Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 2
Hársbreidd frá metinu það byrjar at með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D - & E-VÍTAMÍN fanndis@frettabladid.is COVID-19 Eitt og hálft ár er nú liðið frá því að fyrsta tilfelli Covid-smits greindist hér á landi, en frá þeim tíma hafa hátt í 11 þúsund manns smitast og 32 látist. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segist ekki hafa haft neinar fastmótaðar hugmyndir þegar Covid kom hingað til lands, um hversu lengi við myndum glíma við vágestinn. Hann hafi þó búist við að það tæki einhvern tíma. „Á meðan maður þarf að halda faraldrinum niðri, á meðan maður getur ekki bara leyft honum að fara óhindrað um samfélagið, að þá erum við að teygja þetta á lang- inn og það sá maður fyrir strax í byrjun,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég sá jú fyrir mér að þetta gæti dregist í eitt til tvö ár, en nákvæmlega í hvaða formi var náttúrlega ekki ljóst.“ Þórólfur vísar til þess að þegar bóluefnin komu hafi farið að birta til og vonir bundnar við að við værum á lokasprettinum. „Svo kemur þetta Delta-af brigði sem breytir myndinni svolítið.“ Fjórða bylgja faraldursins hófst í júlí síðastliðnum þar sem gripið var til hertra aðgerða enn á ný og var ljóst að veiran væri ekki að fara að gefast upp. Aðspurður um hvar hann haldi að við munum standa þegar tvö ár eru liðin frá fyrsta smitinu hér á landi segir Þórólfur það ómögulegt að segja, það fari allt eftir því hvernig veiran hagar sér í framtíðinni. „Það eru margir óvissuþættir í þessu og við þurfum bara að halda áfram að læra, safna gögnum, sjá hvað við erum að gera og breyta þá um stefnu og nálgun eftir því hvað gögnin eru að segja okkur.“ n Sá strax í byrjun að baráttan gæti dregist á langinn Nýr kór er í bígerð í Hall- grímskirkju. Auglýst var eftir meðlimum í síðasta helgar- blaði Fréttablaðsins og fóru viðtökur fram úr björtustu vonum. Vantar helst sterka bassa. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er alltaf spennandi að fá að vera með í því að búa til eitt- hvað nýtt. Það að móta eitthvað inn í framtíðina er eitthvað sem vekur spennu hjá mér og fólkinu sem vill koma í prufur,“ segir Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja auglýsti fyrir viku í helgarblaði Fréttablaðsins eftir meðlimum í nýjan kór, en eins og frægt varð hefur Mótettukór kirkjunnar sungið sitt síðasta lag í henni. Fleiri kórar landsins hafa einnig auglýst eftir áhugasömum söngfuglum og eru viðtökur þar einnig góðar. Kóramenning lifir því góðu lífi hér á landi. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Það eru f leiri kórar en við að auglýsa eftir röddum í kórprufur. Mér sýnist stefna í að stór hópur af fólki vilji syngja í flottum kór í Hall- grímskirkju. Hafandi sagt það þá geta allir áhugasamir haft enn sam- band við mig því ég er að raða niður í kórprufur,“ segir Steinar. Raddprufur verða haldnar í lok mánaðarins en Steinar segir að stefnt sé að fyrstu æfingu í byrjun september. Æft verður á þriðjudags- kvöldum og verður ein helgaræfing. „Það er þannig með tónlistarstarfið hér í Hallgrímskirkju að við viljum búa til kór sem getur f lutt burðar- virki kirkjutónlistarsögunnar, en líka skoða hvað grasrótin er að gera og sjá hvað er að gerast í listsköpun nútímans. Vera í samstarfi og sam- vinnu við þetta flotta og unga lista- fólk sem við eigum í landinu.“ Hann segir að trúlega þurfi hann f leiri bassa og jafnvel sóprana í kórinn, en þó vilji hann aðallega fá sem flesta í prufur enda sé fátt skemmtilegra en að vera í kór. „Þetta er áhugamannastarf þar sem eru gerðar miklar söngkröfur. Þegar fólk er að helga eitthvað af frítíma sínum í svona starf er mikilvægt að það sé skemmtilegt. Að þetta sé hópur sem finnst gaman að mæta á æfingar og sé félagslega sterkur. Verkefnin eiga að vera þess eðlis að fólk hlakki til að koma á æfingu. Það er á mína ábyrgð að svo sé. Ég hlakka allavega til fyrstu æfingar- innar. Meira að segja mjög mikið.“ n Fjölmargir vilja koma í nýjan kór í Hallgrímskirkju Steinar Logi Helgason, kórstjóri Hallgrímskirkju, var ráðinn um miðjan mánuð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann talsverða reynslu af stjórn kóra og þykir ákaflega fær í sínu fagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þegar fólk er að helga eitthvað af frítíma sínum í svona starf er mikilvægt að það sé skemmtilegt. arnartomas@frettabladid.is GRÆNLAND Vísindamenn við Kaup- mannahafnarháskóla uppgötvuðu fyrir tilviljun litla eyju norður af Grænlandi sem er sú nyrsta í heimi. Hingað til var eyjan Oodaq talin sú nyrsta í heimi áður en nýupp- götvaða eyjan, sem hefur enn ekki fengið nafn, fannst um 780 metrum norðar. Í fréttatilkynningu frá háskólan- um segir að eyjan sé um 30 sinnum 60 metrar að flatarmáli og teygi sig um þrjá til fjóra metra yfir sjávar- máli. Að sögn jarðvísindamann- anna sem uppgötvuðu eyjuna gæti hún þó verið skammlíf. Hún hafi líklegast orðið til skyndilega í miklu óveðri og gæti að sama skapi eyðst jafn fljótt ef mikill stormur gengur yfir. n Nyrsta eyja í heimi fundin Það eru margir óvissu- þættir í þessu og við þurfum bara að halda áfram að læra. Þórólfur Guðnason. Sundkappinn Már Gunnarsson varð þrettándi í 50 metra skriðsundi í flokki S11 á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó. Keflvíkingurinn kom í mark á 29,3 sekúnd- um og var því um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Már keppti svo aftur í nótt, í þetta skipti í 100 metra baksundi. SJÁ SÍÐU 10 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.