Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 22
Kiknaði í hnjánum
„Charlie Watts fer í sögubækurnar sem einn af þessum stóru. Einn
af þeim sem mótuðu rokk og ról,“ segir Davíð Antonsson Crivello,
trommari hljómsveitarinnar Kaleo, sem hefur í nokkur skipti hitað
upp fyrir The Rolling Stones á tónleikum. „Hann hefur haft mikil áhrif
á mig frá því ég var að hlusta á Stones sem unglingur.“
Davíð segir það hafa verið merkilega reynslu að hitta Watts. Á einu
augabragði breyttist hann úr því að vera átrúnaðargoð yfir í mann-
eskju af holdi og blóði.
„Við töluðum ekki lengi saman en hann var virkilega viðkunnan-
legur,“ segir Davíð. „Yfirleitt er ekki hægt að ganga um baksviðs
meðan meðlimir Rolling Stones eru á ferðinni þar. En ég man sérstak-
lega eftir að hafa hitt Charlie þegar hann kom sérstaklega til að horfa
á okkar tónleika. Hann hrósaði mér og ég kiknaði í hnjánum.“
Sem trommari fylgdist Davíð mest með Watts á tónleikunum
þegar Rolling Stones voru að spila. Segir hann það hafa komið sér
á óvart hversu rosalega þéttur hann hafi verið þrátt fyrir að vera
kominn á háan aldur.
Inntur eftir uppáhaldslögum nefnir Davíð til að mynda Gimme
Shelter af Let it Bleed frá árinu 1969. „Hann gerði þetta svo smekk-
lega,“ segir Davíð. „Mick og Keith eru stórir frontmenn og karakterar
en Charlie gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera, að vera
hjartslátturinn í bandinu.“
Sá taktfasti
og trausti
Charlie Watts, trommari bresku rokksveitarinnar The
Rolling Stones til 58 ára, lést á þriðjudaginn áttræður
að aldri. Watts var ekki jafn áberandi í hljómsveitinni
og söngvarinn Mick Jagger eða gítarleikarinn Keith
Richards, en honum hefur oft verið lýst sem líminu í
bandinu. Mikill djassunnandi, taktfastur, tæknilegur
og traustur. Fréttablaðið ræddi við nokkra íslenska
trommara um Watts og hans áhrif.
kristinnhaukur@frettabladid.is
The Show Must Go On
Björn Stefánsson, trommari
Mínus, ólst upp við Rolling
Stones og hefur allar götur
síðan haldið upp á bandið. Á
æskuheimilinu var litið á Keith
Richards sem nokkurs konar
guð, en aðdáunin á Watts kom
seinna. Hann lýsir því sem „út
úr líkamanum“-reynslu að sjá
bandið á tónleikum árið 2005.
„Hann var ólærður trommari
og spilaði mjög sérkennilega.
Hann sleppti til dæmis þriðja
slaginu á hæhattinn,“ segir
Björn um stílinn, sem tengdur
er djassi. „Hann dreif bandið
áfram með hægri fætinum á
bassatrommunni en var með
þessa lausu vinstri hönd á
snerlinum sem er rosalega
erfitt að mastera.“
Björn segir Watts alltaf hafa
gert hlutina með sínu nefi, svo
sem haft sama gula trommu-
settið áratugum saman á tón-
leikum. „Hann vildi bara hafa
þetta svona og vildi ekkert
vera flashy en með mjög auð-
kennandi hljóm.“
Aðspurður um uppáhald
nefnir Björn lagið Street Fig-
hting Man af Beggars Banquet
frá árinu 1968. „Það var tekið
upp á barnatrommusett en
hljómar samt svo rosalega. Ég
get líka nefnt Jumping Jack
Flash, sem er svo gæjalegt, og
mörg fleiri.“
Eftir að Watts féll frá hefur
Björn hugsað mikið um hver
framtíð bandsins sé, enda
orðnir mjög rosknir menn. „Ég
held að þeir séu líka að velta
þessari spurningu fyrir sér,“
segir Björn. „Ég tek hattinn
ofan fyrir þeim ef þeir halda
áfram. Það hefði Charlie viljað.
The Show Must Go On.“
Styrkti djasskempurnar
Jóhann Hjörleifsson, trommari
Sálarinnar hans Jóns míns, lýsir
Watts sem hinum fullkomna
hljómsveitatrommara. Ekki
stjörnu heldur meðlim sem
vann af óviðjafnanlegum heil-
indum fyrir bandið, og þar af
leiðandi besti trommarinn fyrir
The Rolling Stones.
„Ég byrjaði ekki að kunna að
meta hann fyrr en fyrir svona
tuttugu árum síðan, því hann
var ekki trommari trommar-
anna,“ segir Jóhann. „Hann var
ekki sá sem spilaði hraðast eða
gerði flóknustu hlutina.“
Samkvæmt Jóhanni var
Watts almennt séð virtur innan
tónlistarheimsins. „Það eru
frekar þeir sem hafa ekki nægan
skilning á tónlist sem hafa fett
fingur út í að hann hafi ekki
verið nógu góður trommari,“
segir Jóhann. „En þegar þú
heyrir lag með Rolling Stones
heyrist vel að Charlie Watts
situr við settið. Hann gerir ná-
kvæmlega það sem tónlistin
útheimtir, fylgir hinu þykka
gítargrúvi Keith Richards.“
Nefnir hann sérstaklega lagið
Paint it Black, af plötunni After-
math frá árinu 1965, sem sitt
uppáhald. En það er taktfast lag
með austrænum áhrifum.
Jóhann rifjar upp hversu
vel tengdur djassi Watts var
alla tíð. Meðal annars styrkti
hann gamlar kempur sem áttu
erfitt fjárhagslega og átti sjálfur
gríðarlegt safn af djasstengdum
munum. „Það vita það kannski
ekki allir en hann hafði ekkert
sérstaklega gaman af því að
spila rokk og ról. Hann var miklu
hrifnari af djassmúsík, var með
hliðarprójekt og hlustaði bara á
djass,“ segir Jóhann.
Flottur í tauinu
„Charlie var einn af þessum gömlu góðu. Ég var
meira fyrir Bítlana en Stones en bar alltaf virðingu
fyrir því hvað hann spilaði traust og einfalt,“ segir
Sigtryggur Baldursson, áður í Þey, Sykurmolunum
og fleiri hljómsveitum. „Hann var líka með fínt
grúv og svo ljómandi skemmtilegur karakter.
Algjör sjéntilmaður innan um þessa rokkara,
Jagger og Richards, og flottur í tauinu. Hann var
kletturinn í bandinu.“
Gjarnan hafa Watts og Ringo Starr verið bornir
saman af augljósum ástæðum. Sigtryggur segir
þá báða hafa verið mjög taktfasta og trausta, en
Ringo hafi verið í ögn meiri tilraunastarfsemi en
Watts.
Sigtryggur nefnir þó sérstaklega lagið Symp-
athy for the Devil af plötunni Beggars Banquet frá
1968. Þar sýni Watts óvenjulega takta. „Lagið er
nokkurs konar sömbugrúv og þar koma kannski
helst djassáhrif Watts í gegn,“ segir hann. „Ég man
vel eftir því þegar ég heyrði það fyrst því þetta var
svo óvenjulegt fyrir Rolling Stones.“
Tæknilegur og traustur
„Charlie Watts var hornsteinn sem trymbill í
veröldinni. Hann hélt utan um bandið í ólgu-
sjó frægðarinnar,“ segir Þórdís Claessen, sem á
langan feril í djassi, blús og fleiri tónlistargeirum.
„Honum hefur verið lýst sem þeim jarðbundna en
var líka sá sem hélt nákvæmninni og grúvinu allt
þar til þeir spiluðu síðast á tónleikum árið 2019.“
Þórdís segir Watts hafa verið ekki síður tækni-
legan en traustan trommara og notið mikillar
virðingar allan ferilinn.
„Ég dáist að Watts fyrir bæði grúvið og tæknina
sem hann hafði. Sennilega hefur hann haft ein-
hver áhrif á mig þegar ég hef rennt Stones kata-
lógnum,“ segir Þórdís.
Aðspurð um hvor hafi verið betri, Charlie eða
Ringo Starr, trymbill Bítlanna, segir Þórdís ómögu-
legt að svara því. „Þetta er eins og að bera saman
ávexti og grænmeti. Hvort tveggja mjög gott og
nauðsynlegt,“ segir hún.
22 Helgin 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ