Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 26
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Rannsóknar- og þróunarteymi
Saga Natura samanstendur af fjór-
um vísindamönnum sem standa á
bak við vöruþróun og rannsóknir
hjá fyrirtækinu. Þetta eru þau
Lilja Kjalarsdóttir, PhD, Steinþór
Sigurðsson, PhD, Páll Arnar Hauks-
son, MSc og Snæfríður Arnardóttir,
MSc, en þau eru einstaklingarnir
sem framkvæmdu rannsóknina og
eru höfundar á einkaleyfisumsókn
fyrir notkun á AstaSkin gegn KP.
AstaSkin er fæðubótarefni
sem hefur verið á markaði síðan
2018. Grunnurinn í AstaSkin er
astaxanthin, sem hefur þekkt
jákvæð áhrif á heilsu húðarinnar.
Þar má helst nefna vernd gegn
útfjólubláum geislum, hrukkur og
fínar línur verða grynnri og einnig
getur astaxanthin komið í veg fyrir
myndun á öldrunarblettum. „Frá
því að við kynntum AstaSkin fyrir
markaðnum höfum við lagt áherslu
á að ræða við neytendur í gegnum
e-mail, Facebook og síma, sem
hefur aðstoðað okkur við að velja
spennandi verkefni fyrir rann-
sóknar- og þróunarteymið,“ segir
Lilja Kjalarsdóttir framkvæmda-
stjóri SagaNatura. „AstaSkin hefur
fengið mjög góðar móttökur og
hefur hjálpað fólki með ýmiss
konar húðvandamál svo sem þurrk,
bólur og fínar línur. Ekkert af þessu
kom okkur sérstaklega á óvart,
enda er AstaSkin hannað með þessi
vandamál í huga,“ segir Lilja.
Neytendur uppgötvuðu
nýja virkni
Hins vegar kom á óvart að nokkrir
viðskiptavinir greindu frá því
að þeir væru byrjaðir að nota
AstaSkin til að halda niðri ein-
kennum Keratosis pilaris (KP).
„Þetta tiltekna húðvandamál er
stundum kallað „chicken skin“, og
einkennist af upphleyptum bólum
sem innihalda uppsafnað keratín.
Bólurnar eru stundum með roða
og eru yfirleitt á upphandleggjum,
vanga og bringu en finnast líka
annars staðar.
Þessar hvimleiðu bólur eru arf-
gengar og í raun mjög algengar, en
um einn af hverjum þremur er með
einkenni KP. Keratosis pilaris er
talið vera afbrigði af eðlilegri húð
og angrar fólk yfirleitt ekki nema
af útlitslegum ástæðum. Þeir sem
glíma við þetta vandamál upplifa
þó oft mikið hugarangur yfir þessu
ástandi.“
Lilja segir að það hafi vakið
athygli og áhuga hennar, þegar hún
heyrði í einni mömmu árið 2019
sem notaði AstaSkin fyrir sig og
dóttur sína og sagði að þetta væri
það eina sem virkaði til að halda
einkennum KP niðri. „Stundum
finnur maður lausnir við vanda-
málum fyrir einskæra tilviljun
en ég er sjálf með KP. Þegar ég
heyrði þetta hugsaði ég að þetta
væri kannski ástæðan fyrir því að
bólurnar væru farnar hjá mér, enda
hef ég sjálf tekið AstaSkin reglulega
í langan tíma. Við ákváðum því að
gera könnun hjá okkar viðskipta-
vinum.“
Sjáanleg einkenni minnka
Rannsóknarteymið hjá SagaNatura
gerði tvær rannsóknir. „Í fyrri
rannsókninni tóku einstaklingar
með KP AstaSkin í tvo mánuði.
Þarna voru einstaklingar annars
vegar með rubra-afbrigðið sem er
oft kallað „strawberry skin“ og hins
vegar alba-afbrigðið sem er kallað
„chicken skin“. Það fannst greini-
legur munur á þessum tveimur
hópum. Einstaklingar með KP
rubra fundu engan bata á tveimur
mánuðum en allir með KP alba
fundu bata. Í raun virkaði KP rubra
hópurinn þá eins og lyfleysa.
Seinni rannsóknin tók sjö
mánuði og var bara á fólki með KP
alba. Þar komu svipaðar niður-
stöður og úr fyrri rannsókn. Það tók
tvo mánuði að sjá áhrif AstaSkin
á húðina og batinn jókst með
hverjum mánuðinum. Það var því
virkilega áhugavert og ánægju-
legt að sjá viðbrögð þátttakenda í
lok könnunar þegar fyrir og eftir
myndirnar voru skoðaðar.“
Ávinningurinn er ekki síður
tilfinningalegur en útlitslegur.
„Sjáanleg einkenni minnka vissu-
lega en einkenni KP geta haft mikil
áhrif á líðan fólks. Við höfum fengið
ábendingar frá einstaklingum um
að sjálfstraustið hafi aukist eftir
inntöku á AstaSkin þar sem ein-
kennin hafi komið í veg fyrir að fólk
klæðist til dæmis stuttermabolum
og vilji síður fara í sund.“
Greinileg virkni
Með reglulegri notkun AstaSkin
dregur úr einkennum KP yfir nokk-
urra mánaða tímabil. „Eftir tveggja
mánaða notkun fer sjáanlega að
draga úr einkennum og síðan
halda einkennin áfram að minnka
með hverjum mánuðinum. Þetta
er ástæðan fyrir því að ég tengdi
ekki árangurinn sjálf við notkun
AstaSkin fyrr en aðrir fóru að nefna
þetta við mig.“
Að sögn Lilju finna flestallir
jákvæða breytingu á húð sinni við
inntöku á AstaSkin þar sem varan
tekur á ýmsum húðvandamálum
og -kvillum. „Varan samanstendur
af andoxunarefninu astaxanthin
sem við framleiðum sjálf úr
þörunginum Haematococcus
pluvialis, seramíði, sem unnið er
úr hrísgrjónum, og kollageni ásamt
ýmsum vítamínum sem eiga það
sameiginlegt að hafa góð áhrif á
húðina. Við teljum að þessi blanda
innihaldsefna og samspil í virkni
þeirra sé það sem hafi áhrif á KP,
en ekki eitt ákveðið innihaldsefni.
Við erum nú búin að sækja um
einkaleyfi á þessari uppgötvun og í
undirbúningsvinnu á stærri rann-
sóknum til að kanna áhrif AstaSkin
á þetta algenga húðvandamál.“ ■
Það kom teyminu á óvart að neytendur væru farnir að nota AstaSkin gegn KP. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Magnea fann mikinn mun eftir inn-
töku á AstaSkin í nokkra mánuði.
Erla fann mun á upphandleggjum.
Þá voru neglurnar sterkari.
Stundum finnur
maður lausnir við
vandamálum fyrir
einskæra tilviljun en ég
er sjálf með KP.
Lilja Kjalarsdóttir.
KP, sterkari neglur og fallega sólbrún
Erla Guðmundsdóttir er 41 árs
ungbarnasundkennari, heilsu-
markþjálfi og íþróttakennari
í MH. Erla hafði prófað ýmsar
vörur með astaxanthin frá Key-
Natura þar sem hún hafði heyrt
hvað það hefði góð áhrif á margt.
„Astaxanthin á meðal annars að
minnka harðsperrur, hafa góð
áhrif á húðina í sól og fleira. Ég
prófaði AstaLýsi og svo AstaFuel
fyrir æfingar á morgnana þegar
ég var að fasta. En ég tók þetta
ekki reglulega inn, svo áhrifin
voru mjög óregluleg.“
KP sérstaklega algengt
meðal Íslendinga
Erla sá auglýst eftir fólki í rann-
sókn á virkni AstaSkin á KP
(Keratosis pilaris). „Sjálf hafði ég
verið með þessar litlu hvítu bólur
á upphandleggnum frá því ég
var krakki og sömuleiðis bræður
mínir tveir, en KP er víst ættgengt
húðvandamál og svo er þetta
víst sérstaklega algengt meðal
Íslendinga.
Ég spáði aldrei mikið í bólurnar
enda trufluðu þær mig ekki neitt.
Ég átti það þó til að kroppa í
þetta stundum. Ég hafði aldrei
gert neitt í þessu fyrr en ég gifti
mig árið 2005. Þá prófaði ég
geislameðferð á húðlæknastofu.
Þá stóð ég í eins konar sólarklefa
í nokkrar sekúndur og þetta
snarminnkaði eftir það. En svo
komu bólurnar aftur á nokkrum
árum og hafa verið síðan.“
Gríðarlegur munur fyrir og eftir
Rannsóknin tók sjö mánuði. „Ég
tók AstaSkin í sex mánuði og svo
sleppti ég því í tvo mánuði. Það
tók alveg smá tíma fyrir mig að
finna einhvern mun og ég skil vel
að fólk sem er að prófa AstaSkin
gegn KP gefist upp ef það virkar
ekki strax. Eftir sex mánuði fékk
ég að sjá ljósmynd af svæðinu við
hliðina á annarri sem hafði verið
tekin í upphafi tilraunarinnar og
bara VÁ! Það var þvílíkur munur.
Svæðið hafði minnkað mjög
mikið og bólurnar voru orðnar
miklu minni og færri. Það merki-
lega er að þegar ég tók þetta ekki
í tvo mánuði þá komu þær fljótt
aftur.
Annað sem ég fann þegar ég
byrjaði að taka AstaSkin er að
neglurnar urðu miklu sterkari.
Ég kenni ungbarnasund og er
í lauginni tímunum saman.
Þá verða neglurnar mjúkar og
klofna. En það hætti alveg þegar
ég byrjaði.
Ég tók líka eftir áhrifum
AstaSkin á húðina. Ég hef aldrei
fengið jafnmikinn og jafnan lit
og í sumar, það er bara eins og
ég hafi verið á sólarströnd. Það
hefur jú verið gott veður, en ég
hef ekki legið neitt í sólbaði. Ég
hef bara verið mikið úti. Sjálf
hafði ég ekkert tekið eftir þessu
fyrr en fólkið í kringum mig fór
að hafa orð á því hvað ég væri
fallega brún.“
Vildi ekki vera í hlýrabol
Magnea Ásta Magnúsdóttir er 23
ára og hefur sætt sig við það frá
unga aldri að vera með litlar bólur
á upphandleggnum. Um er að
ræða húðvandamál sem kallast
„chicken skin“, eða KP (Keratosis
pilaris). Magnea er nýútskrifuð
með BS í hátækniverkfræði og
sinnir rannsóknum við HR.
„Ég hafði alltaf verið með
þessar litlu bólur á upphand-
leggnum og í raun háðu þær mér
aldrei neitt sérstaklega. Ég hafði
aldrei leitað til læknis, mig klæj-
aði ekkert í þetta. En ég hef alltaf
verið óörugg að vera í hlýrabol.
Ég hafði í raun aldrei gert neitt í
þessu nema að bera body lotion
á svæðið sem gerði svo sem ekki
mikið gagn.
Fyrir um ári síðan byrjaði ég
að taka inn AstaSkin. Mér hefur
alltaf þótt góð húð vera eftir-
sóknarverð og ég hafði heyrt að
þetta hefði góð áhrif á húðina.
Svo vonaðist ég til þess að þetta
hefði kannski áhrif á bólurnar
á upphandleggnum,“ segir
Magnea.
Forvitin að sjá árangurinn
Eftir að hafa tekið AstaSkin í
tvo mánuði bauðst Magneu að
taka þátt í rannsókn á vegum
KeyNatura um virkni AstaSkin
á KP. „Ég þáði það auðvitað og
var sérstaklega forvitin að fá að
fylgjast með og sjá hvaða áhrif
þetta hefði á mín einkenni. Þá
voru teknar ljósmyndir af bólu-
svæðinu á tveggja mánaða fresti.
Ég hef núna tekið AstaSkin í
eitt ár og árangurinn hefur verið
hægur, en stöðugur. Ég sá ekki
mikinn mun á milli mynda eftir
hverja myndatöku, en það er
mjög greinilegur munur á fyrstu
myndinni og þeirri síðustu sem
var tekin. Bólurnar eru enn þá, en
svæðið sem einkennin koma á
hefur minnkað og ég finn minna
fyrir bólunum. Roðinn hefur
minnkað og húðin er mýkri við-
komu.“
AstaSkin inniheldur astaxanthin
sem hefur þekkta virkni á húðina.
2 kynningarblað A L LT 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR