Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 11
um orðum, ef verð einnar framleiðslu- vöru hækkar, á allt verðlag að hækka því til samræmis, og ef ein stétt fær kjara- bætur vegna utan að komandi áhrifa, eiga allar aðrar stéttir rétt á hliðstæðum kjara- bótum. Fyrir bragðið verða allar breyt- ingar á hlutfallslegu verðlagi lítt mögu- legar, og verðmyndunarkerfið er reyrt í fjötra, sem nær ógerlegt er að leysa. Til þess að skýra þetta nánar er rétt að ræða nokkuð eðli og tilgang verð- hreyfinga, en þeim má yfirleitt skipta í tvo flokka. I fyrri flokknum eru þær hækkanir og lækkanir vöruverðs og kaup- gjalds, sem stafa af afkastaaukningu í þjóðfélaginu, erlendum verðsveiflum, og mismunandi aflabrögðum og' breytingum á eftirspurn eða öðrum svipuðum orsök- um. Þær gefa til kynna breyttar ytri að- stæður fyrir framleiðslu þjóðfélagsins. Til þess að hægt sé að nýta framleiðslu- getuna sem bezt, þurfa slíkar verðbreyt- ingar að geta átt sér stað. Ef eftirspurn eftir einhverri vöruteg- und minnkar, er nauðsynlegt, að sú breyting komi fram á þann hátt, að verð vörunnar lækki. En verðlækkunin hefur þau áhrif, að vinnuafl og fjármagn leitar burt úr þessari framleiðslugrein og í aðrar greinar, sem eru hagkvæmari frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þegar hæfilegur tilflutningur vinnuafls og framleiðslu- tækja hefur átt sér stað, ná tekjur manna í þessari grein aftur jafnvægi. Sé sú stefna ríkjandi, að nauðsyn beri til að tryggja framleiðendum þessarar vöruteg- undar sömu tekjur eftir sem áður, þrátt fyrir verðlækkunina, verður ríkisvaldið að hlaupa undir bagga og greiða mismun- inn á því verði, sem framleiðendur vilja fá og því, sem neytendur eru fúsir til að greiða. Þetta getur orðið annaðhvort með beinum niðurgreiðslum á verði vörunnar eða með framleiðslustyrkjum. Ráðstafanir til að koma í veg fyrir samkeppni, til dæmis með því að banna innflutning sam- svarandi varnings eða stórhækka tolla, mundu hafa svipuð áhrif. Þessi stefna mundi hafa þær afleiðingar, að vinnuafl yrði áfram í þessari framleiðslugrein, enda þótt hún væri orðin óhagkvæmari en áður, og þungar byrðar þyrfti að leggja á skattgreiðendur í landinu til þess að halda því þar. Hvaða leið sem farin yrði að þessu marki, mundi það hafa í för með sér minni raunverulegar þjóðar- tekjur. Mörg dæmi er að finna hér á landi af þessu tagi. Hinn meginflokkur verðlagsbreytinga er allt annars eðlis og stafar af þenslu eða samdrætti í hagkerfinu í heild, og það er eðlilegt, að slíkar verðhreyfingar séu samstígar og almennar. Þessar verðsveifl- ur eru að því leyti frábrugðnar hinum fyrri, að þær þjóna yfirleitt engum nyt- sömum tilgangi. Þær leiða ekki til betri skiptingar framleiðsluþátta milli atvinnu- vega og auka þar af leiðandi ekki raun- verulegar þjóðartekjur. Hinsvegar skapa þær margskyns vandamál og óvissu í fjármálum og peningamálum, og ætti það því að vera kappsmál allra stétta að forð- ast þær eftir mætti. Vísitölufyrirkomulagið hefur þau áhrif að gera almennar verðsveiflur miklum mun snarpari og erfiðari viðureignar en ella. Og það, sem verra er, ef verðlag hækkar á einu sviði, t. d. vegna utan að komandi áhrifa, breyttrar eftirspurnar eða annarra orsaka, getur vísitölufyrir- komulagið orðið til þess, að margar verð- breytingar fylgja á eftir, svo að hætt er við, að það hrindi af stað nýrri verðhækk- unaröldu. I stað hinna hlutfallslegu breyt- inga á verðlagi og kaupgjaldi, sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja betri notkun á framleiðslugetu þjóðarinnar, verður afleiðingin almenn verðhækkun og öll þau vandamál, sem henni fylgja. IV. Bezta dæmið um það, hve erfitt vísitölu- fyrirkomulagið gerir að leiðrétta mis- ræmi, sem skapast í þjóðarbúskapnum, ÁSGARÐUR 9

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.