Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 12

Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 12
Frá því að Ronaldo yfirgaf Manchester United fyrir tólf árum hefur Portúgalinn leikið 687 leiki fyrir félags- og landslið og skorað í þeim 639 mörk. kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Það verður nóg að gera hjá þátttakendum Íslands á Paralympics, Ólympíuleikum fatlaðra, um helgina þegar Berg­ rún Ósk Aðalsteinsdóttir, Pat­ rekur Andrés Axelsson og Thelma Björg Björnsdóttir keppa í fyrstu greinum sínum. Þá munu Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson stinga sér til sunds að nýju eftir að hafa keppt fyrr í vikunni. Þrjú þeirra, Már, Patrekur og Thelma, kepptu í nótt í undan­ rásum í sínum greinum en Bergr­ ún Ósk Aðalsteinsdóttir keppir í kúluvarpi klukkan  hálf ellefu að íslenskum tíma. Róbert Ísak snýr svo aftur í sundlaugina rétt eftir miðnætti í kvöld, eftir að hafa bætt eigið Íslandsmet í tvígang á dög­ unum. Bergrún verður svo aftur á ferðinni klukkan tíu í fyrramálið í langstökki. Már lýkur þátttöku Íslendinga þessa helgina aðfaranótt mánu­ dags, í undanrásunum fyrir 200 metra fjórsund. ■ Íslendingar keppa alla helgina á ÓL H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla Umsóknarfrestur til 1. október Námsorlof Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhalds- skólastigi fyrir skólaárið 2022-2023. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en föstudaginn 1. október, kl. 15:00. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís. Eru umsækjendur jafnframt hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og algengar spurningar. Nánari upplýsingar gefur Skúli Leifsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, í síma 515-5843 eða með tölvupósti í skuli.leifsson@rannis.is. 12 Íþróttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR Cristiano Ronaldo sner­ ist hugur og kaus að semja við Manchester United og snýr því aftur á Old Trafford, tólf árum eftir brottför sína. Hlut­ irnir voru fljótir að breytast eftir símtal frá Sir Alex Ferguson, en Ronaldo kemur til með að leika undir stjórn fyrrum liðsfélaga síns. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Tæplega 4.500 dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði síðasta mark sitt fyrir Manchester United í nágrannaslag gegn Manc­ hester City, sem fór langt með að tryggja átjánda Englandsmeistara­ titil félagsins, var það aftur Manc­ hester United sem hafði betur gegn nágrönnum sínum, þegar það kom í ljós að Ronaldo væri á förum frá Juventus. Ronaldo var farinn að gæla við hugmyndina um að leika fyrir Manchester City, en eftir símtal við Sir Alex Fergu­ son snerist Portúgalanum hugur og bað hann umboðsmann sinn, Jorge Mendes, um að finna leið til að semja við Manchester United í staðinn. Ronaldo, sem skrifar undir tveggja ára samning við Manchester United, leikur því undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer, eftir að hafa verið liðsfélagi Norðmannsins í fjögur ár undir stjórn Sir Alex Ferguson, en um leið er komin pressa á Ole Gunn­ ar Solskjaer að fara að vinna titla á fjórða tímabili sínu við stjórnvölinn hjá Manchester United. Massimiliano Allegri, knatt­ spyrnustjóri Juventus, staðfesti um hádegisbilið í gær sögusagnir um að Ronaldo hefði óskað eftir sölu frá Juventus, þremur árum eftir að hann samdi við ítalska stórveldið. Juventus greiddi á sínum tíma metfé fyrir Ronaldo í von um að hann myndi reynast örlagavaldur í eltingaleik liðsins við að vinna Meistaradeild Evrópu. Ronaldo kom til Ítalíu árið 2018 eftir að hafa unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð í herbúðum Real Madrid og lofaði stuðningsmönnum Juventus að 22 ára bið eftir næsta Meistaradeildar­ titli myndi ljúka innan skamms. Það hafðist ekki og virðist ljóst að það sé uppstokkun fram undan í leik­ mannahópi Juventus. Fyrir vikið voru forráðamenn Juventus farnir að huga að framtíðinni án Ronaldos, enda sá portúgalski með svimandi há laun á tíma sem flest félög eru rekin með tapi. Þegar Allegri staðfesti að Ronaldo væri á förum, eftir að hafa kvatt liðsfélaga sína á æf ingasvæði Juventus, stefndi allt í að Ronaldo væri á leiðinni til erkifjendanna í Manchester City, en Solskjaer opnaði dyrnar fyrir fyrrum liðs­ félaga sínum á eigin blaðamanna­ fundi stuttu síðar. „Ég átti ekki von á því að Cristiano myndi yfirgefa Juventus. Ég veit að Bruno er búinn að vera í samskiptum við hann og hann veit okkar stöðu. Ef hann er á förum frá Juventus veit hann svo sannarlega af okkur.“ Síðar um dag­ inn bárust fréttir um að Manchester City væri búið að gefast upp enda væri Ronaldo búinn að ákveða að snúa aftur á Old Trafford. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall virðist ekkert vera að hægjast á Ronaldo. Honum tókst ekki að standa við loforð sitt um að færa Juventus langþráðan Meistara­ deildartitil og var hluti af liði Juven­ tus sem missti ítalska meistara­ titilinn úr greipum sér eftir níu ára sigurgöngu, en á sama tíma skilaði Ronaldo iðulega sínu innan vallar. Hann yfirgefur Juventus eftir að hafa skorað 101 mark í 134 leikjum í öllum keppnum sem markahæsti leikmaður Juventus öll þrjú árin og um leið markakóngur ítölsku deildarinnar á síðasta ári. ■ Rómantíkin réði ákvörðun Ronaldo um næstu árin Solskjaer sagði Bruno Fernandes meðal annars hafa átt þátt í því að sannfæra landa sinn um að hunsa tilboð frá Manchester City, en þeir verða nú sameinaðir á Old Trafford næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 897 leikir 36 ára 5 Ballon d’Or verðlaun 674 mörk 7 deildarmeistaratitlar 5 meistaradeildartitlar Cristiano Ronaldo kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Benjamin Mendy, bak­ vörður Manchester City og franska landsliðsins, mætti fyrir dómstóla og neitaði sök í gær, en hann er áfram í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið kærður fyrir fjórar nauðganir og eitt kynferðisbrot. Brotin áttu sér stað á eins árs tímabili, en hann er kominn í tímabundið leyfi frá störf­ um hjá Manchester City á meðan málið er tekið fyrir. Mendy hefur verið kærður fyrir þrjár nauðganir í október á síð­ asta ári, kynferðislega árás í byrjun þessa árs og nauðgun á dögunum. Einn einstaklingurinn sem kærir Mendy er undir átján ára en þær eru allar eldri en sextán ára. ■ Mendy í tveggja vikna gæsluvarðhald NANA hefur hafið störf á BOLD hárgreiðslustofu í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi, eftir 10 ár sem stofueigandi í Noregi. Tímabókanir á netinu. Verið velkomin, nýir og gamlir viðskiptarvinir :). Mendy byrjaði fyrsta leik City á tímabilinu gegn Tottenham. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Már keppir í 100 metra baksundi og 200 metra fjórsundi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.