Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Page 38
6. gr.
Hver sá, er stöðu ráðstafar, getur sett starfsmanni
erindisbréf, enda skal að jafnaði setja starfsmanni slík
fyrirmæli, ef hann óskar þess, hvort sem það varðar
starf hans almennt eða einstaka grein þess eða greinar.
III. KAFLI
Um lausn úr stöðu.
7. gr.
Það stjórnvald, er veitir stöðu, veitir og lausn frá
henni um stundarsakir. Forstjóri starfsgreinar getur
þó veitt starfsmanni í þeirri grein lausn um stundar-
sakir, þótt hann hafi ekki veitt þá stöðu, ef bið þykir
hættuleg, en tilkynna skal þá þeim, er stöðu veitir,
tafarlaust þá ráðstöfun með skýringu á málavöxtum,
enda tekur hann fullnaðarákvörðun um lausnarveit-
inguna.
Rétt er að veita manni lausn um stundarsakir, ef
hann hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra van-
rækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns
síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi sínu, hefur
verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir
í því eða utan þess þykir að öðru leyti ósæmileg, óhæfi-
leg eða ósamrýmanleg því starfi. Þó skal veita starfs-
manni áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð
sitt, áður en honum er veitt lausn um stundarsakir
samkvæmt þessari málsgrein.
Nú hefur starfsmaður fjárreiður eða bókhald með
höndum, og má þá veita honum lausn um stundarsakir
án áminningar, ef ætla má eða víst þykir, að óreiða
sé á bókhaldi eða fjárreiðum, bú hans tekið til gjald-
þrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga. Sama er,
ef starfsmaður er grunaður eða sannur orðinn að hátt-
semi, er varða kynni sviptingu réttinda samkvæmt 68.
gr. almennra hegningarlaga, eða heilsu hans er svo
farið, að eigi þyki gerlegt að láta hann gegna starfa
lengur.
Lausn um stundarsakir skal jafnan vera skrifleg
með tilgreindum ástæðum.
8. gr.
Nú hefur starfsmanni ríkisins verið veitt lausn um
stundarsakir fyrir meintar misfellur 1 starfi, og skal
þá þegar mál hans rannsakað af kunnáttumönnum eða
fyrir dómi að hætti opinberra mála, ef ástæða þykir
til, svo að upplýst verði, hvort rétt er að veita hon-
um lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfi
sínu.
Úrslit um stöðuna skulu ráðin strax og lokaniður-
stöður rannsóknar eru kunnar.
9. gr.
Meðan lausn um stundarsakir stendur, nýtur starfs-
maður hálfra fastra launa þeirra, sem stöðu hans
fylgja- Embættishúsnæði og jarðnæði, ef um er að
ræða, heldur hann, enda komi þau fríðindi til reikn-
ings samkvæmt mati í þeim launum, er hann fær.
Nú fellur niður lausn um stundarsakir, og skal starfs-
maður þá fá greiddan þann helming hinna föstu launa,
er hann hefur verið sviptur.
Nú tekur sá, sem lausn hefur fengið um stundar-
sakir, aftur við starfa sínum og skal þá líta svo á
um starfsaldur sem hann hefði gegnt starfanum óslitið.
10. gr.
Hver sá, er skipar starfsmann í stöðu, veitir og
lausn úr henni, nema öðruvísi sé sérstaklega fyrir
mælt í lögum. Lausn skal veita skriflega og jafnan
greindar orsakir, svo sem vegna umsóknar, heilsu-
brests, tiltekinna ávirðinga o. s. frv.
í lausnarbréfi skal jafnan kveðið á um það, frá
hvaða degi starfsmaður skuli lausn taka og með hvaða
kjörum, svo sem um eftirlaun, sé um þau að ræða,
lífeyri, hvenær starfsmaðurinn skuli sleppa íbúð, jarð-
næði o. s. frv., eftir því sem við á.
11. gr.
Jafnan skal starfsmanni, sem víkja skal úr stöðu,
veittur kostur á að tala máli sínu, áður en ákvörðun
er tekin, ef þess er kostur.
Rétt er þeim, er vikið er úr stöðu. að bera málið
undir úrlausn dómstóla, enda fari rannsókn slíks
máls að hætti opinberra mála. Stefna skal fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Nú er stöðumissir úrskurðaður óréttmætur, og fer
þá um bætur til aðila eftir úrskurði dómstóla, nema
hlutaðeigendur hafi komið sér saman um annað. Þegar
bætur eru metnar, skal hafa til hliðsjónar ástæður
starfsmanns, svo sem aldur og atvinnumöguleika, svo
og fram komnar málsbætur stöðuveitanda.
12. gr.
Starfsmanni skal víkja úr stöðu að fullu, ef hann
hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að
gegna stöðu þeirri. Nú hefur starfsmaður verið sviptur
þeim rétti með dómi í héraði, og skal þá í þeim dómi
kveða á um það, hvort það ákvæði skuli þegar koma
til framkvæmdar eða fresta því, þar til ráðið verður,
hvort honum skuli skjóta til æðra dóms, eða þar til
úrlausn æðra dóms er fengin.
13. gr.
Starfsmanni skal veita lausn, þegar hann er fullra
70 ára að aldri.
Heimilt er þó starfsmanni að láta af störfum með
rétti til eftirlauna og/eða lífeyris, hvenær sem er,
eftir að hann er orðinn 65 ára, eða fyrr, ef hann
hefur unnið sér þann rétt samkvæmt lögum.
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar ná ekki til ráðherra
og opinberra fulltrúa í þjónustu ríkisins, sem kosnir
eru almennri kosningu.
Ef embættismaður, sem hlotið hefur embætti sitt
með almennri kosningu, fer frá samkvæmt ákvæðum
þessarar greinar, skal honum heimilt að sækja um
embættið af nýju. Hljóti hann kosningu, skal hann
fá veitingu fyrir embættinu um 5 ár.
Halda skulu gildi sínu sérákvæði þau um dómara,
er um ræðir 1 lögum nr. 32 1. apríl 1948.
14. gr.
Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður
jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd 1
6 mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur
verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en í 12
mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda
hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu
á vegum ríkisins.
Ef sama staða er aftur stofnuð innan 5 ára, á starfs-
maður að öðru jöfnu rétt til hennar.
Nú hefur maður verið leystur frá starfi vegna þeirra
orsaka, sem um getur í grein þessari, eða annarra
atvika, sem honum verður ekki sök á gefin, og skal
hann þá í 5 næstu ár að öðru jöfnu sitja fyrir um
starf í þjónustu ríkisins, er losna kann, ef hann sækir
um það.
Starfsaldur hans áður og eftir skal þá saman lagður
og veitir þá sömu réttindi sem óslitin þjónusta.
Nú tekur maður, er launagreiðslna nýtur samkvæmt
1. mgr., við starfi í þjónustu ríkisins, áður en liðinn
er 6 eða 12 mánaða tíminn, og skulu þá launagreiðslur
samkvæmt þessari grein falla niður, ef laun þau, er
nýja starfinu fylgja, eru jöfn eða hærri en þau, er
hann naut í fyrri stöðunni. Ef launin í nýju stöðunni
eru lægri, skal greiða starfsmanni launamismuninn til
loka 6 eða 12 mánaða tímabilsins.
15. gr.
Nú vill starfsmaður beiðast lausnar, og skal hann þá
gera það skriflega og með þriggja mánaða fyrirvara,
nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert starfsmann ófæran
36 ÁSGARÐUR