Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
✝ Villy Pedersenfæddist á
Siglufirði 10. ágúst
1937. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 20. febrúar
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Johan Peder-
sen fisksali, f.
11.11. 1906 í Nor-
egi, d. 21.11. 1968,
og Stefanía Guð-
mundsdóttir, f. 3.8. 1906 á
Tjörnum í Sléttuhlíð, d. 21.2.
1973.
Bræður Villys eru: 1) Harry
Pedersen, f. 7.2. 1936, d. 21.4.
2008. 2) Guðmundur Elí Peder-
sen, 9.10. 1947. 3) Hálfbróðir
samfeðra er Stefán Birgir
Pedersen, f.7.12. 1936.
Villy giftist eiginkonu sinni,
Þórunni Hönnu Júlíusdóttur,
25.5. 1959, f. 20.7. 1940, d. 1.11.
2004.
Þau eignuðust 3 börn:
1) Ólafur Guðbjörn Petersen,
f. 11.8. 1958, kvæntur Ingi-
björgu Halldórsdóttur og eiga
þau 3 börn: a) Villý Þór, barn
úr fyrri sambúð er Þorvaldur
Hörður, sambýliskona hans er
Guðrún Helgadóttir og börn
þeirra eru Ingibjörg Freyja og
Ólafur Flóki. b) María Björk,
gift Jóni Ara Rúnarssyni, börn
þeirra eru Hildur Sif, Hekla
Dís og Karen Ósk. c) Rebekka
Rut, unnusti Orri Már Kristins-
son og börn þeirra eru
Patrekur Óli og Alexander Óli.
2) Ragnar Bogi Pedersen, f.
13.3. 1962, sambýliskona Sól-
veig Sveinsdóttir. Börn Ragn-
ars Boga eru: a)
Sólveig Margrét,
hún á tvö börn, El-
ínu Ósk og Julie.
Ragnar Bogi
kvæntist Sæunni
Sævarsdóttur, þau
skildu, dóttir
þeirra er b) Þór-
unn Hanna, sam-
býlismaður Haukur
Henriksen. Sólveig
á son, Kristján
Frey, og sambýliskona hans er
Katrín Sveina, hún á eina dótt-
ur, Elsu Margréti.
3) Jóna Pedersen, f. 20.9.
1965.
Barn Jónu og Péturs Ein-
arssonar er Gunnhildur, unn-
usti hennar er Jari Liukku og á
hann fyrir son, Theodor Christ-
offer.
Villy ólst upp á Siglufirði til
13 ára aldurs, frá átta ára aldri
var hann á síldarplaninu með
móður sinni og föður. Hann
starfaði hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli þar til hann
fór til Eimskips sem sjómaður
og síðar vaktmaður, starfaði
hann þar í 49 ár samfleytt.
Hann var liðtækur á sínum
yngri árum í frjálsum íþróttum
og spilaði auk þess körfubolta.
Lengst af bjó hann í Kópa-
vogi á Nýbýlavegi.
Útförin fer fram frá Digra-
neskirkju í dag,
4. mars 2021, klukkan 11.
Stytt slóð á streymi frá út-
för: https://tinyurl.com/4sver5fn/.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á: https://www.mbl.is/
andlat/.
Elsku pabbi og afi.
Það er svo sárt að þú sért
farinn frá okkur. Margar góðar
minningar koma upp í hugann,
allar Spánarferðirnar sem við
fórum í sem þú hafðir svo gam-
an af og ferðirnar til Siglu-
fjarðar þangað sem þú áttir
rætur þínar að rekja og frædd-
ir okkur um gamla heimabæinn
þinn sem þér þótti svo vænt
um.
Einnig koma upp í hugann
allar heimsóknirnar á Nýbýla-
veginn, kaffihúsaferðirnar á
uppáhaldskaffihúsið þitt, Kaffi-
vagninn, og bíltúrarnir um
höfnina þar sem þú hafðir gam-
an af því að skoða skipin.
Þú varst svo skemmtilegur,
fyndinn, ljúfur, góður og hafðir
sterkar skoðanir á mörgum
málefnum.
Þú hefur alltaf haft mikinn
áhuga á íþróttum þar þá helst
fótbolta, einnig voru krossgátur
þér hugleiknar og þær erfið-
ustu fórstu létt með.
Það voru kaflaskil í lífi þínu
þegar þú gast ekki búið lengur
á heimili þínu þar sem þú hafð-
ir búið í 53 ár og fluttir inn á
Hrafnistu í Hafnarfirði í apríl í
fyrra.
Þar héldum við þín seinustu
jól og er mjög sárt að hugsa til
þess að þú máttir ekki vera
með okkur heima vegna heims-
faraldurs.
Að lokum viljum við þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur. Við munum aldrei
gleyma þér og þú munt ávallt
vera í hjarta okkar.
Elskum þig mest.
Knús og kossar.
Jóna og Gunnhildur.
Þegar söknuðurinn er svona
mikill verða orðin svo lítilsmeg-
nug. Hvernig á maður að læra
á lífið sem inniheldur þig ekki
lengur?
Ég var svo lánsöm að eiga
þig sem afa í tæp þrjátíu ár og
öll þessi ár gáfu mér svo ótal
margar ómetanlegar og dýr-
mætar minningar. Ég sótti
mikið í að vera hjá þér og
ömmu enda leið mér alltaf svo
vel hjá ykkur og fann hvað ég
var elskuð. Ég var svo sann-
arlega litla afastelpan þín sem
þú gerðir allt fyrir, ég verð
þessi litla afastelpa að eilífu.
Samband okkar var einstakt en
virðing og mikil vinátta ein-
kenndu það, þú talaðir alltaf
svo fallega til mín og því mun
ég aldrei gleyma.
Minningarnar eru ótal marg-
ar, ferðirnar niður á tjörn, blá-
berjatínslan, bókamarkaðurinn
og allskonar ferðir hingað og
þangað um landið. Ferðirnar í
Kolaportið ylja mér alltaf en
þar fékk maður alltaf að velja
sér eitthvað, síðan var keyrt
niður á höfn að skoða skipin og
stoppað að skoða krabbana.
Fyrst og fremst fannst mér
alltaf svo gaman og gott að
vera í kringum þig.
Hlýju afaknúsin, öll fallegu,
fyndnu og dýrmætu samtölin
sem ég trúi ekki ennþá að verði
ekki fleiri.
Þinn einstaki húmor sem
fékk mig alltaf til að skellihlæja
og rúmlega það, húmorinn sem
þú hélst í þar til yfir lauk. Síð-
ustu árin snerust hlutverkin
við, ég náði í þig og við keyrð-
um niður á höfn alveg eins og í
gamla daga, síðan skelltum við
í okkur kaffisopa á Kaffivagn-
inn, ég á eftir að sakna þess
mikið.
Ég var svo heppin að allt
mitt líf leiddir þú mig og
kenndir mér svo margt. Það
var minn heiður að fá að leiða
þig þinn síðasta spöl. Ég sakna
þín á þann hátt að ég hreinlega
finn ekki réttu lýsingarorðin.
Sofðu rótt, elsku afi minn,
takk fyrir allt.
Þín
Þórunn Hanna
Ragnarsdóttir.
Villy Pederseneru ógleymanleg, allur dásamlegimaturinn, litlu aukapakkarnir
handa okkur barnabörnunum og
söngurinn og dansinn kringum
jólatréð. Dásamlegir tímar og dýr-
mætar minningar.
Þegar við urðum unglingar þá
tókum við eftir því hvað amma lifði
lífinu lifandi. Hún ferðaðist mikið
um Ísland en líka um allan heim-
inn með afa Rafni, hún elskaði að
sjá nýja staði og menningarheima.
Þegar hún kom heim þá var alltaf
svo notalegt að heimsækja hana
og heyra sögurnar og skoða
myndirnar. Amma var okkur
systkinum mikil fyrirmynd og við
höfum öll þessa sömu ferðaþrá og
hún. Við höfum alltaf litið upp til
ömmu og stundum kölluðum við
hana ömmu Indiana Jones. Það
var svo magnað að vita að hún
hafði gist í Amazon-frumskógin-
um í Brasilíu og á eyjunni Borneo í
Asíu, skoðað heimsþekktu Inka-
rústirnar Machu Picchu í Perú,
farið til Kína, Indlands, Víetnam,
Argentínu, Suður-Afríku og einn-
ig upplifað stórbrotið dýralífið á
Galapagoseyjum – svo aðeins brot
af þeim stöðum sem amma heim-
sótti séu nefndir.
Amma kunni að láta drauma
sína rætast. Við vitum að hvert
sem við eigum eftir að ferðast í
framtíðinni þá verður amma með
okkur í huga og hjarta. Þó svo
ferðalagið hennar ömmu hér á
jörðinni sé búið þá verður hún
með okkur hvert sem við förum.
Elsku amma, góða ferð!
Þín barnabörn,
Thelma Rut, Tinna Heið-
dís og Kári Kristófer.
Elsku amma.
Fólk spyr mig hvort ég hafi
ekki upplifað útförina sem fallega
kveðjustund.
Ég útskýri fyrir þeim að ég viti
að ég var ekkert að kveðja þig, við
eigum nú bara þannig tengingu að
hún nær lengra en okkar jarð-
neska og þegar ég horfi á afkom-
endur þína þá ert þú þar, í okkur
öllum, svo greinileg.
Brosið hennar mömmu og
hvernig höfuðið hallar á aðra hlið-
ina þegar þið brosið, augun henn-
ar Heiðdísar sem geta talað, leið-
beint, brosað og hrætt án orða,
blíða og fallega röddin hennar
Öddu, hláturinn hennar Thelmu,
Tinna með Indiana Jones-hattinn
þinn, einlæga umhyggjan í Karen,
Auður Ósk það þarf nú bara að
horfa á hana, nafna þín hún Ragn-
hildur og ég sem reyni að leika allt
eftir þér. Svo eru það allir strák-
arnir þínir sem þú unnir svo inni-
lega, þeir áttu sér alveg sérstakan
stað í ömmuhjartanu og ég skil
það svo vel, þú átt einstaklega vel
gerða stráka.
Ég man svo vel eftir að koma til
þín og þú sagðir mér glaðlega að
nú væri litli strákurinn þinn að
hlaupa heim til mömmu sinnar svo
við ættum að skella í kaffi, mér
fannst það svo fallegt. Einnig man
ég þegar Róbert gat ekki haldið
sér vakandi í gegnum boðin þín.
Þá komst þú á eftir mér inn í
herbergi ykkar Rafns og hvíslaðir
að mér að hann þyrfti að fá að
melta og rifjaðir upp að pabbi
minn hafi nú verið ekki ósvipaður í
boðunum þínum.
Nú þekki ég þá feðga og veit að
þeir sofna hvergi annars staðar úr
ofáti en hjá þér amma mín, það er
bara lambakjötið þitt sem er svo
gott að maður þarf hvíld eftir það.
Ég horfi á mynd af þér og þú
vekur upp í mér svo margar góðar
tilfinningar, stolt fyrir að vera af-
komandi þinn sem lærði af þér,
gleði að eiga svo mikið af
skemmtilegum minningum með
þér, frá kríuvarpinu úti á nesi þeg-
ar ég var lítil stelpa til stundanna
þegar við lituðum saman á þér
hárið og drukkum kaffi. Næst finn
ég fyrir drifkrafti að vilja líkjast
þér, ég vil fylgja því að ef það er
hægt í dag þá gerum við það í dag!
Einhvern veginn tókst þér að gera
allt sem þú gerðir, vinna, skoða
allan heiminn, eiga öll þessi börn
og barnabörn, sitja í félögum en
samt leið manni alltaf eins og þú
hefðir allan tímann í heiminum
fyrir mann.
Það vil ég tileinka mér, að öllum
líði eins og þeir eigi athyglina
óskerta og að ekkert annað skipti
máli en líðandi stund, þú varst svo
góð í því. Ekkert kemur þó ofar í
huga minn við að hugsa til þín,
amma, en styrkur, þú varst sú
allra sterkasta og staðfastasta! Þú
fórst þínar eigin leiðir með bros á
vör, hnyttin svör og sjarmann að
vopni og fylgdir eigin sannfær-
ingu, ég er svo stolt af því.
Við eigum saman stund sem ég
mun geyma ofar mörgum öðrum í
hjarta mínu, þegar þú varst orðin
veik og ég kom til þín. Þú lást í
rúminu þínu, ég hlammaði mér við
hlið þér eins og ég svo oft gerði og
við lágum saman hlið við hlið að
spjalla. Við ræddum ekkert sér-
stakt en við bara lágum þarna
saman, leiddumst og horfðum upp
í loftið, eins og við höfðum gert svo
oft áður þegar ég var lítil stelpa,
hlið við hlið á dýnunni að spjalla
um ævintýri þeirra fimm fræknu
og látið okkur dreyma um allt sem
heimurinn hefur upp á að bjóða og
það sem við sjáum ekki en finnum.
Þegar fólk spyr mig hvort ég
hafi náð að kveðja þig, þá segi ég
nei, því ég þarf ekki neitt að
kveðja þig, ég finn fyrir þér alla
daga og einn daginn mun ég finna
faðm þinn aftur.
Þangað til sjáumst við í draum-
um.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þín
Sandra „eggjakona“.
Elsku amma.
Þegar ég hugsa til þín þá eru
mér efst í huga allar okkar góðu
stundir, þegar ég gat komið til þín
á Eiðistorgið og ég vissi það að
núna væri ég kominn heim til
ömmu og þyrfti ekki að pæla í
neinu nema slappa af og njóta,
sem ég gerði og sofnaði ég oft í ró-
legheitunum hjá þér.
Þegar Kári Páll fæddist þá vor-
um við alltaf velkomin í heimsókn
og mér þótti svo gaman að sjá þeg-
ar þið voruð að leika við hann og
hversu vel þið sýnduð bíladellunni
hans áhuga. Kári var fljótur að
taka upp ömmu Uglu-nafnið og
talar hann mikið um að amma
Ugla var góð amma.
Egyptalandsferðin ykkar
Rafns verður mér líka alltaf ofar-
lega í huga, ég man þegar þið
komuð heim og þið sýnduð mér
myndir af píramídunum og ég
varð afbrýðisamur og vildi að ég
hefði verið með ykkur í ferðinni,
þú tókst eftir því hvernig mér leið
og gafst mér bækur um Egypta-
land svo ég gæti lesið mér til um
landið og fundist eins og ég þekkti
það jafn vel og þið, svo spjölluðum
við saman um Egyptaland og ég
lét mig dreyma um að vera þar.
Kríuvarpið á nesinu er líklega
sá staður þar sem við hlógum hvað
mest saman, vegna þess hversu
hræddur ég var við kríurnar.
Ég reyndi alltaf að fela mig
undir Rafni þannig að þær gogg-
uðu frekar í hann en mig, sem þær
stundum reyndu að gera og við
hlógum að viðbrögðum okkar
allra.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Takk fyrir allar okkar stundir
saman.
Takk fyrir að hjálpa mér þegar
þess þurfti.
Takk fyrir að vera alltaf til stað-
ar og takk fyrir að vera svona góð.
Ég sakna þín og ég mun varð-
veita minningu þína að eilífu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þinn
Róbert Freyr.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 5. mars klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á
https://www.youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywD
CGw
Ársæll Friðriksson Björk Georgsdóttir
Símon Friðriksson Guðrún Hjálmarsdóttir
Hildur S. Friðriksdóttir
Kristin H. Friðriksdóttir Sigurður Þ. Sigurðsson
Ragnheiður Eiríks Friðriksd. Arnar Haukur Ottesen
Ingvar Geir Guðbjörnsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Seltjörn,
áður til heimilis að Sævargörðum 7,
Seltjarnarnesi,
lést sunnudaginn 21. febrúar.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn
10. mars klukkan 15. Athöfninni verður streymt á:
https://shor.by/IngibjorgBergsveinsdottir.
Magnús Erlendsson
Erlendur Magnússon Carla Magnússon de Jong
Guðrún Magnúsdóttir Ólafur J. Straumland
Berglind Magnúsdóttir Hákon Sigursteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN RAGNA KRÜGER,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
23. janúar í faðmi fjölskyldu.
Útför fer fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahússins á
Akureyri og starfsfólks heimahlynningar fyrir ómetanlega
umönnun í veikindum Guðrúnar.
Ragnar Már Krüger Elfa Ingibergsdóttir
Eymar Krüger Elsý Vilhjálmsdóttir
Óttar Erling Krüger Helga Stefánsdóttir
Valgeir Pálsson Krüger Íris Ósk Egilsdóttir
Bergþór Pálsson Krüger Eva Berglind Tulinius
og barnabörn
Ástkær dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
KATLA ÞORSTEINSDÓTTIR
lögfræðingur,
Digranesvegi 46,
lést á heimili sínu mánudaginn 1. mars.
Þorsteinn Johansson
Jónína Lilja Pálsdóttir Guðmundur Sigbergsson
Þorsteinn Magnússon Arna Þórhallsdóttir
Arna Pálsdóttir
Ólafur Pálsson Birna Steingrímsdóttir
Diljá Pálsdóttir Fannar Eðvaldsson
Þorsteinn Þorsteinsson Aðalbjörg Einarsdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
og barnabörn