Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 TAX FREE Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 4. - 8. MARS *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. AF ÖLLUM VÖRUM* Skáldkonurnar Kristín Steins- dóttir og Benný Sif koma í heim- sókn á Borgar- bókasafnið í Sól- heimum í dag kl. 17.30, lesa upp úr nýjustu verkum sínum og ræða við bókmenntafræðinginn og leikkonuna Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Kristín á langan og farsælan rithöfundar- feril að baki og hefur einnig skrifað leikrit og í nýjustu bók sinni, Yfir bænum heima, snýr hún aftur til Seyðis- fjarðar þar sem hún fæddist og ólst upp. Hansdætur er önnur skáldsaga Bennýjar Sifjar sem hlaut nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2018 fyrir fyrri skáldsögu sína, Grímu. Benný hefur einnig skrifað barnabækurnar Jólasveinarannsóknin og Álfarann- sóknin. Sóttvarnareglum verður fylgt í bókasafninu og er aðgangur að viðburðinum ókeypis. Skáldkonur lesa upp úr verkum sínum og ræða við Maríönnu Clöru FIMMTUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Óvíst er hvort þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu þegar liðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liecht- enstein í undankeppni HM 2022 sem hefst í lok mars. Þetta staðfesti Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum, nýjum frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins, í gær. Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í J-riðli undan- keppninnar hinn 25. mars í Duisburg en strangar sótt- varnareglur gilda í Evrópu vegna kórónuveirunnar. »64 Mikil óvissa í kringum íslenska karlalandsliðið fyrir marsleikina ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Starfið í lögreglunni er sennilega hvergi fjölbreyttara en í afskekktri byggð úti á landi. Hér er maður einn á vaktinni og þarf að geta sinnt öllum verkefnum sem upp koma. Verið í senn sérsveitarmaður og sálusorgari, við umferðareftirlit og að vísa fólki til vegar. Nálægðin við íbúana er mikil, samfélag þar sem undirstaðan er landbúnaður og sjáv- arútvegur,“ segir Guðmundur Fylk- isson lögreglumaður. Stórt varðsvæði Um þessar mundir stendur Guð- mundur vaktina sem lögreglumaður á Þórshöfn á Langanesi; á varð- svæði sem nær frá Jökulsá á Fjöll- um, yfir Núpasveit, Melrakkasléttu, Þistilfjörð og suður á Sandvíkur- heiði. Á þessum slóðum eru þétt- býlisstaðirnir Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn, fjarlægðir miklar og byggðin gisin. Eigi að síður þurfa samfélagslegir innviðir að vera til staðar; verslun, bensínstöð, skólar, vegagerð, læknar og fleira slíkt og svo auðvitað lögregluvakt. „Að ég kæmi til starfa hér var nánast tilviljun. Ég er frá Ísafirði, byrjaði í löggunni þar árið 1985 og var þar lengi,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Ég fór til starfa á höfuðborgarsvæðinu og hef verið í ýmsum hlutverkum þar, auk þess að hafa verið afleysingamaður á ýms- um stöðum: svo sem á Selfossi og Egilsstöðum. Þó ég hafi flækst víða um landið átti ég alltaf eftir að heimsækja norðausturhornið, hvað þá starfa þar. Það var svo sumarið 2017 sem ég nefndi við félaga mína í lögreglunni á Norðurlandi eystra að ef vantaði mann í afleysingar mætti hafa mig í huga. Ég var tekinn á orðinu; var kominn á svæðið fjórum dögum síðar og er núna í mínu sjötta úthaldi hér. Er þá gjarnan hér í tvær til þrjár vikur og verð það nú.“ Skaðræðisskepnur Ísbjörn var felldur í Þistilfirði snemma árs 2010. Í ljósi þess að birnir hafa nokkrum sinnum birst á norðanverðu landinu á síðustu árum er gát höfð gagnvart því að bangsar birtist; slíkar skaðræðisskepnur þykja þeir vera og vekja ugg í allra brjósti. „Ég segist gjarnan vera á ís- bjarnavaktinni hér á Þórshöfn; í þessu stórbrotna en hrjóstruga um- hverfi hér í norðrinu. Ég hef heillast af þessu svæði en þó ekki síður mannlífinu hér.“ Minn staður Guðmundur Fylkisson er í föstu starfi sem aðalvarðstjóri hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim vettvangi er hlutverk hans að hafa uppi á týndum börnum sem hugsanlega eru í neyslu eða í haldi manna. Starfið hefur vakið athygli víða, þykir þarft en er slítandi. „Að koma börnum í vanda til að- stoðar er mjög gefandi starf og áhugavert. Því er ágætt að geta stundum kúplað sig út, farið í önnur mál um um stundarsakir og safnað sér saman til nýrra verkefna. Þórs- höfn er minn staður,“ segir Guð- mundur Fylkisson að síðustu. Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson Sjálfa Einn á vaktinni og þarf að geta sinnt öllum verkefnum, segir Guðmundur Fylkisson um starf sitt á Þórshöfn. Einn á ísbjarnavakt  Fjölbreytt verkefni lögreglumannsins á Langanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.