Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 2

Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Undanfarna daga hefur verið fallegt vorveður á höfuðborgarsvæðinu. Hafflöturinn í gömlu höfn- inni við slippinn í Reykjavík var spegilsléttur í gær. Veðurspár benda hins vegar til vætutíðar næstu daga og einna helst að veðrið verði skap- legt norðaustanlands um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorblíða í Reykjavíkurhöfn Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er mjög undarleg aðgerð og virðist ekki gerð í samráði við neinn,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins í Urðarhvarfi. Dagný furðar sig á áformum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem Morgunblaðið hefur greint frá. Ráðherra kynnti á dögunum breytingu á reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Ís- lands. Felur breytingin meðal annars í sér að þeir læknar sem rukka aukakostnað sam- kvæmt gjaldskrá muni ekki njóta kostn- aðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Eins og komið hefur fram í blaðinu telja læknar að hæpin lagastoð sé fyrir áformuðum breytingum. Undarlegt að stoppa allt kerfið „Það er verið að stilla okkur upp við vegg,“ segir Dagný sem lýsir Orkuhúsinu sem rótgrónu fyrirtæki; það hefur verið rek- ið í 23 ár og hefur um 50 starfsmenn í vinnu. „Hér er framkvæmdur stærstur hluti allra bæklunaraðgerða á landinu. Við fáum 20 þúsund heimsóknir ár hvert og gerum fimm þúsund aðgerðir. Þessi starfsemi er háð því að samið sé við lækna og það er ótækt að menn geti ekki einfaldlega sest niður og náð samningum. Mér finnst undarlegt að stoppa eigi allt kerfið sem gengið hefur eins og smurð vél í ár og áratugi,“ segir hún. Framkvæmdastjórinn bætir við að allt verði gert til að sjúklingar fái þá þjónustu sem þeir þurfi á að halda. Ekki sé mikil sanngirni í því að ráðherra ætli að stöðva greiðslur til lækna þótt læknastöðin rukki gjöld til að mæta launahækkunum og geng- isbreytingum síðustu ára. „Þetta bitnar á þeim sem síst skyldi. Sjúklingar hafa vissulega sinn tryggingarétt en að ætla að gera þeim erfitt fyrir að sækja hann með þessum hætti sem boðað hefur verið er mjög skrítið.“ „Bitnar á þeim sem síst skyldi“ - Framkvæmdastjóri Orkuhússins furðar sig á áformum um að læknar sem rukka komugjöld muni ekki njóta kostnaðarþátttöku SÍ - Þúsundir aðgerða settar í óvissu og fyrirtækinu stillt upp við vegg Morgunblaðið/Eggert Orkuhúsið Framkvæmdastjórinn telur ótækt að SÍ geti ekki náð samningum við lækna. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ríkisendurskoðun gagnrýnir Sam- göngustofu fyrir að hafa hvorki svipt WOW air flugrekstrarleyfi né aftur- kallað það tímabundið þótt henni hafi mátt vera ljóst að félagið uppfyllti tæplega þær fjárhagskröfur sem gerðar eru í löggjöf. Kemur þetta fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar um fall Wow air sem unnin var að ósk umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis. Ríkisendurskoðun gagnrýnir Sam- göngustofu og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið fyrir seinagang í málinu og telur að sérstakt eftirlit með flugfélaginu hefði átt að hefjast í maí 2018 en Samgöngustofa gerði ekki úttekt á fjárhag félagsins fyrr en í september sama ár. Þá er talið umhugsunarvert að Samgöngustofa hafi í einhverjum til- fellum haft viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í ákvörðunar- töku, fram yfir þau viðmið og sjón- armið sem gilda um eftirlit og aðhald. Reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs- ins kveður á um skyldu stofnunarinn- ar til að grípa til ráðstafana eins og sviptingar flugrekstrarleyfis, geti fé- lagið ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Greip stofnunin ekki til þeirra ráða þar sem hún taldi áætlanir um fjár- hagslega endurskipulagningu raun- hæfar og að veiting tímabundins leyf- is gæti haft skaðleg áhrif á möguleika félagsins til að fjármagna sig. Ríkis- endurskoðun gefur lítið fyrir þau rök og telur að Samgöngustofu hafi borið að beita þeim úrræðum sem kveðið er á um í lögum og reglum: „Veiting tímabundins leyfis meðan á fjárhagslegri endurskipulagningu stendur hefur þann ótvíræða kost að vera gagnsætt, formlegt ferli með upphaf og endi í stað þess að vera óformlegt og ótímabundið eins og raunin var með WOW air hf.,“ segir í skýrslunni. Samgöngustofa ekki brugðist rétt við erfiðleikum WOW air - Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar - Gagnrýnir seinagang Morgunblaðið/Hari Flugfélag Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir rök Samgöngustofu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kanna- bisræktanir á fjórum stöðum í um- dæminu og lagt hald á mikið magn kannabisefna, eða vel á annað hundrað kíló, en það er mat lögreglu að í öllum tilvikunum hafi efnin verið ætluð til sölu og dreifingar. Um var að ræða umfangsmiklar ræktanir í bæði iðnaðar- og íbúðar- húsnæði, m.a. í sérútbúnu rými, og þótti búnaðurinn eftir því. Nokkrir hafa verið handteknir í þessum að- gerðum lögreglunnar og einn úr- skurðaður í gæsluvarðhald, en rann- sókn málanna miðar vel. Á einum staðnum var enn fremur lagt hald á tæplega eitt kíló af ætluðu amfeta- míni, að því er lögreglan greinir frá. Stöðvar ræktanir Morgunblaðið/Kristinn Kannabis Ræktanir voru á fjórum stöðum í umdæmi lögreglunnar. - Á annað hundrað kíló kannabisefna Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á slí ku .A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 ge tu rb re ys tá n f án fy rir v yr irv arar a. Frá kr. 219.890 60+ meðGunnari Svanlaugs Tenerife 22. september í 21 nótt eða 29. september í 14 nætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.