Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 17
Arngrímur Kristjánsson skólastjóri, varaform. B. S. R. B.: Nokkrar athugasemdir við grein Hafsteins Sigurbjörnssonar, um launa- og dýrtíðarmál, er birtist í Alþýðublaðinu 12. marz s.l. undir fyrirsögninni „Sá er vinur er til vamms segir“. I grein Hafsteins koma fram margar vill- andi fullyrðingar, ýmist byggðar á alröng- um forsendum eða af ókunnugleik greinarhöfundar, enda er það margt í senn, sem á hann sækir og „vefst í huga hans.“ Það er þá fyrst að telja ótta greinar- höfundar við kröfur verkalýðsstéttarinn- ar, hótanir forsætisráðherra um nýtt gengishrun, hagfræðingaálit, ótti um fall núverandi ríkisstjórnar, óréttmæti fjöl- skyldutrygginga og síðast, en ekki sízt, nýafstaðna „samninga“ ríkisstjórnarinnar við samtök opinberra starfsmanna, sem greinarhöfundur telur að hafi haft í för með sér stórfelldar launabætur þeim til handa. — Enda telur H. S. þessa fastlauna- menn ríkis og bæja hafa farið fram með mestu frekju og óbilgirni „bæði fyrr og nú“, og er helzt að skilja á orðum hans að frekja þeirra í kaupgjaldsmálum sé undir- rót dýrtíðar og kaupgjaldskrafna, sem sé Hastað á hjórómo rödd mesta bölvun fyrir hverja ríkisstjórn, enda sé þessi ríkisstjórn komin á fallanda fót af þessum sökum. Það er ekki nema von að ritstjóri Al- þýðublaðsins sé ginkeyptur fyrir öllum þessum vísdómi og birti þetta (athuga- semdalaust) lesendum blaðsins til hugar- hægðar! Þá skal horfið að nokkrum •fullyrðing- um H. S. og þær hraktar. Það er svo fjarri sanni, sem mest má vera, að launamenn hins opinbera hafi sýnt óbilgirni í kaupkröfum, að jafnvel ríkisstjórnin sjálf mun óefað bera hið gagnstæða. Enda eru staðreyndir þær, að úrbætur þeim til handa hafa þeim aldrei verið í té látnar, nema eftir á, og eftir að launagreiðslur á frjálsum markaði hafa sannanlega gefið tilefni. Þannig var það er Alþingi samþykkti gildandi launalög 1945, og þannig var það er það loks samþykkti núgildandi upp- bætur á grunnlaun með sérstakri f járlaga- samþykkt. Til frekari áréttingar og til þess að fyrirbyggja allan misskilning, skal það fram tekið, að áður höfðu verið greiddar með sérstakri fjárlagasamþykkt, fyrst frá árinu 1950, 10, 15 og 17% launabætur á grunnlaun eftir launaupphæð. Hin síðasta samþykkt, er gildir frá 1. jan. 1954, um 20% uppbætur á öll grunn- laun frá 1945 var einnig gerð á grundvelli framanritaðs, þar sem fyrir lágu útreikn- ÁSGARÐUR 15

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.