Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 12
Frá því að Ronaldo yfirgaf Manchester United fyrir tólf árum hefur Portúgalinn leikið 687 leiki fyrir félags- og landslið og skorað í þeim 639 mörk. kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Það verður nóg að gera hjá þátttakendum Íslands á Paralympics, Ólympíuleikum fatlaðra, um helgina þegar Berg­ rún Ósk Aðalsteinsdóttir, Pat­ rekur Andrés Axelsson og Thelma Björg Björnsdóttir keppa í fyrstu greinum sínum. Þá munu Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson stinga sér til sunds að nýju eftir að hafa keppt fyrr í vikunni. Þrjú þeirra, Már, Patrekur og Thelma, kepptu í nótt í undan­ rásum í sínum greinum en Bergr­ ún Ósk Aðalsteinsdóttir keppir í kúluvarpi klukkan  hálf ellefu að íslenskum tíma. Róbert Ísak snýr svo aftur í sundlaugina rétt eftir miðnætti í kvöld, eftir að hafa bætt eigið Íslandsmet í tvígang á dög­ unum. Bergrún verður svo aftur á ferðinni klukkan tíu í fyrramálið í langstökki. Már lýkur þátttöku Íslendinga þessa helgina aðfaranótt mánu­ dags, í undanrásunum fyrir 200 metra fjórsund. ■ Íslendingar keppa alla helgina á ÓL H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla Umsóknarfrestur til 1. október Námsorlof Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhalds- skólastigi fyrir skólaárið 2022-2023. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en föstudaginn 1. október, kl. 15:00. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís. Eru umsækjendur jafnframt hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og algengar spurningar. Nánari upplýsingar gefur Skúli Leifsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, í síma 515-5843 eða með tölvupósti í skuli.leifsson@rannis.is. 12 Íþróttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR Cristiano Ronaldo sner­ ist hugur og kaus að semja við Manchester United og snýr því aftur á Old Trafford, tólf árum eftir brottför sína. Hlut­ irnir voru fljótir að breytast eftir símtal frá Sir Alex Ferguson, en Ronaldo kemur til með að leika undir stjórn fyrrum liðsfélaga síns. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Tæplega 4.500 dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði síðasta mark sitt fyrir Manchester United í nágrannaslag gegn Manc­ hester City, sem fór langt með að tryggja átjánda Englandsmeistara­ titil félagsins, var það aftur Manc­ hester United sem hafði betur gegn nágrönnum sínum, þegar það kom í ljós að Ronaldo væri á förum frá Juventus. Ronaldo var farinn að gæla við hugmyndina um að leika fyrir Manchester City, en eftir símtal við Sir Alex Fergu­ son snerist Portúgalanum hugur og bað hann umboðsmann sinn, Jorge Mendes, um að finna leið til að semja við Manchester United í staðinn. Ronaldo, sem skrifar undir tveggja ára samning við Manchester United, leikur því undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer, eftir að hafa verið liðsfélagi Norðmannsins í fjögur ár undir stjórn Sir Alex Ferguson, en um leið er komin pressa á Ole Gunn­ ar Solskjaer að fara að vinna titla á fjórða tímabili sínu við stjórnvölinn hjá Manchester United. Massimiliano Allegri, knatt­ spyrnustjóri Juventus, staðfesti um hádegisbilið í gær sögusagnir um að Ronaldo hefði óskað eftir sölu frá Juventus, þremur árum eftir að hann samdi við ítalska stórveldið. Juventus greiddi á sínum tíma metfé fyrir Ronaldo í von um að hann myndi reynast örlagavaldur í eltingaleik liðsins við að vinna Meistaradeild Evrópu. Ronaldo kom til Ítalíu árið 2018 eftir að hafa unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð í herbúðum Real Madrid og lofaði stuðningsmönnum Juventus að 22 ára bið eftir næsta Meistaradeildar­ titli myndi ljúka innan skamms. Það hafðist ekki og virðist ljóst að það sé uppstokkun fram undan í leik­ mannahópi Juventus. Fyrir vikið voru forráðamenn Juventus farnir að huga að framtíðinni án Ronaldos, enda sá portúgalski með svimandi há laun á tíma sem flest félög eru rekin með tapi. Þegar Allegri staðfesti að Ronaldo væri á förum, eftir að hafa kvatt liðsfélaga sína á æf ingasvæði Juventus, stefndi allt í að Ronaldo væri á leiðinni til erkifjendanna í Manchester City, en Solskjaer opnaði dyrnar fyrir fyrrum liðs­ félaga sínum á eigin blaðamanna­ fundi stuttu síðar. „Ég átti ekki von á því að Cristiano myndi yfirgefa Juventus. Ég veit að Bruno er búinn að vera í samskiptum við hann og hann veit okkar stöðu. Ef hann er á förum frá Juventus veit hann svo sannarlega af okkur.“ Síðar um dag­ inn bárust fréttir um að Manchester City væri búið að gefast upp enda væri Ronaldo búinn að ákveða að snúa aftur á Old Trafford. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall virðist ekkert vera að hægjast á Ronaldo. Honum tókst ekki að standa við loforð sitt um að færa Juventus langþráðan Meistara­ deildartitil og var hluti af liði Juven­ tus sem missti ítalska meistara­ titilinn úr greipum sér eftir níu ára sigurgöngu, en á sama tíma skilaði Ronaldo iðulega sínu innan vallar. Hann yfirgefur Juventus eftir að hafa skorað 101 mark í 134 leikjum í öllum keppnum sem markahæsti leikmaður Juventus öll þrjú árin og um leið markakóngur ítölsku deildarinnar á síðasta ári. ■ Rómantíkin réði ákvörðun Ronaldo um næstu árin Solskjaer sagði Bruno Fernandes meðal annars hafa átt þátt í því að sannfæra landa sinn um að hunsa tilboð frá Manchester City, en þeir verða nú sameinaðir á Old Trafford næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 897 leikir 36 ára 5 Ballon d’Or verðlaun 674 mörk 7 deildarmeistaratitlar 5 meistaradeildartitlar Cristiano Ronaldo kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Benjamin Mendy, bak­ vörður Manchester City og franska landsliðsins, mætti fyrir dómstóla og neitaði sök í gær, en hann er áfram í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið kærður fyrir fjórar nauðganir og eitt kynferðisbrot. Brotin áttu sér stað á eins árs tímabili, en hann er kominn í tímabundið leyfi frá störf­ um hjá Manchester City á meðan málið er tekið fyrir. Mendy hefur verið kærður fyrir þrjár nauðganir í október á síð­ asta ári, kynferðislega árás í byrjun þessa árs og nauðgun á dögunum. Einn einstaklingurinn sem kærir Mendy er undir átján ára en þær eru allar eldri en sextán ára. ■ Mendy í tveggja vikna gæsluvarðhald NANA hefur hafið störf á BOLD hárgreiðslustofu í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi, eftir 10 ár sem stofueigandi í Noregi. Tímabókanir á netinu. Verið velkomin, nýir og gamlir viðskiptarvinir :). Mendy byrjaði fyrsta leik City á tímabilinu gegn Tottenham. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Már keppir í 100 metra baksundi og 200 metra fjórsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.