Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 16
ákvarðanir um það. Þeir gætu þá til dæmis lagt fram tillögu að vegurinn yrði ekki enduropnaður af því að það myndi skerða óbyggðir svæðis- ins í kringum Vonarskarð um 40 prósent. Þannig að þetta er nokkuð mikilvægt, þú getur fært rök fyrir gæðum óbyggða út frá skoðunum, en áður en þú dregur línu á kort og reiknar út tölurnar þá er mjög erfitt að koma með sterk rök til stjórn- málamanna, skipulagsyfirvalda og valdhafa. Stjórnmálamenn skilja tölur en þeir skilja ekki endilega sum rökin fyrir náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni.“ Stephen segir að óbyggðakortin gætu nýst til þess að endurskil- greina svæði út frá íslenskum nátt- úruverndarlögum. Náttúruverndar- lögin sem samþykkt voru 2013 og tóku gildi 2015 skilgreina níu mis- munandi f lokka friðlýstra svæða, sem er raðað eftir eðli og verndar- stigi og taka mið af kerfi Alþjóð- legu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). „Í gegnum kortlagninguna gætuð þið verið í betri stöðu til að færa rök fyrir því að tiltekið landsvæði ætti heima í flokki Ia, sem tilgreinir nátt- úruvé, þið gætuð sagt hvaða svæði ætti heima í f lokki Ia, sem tilgreinir óbyggð víðerni, eða f lokki II, sem tilgreinir þjóðgarða, og líka hvaða svæði ættu ekki að falla þar undir.“ Þjóðin þarf að taka lokaákvörðun Að rannsókn lokinni skrifa vís- indamennirnir skýrslu byggða á niðurstöðum kortlagningarinnar, sem Íslendingar geta svo notað til að setja fram nýjar tillögur um verndarsvæðið. Stephen segir að á endanum muni íslenska þjóðin þurfa að taka ákvörðun um hvernig verndun óbyggðra víðerna verður háttað hér á landi. Ef maður gerir alla vinnuna frá skrifborðinu þá á maður á hættu á að gera hrapalleg mistök. thorvaldur@frettabladid.is Dr. Stephen Car ver, l e i ð a n g u r s s t j ó r i rannsóknarinnar og f r a m k v æ md a s t jór i Wild land Research Institute, segir að jafnvel þótt stærstur hluti kortlagningar fari fram í skjóli skrifstofunnar sé mjög mikilvægt að heimsækja staðina sem verið er að kortleggja til að fá heildræna mynd af svæðinu. „Ef þú heimsækir ekki svæðið og eyðir tíma þar að skoða í kringum þig þá áttu á hættu að missa af lyk- ilatriðum við landslagið. […] Það skiptir sköpum fyrir gæði kortanna. Ef maður gerir alla vinnuna frá skrifborðinu þá á maður á hættu að gera hrapalleg mistök.“ Kortlagningin sjálf fer fram með því að safna saman stafrænum kortagögnum og ger vihnatta- myndum og vinna þau í svokölluðu landfræðilegu upplýsingakerfi (e. Geo graphic information systems). Þessi gögn eru svo notuð til að búa til svokallað óbyggðakort, sem metur gæði óbyggða út frá fjórum meginþáttum: náttúrulegu ástandi la ndþ ek ju n na r, ma n n leg u m ummerkjum, fjarlægð frá vélvæddri umferð, og því hve torfært svæðið er. „Reyndar var eitt af því sem við uppgötvuðum í ferðalagi okkar um hálendið að mörg svæðanna, sér- staklega á stöðum eins og Sprengi- sandi, eru mjög opin og mjög f lat- lend. Þau eru kannski í mikilli hæð en þau eru alls ekki eitthvað sem við myndum kalla torfær. Þau eru tiltölulega flöt og hæðótt. […] Síðan sameinum við þessa fjóra þætti til að búa til óbyggðakortið,“ segir Stephen. Skilja frekar línur á korti Svæðið sem vísindamennirnir byrj- uðu á var Vonarskarð norðvestan Vatnajökuls en undanfarinn áratug hafa staðið yfir harðar deilur þar um aðgengi jeppa og náttúruvernd, en árið 2011 var öll vélvædd umferð bönnuð á svæðinu. Að sögn Stephens er aðalmarkmið kortlagningarinnar að meta hver áhrifin yrðu á skarðið ef opnað yrði aftur fyrir umferð jeppa um það. „Þjóðgarðurinn mun þá verða í betri stöðu til að taka upplýstar Miðhálendið eins og köld eyðimörk Feðgarnir Stephen og Benjamin Carver ásamt Oliver Kenyon. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Feðgarnir Stephen og Ben- jamin Carver, ásamt Oliver Kenyon, dvöldu hér á landi í tvær vikur í ágústmánuði og kortlögðu svæði við Vatna- jökul. Að verkefninu standa Wildland Research Institute, Leeds-háskóli, Náttúruvernd- arsamtök Íslands, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Skrauti og Ungir umhverfis- sinnar. Nú þrá sjálf- stæðis- menn ekkert heitar en að sitja áfram í vinstri stjórn. Ólafur Arnarson n Í vikulokin Sjálfstæðismenn veifa nú vinstri grýlunni af miklum móð og segja kosningarnar í næsta mánuði snú- ast um það helst að afstýra því að hér setjist að völdum vinstri stjórn. Þeir segja að einungis atkvæði greidd Sjálfstæðisf lokknum séu atkvæði gegn vinstri stjórn. Nú síðast geystist Brynjar Níels- son fram á völlinn og lýsti á Face- book áhyggjum sínum yfir því að Sjálfstæðisf lokkurinn væri ekki lengur sama breiðfylking og hann eitt sinn var og fylgi f lokksins hjá yngra fólki væri í sögulegu lág- marki, hann hefði áhyggjur af því að veikur Sjálfstæðisf lokkur væri ávísun á vinstri stjórn. Einkennilegt er að Brynjar skuli óttast svo mjög vinstri stjórn, vegna þess að hann styður núverandi vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokkurinn er vitan- lega burðarás hennar. Ekki skiptir öllu máli fyrir Brynjar, Bjarna Benediktsson, fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og annað forystufólk Sjálfstæðisflokksins, hvort stjórnar- stefna ríkisstjórna sem flokkurinn situr í er til hægri eða vinstri. Öllu máli skiptir að framfylgja eina mál- inu sem flokkurinn berst fyrir – að standa vörð um sérhagsmuni hinna sterku í íslenskum sjávarútvegi. Í gegnum tíðina hefur flokknum tekist þetta bærilega en herkostnað- urinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur breiðfylking. Hann er eins máls f lokkur sem skreppur sífellt saman vegna þess að þetta eina mál fer gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, sem vill að markaðurinn verðleggi afnotarétt af þjóðarauðlindinni fremur en að örfáir aðilar fái hana í sínar hendur nær endurgjaldslaust. Kjósendur velja almannahagsmuni fremur en Sjálfstæðisflokkurinn er núna burðarás í vinstri stjórn sérhagsmunina sem Sjálfstæðis- flokkurinn stendur vörð um. Kjós- endur snúa í vaxandi mæli baki við flokknum sem einatt snýr baki við þeim. Nú þrá sjálfstæðismenn ekkert heitar en að sitja áfram í vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jak- obsdóttur næstu fjögur árin vegna þess að Vinstri græn eru meðfæri- leg. Þeir leyfa sjálfstæðismönnum að varðveita sérhagsmuni hinna fáu og sterku í íslenskum sjávarútvegi. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á áframhaldandi vinstri stjórn. n Dr. Stephen Carver á vett- vangi á milli Vonarskarðs og Nýjadals. MYND/AÐSEND Dr. Stephen Carver ásamt eiginkonu sinni, Helen, og syni þeirra Benjamin. MYND/AÐSEND „Við erum bara einhverjir alþjóð- legir, tæknilegir sérfræðingar. Við erum að útvega upplýsingar sem munu styðja við ákvarðanir sem Íslendingar þurfa að taka. Hvernig þið notið niðurstöður okkar mæl- inga og korta lendir á herðum þeirra sem hafa ákvörðunarvaldið,“ segir Stephen, en þeir kollegar funduðu með Skipulagsstofnun á föstudag og ræddu hvernig best mætti nota nið- urstöðurnar í íslensku samhengi. Stephen segir þá stefna á að vera tilbúna með kortið af Vonarskarði í október og f leiri svæði á mið- hálendinu séu þegar í vinnslu. Þá binda þeir vonir við að hægt verði að útvíkka rannsóknina til að kort- leggja allt Ísland síðar meir, en sam- kvæmt ákvæði í náttúruverndar- lögum sem samþykkt var í febrúar á þessu ári er kortlagning óbyggðra víðerna nú lögbundin. „Vinna okkar á miðhálendinu er í raun hagkvæmniathugun sem mun sýna hvað er mögulegt, ef við myndum svo útvíkka rannsóknina yfir allt Ísland. Við vonumst til að geta tekið þetta lengra með íslensk- um kollegum okkar ef við verðum beðnir um það.“ Fengu nýja sýn á landið Vísindamennirnir segja margt hafa komið sér á óvart við íslenska hálendið. Oliver Kenyon, sem er sérfræðingur í landfræðilegu upp- lýsingakerfi, lýsir íslensku landslagi sem einstöku og segist hafa fengið nýja sýn á kortlagninguna í vett- vangsferðinni. „Það var fullt af hlutum sem ég hélt að væru mistök en eftir að hafa farið á svæðið þá uppgötvaði ég að nei, þetta er svona í raun og veru. Ísland er mjög ungt og mjög óvenjulegt land. Það er gott dæmi um hversu mikilvægt er að fara á vettvang, því annars dregur maður ályktanir og skilur eitthvað út undan eða reynir að laga eitthvað sem er ekki galli.“ Benjamin Carver, sem er sérfræð- ingur í rýmisgreiningu, segist hafa verið sleginn yfir því hversu opið og víðáttumikið íslenskt landslag er. „Ef þú horfir á kort þá færðu ekki tilfinningu fyrir skalanum og víðáttunni sem þú færð þegar þú raunverulega stendur þar. Þú sérð hversu umfangsmiklar fjar- lægðirnar eru og hlutfall himinsins og tilfinningin að vera staddur á virkilega afskekktum og sérstökum stað.“ Stephen segist hafa verið agndofa yfir því hversu lík eyðimörk sum svæði miðhálendisins eru. „Gisinn gróður þar til þú ferð niður á fjóra fætur og sérð litlar plöntur og mosa. Í samanburði við strandlengju Íslands þá er mið- hálendið eins og köld eyðimörk. Það kom mér á óvart.“ n 16 Helgin 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.