Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 16
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áform eru uppi um að byggja hér nokkrar strandeldisstöðvar til að ala lax í sláturstærð og fyrirtæki sem hafa verið með slíka starfsemi eru að undirbúa stækkun. Ef þau áform sem nú eru á hugmynda- og undirbún- ingsstigi verða að veruleika gætu strandeldisstöðvarnar hér framleitt í framtíðinni tvöfalt það magn af laxi sem reiknað er með að komi úr sjókvíum við landið í ár. Fjárfestingin hleypur á tugum milljóna og til gætu orðið hátt í þúsund ný störf. Þetta er í takti við þróunina erlendis. Norskir fiskeldismenn og fjárfestar eru með afar mikil áform um laxeldi á landi, bæði í heimalandinu og nær stórum mörkuðum, í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. Þröngt er orðið um sjókvíar í norsku fjörðunum og dýrt að kaupa ný leyfi. Fyrirtæki sem vilja stunda landeldi þurfa hins vegar lítið að greiða fyrir leyfin og kostnaður við lóðirnar jafnast ekki á við eldisleyfi í sjó. Við þetta bætist að matfiskeldi í kerum á landi hefur minni áhrif á um- hverfið en eldi í sjókvíum. Úrgang- urinn er síaður frá og getur nýst áfram og minni hætta er á hags- munaárekstrum við veiðiréttareig- endur og veiðimenn vegna erfða- blöndunar laxastofna. Margfalt meiri fjárfestingarkostn- aður er í eldi á landi en í sjó. Það bil þarf að vera hægt að brúa með betri framleiðni í landstöðvunum vegna betri stýringar á umhverfi fisksins og hærra verði fyrir afurðirnar. Fjárfestar með opið veski Sá mikli áhugi sem er á landeldi í heiminum leiðir til þess að ráðgjaf- arfyrirtæki hafa ekki undan að hækka spár sínar um hvað mikið verði framleitt í landstöðvum eftir tíu eða tuttugu ár. Ný skýrsla sem norskir fjölmiðlar sögðu nýlega frá gerir ráð fyrir að laxeldi í sjókvíum muni halda áfram að vaxa á næstu ár- um en landstöðvarnar skili nærri því helmingi af þeirri framleiðslu sem er í heiminum í dag. Það þýðir 2-2,5 millj- ónir tonna. Þótt enn séu þetta aðeins plön, í flestum tilvikum, hefur komið í ljós að fjárfestar trúa á landeldi því nokkur fyrirtæki hafa náð að fjár- magna uppbyggingu á Merkur- markaði norsku kauphallarinnar á þessu ári og sérstaklega því síðasta og í sumum tilvikum hefur áskrift numið margföldu því fjármagni sem ætlunin var að safna. Áformin skipta tugum en ljóst virðist að aðeins hluti þeirra kemst á framkvæmdastig. Í fararbroddi er fyrirtækið Atlantic Sapphire sem er að byggja sig upp í Miami í Bandaríkjanum en er einnig með tilraunastöð í Danmörku. Þrátt fyrir mikla byrjunarörðugleika í tæknimálum er stöðin byrjuð að framleiða lax. Um helmingur hrogn- anna kemur frá Íslandi, framleidd af Bencmark Genetics (áður Stofnfiski). Raunar er hrognaframleiðandinn stór leikandi á þessu sviði, selur hrogn til landstöðva um allan heim. Býr þar að einstakri sjúkdómastöðu fiskeldis hér á landi. Féllu með braki og brestum Erfiðleikarnir eru ekki síst tengdir því að nota þarf RAS-tækni til end- urnýtingar á vatni og hún virðist afar viðkvæm þegar verið er að margfalda framleiðslu í matfiskeldi. Framleið- endur tæknibúnaðar standa þétt við bak stóru erlendu stöðvanna, enda miklir hagsmunir fyrir þá í húfi, og þeir munu sjá til þess að þessi vanda- mál verði leyst. Það er aðeins spurn- ing um tíma. Því má skjóta hér inn, að fyrirtækin sem eru að undirbúa matfiskeldi á landi munu nota mun einfaldari og ódýrari tækni því nóg er af vatni og ekki þörf á jafn mikilli endurnýtingu og víða annars staðar þar sem ekki eru eins góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi. Tilgangurinn með því að vera með framleiðslu nálægt stórum mörk- uðum er að draga úr kostnaði við flutning afurðanna frá Noregi og halda þar með kolefnisfótspori fram- leiðslunnar í lágmarki. Íslensku fyrir- tækin hafa aðgang að endurnýtan- legri orku á samkeppnishæfu verði og það vegur upp kolefnisfótspor flutninganna auk þess sem þau eru að færa sig úr flutningum með flugi yfir á skip og það léttir mjög fótsporið. Ekki er úr vegi að rifja hér upp aðra fiskeldisbylgjuna á Íslandi. Hún grundvallaðist ekki síst á byggingu stórra landeldisstöðva, á Reykjanesi, í Fljótum og Öxarfirði, á árunum 1984 til 1988. Sú bylgja stóð stutt því stöðvarnar urðu flestar gjaldþrota um 1990. Starfsmenn glímdu við ýmsa byrjunarörðugleika og sjúk- dómurinn kýlaveikibróðir herjaði á fiskinn. Þá lokuðust mikilvægir markaðir fyrir íslensk seiði á Írlandi og í Noregi. Það fór hins vegar með stöðvarnar að rekstrarkostnaður varð meiri en reiknað hafði verið með en verð á afurðunum lækkaði. Stöð Íslandslax sem Samband ís- lenskra samvinnufélaga byggði upp á Stað við Grindavík og norskir fjár- festar komu inn í sem tæplega helm- ingseigendur, var stærsta landeldis- stöð heims á þeim tíma. Hún féll með braki og brestum síðla árs 1989. Ís- lenskir athafnamenn og erlendir fjár- festar voru eigendur annarra stöðva, oft með heimafólki. Afdrif stöðvanna voru mismun- andi. Kröfuhafar leigðu sumar út en rekstur stöðvaðist alveg í öðrum. Eigi að síður hafa þessar stöðvar nýst fiskeldinu vel, meira að segja í fjórðu bylgju fiskeldis á Íslandi sem nú stendur yfir. Fiskiker úr stöðvum sem voru rifnar eru notuð við fiskeldi víða um land. Þá hefur bleikja verið alin í nokkrum af gömlu strandeld- isstöðvunum og jafnvel lax. Samherji fiskeldi eignast einmitt nokkrar af þessum stöðvum, meðal annars stöð Íslandslax, Silfurstjörnuna í Öxarfirði og stöð Lindalax á Vatnsleysu, og hefur verið með myndarlegt fiskeldi í þessum stöðvum í nærri tuttugu ár. Þá er stöð Ísþórs í Þorlákshöfn öfl- ugasta seiðastöð landsins. Vissulega hafa nýir eigendur þurft að uppfæra stöðvarnar og stækka en samt má segja að gömlu strandeldisstöðvarnar séu ein af grunnstoðum fiskeldisins í dag. Þorlákshöfn er miðjan Til þess að setja upp strandeldis- stöð þarf mikið land og aðgang að miklu vatni, bæði ferskvatni og sjó eða sjóblönduðu vatni. Þess vegna er Þorlákshöfn að verða miðja strand- eldis á Íslandi. Þar er þegar grunnur í stórum seiðastöðvum og einnig mat- fiskeldi. Nú hefur sveitarfélagið Ölfus skipulagt land fyrir laxeldið við ströndina vestan við Þorlákshöfn og kallar Laxabraut. Hefur nokkrum lóðum verið úthlutað. Af nýjum að- ilum er Landeldi ehf. lengst komið. Fyrirtækið er komið á fullt í seiða- framleiðslu í stöð sem keypt var á Öxnalæk í Ölfusi og framkvæmdir eru að hefjast á 18 hektara lóð sem félagið hefur tryggt sér í Þorláks- höfn. Fiskeldi Ölfuss hefur fengið aðra lóð. Að því fyrirtæki standa meðal annars menn úr fiskeldisgreininni. Sjávarútvegsfyrirtækið FISK Sea- food, dótturfélag Kaupfélags Skag- firðinga, er með þriðju nýju lóðina Strandeldi að ná sér á strik á ný - Mikil áform um uppbyggingu landeldis í Noregi og víða um heim - Fjárfestar sprikla en fiskurinn lítið farinn að synda - Mikil áform hér um stækkun og nýjar stöðvar á teikniborðinu í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Eggert Landeldi Í Þorlákshöfn eru tvær stórar seiðastöðvar og þar eru í undirbúningi nokkrar strandeldisstöðvar sem framleiða munu þúsundir tonna af laxi. 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 „Það eru ævintýralega mikil tæki- færi í þessu þótt vissulega séu þetta enn fuglar í skógi en ekki hendi. Hér er um sanna nýsköpun að ræða. Við erum að nýta lítið nýtta auðlind, jarðsjóinn og kalda vatnið í Þor- lákshöfn, til nýrrar verð- mætasköpunar. Við erum hvergi nálægt flösku- hálsum í auð- lindanýtingunni og getum haldið áfram að vaxa töluvert mikið,“ segir Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Ölfusi, um möguleika Þorláks- hafnar í uppbyggingu strandeldis. Hann segir að þótt verið sé að úthluta nokkrum lóðum sé enn töluvert svigrúm, bæði fyrir seiða- og matfisksstöðvar. Segir Elliði að heimurinn kalli á Bæjarstjórinn lítur til Noregs og telur að þróunin hér verði sú sama. „Fiskeldi getur skilað mun meiri útflutningsverðmætum í framtíð- inni, jafnvel meiri en veiðar á villt- um fiski gera. Ekki er ólíklegt að í nánustu framtíð líti fólk á villtan fisk sem villibráð, eins og hreindýr, megnið af afurðunum komi úr kví- um og kerum,“ segir Elliði. meiri matvæli og mikill vöxtur lax- eldis á landi og í sjó sé fram und- an. „Í þessu erum við hér að byggja á styrkleikum okkar. Við kunnum vel allt sem snýr að fiski og liggjum vel að helstu mörk- uðum með útflutningshöfninni. Það verða til mörg tækifæri og störf við uppbyggingu fiskeld- isins.“ Ævintýralega mikil tækifæri liggja í fiskeldi ELLIÐI VIGNISSON BÆJARSTJÓRI SEGIR AÐ MIKILL VÖXTUR SÉ FRAM UNDAN Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Strandeldisstöðvarnar munu raða sér á ströndina vestan bæjarins. Elliði Vignisson 5 SJÁ SÍÐU 18 Uppbygging strandeldis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.