Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
vestan við Þorlákshöfn. FISK er þeg-
ar með bleikjueldi á Hólum í
Hjaltadal og í landeldisstöð í Þorláks-
höfn, Náttúru fiskirækt. Ekki er ljóst
um áform FISK í þessum efnum.
Þreifingar hafa verið um sölu stöðv-
arinnar en ekkert fæst staðfest um
stöðu þess máls.
Þá eru fjársterkir menn úr fjár-
málaheimi og hátækniþjónustu, inn-
lendir og erlendir, að ræða við for-
ráðamenn sveitarfélagsins um fjórðu
nýju lóðina, jafnvel mun vestar á
Laxabraut en hinar. Fjárfestarnir
eru að kanna hagkvæmni slíkrar fjár-
festingar.
Mikil stærðarhagkvæmni er í fisk-
eldi, eins og sést á þeim stóru verk-
efnum sem eru í undirbúningi erlend-
is. Telur Elliði Vignisson, bæjarstjóri
í Ölfusi, að allir þeir aðilar sem
hyggjast byggja upp í Þorlákshöfn
stefni að 10-20 þúsund tonna fram-
leiðslu á ári, þótt stöðvarnar verði ef
til vill byggðar upp í áföngum.
Verðmæti margra MAX-þotna
Strandeldið kallar á miklar fjár-
festingar. Elliði segir að hver 20 þús-
und tonna stöð gæti kostað um átta
milljarða, auk fjögurra milljarða
króna seiðastöðvar. Verðmæti líf-
massa upp á 13 þúsund tonn gæti
verið um átta milljarðar. Nefnir hann
til samanburðar að aðeins lífmassinn
sé svipuð fjárfesting og í tveimur Bo-
eing 737 Max-þotum. Heildarfjárfest-
ing í einni stöð gæti samkvæmt þessu
verið 15-20 milljarðar króna og 50 til
60 milljarðar samtals ef reistar verða
þrjár slíkar stöðvar.
Uppbyggingin hefði mikil áhrif á
sveitarfélagið. Þannig myndi fram-
leiðsla á 60 þúsund tonnum af laxi á
ári skapa um 600 störf, ef miðað er
við forsendur erlendis frá, auk ótal-
inna afleiddra starfa.
„Eins og gefur að skilja þurfum við
hjá hinu opinbera að taka nýsköpun
sem þessari alvarlega og ég furða
mig stundum á því að ríkið stígi ekki
fastar fram til að skapa fiskeldi já-
kvætt og uppbyggilegt umhverfi. Þar
þarf sérstaklega að horfa til orku-
verðs, skilvirkni eftirlitskerfisins,
uppbyggingu vöruhafnar og ýmislegs
fleira,“ segir Elliði.
Stærstir í landeldi
Samherji fiskeldi hefur verið í
landeldi í allmörg ár og gengið
„þokkalega“, að því er haft var eftir
Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra í
viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.
Fyrirtækið hefur fram undir þetta
verið stærst í strandeldi á laxi í heim-
inum þótt framleiðslan hafi ekki verið
nema um 1.200-1.500 tonn á ári og
bleikja verið aðalafurðin úr landeld-
inu. Fyrirtækið hefur verið að
stækka strandeldisstöð sína á Stað í
Grindavík og undirbýr nú að auka
framleiðslugetuna úr þrjú þúsund
tonnum í tólf þúsund tonn og taka
þar inn lax. Þá er fyrirtækið að at-
huga möguleika á því að hefja eldi í
skálum sem Norðurál byggði við
Helguvík en aldrei voru teknir til ál-
framleiðslu vegna deilna um orku-
verð. Ef það er rétt sem fram hefur
komið að stefnt sé að slátrun á 20
tonnum af laxi á dag úr Helguvík-
urstöðinni er verið að ræða um 5-10
þúsund tonna ársframleiðslu.
Matorka er með framleiðslu í stöð-
inni á Húsatóftum við Grindavík og
er að undirbúa stækkun. Þá fram-
leiðir Stolt Sea Farm senegalflúru í
landeldisstöð við Reykjanesvirkjun.
Til viðbótar þessu má nefna að
stóru seiðastöðvarnar í Þorlákshöfn,
Tálknafirði og Kelduhverfi/Öxarfirði
eru í raun landstöðvar. Sú þróun er í
gangi að nýta heita vatnið og aðstöð-
una á landi til að framleiða stærri fisk
og setja hann út í sjókvíar á síðasta
aldursskeiðinu til að draga úr áhættu
við sjókvíaeldið. Ef lax sem slátrað er
upp úr sjókví hefur verið settur út
um hálft kíló að þyngd hefur hann
verið í eldi á landi í talsvert meira en
helming af líftíma sínum frá hrogni
talið.
Morgunblaðið/Eggert
Laxabraut Vestan við seiðastöð Laxa í Þorlákshöfn er frátekið mikið svæði fyrir laxeldið, langt meðfram ströndinni.
„Við trúum því að við getum fram-
leitt frábærar afurðir sem eru eftir-
sóknarverðar á markaði. Við trúum
því að markaðurinn muni stækka,
að það verði áfram til fólk sem er
tilbúið að greiða meira fyrir fisk
sem framleiddur er á þennan hátt,“
segir Jón Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samherja fiskeldis,
þegar hann er spurður um for-
sendur þess að fyrirtækið er að
auka framleiðslu í landeldi.
Samherji rekur fiskeldi, allt frá
klaki til matfisks, í stöðvum í Öxar-
firði, á Reykjanesi og í Ölfusi og
vinnslu í Sandgerði. Fyrirtækið er
stærsti framleiðandi bleikju í heim-
inum og er einnig með laxeldi í
strandeldisstöð í Öxarfirði. Sam-
herji hefur verið að auka fram-
leiðslu í bleikjustöðinni á Stað á
Reykjanesi og hefur áform um að
margfalda framleiðslugetuna. Einn-
ig er fyrirtækið að ljúka undirbún-
ingi ákvörðunar um hvort bygg-
ingar Norðuráls við Helguvík verða
teknar undir eldi.
Jón Kjartan segir að áhugi sé á
að ala lax í þessum stöðvum en tek-
ur fram að ekki sé áformað að
draga úr framleiðslu á bleikju.
Vegur uppbyggingar fyrstu stóru
landeldisstöðvanna í heiminum
hefur verið þyrnum stráður. Jón
Kjartan segir að það komi ekki á
óvart. Það þurfi fyrst og fremst
þekkingu til að ala fisk og framleiða
góðar afurðir. Það taki tíma að
byggja upp þekkingu og fjárfesta í
nýrri tækni. Þeir sem nú séu að
hefja þessa vegferð fari hratt yfir.
„Ég tel að með þeim fjármunum
sem nú er varið til landeldis í heim-
inum muni þekkingunni fleygja
fram og við munum öll verða betri,“
segir Jón Kjartan.
Spurður um samkeppnishæfni
íslenskra strandeldisstöðva gagn-
vart stöðvum í öðrum löndum,
sumum á stórum mörkuðum, segir
Jón Kjartan að samkeppnishæfnin
felist í vatnsgæðum á Íslandi, minni
kostnaði við fjárfestingar og mark-
miðið sé að rekstrarkostnaður eld-
isins verði svipaður. Hann reiknar
með að flutningur með skipum auk-
ist á kostnað flugsins. Við það muni
flutningskostnaður minnka til
muna og draga úr þeirri hindrun.
Markaðurinn mun stækka
SAMHERJI FISKELDI HYGGUR Á AUKNINGU Í LAXELDI
Morgunblaðið/Skapti
Heimurinn Bleikja og lax frá Samherja
fara á verðmætustu markaði. Jón Kjart-
an Jónsson stýrir fiskeldinu.
„Okkur langaði að koma upp verk-
efni sem væri umhverfisvænt og
virkur þátttakandi í hringrásar-
hagkerfinu. Við vorum heillaðir af
hugmyndum um mótun fiskeldis í
framtíðinni þar sem við hefðum
góða stjórn á öllu því sem við er-
um að gera,“ segir Ingólfur
Snorrason um upphaflegar hug-
myndir þeirra bræðra, Haraldar og
hans, um byggingu laxeldis á landi.
Þeir stofnuðu Landeldi ehf. á sín-
um tíma og hafa fengið fleiri fjár-
festa til liðs við sig og nú er fyrir-
tækið komið með seiðastöð á
Öxnalæk fulla af fiski og fram-
kvæmdir hafnar á lóð fyrirtækisins
í Þorlákshöfn.
Fóðurleifar og saur fiskanna
sem síað er úr eldisvökvanum við
endurnýtingu og frárennsli verður
leitt í tank til niðurbrots. Ingólfur
segir að verið sé að huga að ýms-
um hugmyndum við nýtingu á
seyrunni. Þá sé verið að skoða ým-
is hliðarverkefni. Hann er til dæm-
is spenntur fyrir að nota eldis-
vökvann til ræktunar matjurta
þegar hann hefur lokið hlutverki
sínu í fiskeldinu, eins og farið er
að gera í Bandaríkjunum undir
heitinu aquaponics, eða samrækt-
un.
Landeldi hefur fengið 18 hektara
lóð í Þorlákshöfn. Þar er ætlunin
að koma upp aðstöðu til allt að 20
til 22 þúsund tonna framleiðslu á
laxi á ári. Þar verður fjöldi eldis-
kera af mismunandi stærðum, að-
staða til slátrunar og möguleiki á
uppbyggingu seiðastöðvar. Byggt
verður upp í áföngum. Í þeim
áfanga sem nú er unnið að verður
aðstaða til eldis á um sex þúsund
tonnum af laxi en fyrirtækið hefur
fengið staðfest deiliskipulag og
umhverfismat fyrir þann áfanga.
Þetta kostar mikla fjárfestingu.
Halldór Ólafur Halldórsson stjórn-
arformaður segir að búið sé að
leggja tæpar 300 milljónir í verk-
efnið. Áætlað er að byrjunaráfang-
inn kosti um 38 milljónir evra sem
svarar til nærri sex milljarða kr. en
fullbyggð muni stöðin kosta yfir
100 milljónir evra. Undirbúnings-
fasinn er fjármagnaður út þetta ár
og verið er að undirbúa fjár-
mögnun fyrsta áfanga í heild.
Stjórnendur félagsins verða í
sinni vinnu varir við þann mikla
áhuga sem er á landeldi á laxi,
samkvæmt þeirra áformum.
„Spáð er 20% fjölgun mannkyns
á þessum áratug og prótínþörf
heimsins vex í samræmi við það.
Eldi á laxi er umhverfisvæn leið til
að framleiða prótín. Landeldi í
stórum skala er ný lausn í þeim
efnum,“ segir Halldór Ólafur.
helgi@mbl.is
Virkir þátttakendur í hringrásarhagkerfinu
ATHUGA MÖGULEIKA Á AÐ NOTA ELDISVÖKVANN TIL AÐ RÆKTA MATJURTIR
Morgunblaðið/Eggert
Stofnandi Ingólfur Snorrason hugsar um
umhverfismál við uppbygginguna.
Uppbygging strandeldis