Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Atvinnueign kynnir til leigu: 1.460 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð viðVíkurhvarf 1 í Kópa- vogi. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika. Hentar vel fyrir verslun, lager og iðnað. Vönduð og glæsileg bygging með nægum bílastæðum. 4 metra há innkeyrsluhurð. Allt að 6 metra lofthæð. Laust sam- kvæmt samkomulagi. Síðumúli 13 108 Reykjavík S. 577 5500 atvinnueign.is Fasteignamiðlun TIL LEIGU ATVINNUHÚSNÆÐI VÍKURHVARF 1 - KÓPAVOGI Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Hentar vel fyrir verslun, lager og iðnað. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Talsverð þenslumerki eru nú á fasteignamarkaði. Má það m.a. lesa úr nýbirtri mánaðarskýslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun- ar. Þar segir að fleiri íbúðir seljist en settar eru á sölu. Á höfuðborg- arsvæðinu eru nú 830 íbúðir til sölu og hefur fækkað um 160 á ein- um mánuði. Í nágrannasveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins hef- ur íbúðum fækkað um 40 yfir sama tímabil og eru nú 500 talsins. Bendir stofnunin á að birgðatími hafi styst í þessu ástandi og að nú- verandi framboð myndi aðeins duga í rúma tvo mánuði ef engar nýjar eignir myndu koma inn á markaðinn. Birgðatíminn var hins vegar 11 mánuðir í júlí í fyrra. Jafnvægi þrátt fyrir allt Þrátt fyrir þessi þenslumerki segja hagfræðingarnir Una Jóns- dóttir hjá Landsbankanum og Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavik Economics að markað- urinn sé í þokkalegu jafnvægi. Þau eru gestir Dagmála í dag, en þátt- urinn er aðeins aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. Bendir Una á að síðustu mánuði hafi verðhækkanir verið mjög hóflegar á markaðnum eftir nokkuð hraðari hækkunarferil fyrr á síðasta ári. Spurð út í hvaða kraftar það sé sem séu að verki nú eru Magnús Árni og Una sammála um að vaxtalækkanir Seðlabankans leiki þar stórt hlutverk. Magnús bætir þó einnig við að kaupmáttur þeirra sem ekki hafi orðið fyrir atvinnu- missi hafi aukist á síðustu miss- erum. Una bendir einnig á að vegna kórónuveirunnar hafi fólk ekki haft eins mikil tækifæri og áð- ur til að eyða ráðstöfunartekjum sínum í neyslu á borð við ferðalög. Aukin innlán heimilanna kunni að vera ein birtingarmynd þess að fólk verji fjármunum í íbúðafjárfest- ingu. Önnur birtingarmynd þessa ástands sé fjárfesting fólks í núver- andi húsnæði, stóraukin sala á pallaefni vitni þar um. Meiri hækkanir í Svíþjóð Mikið hefur verið horft til hinna miklu vaxtalækkana á markaðnum hér heima í kjölfar þess að Seðla- bankinn tók að reyna að milda höggið af veirufaraldrinum á fyrri hluta síðasta árs. Segir Magnús Árni að breytingar á þeim markaði hafi mikil áhrif. Nú séu lægstu raunvextir sjóðfélagalána rúmlega 1% en þeir hafi verið yfir 6% árið 2007, rétt áður en bankakreppan skall á af fullum þunga. Una bendir þó á að vaxtalækkanir hafi ekki þurft til þegar kom að auknum krafti í íbúðafjárfestingu. Í Svíþjóð hafi vextir lengi verið mjög lágir og erfitt að tosa þá neðar í núverandi kreppuástandi. Þrátt fyrir það hafi fasteignaverð þar í landi hækkað mun meira undanfarna mánuði en hér á landi. Það sem kunni að halda aftur af hækkunum hér sé sú stað- reynd að talsvert mikið hafi verið byggt af húsnæði hér á síðustu ár- um sem hafi unnið vel á móti vax- andi eftirspurn á allra síðustu mán- uðum. Magnús Árni segir einnig að vart hafi orðið við talsvert langar keðjur í fasteignaviðskiptum og að ströng viðmið í greiðslumati hafi mögulega haldið aftur af of miklum hækkunum á markaðnum. Fólk vilji mögulega teygja sig hærra í verði þegar kemur að fasteigna- kaupum en kröfur lánastofnana virki sem þak á möguleika þess. Ferðaþjónustan er áhrifaþáttur Þegar ferðaþjónustan hrundi losnaði einnig um gríðarlegan fjölda Airbnb-íbúða á markaðnum og segir Una að þær hafi verið ríf- lega 3.000 talsins á höfuðborgar- svæðinu. Breytt notkun þessara eigna hafi þrýst niður leiguverði og margar hafi einnig farið í sölu. Hún telur að þegar ferðaþjónustan nái sér aftur á strik muni þessi skammtímaleigumarkaður aftur hafa áhrif til hækkana. Magnús Árni ítrekar hins vegar að nú hafi stífari reglur verið settar um mark- aðinn sem áður hafi verið eins kon- ar „Villta vestur“. Nú sé meiri þekking á þessu fyrirbæri og að það verði líklegra til að þjóna sem hluti af deilihagkerfinu fremur en hagnaðardrifin leigustarfsemi. Hóflegar hækkanir þrátt fyrir allt - Margir kraftar eru að verki á fasteignamarkaði þar sem eftirspurnarþrýstingur er talsverður - Endurreisn ferðaþjónustunnar líkleg til að hafa áhrif - Aldrei fleiri fyrstu kaupendur að fasteignum Markaðurinn Magnús Árni Skúlason og Una Jónsdóttir slógu á létta strengi í umræðu um fasteignamarkaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.