Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 28
Þessi baka virkilega poppar með van- illuís. Kristín Edwald. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Það má með sanni segja að hæstaréttarlögmaðurinn Kristín Edwald sé eldhús­ drottning landsins og sumir segja að hún sé okkar Martha Stewart. Kristínu er margt til lista lagt og svo er hún líka með græna fingur. Hún ræktar ýmiss konar góðgæti heima og nú þegar tími uppskeru er upprunninn er Kristín byrjuð að töfra fram sælkerakræsingar til að njóta síðsumars. Kristínu þykir fátt skemmtilegra en að bera fram pikknikk-krásir sem gleðja bæði augu og bragðlauka á góðviðris- dögum og þá skipta litlu hlutirnir máli. „Ég er með lítinn matjurtagarð þar sem ég rækta grænkál, rabar- bara og spínat og prófa á hverju ári nýjar matjurtir. Ég er líka með jarðarberjaturn á svölunum og rifs- berja- og sólberjarunna í bakgarð- inum. Auðvitað borðum við mest af grænmetinu brakandi ferskt yfir sumarið en þegar ég dett í haust- gírinn finnst mér mjög gaman að gera sultur, hlaup, sýrt grænmæti, síróp og ýmislegt fleira gott. Rifs- og sólberin eru ekki tilbúin þannig að ég er ekki byrjuð á að leika mér með þau í ár,“ segir Kristín. Fullkomið jafnvægi súrs og sæts Kristín deilir með lesendum upp- skrift að einni af sínum uppá- haldssultum sem er rabarbara- og jarðarberjasulta sem hún gerir alltaf á haustin. „Blanda af rabarbara og jarðar- berjum nær svo dásamlegu jafn- vægi milli súrs og sæts. Svo geri ég líka alltaf grænkálspestó sem er sérstaklega ljúffengt með nýbök- uðu brauði,“ segir Kristín dreymin á svip. Hún lætur hér fylgja með upp- skrift að einfaldri rabarbaraböku. „Þessi baka virkilega poppar með vanilluís. Uppskriftin að fyllingunni er heimatilbúin en toppurinn er klassísk ensk upp- skrift úr einni af krúttlegu mat- reiðslubókunum sem National Trust gefur út í Bretlandi.“ Rabarbara­ og jarðarberjasulta Uppskrift fyrir eina stóra krukku. 2 bollar rabarbari í bitum 2 bollar jarðarber 1 bolli sykur Allt sett í pott á meðalhita og Eldhúsdrottning töfrar fram pikknikk-krásir Kristín Edwald er annálaður fagurkeri og nýtur þess að bera fram huggulegar kræsingar á fallegan hátt. Takið eftir pikk- nikk teppinu og körfunni. Fallegt á síðsumars- dögum að njóta. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Nestiskarfa Kristínar er vel búin. Rabarbarasulta og grænkálspestó Kristínar er girnilegt. Hvað er yndislegra en að taka fram nestiskörfuna og njóta góðgætis á nestisteppi í náttúrunni? látið malla í 45-60 mínútur, hrært í við og við. Suðutími fer eftir því hvernig áferð á sultunni fólk vill hafa, en Kristínu finnst best að hafa smá bita í henni. Grænkálspestó 12 grænkálsblöð, stilkur skorinn frá ⅓ bolli pistasíuhnetukjarnar 1 hvítlauksrif 2-3 msk. ólífuolía 50 g parmesan Salt eftir smekk Kristín setur grænkálið í sjóðandi vatn og lætur sjóða í 30-45 sekúnd- ur þar til það er orðið fallega grænt. Kælir svo grænkálið og kreistir vatnið frá. Þá rífur hún parmesan- ostinn í blandara og bætir við hinum hráefnunum og maukar þar til góðri áferð er náð. Smakkað til með salti í lokin. Rabarbarabaka Uppskrift fyrir 22-24 cm form Fylling 3 bollar rabarbari í 2 cm bitum 4 msk. hunang 1 msk. malaður engifer Allt sett í pott og látið malla í 5-6 mínútur. Toppur 100 g hveiti 50 g haframjöl 120 g hrásykur 1 tsk. kanill 100 g bráðið smjör Hitið ofn í 180 °C. Þægilegast er að byrja á að gera toppinn, þá nær deigið að kólna meðan fyllingin er gerð. Blandið öllum þurrefnum saman. Hrærið svo smjörinu vel saman við með gaffli og kælið. Blandan á að vera nokkuð gróf. Setjið öll hráefni í fyllinguna í pott og látið malla í nokkrar mínútur. Færið fyllinguna svo yfir í eldfasta mótið og myljið toppinn yfir. Bakið í ofni við 180 °C í 25 til 30 mínútur, þar til að bakan er orðin fallega gyllt. n Dýrindis rabarbarabaka Kristínar. 4 kynningarblað A L LT 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.