Rafni eiginmanni sín- um. Hún sat um árabil í stjórn Félagsins Ísland-Ungverjaland. Útförin fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 22. febrúar 2021, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Arna Vala, f. 1966, gift Elíasi Má Hall- grímssyni, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Thelma Rut, f. 1990, sambýlismaður Grímur Már Þór- ólfsson, hans dóttir Árný Lea, f. 2010. b) Tinna Heiðdís, f.1996, kærasti Nicholas Steiner. c) Kári Kristófer, f. 1999, kærasta Halldóra Róberts- dóttir. 3) Páll, f. 1967, kvæntur Auði Sólmundsdóttur, f. 1970. Börn þeirra eru: a) Karen, f. 1993, b) Kristjana, f. 1997, d. 1997, c) Kristján Daði, f. 1998, d) Auður Ósk, f. 2007. Dóttir Páls frá fyrra sambandi er Ragnhild- ur, f. 1987, sambýlismaður Hlíð- ar A. Sigurðsson. Þeirra dóttir er Áróra Draumey, f. 2019. Dóttir Ragnhildar frá fyrra sambandi er Magdalena Guðfinnsdóttir, f. 2010. 4) Heiðdís Ellen, f. 1972. Sonur hennar er Gabriel Arnar Amador Losada, f. 1999, kærasta Svala Björgvinsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Ragn- hildar er Rafn Hermannsson, f. 1953. Þau hófu sambúð árið 1992 og gengu í hjónaband 16.12.2000. Elsku mamma okkar lést þann 10. febrúar á fæðingardegi Krist- jönu, sonardóttur sinnar, en hún lést aðeins fimm vikna gömul. Okkur finnst táknrænt að mamma hafi kvatt á þeim degi. Það var eins og hún biði eftir því að dagurinn rynni upp og að hún hafi fengið lít- inn engil í fangið á kveðjustund- inni. Mamma talaði alltaf af mikilli hlýju um æskuárin sín. Hún var mikil pabbastelpa og þótti best að vera úti og hjálpa til við bústörfin. Henni þótti vænt um dýrin og sagði okkur margar sögur um kis- una sína og hundinn Bolla. Mamma las mikið, bæði sögur og ljóð og hafði mikinn áhuga á tón- list. Hún spilaði á orgel á árum áður, einnig spilaði hún oft á gítar og söng fyrir okkur systkinin á bernskuárum okkar. Við eigum mjög góðar minning- ar frá árunum okkar á Breiðdals- vík, hjá mömmu og pabba áttum við yndislegt heimili, bjuggum við öruggt skjól, ást og umhyggju. Mamma hafði mikla ánægju af því að ferðast jafnt innanlands sem utan. Henni þótti afar vænt um landið sitt og hafði komið víða. Mamma og Rafn, eiginmaður hennar, ferðuðust um heim allan. Þau höfðu farið vítt og breitt um Evrópu, N- og S-Ameríku og heimsóttu einnig mörg fjarlæg lönd í Asíu og fóru til Suður-Afr- íku. Það var gaman að skoða myndir og hlusta á hana segja frá þessum ævintýralegu ferðalögum. Það er dásamlegt að hugsa til þess að mamma, sem alltaf hafði svo mikla ferðaþrá, fékk að upplifa drauminn sinn. Mamma var alltaf til staðar fyr- ir okkur börnin sín, var okkar stoð og stytta í gegnum hvað sem var, ávallt reiðubúin að rétta fram hjálparhönd. Hún var einstaklega ráðagóð í hverju sem var og við vissum svo vel að við gátum treyst hennar ráðum og visku. Fyrir það erum við henni ævin- lega þakklát. Mamma var mikil kjarnakona, hún var glaðlynd, brosmild og alltaf hún sjálf. Talaði ávallt frá sínu hjarta, var einlæg, sönn og laus við alla tilgerð. Mamma var dugleg að búa til dýrmætar samverustundir með allri fjölskyldunni. Hún var með- vituð um að lifa „í núinu“ eins og stundum er sagt og vildi ekki fresta því sem maður getur gert núna. Eftir að mamma greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir tæp- um tíu árum lét hún ekkert stöðva sig, hélt áfram að ferðast út um allt með Rafni og var áfram dugleg að ganga og hreyfa sig. Hún fluttist á Hrafnistu við Sléttuveg fyrir ári síðan en þá var heilsunni mikið far- ið að hraka. Það var mjög erfitt að mega ekki heimsækja hana eins oft og við vildum vegna veirunnar. Hver samverustund varð því enn dýr- mætari fyrir vikið og við reyndum að standa um mömmu styrkan vörð allt þar til yfir lauk. Elsku hjartans mamma. Við systkinin munum vanda okkur og reyna að ganga til góðs götuna fram eftir veg, eins og þú hefðir gert. Við erum full þakklætis fyrir að hafa átt þig sem móður. Sorgin og söknuðurinn eru mikil, en við huggum okkur við allar góðu minningarnar, gleðina, ástina og hamingjuna sem við áttum með þér. Þú verður ætíð með okkur í huga og hjarta hvert sem lífið mun leiða okkur. Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þín börn, Hlíf Harpa, Arna Vala, Páll og Heiðdís Ellen. Elsku amma Ugla. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér, þú bakaðir alltaf pönnu- kökur, spilaðir við okkur og teikn- aðir með okkur, fórst á kríuvarpið og í bíltúr að skoða allar flottu stytturnar í Reykjavík. Alltaf varst þú svo góð amma og vildir allt fyrir okkur gera, það var svo gaman að vera hjá ykkur og fara í alla skemmtilegu göngu- túrana, þú labbaðir á göngustígn- um og við krakkarnir hoppuðum á steinunum við sjóinn á Nesinu. Það var svo gaman að þú faldir alltaf fyrir okkur aukapakka í jóla- boðinu og þið afi komuð alltaf með eitthvað lítið dót í heimsókn og laumuðuð að okkur. Við elskum líka báðir jólasveinana sem þú safnaðir og okkur finnst svo gam- an að heyra sögurnar af Grýlu og Leppalúða sem þér fannst svo skemmtilegt að segja frá. Jólin voru svo skemmtileg hjá þér amma. Elsku amma Ugla, við munum sakna þín svo mikið, amma Harpa og mamma og pabbi munu segja okkur sögurnar þínar og frá öllum þeim löndum sem þú heimsóttir með afa. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Við elskum þig alltaf, Baltasar Tindur og Kári Páll. Það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum elsku hjartans ömmu Ragnhildi í síðasta sinn. Þegar við vorum börn þá komum við svo oft til ömmu og afa Rafns á Eiðistorgið og eigum margar ógleymanlegar minningar frá þeim tíma. Amma var einstaklega hlý og góð manneskja, full af kær- leika. Brosið hennar og faðmlög fylltu okkur öryggi og að koma til hennar var alltaf eins og að koma heim. Það var alltaf best að gista hjá ömmu og fá kjúkling í kvöld- matinn, allra best var að dýfa brauði í soðið. Það var gaman að fá að hjálpa til við að baka pönnukök- ur og vöfflur, leggja á borðið og borða saman. Amma gaf sér alltaf svo mikinn tíma til að spjalla við okkur, teikna, spila og bara vera með okkur. Við fórum margar skemmtilegar ferðir með ömmu og afa Rafni út á Gróttu, lékum okkur í fjörunni og fylgdumst með fugla- lífinu á Bakkatjörn. Amma fór með okkur í margar gönguferðir á Seltjarnarnesi og þó við værum bara að labba yfir í Hagkaup þá var það samt alltaf hið mesta æv- intýri með ömmu. Á þessari stundu koma einnig upp í hugann allar samverustundirnar og veisl- urnar í sumarbústöðum víða um land. Jóladagsboðin á Eiðistorginu Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir Stefán Árnason var einstakur maður. Sem æskuvinkonur Bryndísar kynnt- umst við Stefáni snemma á lífsleið- inni og allar götur síðan hefur hann fylgst með okkur úr fjarska. Við vörðum mörgum dýrmæt- um stundum saman á Markarflöt- inni, heimili sem einkenndist af hlýju og virðingu. Þar sat Stefán oft hugsi við skákborðið eða á skrifstofunni að reikna út og upp- færa vegalengdir dagsins á meðan Marsibil sveif um húsið með bros á vör. Þar sem Stefán var afar greindur og áhugasamur maður áttum við margar skemmtilegar og upplýsandi samræður þar sem stærðfræðikennarinn hafði sig all- an við að hafa vit fyrir þremur ung- lingsstúlkum, með misgóðum ár- angri. Stefán var afar auðmjúkur og Stefán Árnason ✝ Stefán Árnasonfæddist í Reykjavík 29. mars árið 1944. Hann lést af slysförum 17. febrúar 2021. Útför hans fór fram 1. mars 2021. greiðvikinn maður sem var alltaf til taks þegar á reyndi. Þar sem við vinkonurnar bjuggum allar sín í hvorum enda bæjar- ins þurftu feður okk- ar ávallt að vera í startholunum ef ske kynni að skutla þyrfti dömunum. Stefán sinnti þessu verkefni sem og öðr- um af mikilli ábyrgð og kostgæfni. Það brást ekki að Stefán byrjaði allar bílferðir á því að athuga hvort við værum ekki örugglega í örygg- isbelti og sú skemmtilega hefð hélst langt inn í fullorðinsaldurinn. Stefán var alla tíð mjög virkur og staðfastur. Gekk hann til að mynda til og frá vinnu alla daga óháð veðráttu. Eftir að við vinkon- urnar fengum bílpróf reyndum við hvað eftir annað að pikka Stefán upp þegar við rákumst á hann á leiðinni heim frá skólanum. Alltaf fengum við sama svarið, að hann vildi nú frekar ganga. Tíminn leið og þegar orðið var auðséð að Stef- án ætlaði sér aldrei að þiggja far byrjuðum við að flauta á hann af mikilli ákefð þegar við keyrðum framhjá, honum til mikillar gleði. Stefán var stoltur faðir og sinnti því hlutverki af alúð. Sam- band hans við börnin sín var alveg einstakt þar sem hann tók virkan þátt í lífi þeirra og sýndi þeim mik- inn áhuga. Stefán mætti á alla íþróttaviðburði og setti sig aldrei upp á móti því að eyða heilu helg- unum að safna flöskum fyrir næsta handboltamót. Stefán var algjör húmoristi sem leyndi á sér. Hann sómdi sér vel í afahlutverkinu og lét til að mynda þýskar vatnsrennibrautir ekki stoppa sig. Þeir góðu eiginleikar sem hann bjó yfir endurspeglast nú í afkomendum hans og mun minning hans lifa um ókomna tíð. Í þessu samhengi kemur upp í hugann falleg mynd af feðginun- um þar sem þau sitja saman og fara yfir jöfnur og reikna flókin stærðfræðidæmi fyrir próf morg- undagsins. Öll þessi umhyggja og stuðningur hefur án efa ýtt undir áhuga dótturinnar á verkfræði og ein af ástæðum þess að hún hefur náð langt á sínu sviði. Með söknuð í hjarta kveðjum við Stefán og þökkum fyrir góðar stundir. Fallegasta jafna stærð- fræðinnar, aljafna Eulers, verður nú án efa rituð í skýin. Helena Eufemía og Helga Margrét. Ástkær eiginkona mín, BIRNA S. GUÐJÓNSDÓTTIR, Öldustíg 4, Sauðárkróki, andaðist á HSN á Sauðárkróki að kvöldi 24. febrúar. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. mars klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Björn Björnsson og afkomendur Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA GUÐRÍÐUR FRIÐSTEINSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 3- 5, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar Kristján Halldórsson Ásdís Kristjánsdóttir Guðmundur Björgvinsson Albert Kristjánsson Jóna Hálfdánardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Heittelskuð móðir okkar, UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR, andaðast 26. febrúar í faðmi dætra sinna. Hún verður jarðsungin frá Seltjarnarnes- kirkju fimmtudaginn 11. mars klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://youtu.be/lbqCGLLkWYE Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Unnar er bent á vökudeild Barnaspítala Hringsins, reikningur 513-26-22241, kt. 640394-4479. Katrín Pálsdóttir Gunnar Þorvaldsson Lára Pálsdóttir Sveinn Kjartansson Ingibjörg Pálsdóttir Gunnar Hermannsson Guðrún Pálsdóttir Þórir Baldursson Unnur Pálsdóttir Sigfús Bjarni Sigfússon og afkomendur Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Bobba, Bakkastöðum 73, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjartadeild Landspítalans. Kristjana Líndal Sigurður W. Egilsson Páll Líndal Ingdís Líndal Hallur Illugason Unnsteinn Líndal Steinunn A. Guðmundsdóttir Ævar Líndal og ömmubörnin stór og smá Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs föður, tengdaföður, bróður og afa, GUÐMUNDAR KRISTINSSONAR skipstjóra. Olga Gunnarsdóttir Pétur Smári Richardsson Kristinn Þór Guðmundsson Friðrikka Auðunsdóttir Erlendur G. Guðmundsson Hildur Brynja Sigurðardóttir Sigurborg Kristinsdóttir Kári Valvesson og afabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.