Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 41
Samskiptastjóri Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum samskiptastjóra til starfa. Ef þú hefur brennandi áhuga á notkun samfélagsmiðla og miðlun upplýsinga og vilt starfa í síkviku umhverfi og vera partur af öflugu teymi sérfræðinga þá viljum við þig í okkar lið. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs með möguleika á framlengingu til allt að eins árs. Samskiptastjóri mun heyra undir þjónustusvið embættisins. Meginhlutverk samskiptastjóra verður að byggja upp, móta og sinna upplýsingamiðlun vegna starfsemi embættis ríkislögreglustjóra, þróa notkun á stafrænum miðlum og sjá um skipulag viðburða og funda á vegum embættisins. Leitað er að einstaklingi sem hefur vilja og færni til að styðja við megináherslur embættisins, sem eru þjónusta, forysta, mannauður, nýsköpun og samstarf. Frekari upplýsingar um starfið Embætti ríkislögreglustjóra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Ríkislögreglustjóri hefur með höndum samhæfingu og samræmingu í störfum lögreglu og annast ákveðna miðlæga þjónustu við lögregluembættin. Ríkislögreglustjóri hefur einnig með höndum sérstök verkefni samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og í samræmi við nánari ákvörðun ráðherra. Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi vinnustaður þar sem starfa tæplega 200 starfsmenn sem sinna fjöl- breyttum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og framfylgir embættið stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2021 Umsókn skal skilað á netfangið starf@rls.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Embætti ríkislögreglustjóra hefur hlotið jafnlaunavottun. Öllum umsóknum verður svarað að loknum ráðningum. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Einnig þurfa umsækjendur að uppfylla kröfur til að fá öryggisvottun á grundvelli reglugerðar nr. 959/2012. Nánari upplýsingar veita Ágústa H. Gústafsdóttir mannauðsstjóri, agustah@logreglan.is og Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs, rannveig@logreglan.is sími 444 2500. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@rls.is. Almennt starfssvið samskiptastjóra • Ber ábyrgð á upplýsingamiðlun embættisins til fjölmiðla, almennings og annarra lögregluembætta. • Ber ábyrgð á að móta samskiptastefnu embættisins og hefur eftirfylgni með henni. • Er yfirstjórn og öðru starfsfólki til ráðgjafar um miðlun upplýsinga. • Þjónusta og samstarf við önnur lögregluembætti um samskipta- og upplýsingamál. • Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og önnur lögregluembætti vegna samskipta- og upplýsingamála. • Skipulagning viðburða, funda, ráðstefna og málþinga á vegum embættisins. • Kemur fram fyrir hönd embættisins þegar við á. • Ber ábyrgð á og tekur þátt í erlendu samstarfi á vegum alþjóðastofnana sem falla undir upplýsingamiðlun. • Ber ábyrgð á þróun og rekstri innri- og ytri vefja lögreglu í samráði við önnur lögregluembætti. • Sinnir upplýsingamiðlun á innri- og ytri vefi lögreglu í samráði við önnur lögregluembætti. Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. nám á sviði markaðsfræði, upplýsingafræði, fjölmiðlafræði eða annað sambærilegt skilyrði. • Farsæl reynsla á sviði samskipta- og upplýsingamála. • Þekking á stafrænum miðlum skilyrði. • Brennandi áhugi á notkun samfélagsmiðla og miðlun upplýsinga. • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileikar skilyrði. • Frumkvæði, þjónustulund og jákvætt viðhorf. • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði. • Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti er kostur. • Þekking og reynsla af miðlun upplýsinga með ólíku formi kostur. • Reynsla af störfum á fjölmiðlum kostur. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. ATVINNUBLAÐIÐ 11LAUGARDAGUR 28. ágúst 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.