Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 66
Maxus rafbílamerkið er selt hjá Vatt.is sem er í eigu Suzuki á Íslandi og er staðsett í Skeif- unni.Viltu ganga til liðs við Karlakórinn Fóstbræður auglýsir hér með eftir söngmönnum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við kórinn á haustönn sem nú er að hefjast. Æfingar eru að jafnaði á miðvikudagskvöldum auk fyrsta mánudagskvölds hvers mánaðar (5 æfingar á mánuði). Sóttvarnir eru viðhafðar í kórstarfinu á meðan nauðsynlegt reynist. Æskilegast er að nýjir félagar séu fæddir eftir Heimaeyjargos og hafi einhverja reynslu af kórsöng en það er þó ekki skilyrði. Nýliðum er boðið upp á sérstaka raddþjálfun til að byrja með. Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað frá árinu 1916. Æfingar fara fram í Fóstbræðraheimilinu að Langholtsvegi 109 í húsnæði sem er sérsniðið að þörfum kórsins. Söngstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson. Raddprufur fara fram miðvikudagskvöldið 1. september eða eftir samkomulagi dagana þar á eftir. Æfingar hefjast mánudagskvöldið 6.september. Áhugasamir hafi samband við formann eða varaformann kórsins. Arinbjörn: arinbjornvi@gmail.com / gsm 820-8582 Halldór: halldor.thorarinsson@gmail.com / gsm 898-1610 Karlakórinn Fóstbræður? njall@frettabladid.is Land Rover ætlar í XL útgáfu af Def- ender ef marka má nýlegar njósna- myndir sem náðst hafa af bílnum við prófanir. Líklega er um átta manna útgáfu að ræða til að hægt sé að keyra hann á hefðbundnu ökuskír- teini. Bíllinn er væntanlegur á næsta ári og eins og sjá má af myndinni er hann með mun meira hjólhafi en 110 bíllinn auk þess að vera lengri fyrir aftan afturhjól. Hann verður um 5.100 mm að lengd, eða heilum 342 mm lengri en 110 bíllinn, en það er líka 227 mm lengra en Mercedes- Benz G-lína, sem er einn af hans helstu keppinautum. Búast má við að hann verði fáanlegur í f leiri útgáfum en átta sæta og verði markaðssettur sem lúxus útgáfa með meira rými. Vélin verður þriggja lítra, sex strokka línu vél með mildum tvinnbúnaði, sem skilar samtals 394 hestöflum. Einn- ig verður 296 hestafla dísilvél í boði og hugsanlega 400 hestafla tengil- tvinnútgáfa. Orðrómur er loks uppi um að undirvagn þessa bíls verði notaður fyrir pallbílsútgáfu Defen- der sem verið er að þróa í leyni. n Langur Land Rover Defender væntanlegur Myndin af bílnum náðist í Þýskalandi en bíllinn fær líklega nafnið 130. njall@frettabladid.is Maxus hefur hafið prófun á nýjum rafdrifnum pallbíl sínum í Noregi, en hann gæti verið athyglisverður keppinautur við bíl eins og Ford F-150 Lightning. Mun hann eiga að geta komist 520 km á hleðslunni, en reyndar er aðeins um tvíhjóladrifna útgáfu að ræða með 177 hestafla raf- mótor, sem gefur honum ekki mikið upptak, en meira drægi vegna 88,5 kWst rafhlöðu. Að sögn Þorsteins Ólafssonar hjá Vatt.is, sem er með umboð fyrir Maxus rafbíla, er ekki komin nákvæm áætlun yfir það hvenær slíkur bíll gæti verið vænt- anlegur til Íslands. „Fyrstu bílarnir sem koma til Evrópu eru 4X2 en þar sem það er ekki mikill markaður fyrir einsdrifs pallbíla munum við bíða eftir 4X4 bílnum,“ segir Þor- steinn. Líklega mun vera einhver bið í þann bíl samkvæmt heimilda- mönnum Maxus-merkisins. n Maxus rafpallbíllinn prófaður í Noregi Maxus pallbíllinn er kominn til Noregs til prófana en það er fyrsti viðkomustaður þeirra í Evrópu. njall@frettabladid.is Tesla hefur hafið kynningu á Model Y en kominn er reynsluakstursbíll í sal Tesla í Vatnagörðum. Fyrsta sending Model Y bíla kom í vikunni og voru fyrstu bílarnir af hentir á miðvikudag. Munu sendingar af Model Y koma vikulega út septem- bermánuð. Bílarnir sem hingað koma eru framleiddir í verksmiðju Tesla í Kína og eru allir fjórhjóla- drifnir. Þeir kosta frá 7.900.000 kr. með virðisaukaskatti í Long Range útgáfu. Tesla stendur í stórræðum á Íslandi þessa dagana því stutt er í að opnuð verði hraðhleðslustöð á Akureyri, en einnig eru stöðvar á Egilsstöðum, Kirkjubæjarklaustri, Selfossi og Höfn í Hornafirði í far- vatninu. n Tesla Model Y komin í Vatnagarða Kia Sportage er væntanlegur í dagsljósið á næstu dögum en hann verður byggður á sama grunni og Kia Sportage og kemur því í rafdrifinni tvinn- og tengiltvinnútgáfu. njall@frettabladid.is Kia hefur nýlega frumsýnt nýjan EV6 og er hann kominn í sölu, en einnig verður nýr Sportage frum- sýndur á bílasýningunni í Mün- chen á næstu dögum. Samkvæmt yfirmanni Kia í Evrópu, Sjoerd Knipping, eru tveir EV merktir raf- bílar væntanlegir frá merkinu á næstu tveimur árum. Fyrstur í röð- inni verður stór rafjepplingur sem er ætlaður á Bandaríkjamarkað og fær annaðhvort nafnið EV7 eða EV8. Hann verður með sjö sætum líkt og Ionic 7 sem kemur á mark- að árið 2024. Í Evrópu er það svo blendingsbíllinn EV4 sem er næstur og byggður er á EV6 sem nýlega er kominn fram á sjónarsviðið. EV4 verður byggður á E-GMP undirvagninum eins og EV6 en með aðeins minna hjólhafi. Lík- lega verður hann mjög nálægt Kia Sportage að stærð, sem frum- sýndur verður um mánaðamótin. Hvort hann geti fengið sömu 77,4 kWst raf hlöðu og EV6 verður að koma í ljós, en það myndi gefa honum drægi upp á vel yfir 500 kílómetra. Búast má við að bíllinn verði boðinn með bæði einum og tveimur rafmótorum svo að fjór- hjóladrif verður möguleiki. Hann fær líka sama 800 volta rafkerfi og EV6, sem þýðir að hægt verður að hlaða bílinn upp í 80% á aðeins 18 mínútum. Kia áætlar að hafa 11 raf- drifna bíla í sýningarsölum sínum árið 2025, og verða sex þeirra 100% rafdrifnir. n Kia með nýjan Sportage og fleiri rafdrifin EV módel í farvatninu Á þessari tölvugerðu mynd er útlit nýs Sportage byggt á nýjum EV6 með svipuðum ljósabúnaði. Tesla Model Y Long Range er með 507 km drægi og er aðeins fimm sekúndur í hundraðið. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.