Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 47

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 47
VIÐ BYGGJUM SAMFÉLÖG VERKÍS veitir trausta ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Við höfum mikla þekkingu á sviði vistvænnar hönnunar og erum leiðandi á heimsvísu þegar kemur að grænni orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Við byggjum upp sjálfbær samfélög víða um heim með því að hafa sjálfbærni alltaf í huga við ákvarðanatöku – allt frá fyrstu hugmynd til förgunar. Sérfræðingar Vegna aukinna verkefna erum við að leita eftir öflugu og góðu fólki í hópinn okkar. Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfileika sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. VERKEFNASTJÓRI Á SVIÐI VEITNA OG OFANVATNSLAUSNA Starfið felur í sér verkefnastjórn verkefna á sviði byggðatækni með áherslu á vatns- og fráveituhönnun, s.s. lagnahönnun, hönnun veitumannvirkja, samræmingarhönnun veitustofnanna, ræsahönnun og hönnun blágrænna ofanvatnslausna. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði/-tæknifræði eða vélaverkfræði/-tæknifræði • Reynsla á sviði verkefnastjórnunar • Reynsla á sviði veituhönnunar er æskileg • Reynsla í notkun helstu teikni- og hönnunarforrita, s.s. AutoCAD og Civil 3D er æskileg • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli HÖNNUÐUR VEGA, GATNA OG STÍGA Starfið felur í sér verkefni tengd hönnun samgöngumannvirkja, s.s. vega, gatna, göngu- og hjólastíga. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í samgönguverkfræði eða byggingarverkfræði/-tæknifræði • Reynsla í notkun helstu teikni- og hönnunarforrita, s.s. AutoCAD, Civil 3D og Nova Point • Þekking á íslenskum og norskum reglum, stöðlum og handbókum er kostur • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli LAGNA- OG LOFTRÆSIHÖNNUÐUR Starfið felur í sér hönnun lagna og loftræsikerfa í margskonar byggingum s.s. skólabyggingum, íþróttahúsum, flugstöðvarbyggingum, íbúðarhúsnæði, virkjunum og iðnaðarhúsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í vélaverkfræði/-tæknifræði eða byggingarverkfræði/-tæknifræði • Minnst fimm ára starfsreynsla við hönnun lagna- og loftræsikerfa • Þekking á BIM aðferðafræðinni og notkun líkana við hönnun er kostur • Reynsla í notkun hönnunar- og teikniforritsins Revit MEP er kostur • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMDUM Starfið felur í sér eftirlit með fjölbreyttum framkvæmdaverkefnum s.s. húsbyggingum, samgöngumannvirkjum og veitum. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í byggingarverkfræði/-tæknifræði eða byggingafræði • Reynsla af framkvæmdaeftirliti • Reynsla af stjórnun verkefna er æskileg • Gott vald á íslensku Nánari upplýsingar veita: Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is Umsóknarfrestur er til og með 21 júní. Sótt er um á umsokn.verkis.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.