Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir
fæddist í Flekku-
vík á Vatnsleysu-
strönd 30. desem-
ber 1926. Hún lést
8. febrúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Jóhann-
esson, sjómaður
frá Flekkuvík, f.
19.10. 1887, d.
21.5. 1959, og kona hans, Hans-
ína Einarsdóttir frá Selvogi, f.
8.6. 1892, d. 29.11 1983. Þau
eignuðust 14 börn, en fyrsta
barn þeirra lést aðeins tveggja
ára að aldri 1911. Árið 1918
misstu þau aðra dóttur aðeins
nokkrum dögum eftir fæðingu.
Alls komust 12 börn þeirra til
fullorðinsára og var Ingibjörg
fimmta yngst af 14 systkinum
og yngsta dóttirin. Af þeim
systkinum frá Flekkuvík lifði
Ingibjörg lengst allra og náði
hæsta aldri, en yngsti bróðir
hennar Halldór lést 27. desem-
ber sl.
Álfsnesi. Sigurgeir lést 16.2.
1987. Auk barna á Ingibjörg nú
29 afkomendur.
Seinni eiginmaður Ingi-
bjargar (14.2. 1978) var Sigmar
Hróbjartsson, múrarameistari
frá Hegranesi í Skagafirði, f.
24.5. 1919, d. 5.11. 2014. Hún
bjó lengst af með seinni eigin-
manni sínum í Brautarási 10 í
Reykjavík uns þau fluttu í íbúð
við Boðaþing í Kópavogi og síð-
ar á hjúkrunarheimili Hrafn-
istu við Boðaþing þar sem Sig-
mar lést í nóvember 2014 og
Ingibjörg hinn 8. febrúar sl.
94ra ár að aldri.
Ingibjörg var ásamt fyrri
eiginmanni sínum með búskap
á Litlu-Fellsöxl. Hún útskrif-
aðist sem sjúkraliði 1967 og
starfaði alla tíð eftir það sem
sjúkraliði, fór víða og fékk
verðmæta og margháttaða
reynslu af störfum sínum við
hjúkrun og umönnun, m.a. á
Reykjalundi, Endurhæfing-
ardeildinni á Grensás, hjúkrun
aldraðra í Hátúni, eitt sumar á
hjúkrunarheimili í Osló, en
lengst af á deild 14G á Land-
spítalanum við Hringbraut þar
sem hún lauk langri og farsælli
starfsævi.
Útför Ingibjargar fór fram í
kyrrþey að hennar ósk þann
17. febrúar 2021.
Ingibjörg var
tvígift: Fyrri eigin-
maður Ingibjargar
(8.5.1945) var Sig-
urgeir Jóhannsson
frá Litlu-Fellsöxl í
Skilmannahreppi,
f. 18.6. 1919. Sig-
urgeir lést 28.5.
1960. Börn þeirra
eru fimm: 1. Að-
alsteinn, f. 24.12.
1944, maki Lea
Hjörbjörg Björnsdóttir, börn:
Ragnhildur Inga (1968), Sig-
urgeir Jóhann (1970) og Að-
alsteinn Leó (1977). 2. Sigríður,
f. 18.7. 1946, maki Ragnar Þór
Jónasson, börn: Þórkatla
(1975) og Sigurveig (1977). 3.
Hansína, f. 1.11. 1952, börn:
Herbert (1973) og Jóhann Elv-
ar (1980). 4. Þorkatla, f.11.10.
1953, maki Jón Þórhallur Sig-
urðsson, barn (úr fyrri sam-
búð): Ingibjörg (1973). 5. Sig-
urbjörg, f. 18.8 1955. Ingibjörg
eignaðist sjötta barn sitt, son-
inn Sigurgeir, f. 16.7. 1964,
með Þórði Kristjánssyni frá
Saga okkar mömmu er ofin
mörgum litríkum þráðum sem
einkennast öðru fremur af at-
burðum sem tengjast ástvina-
missi en nýju lífi og því sem
fylgir börnum og nýjum afkom-
endum. Missir líkt og nýtt líf
býður upp á lærdóma og miss-
irinn í lífi okkar mömmu sýndi
mér best hvað í henni bjó.
Elsku mamma, þegar þú
misstir manninn þinn, þá missti
ég pabba. Pabbi fór að ráðum
læknis til tannlæknis, en hann
kom ekki aftur heim. Hann lést
nokkrum dögum síðar. Rann-
sókn leiddi í ljós hvítblæði og
því gat pabbi ekki lifað aðgerð
tannlæknisins af. Sorgin heltók
okkur öll.
Ég man mig í fangi þínu,
hvar ég ríghélt utan um þig og
fann þá hvernig ekkasogin
börðust um í brjósti þér. Þegar
barnið leit upp sá það móður
sína þerra tárin sem runnu
undan sólgleraugum. Eftir þrjú
erfið ár sem líktust helst erfiðri
forsjárdeilu fluttir þú með okk-
ur, börnin þín, af bænum og út
á Skaga.
Þarna vorum við sveitabörn-
in komin í framandi umhverfi,
inn í samfélag sem á þessum
tíma skildi ekki stöðu einstæðra
mæðra og leit jafnvel niður á
börnin þeirra. Jöfnu tækifærin
sem áttu að tryggja öllum tæki-
færi til náms og starfa létu
stundum á sér standa.
Svo er baráttu þinni fyrir að
þakka að þau tækifæri sem
stóðu öðrum til boða buðust á
endanum mér líka.
Þegar þú misstir son þinn úr
alnæmi árið 1987, þá missti ég
litla bróður minn. Hann dó
heima í fanginu þínu. Ég man
hvar ég sat og hélt um höfuð
hans; horfði á þig tala viðstöðu-
laust við elsku drenginn þinn
dáinn á meðan þú bjóst hann til
hinstu hvílu.
Upp í hugann kom mynd af
þúsundum mæðra sem í gegn-
um aldirnar hafa þurft að vefja
börn sín líkklæðum og kveðja
þau hinstu kveðju. Allt í einu
varst þú, elsku mamma, orðin
ein af þessum mæðrum. En
þarna vorum við í samfélagi
sem hataði homma. Við tók
langdregin og erfið sorg í fel-
um.
Þegar ég missti manninn
minn árið 1997, þá misstir þú
tengdason þinn. Hann féll fyrir
eigin hendi. Það voru þung
skrefin til þín snemma á sunnu-
dagsmorgni til að segja þér að
Sigursteinn væri dáinn.
Angistarópið og ekkasogin í
brjósti þínu þá minntu á gaml-
an missi. Þarna á þessum tíma
lágu sjálfsvíg í þagnargildi,
sveipuð ótta og óhug í sam-
félaginu. Þögnin skildi syrgj-
endur eftir í tómi og sjálfs-
ásökun. Við tóku dimmir dagar
og ár; hjá þér hér heima og
mér í London.
Elsku mamma, þinn var
missirinn mestur, en þú sagðir
alltaf að það væri skylda okkar
að halda áfram; taka öllu sem
að höndum ber af æðruleysi og
láta aldrei hugfallast.
Ég skyldi mennta mig, læra
að þekkja rétt minn og skyldur,
láta gott af mér leiða, treysta á
sjálfa mig og læra að treysta
öðrum. Mamma mín, þú varst
ekki alltaf fyrir viðkvæma, en
þú varst frábær sjúkraliði. Þú
hafðir sterka nærveru enda
sjálfmenntuð kona, víðlesin og
fróð og svæfðir aldrei sam-
félagsvitund þína né réttlætis-
kennd. Eldskörp kímnigáfa þín,
leikrænir taktar, hláturinn og
sönggleðin gerði lífið með þér
bæði skemmtilegt, gefandi og
lærdómsríkt.
Þvílíkt foreldralán að hafa
átt konu eins og þig fyrir
móður. Takk fyrir allt sem þú
varst mér, elsku mamma. Hvíl í
friði.
Sigurbjörg.
Mér er ljúft að minnast ná-
granna og vinar okkar hjóna,
Ingibjargar Guðmundsdóttur,
sem lést 94 ára að aldri. Rúmir
fjórir áratugir eru frá því við
urðum nágrannar hennar og
seinni eiginmanns hennar Sig-
mars Hróbjartssonar í Braut-
arási í Reykjavík.
Á heimilinu bjó einnig Sigur-
geir sonur Ingibjargar sem lést
úr illvígum sjúkdómi. Það var
ekki í fyrsta né síðasta sinn
sem höggvið var svo nærri
henni.
Hverfið var að breytast úr
sveit í borg og í þeim breyt-
ingum fengu þau hjónin stöðu
sem höfðingjum sæmdi. Tóku
þau ungu fjölskyldunni vel.
Upp frá því vorum við samferða
í lífinu. Þá vann Ingibjörg fulla
vinnu á spítalanum og gaf ekk-
ert eftir.
Þau hjónin voru félagsverur
og hjá þeim áttu margir athvarf
um lengri og skemmri tíma.
Ekki má gleyma þeim Bósa,
Tuma og Mýslu sem settu svip-
mót á heimilið. Hver með sínum
hætti. Hafa ferfætlingarnir
áreiðanlega tekið fagnandi á
móti Ingibjörgu sem átti alltaf
hlýja hönd að strjúka og góðan
mat í dalli.
Fuglar himinsins voru fóðr-
aðir á því besta og gott ef far-
fuglarnir gerðust ekki bara
staðfuglar við dekrið.
Margs er að minnast og allt
á góðan veg. Þau voru heil-
steypt fólk á myndarlegu heim-
ili. Bóklestur í hávegum hafður,
hannyrðir og matargerð eins og
best gerist.
Farið til berja, sultað og
saftað. Tekið slátur, sett í
mysu. Sveppir tíndir. Hvönn
þurrkuð og kúmeni safnað.
Lappir sviðnar og margt fleira.
Öllu þessu kynntumst við eins
og þeir fjölmörgu gestir sem
komu á heimilið og okkar fólk
varð einnig þeirra fólk.
Ingibjörg var mótuð af arf-
leifð mannmargra heimila. Hún
ólst upp í fjórtán systkina hópi
í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd
á fyrri hluta síðustu aldar. Hún
fór með okkur á staðinn og út-
skýrði aðstæður.
Engum sem skoðar æsku-
stöðvar hennar blandast hugur
um að þar hefur þurft að hafa
fyrir lífinu.
Ingibjörg var víðlesin, ævin-
lega með bókastafla á borðinu.
Umhyggja hennar var einstök.
Kleinur voru hraðsendar yfir,
boðið upp á kúmenkaffi, vöfflur
og rjóma, soðið slátur, skötu-
veislur og svo var tekin um-
ræða líðandi stundar.
Einu sinni sem oftar fórum
við á sjóstöng í Garðsjó. Hafði
hún í uppvexti sínum lagt
pabba sínum lið við að draga
björg í bú og kunni sannarlega
til verka.
Stærri þorska hefur undirrit-
aður ekki séð dregna úr sjó en
þá sem kokgleyptu hjá Ingi-
björgu. Hún var auðvitað feng-
sælust og Sigmar orti:
Ingibjörg er aflakló/enga
þekki ég slíka/. Ef hún leitar út
á sjó/ætla ég þangað líka.
Kosningavökur voru haldnar
á okkar heimili. Þangað kom
fólk með fjölmörg viðhorf til að
dreifa.
Þau hjónin féllu vel að hópn-
um enda seint sagt að þau hafi
verið þjökuð af skoðanaleysi.
Skemmtilegast var að beita upp
í vindinn og sammælast svo um
það sem skemmtilegast reynd-
ist.
Á þessari kveðjustundu
sendum við Vilborg afkomend-
um hennar þeim Alla, Siggu,
Köllu, Höddu, Sillu og fjöl-
skyldum einlægar samúðar-
kveðjur um leið og við kveðjum
góða manneskju með kæru
þakklæti fyrir umhyggjuna, all-
ar góðu samstundirnar og ára-
tuga vináttu.
Blessuð sé minning Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur.
Guðmundur H. Einarsson.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
✝ Gunnar Örnvar fæddur í
Reykjavík 11. mars
1946. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 22. febrúar
2021. Foreldrar
Gunnars voru
Gunnar Daníels-
son, f. 1910, d.
1988, og Fanney
Oddsdóttir, f. 1917,
d. 1989. Systkini
Gunnars eru: 1) Ástfríður
Oddný, maki Valgeir Axelsson,
látinn. 2) Steinunn Dagný, maki
Axel Axelsson. 3) Kristín Hall-
dóra, maki Marteinn Sverrisson.
4) Gunnar Örn. 5) Guðný, fv.
maki John Hansen. 6) Bjarni, fv.
maki Jóhanna Vilhjálmsdóttir,
látin, seinni kona Bjarna er Sig-
rún Ólafsdóttir. 7) Heiðar.
Systkinin eru öll búsett í
Reykjavík nema Guðný, sem býr
í Danmörku. Eftirlifandi eig-
inkona Gunnars er Ágústa
Magnúsdóttir, f. 2. nóvember
1949. Foreldrar hennar voru
Helga Svava Viggósdóttir, f.
1921, d. 1986, og G. Magnús
Helgason, f. 1917, lést 32 ára úr
berklum. Seinni maður Helgu
Svövu var Guðmundur Helga-
son, f. 1920, d. 1990.
Gunnar Örn, eða Bói eins og
hann var ætíð nefndur af fjöl-
skyldu og vinum, ólst upp í smá-
íbúðahverfinu í Reykjavík, þar
sem foreldrar þeirra byggðu sér
börn, Gunnar Breka og Heiðar
Örn, 2) Aþena Þöll, f. 2000,
sambýliskona Anna Guðný, f.
2000 og 3) Heiðmar Gauti, f.
2002.
Gunnar lærði járnsmíðar og
vann í Héðni um árabil, en fór
síðar í nám í pípulögnum og
starfaði sem pípulagn-
ingameistari, lengst af hjá
Ríkisspítölum, eða til sjötugs-
aldurs.
Gunnar stundaði bæði hand-
og fótbolta af kappi öll sín
yngri ár og spilaði með meist-
araflokki Víkings í fótbolta
fram eftir aldri. Var einnig
handboltadómari um árabil.
Auk þess hafði Bói gaman af
hestamennsku og sinnti því
áhugamáli um árabil.
Árið 1989 keyptu þau hjónin
æskuheimili Bóa, Hlíðargerði
18, og bjuggu þar næstu 30 ár-
in, allt þar til veikindi fóru að
hamla búsetu hans þar. Þau
fluttu í þjónustuhús fyrir aldr-
aða á Hjallabraut í Hafnarfirði í
maí 2019, en vegna versnandi
veikinda Bóa fékk hann var-
anlegt pláss á Hrafnistu í des-
ember síðastliðnum. Þann 16.
febrúar sl. veiktist hann og
hrakaði mikið á örfáum dögum
þar til hann lést 22. febrúar
með ástvini sér við hlið.
Útför Gunnars fer fram í
Garðakirkju í dag, 4. mars
2021, klukkan 13, allir vel-
komnir að teknu tilliti til tak-
markana á samkomuhaldi. At-
höfninni verður streymt á
slóðinni: https://promynd.is/
portfolio-items/gunnarorn/.
Hægt er að nálgast virkan
hlekk á: https://www.mbl.is/
andlat/.
lítið hús í Hlíðar-
gerði 18 og komu
þar upp öllum
systkinahópnum
með miklum dugn-
aði. Gunnar kynnt-
ist verðandi eigin-
konu sinni, Ágústu,
í smáíbúðahverf-
inu, þar sem hún
ólst upp í Ásgarð-
inum. Þar bjó
Ágústa í foreldra-
húsum ásamt ungum syni sín-
um, Guðmundi Magnússyni, f.
21. júní 1965. Þau Gunnar og
Ágústa gengu í hjónaband 25.
nóvember 1972. Þau bjuggu sér
heimili í Breiðholti ásamt syni
Ágústu, sem hann ól upp sem
sinn eigin og eignuðust þau síð-
ar soninn Gunnar Heiðar, 15.
janúar 1974.
Guðmundur er giftur Rann-
veigu Halldórsdóttur, f. 1964.
Börn þeirra eru: 1) Ágúst Örn,
f. 1988, sambýliskona Fanney
Lára, f. 1987, og eiga þau tvö
börn, Guðmund Alexander og
Kristjönu Birtu, 2) Kristveig
Halla, f. 1991, sambýlismaður
Kristján Örn, f. 1974, og 3)
Fanney Svava, f. 1996, sam-
býlismaður Magnús Orri, f.
1994.
Gunnar Heiðar er giftur
Huldu Þórarinsdóttur, f. 1974.
Börn þeirra eru: 1) Úlfar Breki,
f. 1993, sambýliskona Guðlaug
María, f. 1993, og eiga þau tvö
Í dag kveðjum við ástkæran
föður, tengdaföður, afa og lang-
afa. Afi Bói var gull af manni
sem tók alltaf vel á móti okkur
fjölskyldunni í Hlíðargerðinu.
Brosmildur og glaður var hann
alltaf boðinn og búinn að að-
stoða okkur ef óskað var eftir
því. Minnisstæð eru matarboðin
þar sem kveikt var á grillinu og
ljúffengt lambalæri borið fram
og allir fóru pakksaddir frá
matarborðinu. Afi Bói var með
allt á hreinu þegar kom að
fréttum og hafði mikinn áhuga
á að fylgjast heimsmálunum.
Alltaf var kveikt á litla útvarp-
inu í eldhúsinu og missti afi Bói
ekki úr fréttatíma. Þegar kom
að fréttatímum sjónvarpsins
var afi Bói sestur í hæginda-
stólinn sinn þar sem fjarstýr-
ingin var ekki langt undan svo
fljótlegra væri að skipta þegar
nýr fréttatími hófst á næstu
sjónvarpsrás. Bói var mikill afi
og sýndi því mikinn áhuga sem
barnabörnin voru að gera og
þar er fótboltinn ofarlega á
lista. Afi Bói kom eins oft og
hann gat að fylgjast með leikj-
um og stóð á hliðarlínunni og
fylgdist vel með FH-ingunum.
Þegar hugsað er til afa Bói er
vinnusamur maður það eitt af
því sem kemur upp í hugann.
Vinnubíllinn var mjög áhuga-
verður þar sem rör og verkfæri
rúlluðu um bílinn. Þau voru ófá
skutlin sem farin voru með afa
Bóa í vinnubílnum. Síðasta árið
var afi Bói duglegur að mæta í
vinnuna sína í Drafnarhúsi og
naut sín þar í góðum félagsskap
og frábærri umönnun. Það var
gott að fá afa Bóa og ömmu
Ágústu í Hafnarfjörðinn svo
styttra er að skreppa í heim-
sókn. Að koma til afa Bóa og
ömmu Ágústu er svo dýrmætt
og ekki skemma kræsingarnar
fyrir sem amma leggur á borð
og afi var ekki lengi að tína á
diskinn sinn af öllum sortum.
Það var skrítið að hafa ekki afa
Bóa hjá okkur á jólunum en
hann kunni að njóta matarins
og þar var alltaf gaman að
bjóða honum í mat. Við erum
svo þakklát fyrir að hafa fengið
að vera hjá þér þitt síðasta
kvöld þar sem gátum ekki hitt
þig vegna aðstæðna fram að því
en vitum að það var vel hugsað
um þig á Hrafnistu og þökkum
við þeim fyrir alla þá góðu
umönnun sem þú fékkst hjá
þeim. Við vitum að þú ert á góð-
um stað þar sem þú getur notið
þess að fá þér pípu og fylgst vel
með heimsmálunum. Við vitum
að þú vakir yfir okkur. Elsku
afi Bói, takk fyrir samveruna og
allt sem þú hefur gefið okkur.
Gunnar Heiðar, Hulda,
Úlfar Breki, Aþena Þöll
og Heiðmar Gauti.
Elsku afi Bói. Það er svo
óraunverulegt að hugsa til þess
að þú sért ekki hérna lengur.
Við héldum svo innilega að við
ættum fleiri ár eftir saman.
Þú varst alltaf svo góður og
þolinmóður við okkur systkinin.
Okkur þótti ótrúlega vænt
um að frá því að við fjölskyldan
fluttum norður komuð þið
amma hver einustu jól til okkar
á Kópasker. Fyrir okkur hefðu
ekki verið jól án ykkar. Ofar-
lega í huga eru allar yndislegu
stundirnar sem við áttum
saman og eftirvæntingin var
ævinlega mikil að heimsækja
ömmu og afa í Hlíðó.
Þú varst alla tíð svo duglegur
að fara með okkur í göngutúr,
skutla okkur út um allan bæ og
aðstoða okkur við allt sem við
báðum þig um þegar þú áttir
lausa stund. Minnumst allra
gönguferðanna í Kúluna til að
kaupa ís og nammi.
Síðasta árið var okkur öllum
mjög erfitt, að mega ekki vegna
covid heimsækja þig eins og við
hefðum viljað en erum mjög
þakklát fyrir að hafa hitt þig og
náð að kveðja þig á síðustu dög-
unum.
Elsku afi, við þökkum þér
allar góðu stundirnar saman.
Við munum ætíð sakna þín og
bjartar minningar um yndisleg-
an afa lifa með okkur ævina á
enda.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku afi Bói.
Þín barnabörn,
Ágúst Örn, Kristveig Halla
og Fanney Svava.
Gunnar Örn
Gunnarsson