Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653. „Stemningin á samkomum Hjálp- ræðishersins ber keim af léttleika, gleði og alþjóðlegu andrúmslofti. Þetta er heimilislegur andi og við tölum alltaf um kirkjufjölskyld- una okkar; það er fjölskylda sem maður velur sér. Hér þekkjast allir, án þess að þetta sé lokuð grúbba, og þvert á móti eru allir hjartan- lega velkomnir. Ef þú kemur á samkomu hjá Hernum verður talað við þig. Það er öllum heilsað og á eftir er kaffi og spjall.“ Þetta segir Hjördís Kristins- dóttir, svæðisforingi og f lokks- leiðtogi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Samkomur Hersins eru í Her- kastalanum á sunnudögum klukkan 11 og þá er líka sunnu- dagaskóli fyrir börnin. „Aðsóknin hefur aukist mikið á undanförnum árum og til okkar kemur alls konar fólk. Hér áður var það mikið til eldra fólk og þeir sem áttu erfitt, en nú kemur fjöl- skyldufólk og á öllum aldri og af nokkrum þjóðernum, en aðallega eru það Íslendingar og fólk frá Suður-Ameríku,“ upplýsir Hjördís. Ástæða þess að margir gesta Hersins koma nú frá Suður-Amer- íku er að undanfarin tvö ár hefur margt f lóttafólk frá heims álfunni komið til Íslands. „Það er fólk með kristinn bak- grunn og sem vill ekki vera út af fyrir sig með sína trú heldur hluti af íslensku samfélagi og kirkju- fjölskyldunni okkar. Nýverið bættist við starfsmannahópinn spænskumælandi prestur, Jamie Tablante, sem vinnur hjá okkur í söfnuðinum. Við vorum upphaf- lega með aðskildar samkomur, á íslensku og spænsku, en í sumar ákváðum við að sameina þær. Því eru samkomurnar okkar mjög fjölmenningarlegar og í sunnu- dagaskólanum starfar fólk sem talar íslensku, ensku og spænsku við börnin,“ greinir Hjördís frá. Á samkomum Hersins eru ekki sungnir hefðbundnir sálmar undir orgelleik heldur spilar undir söngnum hljómsveit með trommu, bassa og gítar. „Það er pínu öðruvísi og ekki endilega alltaf mesta fagfólkið sem spilar undir heldur leyfum við gleðinni að taka þátt. Stundum syngjum við falskt og það er líka í góðu lagi, því það er samveran sem gildir. Við syngjum kristileg lög á íslensku, spænsku og ensku og það lifnar svo sannarlega yfir öllu þegar suður-ameríski takturinn bætist við. Fólk stendur upp og dillar sér, sem það gerði reyndar líka áður, en þessi suðræna sveifla er fjörug og skemmtileg viðbót,“ segir Hjördís kát. Herinn nýtur velvildar Hjálpræðisherinn starfar eins og venjuleg kirkja og tekur þátt í öllum stórum viðburðum í lífi fólks með kirkjulegum athöfnum, svo sem við barnablessanir, ferm- ingar, brúðkaup og jarðarfarir. „Fermingar hafa verið hjá Hernum síðan 2008. Í byrjun árs fara fermingarbörnin okkar í fermingarferð til Noregs og kynnast þar starfsemi Hjálpræðis- hersins, því norska hreyfingin er stærri og þar kynnast þau breiðara starfi en því sem við sinnum hér. Fermingarfræðslan er hefðbundin kristileg fræðsla en við tölum líka við unglingana um forvarnir gegn vímuefnum því margir sem koma til okkar hafa lent í þeim klóm, einnig um náin samskipti kynjanna, að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og við kynnum hjálparstarfsemi Hersins fyrir þeim,“ útskýrir Hjördís. Hjálpræðisherinn byggir á mót- mælendatrú eins og þjóðkirkjan og er lítill kenningamunur á kristnum gildum þjóðkirkjunnar og Hersins sem er hluti af hinni almennu kristnu kirkju hér á landi. „Við verðum þess áskynja að Herinn nýtur velvildar í sam- félaginu og að fólki þyki vænt um Herinn. Þeir sem þekkja Hjálp- ræðisherinn frá gamalli tíð þótti hann skrýtinn, þegar Norðmenn stóðu á götum úti í herbúningum og söfnuðu peningum, en það er orðið mjög langt síðan það var og í dag eru allir foringjar hér á landi Íslendingar. Það er ekki prinsipp- mál en við viljum sýna fólki sem hefur af okkur aðra ímynd að í Hjálpræðishernum er venjulegt fólk sem vill láta gott af sér leiða og á sér sameiginlegan kristilegan bakgrunn. Það er trúin sem hvetur okkur til verka,“ segir Hjördís. Eftir samkomur hjá Hernum fara gestir heim með fagurt vega- nesti. „Við hvetjum fólk til að nota hendur sínar og fætur til að vera ljós í heiminum. Ekki bara í orðum heldur líka að láta verk sín vera vitnisburð um það sem er gildi okkar í lífinu og láta það ljós lýsa í öllu okkar daglega lífi. Að trúin endurspeglist í verkum okkar,“ segir Hjördís. Þessa dagana eru kát skólabörn áberandi í Herkastalanum, sem Herinn skaut skjólshúsi yfir á meðan gert er við Fossvogsskóla. „Börnin eru nágrannar okkar og okkar innlegg í þessa leiðinlegu stöðu var að rétta fram hjálpar- hönd. Mér finnst ótrúlega gaman að lesa komment ánægðra foreldra á Facebook, um að börnin tali um að borða á fyrsta f lokks veitinga- húsi í kastalanum og sum eru agndofa innan um hermenn og foringja og heilsa þeim að her- mannasið, sem er mjög skemmti- legt. Við erum ekki með neina fræðslu um Herinn við skóla- börnin, en það skapast kannski umræður heima fyrir og þá geta þau spurt kennarana út í hvað Hjálpræðisherinn stendur fyrir.“ n Allt um Hjálpræðisherinn á herinn.is. Hjördís segir suðrænan salsatakt nú lífga enn meira upp á skemmtilegar samkomur Hersins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Við viljum sýna fólki að í Hjálp- ræðishernum er venju- legt fólk sem vill láta gott af sér leiða og á sér sameiginlegan kristi- legan bakgrunn. Það er trúin sem endurspeglast í verkum okkar. Hjördís Kristinsdóttir Í starfi sínu sem flokksleið- togi tekst Ingvi Kristinn Skjaldarson á við fjölbreytt verkefni á hverjum degi. Hann segir hjarta sitt alltaf hafa slegið með fólki sem minna má sín. Ingvi Kristinn Skjaldarson er flokksleiðtogi í Reykjavík og hefur meðal annars umsjón með opnu húsi Hjálpræðishersins þar sem boðið er upp á heitan og nær- ingarríkan mat virka daga milli klukkan 12.15 og 14. Jaðarsettir og efnaminni fá matinn endurgjalds- laust en aðrir greiða 1.500 krónur fyrir matinn að sögn Ingva. „Við höfum boðið upp á heitan mat í mörg ár. Ég stóð meðal annars fyrir súpueldhúsi í gamla kastalanum og þegar honum var lokað vorum við tvo daga í viku í Mjóddinni. Með opnun nýja kastalans bjóðum við upp á heitan mat fimm daga vikunnar.“ Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu flestir matargesta að finna eitthvað við sitt hæfi. „Þetta er yfir- leitt dæmigerður heimilismatur, til dæmis góð súpa með heima- bökuðu brauði, grillað kjöt, salt- fiskur, hamborgari og svo reynum við að bjóða upp á fisk tvisvar í viku. Yfirleitt geta gestir valið milli kjöt- eða fiskréttar og svo er líka grænmetisréttur í boði. Kjötsúpan okkar er til dæmis sérstaklega vinsæl meðal erlendra matargesta sem margir eru hrifnir af íslenska lambakjötinu.“ Jákvætt og gott umhverfi Það er alls konar fólk sem sækir opin hús í hádeginu að sögn Ingva. „Við lögðum upp með að allir gætu mætt, einnig vinnandi fólk sem greiðir hóflegt gjald fyrir máltíðina. Þannig getur matargestur sem borgar fyrir matinn setið við hlið annars sem fær hana ókeypis. Við vildum búa til eðlilegar aðstæður fyrir þá minni máttar og skapa jákvætt og gott umhverfi. Hér er til dæmis þjónað til borðs og starfsfólk ber virðingu fyrir öllum gestum okkar. Hér geta því allir borið höf- uðið hátt enda skiptir okkur öllu máli að fólk haldi reisn sinni hér og fái að halda virðingu sinni.“ Hjálpa alls konar fólki Ingvi hefur starfað hjá Hjálp- ræðishernum í átta ár og kann vel við starfið. „Ég er f lokksleið- togi og sinni að mörgu leyti sömu störfum og prestur innan þjóð- kirkjunnar. Þannig gifti ég fólk og jarða aðra, sé um blessanir og um ýmiss konar félagslegt starf, það er, þennan samfélagslega hluta hersins. Hjarta mitt hefur alltaf slegið með fólki sem minna má sín. Við erum nefnilega ekki bara að aðstoða fólkið á götunni heldur líka til dæmis fólk sem vantar aðstöðu til að þrífa sig, þvo þvott og f leira.“ Fjölbreytt verkefni Það er því óhætt að segja að verk- efnin séu bæði stór og smá. „Við leitum líka uppi mál sem brenna á samfélaginu á hverjum tíma fyrir sig og förum í þau á þann hátt sem við getum. Stundum líður mér eins og við gætum gert betur en herinn hefur svo sem takmarkað afl en eitthvað getum við þó gert. Svo má nefna að Hjálpræðisherinn byrjar oft á ýmsum gagnlegum verkefnum sem aðrir aðilar taka yfir. Þá snúum við okkur að öðrum verkefnum sem þarfnast krafta okkar og enginn er að sinna. Þann- ig vinnur herinn víða um heim.“ n Hér geta því allir borið höfuðið hátt „Með opnun nýja kastalans bjóðum við upp á heitan mat fimm daga vikunnar,“ segir Ingvi Kristinn, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Er þakklátur fyrir þjónustuna Margir fastagesta mæta á opnu húsin í hádeginu hjá Hjálpræðis- hernum. Utan þess að þiggja hádegismat fara sumir í sturtu, aðrir þvo þvott eða spjalla við aðra fastagesti. Einn fastagesta, sem ekki vildi koma fram undir nafni, segist afskaplega þakklátur fyrir þá þjónustu sem herinn býður upp á. „Hún var algjör vendipunktur fyrir mig. Hingað er sannarlega gott að koma og það gefur mér smá öryggi að hafa fastan stað hér yfir daginn.“ Hann lenti á götunni eftir að hafa dvalið um tíma á hóteli í Kópa- vogi. „Þar dvaldi ég um tíma með hluta af dótinu mínu meðan annað var í geymslu. Þar var engin þvottavél þannig að ég byrjaði að koma hingað í desember á síðasta ári með óhreinan þvott. Síðan hef ég vanið komur mínar hingað í hádeginu, fer hér í sturtu, les blöðin og svo dottar maður stundum hér.“ Í dag gistir hann í gistiskýlinu en þar hefur hann lent í ýmsum ævin- týrum. „Allur þvotturinn hvarf til dæmis eftir að ég kom úr meðferð. Þar er ekki góð hreinlætisaðstaða, enginn spegill ef ég vil raka mig og kranar eru bilaðir. Hér hjá Hjálpræðishernum er hreinlætið hins vegar svo mikið að það er nánast hægt að borða af gólfinu. Hingað er gott að koma, aðstaðan er frábær og starfsfólkið tekur vel á móti öllum.“ 2 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURHJÁLPR ÆÐISHERINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.