Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
✝ ValgerðurGísladóttir
fæddist 17. nóv.
1944 á Akranesi.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands Akra-
nesi 19. feb. 2021.
Foreldrar hennar
voru Ósk Guð-
mundsdóttir, f. 2.
júlí 1913, d. 20. jan.
1963 og Gísli
Bjarnason, f. 13. júlí 1910, d. 15.
des. 1963. Systkini Valgerðar eru
Ragnheiður, f. 1935, d. 2016,
Helgi, f. 1937 og Kristín Ósk, f.
1947, d. 2008.
Valgerður giftist Lúðvík Jak-
obssyni, f. 12. des. 1944, d. 20.
ágúst 1989, þann 18. des. 1965.
Foreldrar hans voru Rósbjörg
Anna Hjartardóttir, f. 9. sept.
1916, d. 17. mars 2002 og Jakob
Karel Þorvaldsson, f. 28. júlí
1910, d. 21. apr. 2000.
Börn Valgerðar og Lúðvíks
eru: 1) Anna Ósk, f.
22. ágúst 1965, maki
Reynir Kristjánsson.
Börn: Kári, Rakel og
Ísól Rut og tvö
barnabörn. 2) Hjört-
ur, f. 23. okt. 1966,
maki Kristín Sig-
urey Sigurðardóttir.
Hjörtur á tvö börn:
Lúðvík og Karítas
Mist og Kristín á
þrjú börn: Árný,
Marey og Sigþór og tvö barna-
börn. 3) Bjarki, f. 11. maí 1972,
maki Rannveig Björk Guðjóns-
dóttir. Börn: Eiður Daði, Alex
Mar, Þorgeir Örn og Lena Björk.
4) Rósa Björk, f. 2. des. 1980,
maki Hrafn Einarsson. Börn:
Hjörtur, Viktoría Vala og Krist-
rún Sara.
Valgerður ólst upp á Akranesi
þar sem hún gekk í barnaskóla og
útskrifaðist sem gagnfræðingur.
Hún var ung þegar hún missti for-
eldra sína og fór ung að vinna á
sjúkrahúsinu á Akranesi. Val-
gerður og Lúðvík hófu búskap á
Akranesi. Þau bjuggu tímabundið
í Þorlákshöfn og síðar í Kópa-
vogi. Í desember 1979 fluttu þau
aftur á Akranes og byggðu sér
hús í Jörundarholti skömmu áður
en Lúðvík lést. Eftir að hún flutti
á Akranes vann hún á Höfða og
svo á leikskólanum Garðaseli.
Haustið 1996 kynntist hún
sambýlismanni sínum Þorvaldi
Valgarðssyni, f. 24. júlí 1945,
bónda á Eystra-Miðfelli Hval-
fjarðarsveit, og flutti þangað vor-
ið 1997. Sonur hans er Friðrik
Drafnar, f. 19. júlí 1979.
Í sveitinni vann hún á leikskól-
anum Skýjaborg sem matráður
ásamt því að taka þátt í bústörf-
um og heimilishjálp.
Haustið 2009 fluttu þau á
Akranes að Álmskógum og síðar
á Sólmundarhöfða árið 2015. Hún
tók þátt í starfi eldri borgara á
Akranesi og þá aðallega í föndri
enda listamaður í öllu handverki.
Útförin fer fram frá Akranes-
kirkju fimmtudaginn 4. mars
klukkan 13. Athöfninni verður
streymt frá vef Akraneskirkju:
https://www.akraneskirkja.is/.
Virkan hlekk má einnig nálg-
ast á: https://www.mbl.is/andlat/.
Þar sem Snæfellsjökul ber við
himin handan flóann, Þormóðs-
sker rís úr sæ og fallega Akra-
fjallið breiðir úr sér sem bak-
grunnur Skagans er staðurinn
þar sem við Valla kynntumst í
æsku.
Fyrstu kynni okkar Völlu virð-
ast fersk í minningunni. Ég er ný-
flutt á Heiðarbrautina þegar mér
verður litið út gluggann, það er
farið að skyggja, snjór lá yfir og
logndrífa féll rólega til jarðar þeg-
ar ég kom auga á litla stúlku leika
sér í snjónum í skini frá ljósastaur
andspænis heimili mínu. Ég fer
hikandi í átt til hennar yfir göt-
una, geng hreinlega til verks og
spyr hvort hún vilji vera vinkona
mín. Ef til vill er minningin fölsk
en fyrir mér er hún raunveruleg,
vitað er að minnið getur beitt okk-
ur brögðum þó það geti oft varð-
veitt af kostgæfni algjör smáat-
riði. Frá þeirri stundu urðum við
óaðskiljanlegar vinkonur, þar
sem sást til hennar var ég aldrei
langt undan.
Það eru forréttindi að hafa alist
upp á Heiðarbrautinni í æsku
okkar þar sem fjölmennur hópur
barna bjó í nágrenninu. Enda-
lausir útileikir stundaðir og aldrei
hörgull á leikmönnum. Leikirnir
yfirleitt stundaðir á presttúninu
eða í götunni. Ef svo vildi til að bíll
átti leið um þá var vikið til hliðar
og leik síðan haldið áfram. Dögum
saman var unað við sjósund á
Langasandi og skeljatínslu. Í
minningunni finnst mér að sumr-
in hafi verið hlýrri í þá daga og að
vetri hafi verið meiri stillur, iðu-
lega mikil snjókoma og frost. Við
vinkonurnar stunduðum skauta-
íþróttina af kappi hvar sem ísi-
lagðan poll var að finna og ef ekki
þá dugðu snævi þaktar troðnar
göturnar til.
Valla vinkona mín var afar vel
gerð og falleg kona, ljúfleiki og
hógværð einkenndu hana, stutt
var í brosið en mikil glaðværð var
ríkjandi í samskiptum okkar. Hún
átti trausta og góða foreldra og
gott heimili þar sem ég var ávallt
velkomin.
Það er gæfa að eignast góða
vini og sagt er að vinir séu vitni að
lífshlaupi okkar. Vinátta okkar
var hafin yfir alla skilgreiningu.
Alltaf fylgdust við Valla með lífi
hvor annarrar þótt búseta kæmi í
veg fyrir reglubundin samskipti.
Valla fékk snemma að kynnast
sárum erfiðleikum, sem ungling-
ur missti hún báða foreldra sína á
einu ári svo og fyrri eiginmann
sinn á besta aldri og stóð þá uppi
sem ekkja með ung börn. Heim-
spekingurinn og guðfræðingurinn
Sören Kierkegaard segir að lífinu
verði menn að lifa áfram til að
skilja það aftur á bak, ekki er ég
viss um að við getum skilið allt
það sem á daga okkar hefur drifið
en öll erfið lífsreynsla markar sál-
ina og er oftar en ekki þroskandi
þó við vildum gjarnan hafa viljað
vera án hennar.
Við Valla þekktum hvor aðra
áður en heimurinn skapaði óreiðu
í lífi okkar, nutum hvers dags og
áttum saman hluta af bernskunni.
Við gátum deilt dýrmætum æsku-
minningum á síðustu samveru
okkar á sjúkrastofu spítalans fyr-
ir stuttu, það var ljúf stund. Út
um gluggann mátti sjá æsku-
heimili okkar beggja við götuna
þar sem við kynntumst fyrir svo
óralöngu en samt svo stuttu.
Guð blessi minningu elsku
Völlu vinkonu minnar.
Edda Björk Bogadóttir.
Valgerður
Gísladóttir
Það er mér ljúft
og skylt að minnast
móðurbróður míns
hans Magnúsar
Finns Hafberg með
nokkrum orðum. Maggi frændi
var elstur barna Olgu Magnús-
dóttur og Engilberts Ólafs Haf-
berg, en af börnum þeirra hjóna
var Olga móðir mín yngst. Þau
systkin misstu móður sína úr
barnsfarasótt þegar Olga móðir
mín fæddist og var Magnús þá
einungis sjö ára gamall en jafn-
framt elstur fimm systkina.
Engilbert afi minn var oft fjar-
verandi af heimilinu við vinnu til að
ala önn fyrir barnahópnum og
treysti mikið á elsta son sinn þegar
kom að börnum og búi og hvað
mesta ábyrgð axlaði hann gagn-
vart henni Olgu litlu systur sinni.
Hann minntist á það við mig stund-
um þegar hann var sendur með
litlu systur sína tveggja ára gamla
til læknis. Maggi var þá einungis
níu ára gamall að axla mikla
ábyrgð sem óhugsandi væri að lögð
yrði á herðar barni í dag. Ég sagði
honum líka að mamma talaði oft
um hann og sagði hann þá alltaf að
það hafi verið vegna þess að hann
hafi svo mikið verið að passa hana.
Á fimmta áratug síðustu aldar,
Þegar Maggi var táningur, tók
hann að undirlagi pabba síns við
búsforráðum í Viðey ásamt Rann-
veigu Hafberg seinni konu afa og
sinntu þau því hlutverki af alúð og
samviskusemi. Ég held að það hafi
alltaf haft mikil áhrif á Magga þeg-
ar Gunnar bróðir hans varð fyrir
voðaskoti af höndum vinar síns og
dó í fanginu á honum í bátnum á
Viðeyjarsundi á leið til lands.
Magnús Finnur
Hafberg
✝ Magnús FinnurHafberg fædd-
ist 22. júní 1923.
Hann lést 13. febr-
úar 2021.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
Frændi vildi aldrei
fara út í Viðey eftir
að afi brá búi þar.
Minn uppvöxtur
einkenndist af mik-
illi aðdáun og virð-
ingu í garð Magga
frænda en ég fékk
svo tækifæri til þess
að treysta böndin
enn frekar þegar ég
var sendur í sveit til
tengdaforeldra hans
á Hvítanesi í Skilmannahreppi. Þá
varð mér ljóst að aðdáun móður
minnar var verðskulduð. Í seinni
tíð urðu alltaf fagnaðarfundir með
okkur frændum. Á milli okkar var
sterk taug. Við vorum stoltir af
Hafbergsættinni og dálítið
ánægðir með okkur þegar við hitt-
umst. Í okkar síðasta samtali bar
frændi sig vel eins og alltaf en vildi
meina að hans dagur væri að
kvöldi kominn og hans biðu mörg
verkefni í Sumarlandinu.
Olga móðir mín talaði alltaf um
að Maggi frændi hafi átt auðvelt
með nám og að hugur hans hafi
staðið til mennta þegar hann var
ungur maður. Þau verkefni sem
honum voru falin sem barni, ung-
lingi og ungum manni voru hins
vegar umfangsmeiri en svo að
hann gæti dvalið lengi á skólabekk.
Maggi frændi varð gæfumaður í
sínu einkalífi, naut barnaláns, var
vel kvæntur henni Evu sinni og var
ávallt stoltur af sínu fólki.
Maggi frændi var mikið stór-
menni í öllum skilningi þess orðs
og fylgdi honum mikil birta og fal-
leg orka. Ég kveð hann með sökn-
uði og stolti. Ég kveð hann þó
fyrst og fremst með einlægu
þakklæti fyrir að hafa reynst
henni Olgu móður minni hinn
besti bróðir alla hennar ævidaga.
Evu, börnum þeirra hjóna og
afkomendum öllum sendi ég mín-
ar einlægustu samúðarkveðjur.
Engilbert Ólafur Hafberg
Snorrason.
Elsku Friðrik
minn, ég var alltaf
mjög montin af þér,
stóra bróður mín-
um, enda varstu mikill myndar-
maður að öllu leyti.
Á unglingsárunum vannst þú
oft lausavinnu í skólafríum og
nutum við yngri systkinin örlæti
þíns. Því stóri bróðir fór oft með
okkur í bíó, að sjá Dumbo,
Bamba, Mjallhvít og Þyrnirós.
Varla fyrsta val unglingsdrengs,
en þú naust þess að geta glatt
litlu systkini þín.
Þegar þú keyptir mótorhjólið
var mamma valin til að prófa
hjólið. Snúðu handfanginu, sagð-
ir þú, og með því flaug hún af
stað, óviðbúin og skelfingu lostin,
niður stíginn, niður að Háaleitis-
götu og allir krakkarnir á harða-
hlaupum á eftir, niður að Mac-
verkstæðinu stóra, þar sem hún
fór hring eftir hring þar sem
loksins tókst að hrópa til hennar
leiðbeiningar um hvernig mætti
stoppa hjólið.
Friðrik
Björnsson
✝ Friðrik Björns-son fæddist 1.
janúar 1943. Hann
lést 16. febrúar
2021.
Útför Friðriks
var gerð 1. mars
2021.
Þú vannst ýmsa
sumarvinnu til að
borga námsgjöldin í
Versló, m.a. með því
að grafa skurði fyrir
símalínulagnir norð-
ur í landi og svo
fórstu nokkra túra
sem kokkur á tog-
ara á Grænlands-
miðum.
Þú færðir mér
skólabækur í
dönsku, ensku og stærðfræði.
Skoðaðu þessar bækur og taktu
inntökuprófið í Versló, sagðir þú.
Þú getur þetta vel, ég er viss um
að þú kemst inn. Þannig elti ég
þig í Versló og útskrifaðist árið á
eftir þér. Við höfðum bæði vin-
sælasta stærðfræðikennara
Versló, Gunngeir Pétursson,
föður Herdísar. Þið hjónin voruð
einstaklega samhent, svo að Her-
dís og Friðrik var oftast sagt
samróma sem eitt orð.
Ég fluttist til Englands árið
1968. Þú vildir keyra okkur
mömmu og pabba út á
Keflavíkurflugvöll enda þurfti að
leggja af stað klukkan rúmlega
fjögur að morgni.
En fyrst þurfti að koma Her-
dísi upp á fæðingardeild og var
fyrsta barn ykkar, Gunngeir,
fæddur þennan dag sem einnig er
afmælisdagur eiginmanns míns,
Davids. Hér hef ég nú búið í rúma
hálfa öld meðal 66 milljóna ann-
arra landsmanna, mannskepnur
virðast nú afar lítil sandkorn á
fjöru tímans.
Stóri bróðir, þú varst alltaf
tryggur, umhyggjusamur og
traustur stuðningur þínum börn-
um, systkinum, foreldrum og vin-
um.
Ég og mín fjölskylda vottum
innilegustu samúð okkar í sökn-
uði ykkar.
Þórhildur Ólafsdóttir Fuegi,
börn og eiginmaður.
Þórhildur Ólafsdóttir Fuegi.
Elsku amma.
Við systkinin
minnumst þín með
hlýju og væntum-
þykju. Það er erfitt að kveðja þig
og er söknuðurinn mikill. Efst í
huga er þakklæti fyrir allar
minningarnar sem við eigum með
þér og það samband sem við þró-
uðum við þig.
Þú varst ætíð til staðar fyrir
okkur og hægt að leita til þín hve-
nær sem var.
Það var alltaf gott að koma til
þín, svo gott að við höfum oftar
en einu sinni dottað í sófanum
eftir kaffisopann og suðusúkku-
laðið meðan þú sýndir barna-
barnabörnunum hitt og þetta
spennandi sem þú fannst til.
Spiladósin var alltaf vinsæl. Það
var gott að tala við þig og spjalla
um ýmislegt hvort sem það voru
málefni líðandi stundar eða það
Elín
Bjarnadóttir
✝ Elín Bjarna-dóttir fæddist
23. september
1927. Hún lést 8.
febrúar 2021.
Útför Elínar fór
fram 19. febrúar
2021.
sem var að gerast í
okkar lífi. Þú varst
opin fyrir öllu og nú-
tímaleg, þú varst vel
að þér og gast til-
einkað þér margt og
fylgdist með því
sem var að gerast í
þjóðfélaginu og úti í
heimi.
Það var líka gam-
an að hlusta á þig
tala um bernskuna í
Blöndudalshólum þar sem þér
fannst svo gaman að fara á hest-
bak og njóta náttúrunnar í sveit-
inni. Þú varst sjálfstæð, fordóma-
laus, klár, hlý og falleg að utan
sem innan.
Þú varst líka mikil listakona og
eigum við systkinin hin ýmsu
listaverk eftir þig; prjónaða
sokka sem og málverk, glerlista-
verk og saumaða dúka. Það lék
allt í höndunum á þér.
Þú skilur við okkur með gott
veganesti og varst góð fyrir-
mynd.
Við munum alltaf hugsa til þín
með hlýju og þakklæti, elsku
amma.
Haukur, Sigríður,
Þórný og Anna.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður
og afa,
GUÐJÓNS ARNAR KRISTJÁNSSONAR,
Lækjasmára 8, Kópavogi.
Guðbjörg K. Guðjónsdóttir Stefán Þórisson
Ólafur Jón Guðjónsson Eyrún Ásta Bergsdóttir
Katrín Guðjónsdóttir
Erla Björk Guðjónsdóttir Gunnar Ólafsson
Örn Már Guðjónsson Sigrún Svava Gísladóttir
og barnabörn
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
RAFNS MAGNÚSSONAR,
vélfræðings og kennara,
Löngulínu 7, Garðabæ.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks dvalarheimilisins Ísafold
Garðabæ fyrir einstaka alúð og hlýhug í hanns garð.
Eva Guðmundsdóttir
Vilborg Rafnsdóttir
Kristinn Rafnsson Sólborg Tryggvadóttir
Elsa Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
BIRGIS LÚÐVÍKSSONAR,
Sléttuvegi 23.
Helga Brynjólfsdóttir
Lúðvík Birgisson
Sigríður Birgisdóttir Brynjar Gauti Sveinsson
Guðríður Birgisdóttir Steingrímur Gautur Pétursson
Unnur Jónsdóttir
og afabörn