Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við annan
áfanga í gerð nýrra gatnamóta
Borgartúns og Snorrabrautar sem
eiga að laga gatnamótin betur að
núverandi gatnakerfi. Verkið var
boðið út í vetur.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
hefur veitt framkvæmdaleyfi vegna
upphækkaðra ljósastýrðra gatna-
móta Borgartúns og Snorrabrautar,
tengingar Bríetartúns við Snorra-
braut og tengingar Bríetartúns að
Borgartúni ásamt breytingum á
tengingu Hverfisgötu 113 (lög-
reglustöðin) og gerð göngu- og
hjólastíga. Framkvæmdirnar eru
hluti af stærri breytingum á gatna-
kerfi Snorrabrautar, Borgartúns og
Bríetartúns frá Sæbraut að Hverfis-
götu við Hlemm.
Þegar verkið var boðið út bárust
sjö tilboð. Það lægsta var frá D. Ing-
verki ehf., tæpar 268 milljónir. Var
það aðeins hærra en kostnaðar-
áætlun, sem hljóðaði upp á rúmar
262 milljónir. Reykjavíkurborg
ákvað að ganga til samninga við
lægstbjóðanda.
Í dag eru aðstæður þannig að
komi bílar akandi vestur Borgartún
geta þeir ekki ekið beint inn á
Snorrabraut. Þurfa þeir að beygja
til vinstri fram hjá kínverska sendi-
ráðinu í átt að lögreglustöðinni og
síðan taka hægri beygju inn á
Snorrabraut. Þessi aukakrókur
verður úr sögunni þegar nýju gatna-
mótin, svokölluð T-gatnamót, verða
komin í gagnið.
Fyrsti áfangi gatnatengingar milli
Borgartúns og Snorrabrautar var
unninn síðla árs 2020. Þá var Borg-
artún framlengt í áttina að Snorra-
braut. Það verk vann Hellulist ehf. Í
síðari áfanga verður svo opnað í
gegnum miðeyju Snorrabrautar og
sett upp umferðarljós. Verklok eru
áætluð í nóvember 2021.
Fram kemur í framkvæmdalýs-
ingu að verkið felist í að grafa og
fylla í götu og gangstéttir, grafa og
fylla vegna fráveitu-, hitaveitu-, há-
spennu- og götulýsingarlagna,
leggja fráveitu-, hitaveitu- og götu-
ljósalagnir, grafa fyrir og leggja
ídráttarrör vegna umferðarljósa
ásamt tengibrunnum, reisa ljósa-
stólpa og umferðarljósastólpa, mal-
bika, leggja kantstein, leggja hellur
og ganga frá hliðarsvæðum. Gengið
verður frá yfirborði með götugögn-
um og öðrum mannvirkjum í sam-
ræmi við útboðsgögn.
Aðkoma að vinnusvæðinu er frá
aðlægum götum. Verkefnastjóri
skipulagsfulltrúa tekur fram í um-
sögn að verktaki skuli hafa samráð
við eftirlitsmann og fá samþykki
hans fyrir aðkomu að vinnusvæðinu.
Óheft aðkoma að lögreglustöð
Lokun götu og/eða önnur truflun
á umferð er háð leyfi veghaldara og
lögreglu. Ekki sé á neinum tíma-
punkti heimilt að skerða eða hefta á
nokkurn hátt aðkomu að lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu, götunúm-
erið 113-115.
Verktakinn D.Ing-Verk ehf. er að
koma sér fyrir á svæðinu og eru
framkvæmdir hafnar. Meðal annars
hefur verið lokað fyrir afrein frá
Sæbraut inn á Snorrabraut, vestan
megin. Öðrum áfanganum verður
skipt í nokkra fasa. Í fasa þrjú, sem
hefst í haust, verður lokað fyrir um-
ferð á Snorrabraut alveg frá Skúla-
götu 46 og að Sæbraut. Opið verður
milli Snorrabrautar og Borgartúns
og Snorrabrautar og Bríetartúns.
Viðeigandi merkingar verða settar
upp á framkvæmdasvæðinu vegna
lokana á verktíma. Áætlað er að
framkvæmdir standi yfir fram í nóv-
ember á þessu ári.
Á árunum 2013-14 var unnið að
endurgerð Borgartúns, milli
Snorrabrautar og Sóltúns. Gróð-
ursvæði var komið fyrir milli göt-
unnar og hjólastíga og skipt um
ljósastaura í götunni. Fjórum mið-
eyjum var bætt við til að auðvelda
gangandi vegfarendum að þvera
götuna. Þá var bílastæðum fækkað
verulega.
Morgunblaðið/sisi
Eftir Horft úr sömu átt að framkvæmdum loknum. Borgartún mun halda áfram að Snorrabraut.Fyrir Horft vestur Borgartún að Snorrabraut áður en framkvæmdir hófust þarna í fyrrahaust.
Ljósastýrð gatnamót á Snorrabraut
- Hvimleiður aukakrókur mun heyra sögunni til - Einhver röskun verður á umferð á tímabilinu
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00.
DAGSKRÁ
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt
15. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn
til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Þróunarmál og hönnun.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og
er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar.
Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að
stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður
fyllstu varúðar gætt.
Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða
í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt.
Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og
skriflegt umboð.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá
skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á
fundardag.
Mosfellsbæ, apríl 2021.
Stjórn ÍSTEX hf.
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
MERCEDES-BENZ
GLE 500 E 4MATIC
Nýskráður 2/2017
Akstur 42 þ.km.
Hybrid - bensín/rafmagn
Fjórhjóladrif
Sjálfskipting
334 hestöfl
5 dyra
5 manna
Næsta skoðun 2021
360° bakkmyndavél
Akreinavari
Blindsvæðisvörn
Bluetooth
Brottfararlýsing
Fjarstýrðar samlæsingar
Hiti í stýri
Hleðslujafnari
Hraðastillir
Hraðatakmarkari
ISOFIX festingar í aftursætum
Leðuráklæði
Leiðsögukerfi
Litað gler
Loftkæling
Loftpúðafjöðrun
Rafdrifið lok farangursrýmis
Reyklaust ökutæki
Stillanleg fjöðrun
Stöðugleikakerfi
USB tengi
Þjónustubók
Raðnúmer 280118