Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við annan áfanga í gerð nýrra gatnamóta Borgartúns og Snorrabrautar sem eiga að laga gatnamótin betur að núverandi gatnakerfi. Verkið var boðið út í vetur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur veitt framkvæmdaleyfi vegna upphækkaðra ljósastýrðra gatna- móta Borgartúns og Snorrabrautar, tengingar Bríetartúns við Snorra- braut og tengingar Bríetartúns að Borgartúni ásamt breytingum á tengingu Hverfisgötu 113 (lög- reglustöðin) og gerð göngu- og hjólastíga. Framkvæmdirnar eru hluti af stærri breytingum á gatna- kerfi Snorrabrautar, Borgartúns og Bríetartúns frá Sæbraut að Hverfis- götu við Hlemm. Þegar verkið var boðið út bárust sjö tilboð. Það lægsta var frá D. Ing- verki ehf., tæpar 268 milljónir. Var það aðeins hærra en kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 262 milljónir. Reykjavíkurborg ákvað að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Í dag eru aðstæður þannig að komi bílar akandi vestur Borgartún geta þeir ekki ekið beint inn á Snorrabraut. Þurfa þeir að beygja til vinstri fram hjá kínverska sendi- ráðinu í átt að lögreglustöðinni og síðan taka hægri beygju inn á Snorrabraut. Þessi aukakrókur verður úr sögunni þegar nýju gatna- mótin, svokölluð T-gatnamót, verða komin í gagnið. Fyrsti áfangi gatnatengingar milli Borgartúns og Snorrabrautar var unninn síðla árs 2020. Þá var Borg- artún framlengt í áttina að Snorra- braut. Það verk vann Hellulist ehf. Í síðari áfanga verður svo opnað í gegnum miðeyju Snorrabrautar og sett upp umferðarljós. Verklok eru áætluð í nóvember 2021. Fram kemur í framkvæmdalýs- ingu að verkið felist í að grafa og fylla í götu og gangstéttir, grafa og fylla vegna fráveitu-, hitaveitu-, há- spennu- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu- og götu- ljósalagnir, grafa fyrir og leggja ídráttarrör vegna umferðarljósa ásamt tengibrunnum, reisa ljósa- stólpa og umferðarljósastólpa, mal- bika, leggja kantstein, leggja hellur og ganga frá hliðarsvæðum. Gengið verður frá yfirborði með götugögn- um og öðrum mannvirkjum í sam- ræmi við útboðsgögn. Aðkoma að vinnusvæðinu er frá aðlægum götum. Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa tekur fram í um- sögn að verktaki skuli hafa samráð við eftirlitsmann og fá samþykki hans fyrir aðkomu að vinnusvæðinu. Óheft aðkoma að lögreglustöð Lokun götu og/eða önnur truflun á umferð er háð leyfi veghaldara og lögreglu. Ekki sé á neinum tíma- punkti heimilt að skerða eða hefta á nokkurn hátt aðkomu að lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu, götunúm- erið 113-115. Verktakinn D.Ing-Verk ehf. er að koma sér fyrir á svæðinu og eru framkvæmdir hafnar. Meðal annars hefur verið lokað fyrir afrein frá Sæbraut inn á Snorrabraut, vestan megin. Öðrum áfanganum verður skipt í nokkra fasa. Í fasa þrjú, sem hefst í haust, verður lokað fyrir um- ferð á Snorrabraut alveg frá Skúla- götu 46 og að Sæbraut. Opið verður milli Snorrabrautar og Borgartúns og Snorrabrautar og Bríetartúns. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir fram í nóv- ember á þessu ári. Á árunum 2013-14 var unnið að endurgerð Borgartúns, milli Snorrabrautar og Sóltúns. Gróð- ursvæði var komið fyrir milli göt- unnar og hjólastíga og skipt um ljósastaura í götunni. Fjórum mið- eyjum var bætt við til að auðvelda gangandi vegfarendum að þvera götuna. Þá var bílastæðum fækkað verulega. Morgunblaðið/sisi Eftir Horft úr sömu átt að framkvæmdum loknum. Borgartún mun halda áfram að Snorrabraut.Fyrir Horft vestur Borgartún að Snorrabraut áður en framkvæmdir hófust þarna í fyrrahaust. Ljósastýrð gatnamót á Snorrabraut - Hvimleiður aukakrókur mun heyra sögunni til - Einhver röskun verður á umferð á tímabilinu Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00. DAGSKRÁ 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál og hönnun. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, apríl 2021. Stjórn ÍSTEX hf. SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS MERCEDES-BENZ GLE 500 E 4MATIC Nýskráður 2/2017 Akstur 42 þ.km. Hybrid - bensín/rafmagn Fjórhjóladrif Sjálfskipting 334 hestöfl 5 dyra 5 manna Næsta skoðun 2021 360° bakkmyndavél Akreinavari Blindsvæðisvörn Bluetooth Brottfararlýsing Fjarstýrðar samlæsingar Hiti í stýri Hleðslujafnari Hraðastillir Hraðatakmarkari ISOFIX festingar í aftursætum Leðuráklæði Leiðsögukerfi Litað gler Loftkæling Loftpúðafjöðrun Rafdrifið lok farangursrýmis Reyklaust ökutæki Stillanleg fjöðrun Stöðugleikakerfi USB tengi Þjónustubók Raðnúmer 280118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.