Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 18
Sigmar Guðmundsson ákvað
að kveðja Ríkisútvarpið eftir
aldarfjórðung og stefna á
Alþingi. Sjómannssonurinn
úr Garðabæ sem varð ræðu-
snillingur hefur glímt við
drauga áfengissýki og mis-
notkunar, en veit nú ekkert
betra en að hlaupa úti í nátt-
úrunni.
Sigmar segir að hann hafi ekki sjálfur leitað eftir því að komast á lista fyrir kosn-ingar í haust, heldur hafi honum óvænt boðist sæti
á lista Viðreisnar. Hann hafi ávallt
haft áhuga á pólitík og Viðreisn sé
flokkur sem hann eigi hugmynda-
fræðilega samleið með.
„Mér fannst þetta spennandi og
ákvað að láta slag standa,“ segir Sig-
mar. „Ég er búinn að vera um aldar-
fjórðung á RÚV, og líkar það ekki
illa, en ég þurfti ekki að hugsa mig
lengi eða mikið um. Ég fann að þetta
var réttinn tíminn til að breyta til, ef
ég ætlaði á annað borð að gera það.“
Stefna f lokksins varðandi Evr-
ópumál, gjaldeyrismál, viðskipta-
frelsi og sjávarútvegsmál heillaði
Sigmar, sem og loftslagsmálin og
heilbrigðismálin sem hann telur
mjög aðkallandi á komandi kjör-
tímabili . „Í umhver f ismálum
megum við ekki aðeins horfa á
vandamálin sem slík heldur einn-
ig þau tækifæri sem bjóðast, í
nýsköpun og f leiru, til þess að
snúa þróuninni við,“ segir hann.
„Í heilbr igðismálunum hef ur
faraldurinn opinberað veikleika
Landspítalans sem þarf að takast
á við. Óhjákvæmilega litar þetta
stjórnmálabaráttuna svo skömmu
fyrir kosningar, en mér finnst einn-
ig mikilvægt að það verði kosið um
fleira en baráttuna við Covid.“
Sigmar segist ekki byrjaður að
hugsa um hvort hann stefni á lang-
an þingferil eða ráðherrastól. Verk-
efnið núna er að komast inn á þing
og tryggja flokknum góða stöðu.
„Ef ríkisstjórnin fellur gæti orðið
f lókið að mynda ríkisstjórn í ljósi
Eitt úrræði hentar
ekki öllum
þess hvernig f lokkakerfið hefur
þróast,“ segir hann, en telur að Við-
reisn gæti leikið lykilhlutverk við
myndun nýrrar stjórnar. „Við úti-
lokum engan frá stjórnarsamstarfi
en augljóslega yrði erfiðara að semja
við suma flokka frekar en aðra.“
Sjómannssonur úr Garðabæ
Stöðu sinnar vegna sem frétta-
maður hjá RÚV hefur Sigmar hingað
til ekki haft bein afskipti af stjórn-
málastarfi, ef frá er talið stutt stopp
í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins
í Garðabæ, þar sem hann er alinn
upp.
Sigmar er sjómannssonur og sjó-
mennska í báðum ættum hans, í
Bolungarvík og á Akranesi. Faðir
hans, Guðmundur Baldur Sigur-
geirsson, var skipstjóri á fraktskipi.
„Onei!“ segir Sigmar inntur eftir
því hvort sjórinn hafi aldrei kallað
á hann. „Garðabær er ekki beint
mikill útgerðarbær. Ég man að ég fór
einn túr með togara í Bolungarvík
og síðan hef ég farið í nokkur skipti
með Akraborginni. Þá er það upp-
talið,“ segir hann og brosir.
Túrar á fraktskipi gátu verið
langir og því voru Sigmar og bróðir
hans mest með móður sinni, Ölmu
Hákonardóttur. Guðmundur og
Alma skildu þegar Sigmar var á
unglingsaldri.
Snemma fékk Sigmar áhuga á
fjölmiðlum og skráði hann sig á
fjölmiðlabraut í Framhaldsskól-
anum í Garðabæ. Hann segist þó
oft og tíðum hafa sinnt félagslífinu
mun betur en skólabókunum. „Ég er
reyndar á þeirri skoðun að eitt það
verðmætasta sem ég tók með mér
þaðan hafi verið félagslífið. Það var
góður grunnur að mörgu seinna í
lífinu,“ segir hann.
Heimsmet í tölvuleik
Sem þekktur sjónvarpsmaður á RÚV
og Stöð 2 og þar áður einn alræmd-
asti útvarpsmaðurinn á X-inu hefur
Sigmar gjarnan verið í kastljósi fjöl-
miðlanna. Hann kom landanum þó
fyrst fyrir sjónir sem heimsmethafi í
tölvuspilinu Gyruss aðeins fimmtán
ára gamall árið 1984.
„Á þessum árum var lítið fyrir
unglinga að gera og við héngum því
í spilakassasölunum,“ segir hann um
þennan tíma þegar Freddabar og
Tralli voru aðalstaðirnir. „Ég eyddi
allt of miklum tíma þarna og allt
of miklum peningum. Sum spilin
voru þannig að maður gat staðið
við endalaust því maður gat safnað
aukalífum.“
Heimsmetið var nú ekki formlega
tekið út af neinum þar til bærum
aðila heldur var stigafjöldinn bor-
inn saman við það hæsta í amerísku
tölvuleikjatímariti.
„Ég átti heimsmetið í einum
leik og félagi minn í öðrum. En við
þurftum að leysa hvor annan af um
tíma því hver törn gat verið meira en
sólarhringur,“ segir Sigmar og sam-
sinnir því að þetta geti ekki verið
hollt fyrir börn. Sem betur fer hafi
tómstundir barna og unglinga eflst
til muna.
Ræðulistin nýst vel
Fyrir utan Gyruss skaraði Sigmar
fram úr á einu sviði, það er í ræðulist.
Í þrígang komst FG í úrslit hinnar
nýstofnuðu MORFÍS-ræðukeppni í
tíð Sigmars, í tvígang sigraði hann
og í tvígang var Sigmar valinn ræðu-
maður kvöldsins.
Aðspurður segir Sigmar að keppn-
in hafi ekki aðeins snúist um að
flytja ræður, heldur einnig að forma
þær og skrifa. Er hann á þeirri skoð-
un að ræðulist ætti að vera skyldufag
í skólum. „Ræðumennska snýst um
að taka mikið magn upplýsinga, tína
aðalatriðin til og koma þeim skil-
merkilega fram í stuttri ræðu,“ segir
hann. „Þetta hefur nýst mér ákaflega
vel.“
Nái þeir báðir kjöri munu Sigmar
og Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, mætast í pontu
Alþingis líkt og þeir gerðu í MORFÍS
árið 1987. „Það er ágætis hefð fyrir
því að ég vinni Birgi og eigum við
ekki bara að halda henni áfram,“
segir Sigmar kíminn.
Sigmar segir allan gang á því
hversu góðir ræðumenn núverandi
og fyrrverandi alþingismenn séu.
Gott sé þegar ræðumenn séu mælsk-
ir, klárir og hafi mikinn hugsjóna-
eld. Enn betra að þeir séu ekki bara
bundnir blaði. Sigmar nefnir Helga
Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þing-
mann Pírata, og Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar,
sem góða ræðumenn. Bestur sé þó
Steingrímur J. Sigfússon, sem hættir
nú á þingi eftir 38 ár.
„Mér fannst frábært að fylgjast
með Steingrími í pontu þó ég hafi
ekki alltaf verið sammála honum,“
segir Sigmar. „Hann talaði af ástríðu
en ákaflega skipulega og af mikilli
mælsku.“
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur
@frettabladid.is
Sigmar segir það
verðmætasta
sem hann hafi
tekið með sér úr
skóla hafa verið
félagslífið og að
ræðumennskan
hefur nýst
honum sérstak-
lega vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/
HEIÐA
Ég fann að þetta var
réttinn tíminn til að
breyta til, ef ég ætlaði á
annað borð að gera
það.
18 Helgin 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ