Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 41

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Qupperneq 41
VIII. KAFLI Starfsmenn Alþingis. 35. gr. Forsetar Alþingis hafa aðild og úrskurðarvald um réttindi og skyldur starfsmanna þingsins samkvæmt lögum þessum. IX. KAFLI Um félagsska^ starfsmanna. 36. gr. Við samning reglugerða samkvæmt lögum þessum svo og við endurskoðun þeirra skal jafnan gefa Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja kost á að fylgjast með og fjalla fyrir hönd félaga sinna um ágreiningsatriði þau, sem upp kunna að koma. X. KAFLI Um gildistöku, afnám laga o. fl. 37. gr. Með gildistöku laga þessara falla úr gildi eftirfarandi fyrirmæli: 1. Tilskipun 3. febr. 1836, IV. 2. Konungsbréf 8. apríl 1844 um^ íslenzkukunnáttu þeirra, er sækja um embætti á íslandi. 3. Opið bréf 31. maí 1855 um ávísanir embættislauna og þesskonar, sem og um borgun slíkra launa fyrirfram. 4. Konungsúrskurður 27. maí 1857 um íslenzkukunn- áttu embættismannaefna. 5. Konungsúrskurður 8. febr. 1863 um próf í íslenzku. 6. Lög nr. 37 11. júlí 1911, um rétt kvenna til emb- ættisnáms, námsstyrks og embætta, 3. gr. 7. Lög nr. 71 28. nóv. 1919, um laun embættismanna, 1.—7. gr. 8. Lög nr. 27 9. jan. 1935, um aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna, og lög nr. 5 31. jan. 1947, um breyting á þeim lögum, að því er snertir þá opinbera starfsmenn, er lög þessi taka til. 9. Lög nr. 60 12. marz 1945, um laun starfsmanna ríkisins, 34. gr., 40. gr. (Bráðabirgðaákvæði. 10. Önnur fyrirmæli, er fara kunna í bág við ákvæði laga þessara. 38. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1954. Regðygerð um orlof og veikindaforföll starfs- manna ríkisins. I. KAFLI Um orlof. 1. gr. Starfsmenn ríkisins skulu árlega fá orlof í 15 virka daga og einskis í missa af föstum launum. Nú hefur starfsmaður verið í þjónustu ríkisins 10 ár eða lengur, og skal hann þá fá orlof sem hér segir: a. í 18 virka daga, ef hann á að baki 10—15 ára þjó- ustualdur. b. í 24 virka daga, ef hann á að baki lengri þjónustu- aldur en 15 ár. Starfsmenn, sem verið hafa í þjónustu ríkisins skemur en eitt ár, skulu fá þriggja daga orlof, að við- bættum einum degi fyrir hvern mánuð, sem þeir hafa verið í starfi. Orlofsárið telst frá 1. júní til 31- maí næsta ár á eftir. 2. gr. Starfsmenn skulu að jafnaði taka orlof á tímabilinu frá 1. júní til 15. september. Forstjóri hverrar starfsgreinar eða skrifstofa ákveður 1 samráði við starfsmenn 1 hvaða röð þeir taka orlof. 3. gr. Nú tekur starfsmaður ekki orlof eitthvert ár, og er honum þá rétt, með samþykki yfirmanns að leggja saman orlof þess árs og hins næsta, til orlofstöku síðara árið. Nú tekur starfsmaður ekki orlof samkvæmt beiðni yfirmanns síns, og ber honum þá aukagreiðsla fyrir starf sitt þann tíma. Annars er starfsmönnum óheim- ilt að taka vinnu 1 stað orlofs í starfsgrein sinni. Skylt er starfsmanni að taka orlof, ef yfirmaður hans skipar svo. 4. gr. Þeir starfsmenn, sem notið hafa lengra orlofs fyrir gildistöku reglugerðar þessarar en ákveðið er í 1. gr., skulu halda því meðan þeir gegna því starfi, enda veiti fjármálaráðuneytið heimild til slíks um hvern einstakan starfsmann. Haldast skulu og sérreglur um orlof starfsmanna í lögum og ráðningarsamningum 1 tilteknum greinum eða tilteknum störfum. II. KAFLI Um veikindaforföll. 5. gr. Ef starfsmaður veikist og getur af þeim sökum eigi sótt vinnu skal hann þegar tilkynna það yfirboðara sínum, sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafizt. Vottorð skal vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar, ef þess er óskað. 6. gr. Starfsmaður skal halda fullum launum svo lengi sem veikindadagar hans verða eigi fleiri en 90 á 12 mánuðum. Ef þeir verða fleiri, lækka launin um helming þann tíma, sem umfram er. Þegar starfsmaður hefur verið fjarverandi í 180 daga á 12 mánuðum, fellur launagreiðsla niður. Fyrir starfsmenn, sem verið hafa 1 þjónustu ríkisins í 10 ár, lengist 90 daga tíma- bilið 1 120 daga og 180 daga tímabilið í 240 daga. Eftir 15 ára þj ónustualdur lengist tíminn á sama hátt í 180 daga og 360 daga. Starfsmaður, sem verið hefur í þjónustu ríkisins í 20 ár eða lengur, á rétt til fullra launa í 360 veikindadaga á 12 mánuðum, en þá fellur launagreiðsla niður. Starfsmenn ríkisins, er verið hafa skemur en 6 mánuði 1 starfi, eiga rétt til óskertra launa 1 30 daga og hálfra launa 1 30 daga. 7. gr. Nú hefur starfsmaður verið tvisvar sinnum frá störf- um vegna veikinda með fullum launum þá dagatölu, er hann samkvæmt 6. gr. nýtur óskertra launa, og skerðast þá um helming næstu 4 ár hlunnindi þau, er hann á samkvæmt ákvæðum 6. gr. um greiðslur 1 veikindaforföllum. 8. gr. Starfsmaður, sem verið hefur veikur í einn mánuð eða lengur, má ekki hefja starf að nýju, nema læknir votti, að heilsa hans levfi. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar. 9. gr. Ef starfsmaður í þjónustu ríkisins er frá starfi vegna veikinda svo mánuðum skiptir á hverju ári um 5 ára tímabil og ekki er skýlaust vottað samkvæmt ákvæðum 8. gr., að hann hafi fengið heilsubót, sem ætla megi varanlega, má veita starfsmanni lausn frá störfum vegna heilsubrests. Skal það að jafnaði gert, nema ÁSGARÐUR 39

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.