Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 37

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 37
1 þessu hefti hefði gjarnan átt að hirtast grein um viðhorf bandalagsins til laganna um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, en þau tóku gildi fyrir 10 mánuðum. Það er ýmislegt um þessi lög að segja, og þó það sé sem betur fer miklu fleira gott en illt, er sjálfsagt að hvorugt verði látið liggja í láginni til lengdar, livorki viðurkenningar- né varnaðarorðin. Vonandi kemur næsta hefti Asgarðs út að hausti og yrði þá hægt að bæta úr í þessu efni. — En lögin eru svo mark- vert plagg, að þau þurfa að komast í hendur hvers einasta opinhers starfsmanns, svo þau verði lærð í höfuðatriðum og ætíð tiltæk, ef leysa þarf úr ágreiningi eða ganga úr skugga um einhver atriði. Þessvegna telur Ásgarður í sínum verkahring að taka þau til birtingar í heilu lagi, og fara þau hér á eftir ásamt með reglugerð, sem ráðherra hefur seinna gefið út varðandi orlof o. fl., svo sem ráð er fyrir gert í lögunum sjálfum. LÖG um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. I. KAFLI Til hverra lög þessi taka. 1. gr. Lög þessi taka til hvers manns, sem er skipaður, settur eða ráðinn í þjónustu ríkisins með föstum laun- um, meðan hann gegnir starfanum, enda verði starf hans talið aðalstarf. Ákvæði í lögum, sem öðruvísi mæla um einstaka flokka starfsmanna, skulu haldast. Rétt er og að setja í ráðningarsamninga forstjóra atvinnufyrirtækja, er ríkið rekur, ákvæði um upp- sögn og annað, er kann að vera nauðsynlegt eða heppi- legt starfsins vegna. Nú verður ágreiningur um það, hvort starfsmaður skal sæta ákvæðum laga þessara, og sker þá fjármála- ráðherra úr. Ef starfsmaður vill eigi hlíta úrskurði ráðherra, getur hann borið málið undir dómstóla, og skal þá höfða mál á hendur fjármálaráðherra. II. KAFLI Um veitingu starfa. 2. gr. Það fer eftir ákvæðum laga um hverja starfsgrein, hver veita skuli, setja í eða ráða í stöður. Nú er eigi um það mælt í lögum, og skal þá svo meta sem sá ráðherra, er starfinu lýtur, geri þá ráðstöfun, en geti þó veitt forstjóra viðkomandi starfsgreinar heimild til að gera það, ef ráðstafa skal hinum vandaminni og ábyrgðarminni stöðum í grein hans. 3. gr. Almenn skilyrði til þess að fá skr^un, setningu eða ráðningu í stöðu eru þessi: 1. 21 árs aldur. Þó má víkja frá þessu aldurslág- marki um vélritunar-, afgreiðslu- og sendilstörf eða önnur svipuð störf. Einstök ákvæði í lögum, þar sem annað aldurstak- mark er sett, skulu haldast. 2. Lögræði. Þó gildir lögræðiskrafan ekki, þegar undanþága er gerð samkvæmt 1. tölulið. 3. Nauðsynleg heilbrigði, andleg og líkamleg, til þess að gegna þeim starfa, sem hverju sinni er um að ræða. 4. íslenzkur ríkisborgararéttur. Víkja má þó frá þessu ákvæði, ef telja má sérstaklega eftirsóknarvert að fá erlendan ríkisborgara til að gegna starfa til bráða- birgða, en eigi má skipa hann fyrr en hann hefur öðlazt^ íslenzkan ríkisborgararétt. 5. Óflekkað mannorð, enda sé þess gætt, að um- sækjandi sé ekki að öðru leyti haldinn þeim ann- mörkum, er gera mundu hann óverðugan til að gegna slíkri stöðu. 6. Almenn mentun og þar að auki sú sérmenntun, sem lögum samkvæmt er krafizt eða eðli málsins sam- kvæmt verður að heimta til óaðfinnanlegrar rækslu starfans. 7. Fjárforræði, ef stöðu fylgja fjárreiður, svo sem gjaldkera- eða innheimtustörf, eða ef svo er fyrir mælt í lögum eða sérstök ástæða þykir til að gera þá kröfu. Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf. 4. gr. Nú er maður skipaður í stöðu, og ber þá að líta svo á, að hann skuli gegna stöðunni, þar til eitthvert eftirgreindra atriða kemur til: 1. að hann brýtur af sér í starfinu, svo að honum beri að víkja úr því; 2. að hann fullnægir ekki skilyrðum 3. gr. laga þessara; 3. að hann fær lausn samkv. eigin beiðni; 4. að hann hefur náð hámarksaldri, sbr. 13. gr.; 5. að hann flyzt í aðra stöðu hjá ríkinu; 6. að skipunartími hans samkv. tímabundnu skipunar- bréfi er runninn út; 7. að staðan er lögð niður, sbr. 14. gr. 5. gr. Lausa stöðu skal auglýsa í Lögbirtingarblaði, venju- lega með 4 vikna fyrirvara. Heimilt er að taka til greina umsóknir, sem berast, eftir að liðinn er um- sóknarfrestur, enda hafi staðan ekki þegar verið veitt eða í hana sett eða maður í hana ráðinn, eftir að frestur var liðinn. Veita skal umsækjendum og viðurkenndum félögum opinberra starfsmanna kost á að fá vitneskju um það, hverjir sótt hafa. Nú hefur staða verið auglýst, en eigi þykir rétt að skipa nokkurn umsækjanda í hana, og má þá setja þann umsækjanda, er næst þykir standa til þess að fá skipun. Veita má slíkum manni stöðu án auglýsingar að nýju; eftir að hann hefur gegnt henni óaðfinnan- lega eitt ár eða lengur, enda á hann þá rétt á að fá úr því skorið, hvort hann eigi að fá veitingu. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til starfa í þágu utanríkisþjónustunnar. ÁSGARÐUR 35

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.