Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 66
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þó þessi saga sé næstum þriggja alda gömul á hún heilmikið erindi í dag, það er heilmargt í gangi í heiminum sem kallast á við þetta,“ segir Þór Tulinius, leikstjóri sýningarinnar Sunnefa, sem leik- hópurinn Svipir stendur að og frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Í verkinu er rakin saga Sunnefu Jónsdóttur sem var í tvígang dæmd til drekk- ingar snemma á 18. öld. Sunnefa var sögð hafa eignast börn með yngri bróður sín- um, fyrst þegar hún var 16 ára og svo þegar hún var 18 ára. Hún neitaði sök á Þing- völlum árið 1743 og sagði föður seinna barnsins sýslumanninn Hans Wium. Sunnefa var fátæk og hug- rökk alþýðustúlka sem reis upp gegn yfirvaldinu á tímum þegar konum var drekkt og menn ýmist hengdir eða hálshöggnir. Sunnefa er kvennatvíleikur þar sem leikkonurnar Tinna Sverris- dóttir og Margrét Kristín Sigurðar- dóttir kafa ofan í sögu Sunnefu, rýna í heimildir og miðla rannsókn- um sínum til leikhúsgesta. „Hvert var raunverulegt faðerni barna hennar? Hvað var í húfi þegar hul- unni var svipt af sannleikanum? Hverjar voru þessar „ólánskonur“ sem létu lífið í drekkingarhyljum landsins og það oft fyrir litlar sak- ir?“ er spurt á vef Tjarnarbíós en verkið var sýnt á Egilsstöðum, heimaslóðum Sunnefu, í fyrra. Árni Friðriksson skrifaði verkið í sam- starfi við leikhópinn og Margrét Kristín, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Fabúla, sá um tónlist og hljóðmynd. Líka sögur annarra kvenna „Við hópurinn erum búin að vera á kafi í þessu, með einhverjum hléum, frá því í febrúar og hand- ritið þróaðist í vinnunni,“ segir Þór um leiksýninguna sem er þriðja sýning Svipa. –Þekktir þú þessa sögu vel áður en þú fórst að leikstýra sýningunni? „Nei, ég get ekki sagt það, ég þekkti hana alls ekki vel. Ég vissi eitthvað um stóradóm og vissi náttúrlega að kerfið hefði orðið miklu harðneskjulegra og strangara eftir siðaskipti og að konum hefði verið drekkt, vissi af Gálgaklettum og svo framvegis. Þessa sögu þekkti ég ekki beint og enga af þessum sögum og við tökum fyrir í þessu verki ekki aðeins sögu Sunn- efu heldur drepum við líka á sögur annarra kvenna sem var drekkt.“ Sunnefa var dæmd árið 1739 fyr- ir sifjaspell eða blóðskömm, eins og það hét í þá tíð, dæmd fyrir að eignast barn með bróður sínum sem var aðeins 14 ára. Þór segir að tveimur árum seinna hafi Sunnefa eignast annað barn og í raun verið þvinguð til að kenna það líka bróð- ur sínum. Barnið fæddist þegar Sunnefa var í vörslu sýslumannsins Hans Wium og segir Kári að Sun- nefa hafi orðið fræg fyrir að rísa upp á Þinvöllum og lýsa því yfir að sýslumaðurinn væri faðir barnsins. „Þannig varð þetta eitt lengsta réttarfarsmál sögunnar á þessum tíma, var að þvælast í kerfinu í 17 ár,“ segir Þór. „Yfirvaldið skrifar söguna“ „Þetta er rosalega áhugavert tímabil úti um allan heim. Rosaleg- ur púrítanismi í gangi og ofbeldi,“ segir Þór en á Vísindavefnum segir að ætla megi að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 18. aldar hafi allt að hundrað einstaklingar verið líf- látnir, bæði karlar og konur, hér á landi. Algengustu dauðadómarnir voru annars vegar fyrir svokölluð dulsmál, þ.e. þegar fæðingu barns var leynt og það borið út eða látið deyja, og hins vegar blóðskömm sem í dag væri kallað sifjaspell. Tugum kvenna var drekkt. Þór segir engu hafa skipt hvort konum hafi verið nauðgað á þessum tíma. „Yfirvaldið skrifar söguna,“ segir hann. Gloppur í heimildum –En hvernig er þessi saga sett á svið? „Þetta er í rauninni sett þannig á svið að þetta eru tvær leikkonur, tvær konur í dag að rannsaka þetta mál, að lesa sér til um það. Þær fatta hversu ótrúlega miklar glopp- ur eru í heimildum. Það er til dæm- is ekki vitað hvernig Sunnefa dó, hvort henni var drekkt eða hvort hún dó úr vosbúð í haldi sýslu- manns. Heimildirnar benda frekar til þess að hún hafi dáið úr vosbúð í haldi hans en svo er til hylur fyrir austan sem heitir Sunnefuhylur. Þannig að hviksögurnar voru þær að hann hefði drekkt henni þar,“ segir Þór. Konurnar tvær reyni að finna þá sögu sem er líklegust og leiki þá sögu, önnur fari í hlutverk Sunnefu og hin í öll hin hlutverkin. Frekari upplýsingar um sýn- inguna og um miðasölu má finna á vef Tjarnarbíós, tjarnarbio.is. Hvað varð um Sunnefu?  Tvíleikurinn Sunnefa frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld  Sunnefa var fátæk stúlka sem var í tví- gang dæmd til drekkingar á 18. öld  Tvær leikkonur rannsaka sögu Sunnefu og færa hana á svið Sunnefa Leikkonurnar Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir kafa ofan í sögu Sunnefu. Þór Tulinius 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Sýningin Augnsamband verður opnuð í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17 og verður hún opin á afgreiðslutíma safnsins frá 4. mars til 15. apríl. Á henni má sjá verk eftir Önnu Gunnlaugs- dóttur, andlitsmyndir málaðar á striga og pappír og segir í tilkynn- ingu að Anna fjalli í verkum sínum um sjálfsskoðun og speglun á sam- mannlegu eðli. „Andlitsmyndir hennar eru flest- ar unnar á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs, hún nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit, mál- uð á striga og pappír. Myndirnar vísa í viðbrögð okkar við áreiti um- hverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar. Einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í ein- faldari dagskipan,“ segir í tilkynn- ingu og að á rúmlega 40 ára listferli hafi sjálfsmynd konunnar verið meginumfjöllunarefni Önnu. Augnsamband í Borgarbókasafninu Andlitsmynd Eitt af verkum Önnu á sýningunni á Borgarbókasafni í Spönginni. Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8:00-16:30 Veitingamenn athugið! Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Rey kja vík frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.