Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 24

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 24
Launamálið. Þegar eftir síðasta bandalagsþing skipaði stjórn bandalagsins 3 manna nefnd úr sínum hópi til þess að vinna að framgangi þeirra krafna í launamálum, er þingið hafði gert, safna gögnum til rökstuðnings kröfunum o. s. frv. En vegna þeirrar miklu óvissu, sem þá ríkti í kaupgjalds- málum vegna verkfalls þess er þá skall á, taldi stjórn 'bandalagsins rétt að ibíða úrslita verk- fallsins. Þegar eftir að þau voru kunn, kallaði stjórn bandalagsins saman fund fulltrúa frá bandalagsfélögunum svo sem fyrir hafði verið lagt í samþykkt þingsins um launamál. A þeim fundi var skipuð 7 manna nefnd, er í áttu sæti formenn 6 stærstu bandalagsfélaganna auk for- manns bandalagsins, er vinna skyldi að launa- og kjaramálunum við ríkisstjórn og Alþingi. Nefndin hélt allmarga fundi og átti um málið viðræður við ríkisstjórnina. Urslit málsins urðu þau, að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga, er heimiluðu samskonar kjarabætur opin- berum starfsmönnum til handa og verkalýðs- félögin höfðu náð með desembersamkomulaginu. Var frá því skýrt á fulltrúafundi er nefndin kallaði saman um það bil er Alþingi lauk og jafnframt gerð grein fyrir rökum þeim er nefnd- in taldi að því faníga, að eftir atvikum mætti sætta sig við þetta sem bráðabirgðalausn launa- málsins. Hitt kom að sjálfsögðu fram í viðræðum þeim, er nefndin átti við ríkisstjómina, að auð- vitað væri hér um allsendis ófullnægjandi lausn á launamálinu að ræða til frambúðar, og var lögð á það rík áherzla, að undirbúningi og af- greiðslu nýrra launalaga yrði hraðað, svo fremi ríkisvaldið treystist eigi til að veita opinberum starfsmönnum fullan samningsrétt. Krafan um nefndarskipun til endurskoðunar launalaganna var borin fram í áðurnefndum við- tölum við formenn stjórnarflokkanna, og lofuðu þeir um það mál fyrirgreiðslu sinni. Það dróst fram í aprílmánuð 1954 að milliþinganefnd sú í launamálum, er bandalagið skipaði, skilaði end- anlegu áliti, en þegar er það lá fyrir, sneri banda- lagsstjórn sér til ríkisstjórnarinnar og óskaði eftir því að nefndin yrði skipuð. M. a. vegna fjarveru fjármálaráðherra frá störfum dróst nefndarskipunin þó fram í sept. s. 1. Tók nefndin þá til starfa, skipuð eftirtöld- um mönnum. Af faálfu ríkisstjórnarinnar þeim Gunnl. Briem og Sigtryggi Klemenzsyni skrif- stofustjórum, en af hálfu bandalagsins þeim Arngrími Kristjánssyni, Guðjóni B. Baldvins- syni og Olafi Björnssyni. Ritari nefndarinnar er Kristján Thorlacius, stjórnarráðsfulltrúi. í ráði mun að bæta enn í nefndina tveim mönnum af hálfu ríkisstjórnarinnar, þó að enn hafi eigi verið 22 ÁSGARÐUR frá því gengið. Störf nefndarinnar hafa til þessa einkum verið fólgin í söfnun gagna er leggja mætti til ákvörðunar launastiga og skiptingu í launaflokka samkvæmt væntanlegum launalög- um. Fulltrúar bandalagsins hafa jafnframt ósk- að eftir því að teknar yrði til meðferðar nú þegar kröfur um bráðabirgðalausn launamálsins fyrir árið 1955. Skipulagsmál. I upphafi kjörtímabils síns skipaði stjórn bandalagsins 3 menn úr sínum hópi, þá Arn- grím Kristjánsson, Guðjón B. Baldvinsson og Magnús Eggertsson, til þess að undirbúa tillögur um breytingar á lögum bandalagsins og skipu- lagi. Mun nefndin leggja niðurstöður sínar fyrir þetta þing. Skrifstofan. Skrifstofa bandalagsins hefur verið rekin með svipuðu sniði og áður. Nokkuð hefur verið leitað til hennar frá bandalagsfélögunum og auk þess kemur vitanlega til kasta skrifstofunnar um ýms framkvæmdaatriði í flestum málum, sem sam- bandsstjórn fær til meðferðar. Ekki er unnt að tilgreina hvert einstakt mál, sem til meðferðar hefur komið, en þau voru allmörg á kjörtímabil- inu. í nefndir þingsms voru kosnir þessir fulltrúar: Nefndanefnd: Andrés G. Þormar, Þórður Þórðarson, Bjarni Halldórssoon, Matthías Guð- mundsson, Guðjón Guðmundsson, Pálmi Jósefs- son, Stefán Arnason. Fjárhagsnefnd: Jón Tómasson, Karl Á. Torfa- son, Bjarni Halldórsson, Sigurður Olason, Filippus Gunnlaugsson. Launamálanefnd: Helgi Þorláksson, Þórður Þórðarson, Karl Helgason, Stefán Júlíusson, Guð- mundur Snorrason, Ágúst Bjarnason, Valborg Bentsdóttir, Ján Kárason, Jón Símonarson. Dýrtíðarmálanefnd: Guðjón B. Baldvinsson, Karl Halldórsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Kristján Gunnarsson, Jón Þórðarson, Halldóra Eggerts- dóttir, Ingvar Brynjólfsson. Ferðakostnaðarnefnd: Ólafur Guðmundsson, Örn Pétursson, Þórarinn Fjeldsted. Dagskrárnefnd: Björn L. Jónsson, Maríus Helgason, Þorvaldur Árnason. Allsherjarnefnd: Karl Bjarnason, Karl Vil- hjálmsson, Eyjólfur Jónsson, Eggert Einarsson, Jónas Jósteinsson. Menningarmálanefnd: Einar Magnússon, Sigur- jón Árnason, Hjörtur Kristmundsson, Sigríður Eiríksdóttir, Baldur Pálmason. Starfskjaranefnd: Steindór Björnsson, Þor- steinn Egilson, Gestur Ólafsson, Sigurður Inga-

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.