Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 51
Nýtt kaffihús Hersins er að spyrjast út á meðal almennings og það höfðar til þeirra sem vilja gæða sér á ljúf- fengum mat um leið og þeir láta gott af sér leiða. Sigrún Lára Hauksdóttir. Linda Björk Hávarðardóttir tók við verkefnastjórn BUH, barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins, í upphafi árs 2020. Deildin stendur fyrir metnaðarfullri dag- skrá fyrir börn, unglinga og foreldra í glæsilegum húsa- kynnum Hjálpræðishersins. „Markmið starfsins er að bjóða upp á stað þar sem börn og unglingar geta komið og átt gæðastundir með jafnöldrum sínum og foreldrum,“ segir Linda Björk. „Allir eru velkomnir til okkar, óháð búsetu, baklandi, fjárhags stöðu og trú. Við byggjum starfið upp eins og félagsmiðstöð. Stundum förum við í bíó eða Rush og stundum er bara opið hús og krakkarnir geta komið og hangið. Það er alveg jafnmikilvægt að gefa börnum og unglingum andrými til að hanga. Hér er öllum tekið fagnandi, stundum taka margir þátt og stundum er fámennt og góðmennt,“ segir Linda Björk. Áskorun í Covid Að sögn Lindu Bjarkar var heilmik- il áskorun að taka við nýju starfi með hugann fullan af hugmynd- um, en svo hafi heimsfaraldur skollið á. „Samkomutakmarkanir komu í veg fyrir ýmislegt. Þrátt fyrir erfitt tímabil og að flest starf- semi hafi legið niðri, höfum við nær allan tímann náð að halda úti opnu húsi á miðvikudagskvöldum fyrir börn og unglinga. Krakkarnir áttu alltaf einhvern stað að koma á, líka þegar við vorum að flytja í nýtt húsnæði.“ Saman undir regnhlíf „Við nýttum tímann í Covid til að skipuleggja allt starfið okkar, þar á meðal barna- og unglingastarfið. Nýtt regnhlífarkerfi undir nafninu „Saman“ var sett í gang sem nær þá yfir fjölbreytta starfsemi Hjálp- ræðishersins.“ Allt barna- og unglingastarf á vegum Hjálpræðis- hersins er frítt og á kvöldin er í boði heitur matur. „Við ráðleggjum foreldrum þó að skrá börnin og borga lágt skráningargjald til málamynda, svo við getum haldið utan um gestakomur og svo að tryggingar nái yfir gesti.“ Samhjálp Samhjálp byrjar enn og aftur í haust á þriðjudags- og fimmtu- dagseftirmiðdögum klukkan 3-5 fyrir börn- og unglinga. Þar hjálpa sjálfboðaliðar krökkunum með heimanámið. „Því miður hafa ekki allir foreldrar jafna möguleika á að hjálpa börnum sínum með heimavinnu. Margir eru þreyttir eftir langan vinnudag, aðrir eru af erlendu bergi brotnir og erfiða við að hjálpa börnum sínum með heimanám vegna tungumála- þröskulda.“ Samleið Á fimmtudagskvöldum klukkan fimm, eftir Samhjálpina, verður börnum og foreldrum á leið heim úr vinnu og skóla boðið að eiga saman gæðastundir í húsi Hjálp- ræðishersins. „Gífurlega mikið af tómstundum er í boði fyrir börn, þar sem foreldrar skila börnum á staðinn og taka ekki þátt. Við viljum bjóða upp á tíma og rými fyrir fjölskyldur, utan heimilisins, án þess að heimanámið liggi eins og mara á sambandinu. Samleið fer líka af stað í Reykjanesbæ.“ Samfélag Á laugardögum verður Samvera þar sem foreldrar og börn eiga saman gæðastundir. „Það verður alls konar í gangi, eins og föndur- kirkja, eða Messy Church. Þar föndra foreldrar og börn saman upp úr biblíusögunum eða öðru. Þetta kostar ekki krónu og gefur fjölskyldum andrými til þess að mynda tengsl og slappa af. Einnig er stefnt að því að fara af stað með fjölskylduskáta á laugardögum á móti föndurkirkjunni.“ Samvera Á þriðjudögum eru foreldra- morgnar frá 10-13 fyrir foreldra með ungbörn. „Hingað mæta sérfræðingar og fræða gesti um ýmislegt eins og næringu barna, fyrstu hjálp, fæðingarþunglyndi og annað. Sumir morgnar eru svo ein- faldlega samverustundir þar sem við hlustum á tónlist og spjöllum saman. Erlendar mæður koma mikið til okkar enda falla þær stundum á milli skips og bryggju í kerfinu. Margar hafa ekki fengið mikilvægar upplýsingar eins og að þær eigi að fara í Heilsuveru til þess að fylgjast með bólusetningum barna sinna. Við sinnum oft þess- ari fræðslu og bendum foreldrum á rétta staði.“ Samspil „Samspil eru spilakvöld fyrir börn og fullorðna á föstudögum frá klukkan 18.00. Þar eru spiluð meðal annars borðspil en einnig verður í boði rafspil og höfum við fengið gefins tölvur fyrir það. Mörg börn eru í rafíþróttum en það spila ekki allir foreldrar tölvuleiki með börnum sínum. Hér er nýtt tækifæri fyrir tengslamyndun fjöl- skyldunnar. Samstuð „Samstuð byrjar með haustinu og er opið hús fyrir börn og unglinga í 4. bekk og upp í 10. bekk. Samstuð er á miðvikudögum frá klukkan 16.30-18.00 fyrir 5. til 7. bekk og frá 19.00 til 21.00 fyrir 8. til 10. bekk. Í þennan klukkutíma sem þar er á milli er boðið upp á heita máltíð sameiginlega fyrir báða hópana, þeim að kostnaðarlausu.“ Noregsferðir fyrir börn, unglinga og fermingarbörn Á sumrin eru farnar Noregsferðir, á barna- og unglingaráðstefnur. „Krakkarnir hitta jafnaldra sína frá Noregi og Færeyjum og mynda dýrmæt tengsl sem hafa í sumum tilfellum enst í mörg ár. Það var mjög súrt að þurfa að aflýsa ferð- unum síðustu tvö sumur vegna faraldursins, og enn leiðinlegra var að aflýsa fermingarferðinni sem er farin árlega til Noregs á haustin. En í haust bjóðum við ferm- ingarbörnunum sem fermast í vor, sem og þeim sem fengu ekki ferð í fyrra, að koma til Noregs. Ferming- arfræðslan hjá Hjálpræðishernum fer fram einu sinni í mánuði í átta mánuði og kostar ekkert. „Fermingarferðirnar og sumar- ferðirnar kosta, en ef foreldrar hafa ekki efni á því þá geta þeir sótt um í velferðarsjóðinn okkar. Einnig höfum við haldið fjáraflanir fyrir ferðirnar. Fjárhagsstaða foreldra á ekki að standa í vegi fyrir að barn taki þátt í starfinu okkar.“ Gæluverkefni fyrir unga fólkið Linda Björk minnist einnig á að hún sé með gæluverkefni í vinnslu. „Mig langar að stofna til hittinga á kaffihúsi Hjálpræðishersins fyrir unga fólkið, til að hittast á vímuefnalausum forsendum til að spjalla, hlusta á tónlist og skemmta sér. En slík rými eru af skornum skammti og margir á þessum aldri búa enn í foreldrahúsum. Mig dreymir um „open mic“ kvöld þar sem bílskúrsbönd, uppistandarar og fleiri troða upp. Við eigum líka þythokkí, borðtennisborð, pílu- kast og fleira sem fólk getur nýtt sér.“ n Gæðastundir fjölskyldunnar í Herkastalanum Linda Björk er spennt að takast á við haustið og býður alla krakka velkomna í hús Hjálpræðishersins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR „Hér er í kastalanum ríkir alltaf gleði og aldrei nein lognmolla og það er alveg sérstaklega gaman að fá þessa hlaupandi orku í húsið,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri Hjálpræðishersins, þar sem hún undirbýr dýrindis hádegismat handa 130 börnum úr Fossvogsskóla sem nú mæta hvern skóladag í nýja Herkastalann við Suðurlandsbraut. Börnin snæða hádegismat í nýjum og glæsilegum matsal þangað sem einnig koma daglega yfir 100 skjólstæðingar Hersins í frían hádegismat, þó ekki á sama tíma. „Sá fjöldi fer ört vaxandi, það sér maður á umsóknum nýrra flóttamanna sem eru að bætast við. Til að fá fría máltíð þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi. Til okkar leitar fólk sem er jaðarsett vegna efnahagslegrar og/ eða félagslegrar fátæktar. Þeir sem geta greitt gera það, aðrir þiggja fría máltíð. Allt snýst þetta um að skapa samfélag þar sem fólk í öllum stöðum þjóðfélagsins getur komið og deilt máltíð saman. Þá eru farnir að tínast inn iðnaðar- menn og íbúar í nágrenninu til að kaupa sér góðan hádegismat og það er afskaplega ánægjulegt. Það er að spyrjast út, nýja kaffihúsið okkar, og höfðar til þeirra sem vilja gæða sér á ljúffengum mat um leið og þeir láta gott af sér leiða, því þegar viðkomandi greiðir fyrir sína máltíð, greiðir hann í leiðinni fyrir einn af matargestunum sem eiga ekki fyrir mat,“ útskýrir Sigrún. Hún er að vísa í nýtt kaffihús Hersins sem á dögunum opnaði dyr sínar fyrir gesti og gangandi í nýjum og glæstum Herkastal- anum. „Á kaffihúsinu tekur kaffibar- þjónninn Natashja á móti gestum. Hún elskar gott kaffi og við erum með dýrindis kaffibaunir og mjög f lotta kaffivél, smurt brauð og bakkelsi í fallegum sal. Við leggjum líka mikla áherslu á að vera barnvæn, við erum með barnvænan mat og falleg, ný leiktæki í garðinum. Við höfum farið rólega af stað og viljum stíga þannig til jarðar að við getum staðið við það sem við segjum og gert það vel, og nú erum við loks til í slaginn,“ segir Sigrún. Við tökum vel á móti öllum Það er nýjung að fólk geti komið inn af götunni til að kaupa sér hádegismat eða sest yfir kaffi- bolla og bakkelsi hjá Hjálpræðis- hernum. „Máltíðin kostar 1.500 krónur og er ábót ef viðkomandi vill, og einnig uppáhellt kaffi. Við bjóðum upp á gómsætan heimilis- mat sem er unninn frá grunni af af bragðs kokkum og fagfólki í eld- húsinu, og á hverjum degi er einn kjöt- eða fiskréttur og einn vegan- réttur. Um helgar er matseðill næstu viku birtur á síðu Hjálp- ræðishersins á Facebook en hann er þó breytingum háður því fyrir kemur að velunnarar okkar, sem eru margir, færa okkur eitthvað sem við viljum koma fram strax eins og ófrosinn, ferskur fiskur, og þá gefum við okkur leyfi til að breyta matseðlinum með litlum fyrirvara,“ greinir Sigrún frá. „Það eru allir hjartanlega vel- komnir á nýja kaffihúsið okkar. Við tökum vel á móti öllum, leggjum á borð með hnífapörum og sérvéttum, og fyrir alla, hvort sem það eru borgandi gestir eða ekki, er upplifunin eins og að setjast inn á fínan veitingastað. Kaffihúsið opnar klukkan 12 og undir venjulegum kringumstæð- um opnum við í matinn klukkan 11.30 en nú hafa börnin forgang svo við opnum ekki fyrr en 12.15 og lokum klukkan 14. Börnin fá sama mat og eru alsæl með það; þetta eru yndislegir krakkar og við reynum að hugsa eins vel um þau og við getum. Þau hafa sitt pláss þar sem ekkert truflar þau, enda er kastalinn stór og vel byggður, og það er alltaf nóg pláss fyrir alla hjá Hernum.“ n Það er alltaf nóg pláss fyrir alla hjá Hernum Sigrún Lára á nýja kaffi- húsinu í Her- kastalanum, þar sem gestir og gangandi geta keypt sér heimilislegan hádegismat og ljúffengt bakkelsi. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ÓTTAR Krakkarnir áttu alltaf einhvern stað að koma á, líka þegar við vorum að flytja í nýtt húsnæði. Linda Björk Hávarðardóttir 3LAUGARDAGUR 28. ágúst 2021 HJÁLPR ÆÐISHERINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.