Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Page 25
'
t
Núverandi stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Fremri röð, talið frá vinstri: Karl Bjarnason, Ólafur
Björnsson, form., Arngrímur Kristjánsson, varaform. og Eyjólfur Jónsson. Aftari röð: Magnús Eggertsson,
Helgi Þorláksson, Guðjón B. Baldvinsson og Maríus Helgason. — A myndina vantar Baldur Möller. —
(Ljósm.: Ólafur K. Magnússon).
son, Karl Lárusson, Stefán Árnason, Magðalena
Guðjónsdóttir.
Laga- og skipulagsnefnd: Árni Þórðarson, Þór-
hallur Pálsson, Baldur Möller, Júlíus Björnsson,
Andrés G. Þormar, Hannes Björnsson, Guttormur
Sigurbj örnsson.
Hér verða ekki raktar umræður á þingfundum,
sem stóðu alls 5 daga, en samþykktir þingsins eru
allar birtar hér aftan við frásögnina af þinghald-
inu.
Þess skal næst getið, að á öðrum degi kaus
þingið sjö manna nefnd, er ganga skyldi á fund
ríkisstjórnarinnar-til viðræðna um launamál op-
inberra starfsmanna. Nefndin gaf þinginu skýrslu
um viðræðufundinn tveim dögum síðar, og er í
fundargerð komizt þannig að orði þar um:
„Framsögu hafði Maríus Helgason. Kvað hann
forsætisráðherra hafa lýst yfir því, að ríkisstjórn-
in hefði hug á að hraða endurskoðun launalag-
anna, svo að hægt yrði að afgreiða þau á því
þingi, er nú situr“. — í nefndinni áttu sæti þess-
ir menn: Ólafur Björnsson, Arngrímur Krist-
jánsson, Guðjón B. Baldvinsson, Helgi Þorláks-
son, Jakob Jónsson, Valborg Bentsdóttir og
Maríus Helgason, sem var tilnefndur formaður
nefndarinnar.
I stjórn bandalagsins næstu tvö ár hlutu kosn-
ingu þessir menn: Formaður: Ólafur Björnsson
próf. (endurkjörinn með 66 atkv., sr. Jakob Jóns-
son hlaut 30 atkv.). Varaformaður: Arngrímur
Kristjánsson skólastjóri (hlaut endurkosningu
með 53 atkv., Guðjón B. Baldvinsson fékk 28
atkv.). Meðstjórnendur: Maríus Helgason sím-
ritari (73 atkv.), Baldur Möller stjórnarráðsfulltr.
(60 atkv.), Guðjón B. Baldvinsson deildarstjóri
(59 atkv.), Magnús Eggertsson lögregluþjónn (59
atkv.), Karl Bjarnason varaslökkviliðsstjóri (57
atkv.), Eyjólfur Jónsson lögfræðingur (56 atkv.)
og Helgi Þorláksson kennari (50 atkv.). Vara-
stjórn: Sr. Jakob Jónsson, Júlíus Björnsson full-
trúi, Karl Halldórsson tollvörður og Sigurður
Ingason póstmaður.
Endurskoðendur voru endurkjörnir: Andrés
G. Þormar gjaldkeri og Björn L. Jónsson veður-
fræðingur, — og til vara Lárus Sigurbjörnsson
skjalavörður.
Samþykkt var að hækka úr kr. 15,00 í kr.
20,00 árgjaldið til B.S.R.B. af hverjum félags-
manni bandalagsfélaganna.
ÁSGARÐUR 23