Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 64

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 64
64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 England Burnley – Leicester................................. 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla. Sheffield United – Aston Villa ................ 1:0 Crystal Palace – Manchester Utd........ (0:0)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Danmörk AGF – Nordsjælland ............................... 0:1  Jón Dagur Þorsteinsson fór af velli hjá AGF á 9. mínútu. Horsens – AaB ......................................... 2:1  Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður hjá Horsens á 90. mínútu. Staðan: Midtjylland 18 12 3 3 30:17 39 Brøndby 18 12 1 5 34:22 37 København 19 10 4 5 37:31 34 AGF 19 9 6 4 32:20 33 Randers 18 8 3 7 27:17 27 OB 18 6 6 6 22:22 24 SønderjyskE 18 7 3 8 26:28 24 Nordsjælland 19 5 7 7 28:27 22 AaB 19 5 7 7 21:28 22 Vejle 19 5 6 8 23:30 21 Lyngby 18 2 5 11 19:38 11 Horsens 19 2 5 12 12:31 11 Grikkland Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur: Lamia – PAOK ......................................... 1:1  Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 75 mínúturnar með Lamia.  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK.  PAOK áfram, 6:3 samanlagt. Katar Krónprinsbikarinn, 8-liða úrslit: Al Sailiya – Al-Arabi ............................... 1:4  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 80. mínúturnar með Al-Arabi og lagði upp mark. Freyr Alexandersson aðstoðarþjálf- ari stýrði liðinu en Heimir Hallgrímsson þjálfari er veikur. Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, fyrri leikur: Rosengård – St. Pölten ........................... 2:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård.  Kristrún Rut Antonsdóttir kom inn á sem varamaður hjá St. Pölten á 76. mínútu. Barcelona – Fortuna Hjörring................ 4:0 Manchester City – Fiorentina................. 3:0 Wolfsburg – Lilleström ........................... 2:0 Chelsea – Atlético Madrid....................... 2:0  Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Breiðablik ................... 80:48 KR – Fjölnir.......................................... 67:96 Snæfell – Valur ..................................... 69:81 Keflavík – Haukar ............................. (54:53)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan: Valur 12 10 2 894:727 20 Keflavík 9 9 0 758:646 18 Haukar 11 7 4 735:705 14 Fjölnir 12 7 5 896:853 14 Skallagrímur 12 6 6 814:833 12 Breiðablik 11 3 8 643:700 6 Snæfell 11 2 9 775:849 4 KR 12 1 11 789:991 2 Evrópubikarinn 16-liða úrslit, H-riðill: Unics Kazan – Andorra ...................... 85:63  Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur hjá Andorra með 18 stig, tók 5 fráköst og átti eina stoðsendingu á 24 mínútum.  Unics Kazan 5/0, Gran Canaria 2/3, An- dorra 2/3, Mornar Bar 1/4. Litháen Siauliai – Lietkabelis .......................... 84:86  Elvar Már Friðriksson skoraði 6 stig fyrir Siauliai, gaf sjö stoðsendingar og tók eitt frákast á 26 mínútum. Spánn B-deild: Almansa – Girona................................ 84:55  Kári Jónsson leikur með Girona. NBA-deildin Washington – Memphis ................... 111:125 Boston – LA Clippers....................... 117:112 Miami – Atlanta .................................... 80:94 San Antonio – New York ................... 119:93 Milwaukee – Denver .......................... 97:128 LA Lakers – Phoenix ....................... 104:114 Staðan í Austurdeild: Philadelphia 23/12, Brooklyn 23/13, Mil- waukee 21/14, Boston 18/17, New York 18/ 18, Toronto 17/17, Miami 17/18, Charlotte 16/18, Indiana 15/18, Chicago 15/18, Atl- anta 15/20, Cleveland 14/21, Washington 13/20, Orlando 13/22, Detroit 9/25. Staðan í Vesturdeild: Utah 27/8, Phoenix 23/11, LA Lakers 24/12, LA Clippers 24/13, San Antonio 18/13, Portland 19/14, Denver 20/15, Golden State 19/16, Memphis 16/15, Dallas 17/16, New Orleans 15/19, Oklahoma City 14/20, Sacra- mento 13/21, Houston 11/22, Minnesota 7/ 28.   KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ariel Hearn var með þrefalda tvennu fyrir Fjölni þegar liðið vann stórsigur gegn KR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos- deildinni, í DHL-höllinni í Vesturbæ í gær. Hearn skoraði 18 stig, tók sextán fráköst og gaf tólf stoðsendingar í 96:67-sigri Fjölnis en KR leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 31:26. Fjölnir skoraði 23 stig gegn 9 stig- um KR í öðrum leikhluta og þrátt fyrir jafnan þriðja leikhluta skoruðu KR-ingar einungis 10 stig gegn 29 stigum Fjölnis í fjórða leikhluta. Annika Holopainen var stigahæst í liði KR með 26 stig en þetta var fyrsti sigur Fjölnis eftir þrjá tapleiki í röð í deildinni. Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst Valskvenna þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm en leiknum lauk með 12 stiga sigri Snæfells, 81:69. Dagbjört skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar en Valskonur tóku strax frumkvæðið í leiknum og leiddu með fjórtán stigum í hálfleik, 49:35. Hólmarar náðu aldrei að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og Valskonur fögnuðu sigri. Haiden Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 21 stig og fimmtán frá- köst og Kiana Johnson var nálægt þrefaldri tvennu í liði Vals, skoraði 15 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá átti Keira Robinson stórleik fyrir Skallagrím þegar liðið vann stórsigur gegn Breiðabliki í Borg- arnesi. Leiknum lauk með 80:48-sigri Skallagríms en Robinson skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf eina stoðsendingu. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með 15 stig- um í hálfleik, 34:19. Breiðablik tókst að klóra í bakkann í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta skoraði Skalla- grímur 29 stig gegn 14 stigum Blika. Jessica Loera var stigahæst í liði Breiðabliks með 13 stig og sex stoð- sendingar og Isabella Ósk Sigurð- ardóttir skoraði 12 stig og tók fjór- tán fráköst.  Leik Keflavíkur og Hauka var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en Keflavík hafði fyrir hann unnið alla níu leiki sína í deildinni í vetur. Þreföld tvenna í stórsigri í Vesturbæ  Fjölniskonur á beinu brautina Morgunblaðið/Árni Sæberg Einvígi Annika Holopainen og Ariel Hearn eigast við í Vesturbæ. breyst síðan þá, eins og til dæmis að Bretland er ekki lengur í Evr- ópusambandinu. Það er óvissa í kringum það og það er ekki vitað með leikmenn frá Englandi sem dæmi, hvert mega þeir fara og hvað gerist þegar þeir koma til baka. Þetta eru alls ekki aðstæður sem maður myndi óska sér,“ bætti Arnar við en reglur FIFA heimila félagsliðum að meina leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef þeir þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna til landsins sem þeir spila í. Óvíst er hvort þeir Gylfi Þór Sig- urðsson og Jóhann Berg Guð- mundsson verða með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar lið- ið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 sem hefst í lok mars. Þetta staðfesti Arnar Þór Við- arsson, þjálfari íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu, í Dag- málum, nýjum frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins, í gær. Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í J-riðli undankeppn- innar hinn 25. mars í Duisburg en strangar sóttvarnareglur gilda í Evrópu í dag vegna kórónuveiru- faraldursins. „Staðan er þannig í dag að við vitum ekki einu sinni hvaða leik- menn við getum fengið,“ sagði Arn- ar um mögulegan leikmannahóp Ís- lands fyrir næstu þrjá landsleiki. „Það er kórónuveirufaraldur og það eru mismunandi reglur í mis- munandi löndum. UEFA og knatt- spyrnusamböndin náðu mjög vel utan um þetta í síðasta lands- leikjaglugga en það hefur ýmislegt Mikil óvissa í kringum landsliðið Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Arnar tók við þjálfun karla- landsliðsins í desember á síðasta ári. Kelechi Iheanacho tryggði Leicest- er jafntefli þegar liðið heimsótti Burnley á Turf Moor í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Matej Vydra kom Burnley yfir strax á 4. mínútu eftir slæm mistök Hamza Choudhury en Iheanacho jafnaði metin fyrir Leicester á 34. mínútu og lokatölur því 1:1. „Við byrjuðum leikinn illa en sýndum andlegan styrk með því að koma til baka og jafna metin,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leic- ester, í samtali við Sky Sports í leikslok. „Við erum sáttir við stigið þótt við getum vissulega bætt okkur á ákveðnum sviðum,“ bætti stjórinn við. Þrátt fyrir jafntefli gærdagsins og dýrmæt stig í súginn í toppbar- áttunni hefur Leicester verið í fantaformi á útivelli í deildinni á tímabilinu og unnið níu leiki til þessa, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Þetta er næstbesti árangur liðs- ins í efstu deild en liðið vann ellefu leiki á útivelli þegar það varð Eng- landsmeistari tímabilið 2015-16. AFP Fyrirmæli Brendan Rodgers fer yfir málin með lærisveinum sínum í gær. Dýrmæt stig í súginn Norðmenn hirtu öll verðlaunin í 15 kílómetra skíðagöngu karla á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Oberstdorf í Þýskalandi í gær. Hans Christer Holund vann sannfærandi sigur á 33:48,7 mín- útum og kom í mark rúmum 20 sekúndum á undan landa sínum Si- men Hegstad Krüger sem gekk brautina á 34:08,9 mínútum. Bronsið fékk svo þriðji Norðmað- urinn, Harald Östberg Amundsen, á 34:24,3 mínútum. Þeir Holund og Krüger keppa báðir fyrir íþróttafélagið Lyn í Ósló sem fagnaði einmitt 125 ára afmæli í gær og gat vart fengið betri afmælisgjöf en gull- og silf- urverðlaunahafa á heimsmeist- aramóti. Snorri Eyþór Einarsson hafnaði í 59. sæti í göngunni á 38:13,0 mín- útum og Albert Jónsson varð í 96. sæti á 42:28,1 mínútu. Snorri var með rásnúmer 23 en Albert 101. Keppendur voru 111 og af þeim luku 102 keppni. Þrefaldur norskur sigur AFP Bestir Simen Hegstad Krüger og Hans Christer Holund fagna eftir göng- una í gær en liðsfélagarnir frá Lyn kræktu í gullið og silfrið á HM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.