Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Aðhaldssundbolir fyrir sumarið Vefverslun www.selena.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 17 þúsund sinnum hefur verið minnst á eldgosið í og við Fagradalsfjall og Ísland í erlendum miðlum frá því gosið hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars. Athyglin sem gosið fékk var eðlilega mest fyrstu viku gossins, en nokkuð hratt hefur dregið úr umfjöllunum um eldsumbrotin. Fyrstu þrjá daga eldgossins birtust yfir sjö þúsund um- fjallanir erlendis, sem tengdust gosinu og Íslandi. Dansandi fólk og eldamennska Íslandsstofa er með vöktun á erlendri umfjöllun um eldgosið og í gær hafði um 17 þúsund sinnum verið minnst á gosið í er- lendum miðlum. Þar af höfðu yfir 1.900 um- fjallanir birst í stórum alþjóðlegum miðlum og eldgosið verið í fyrirsögn í yfir 700 miðl- um. Mest hefur umfjöllunin verið í Bandaríkj- unum eða 39%, þar á eftir koma Þýskaland með 8% og Bretland með 7%. Mikið af stór- brotnu myndefni hefur birst í erlendum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem vak- ið hefur athygli á eldgosinu og þá um leið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjönu Rós Guðjohnsen, fagstjóra almannatengsla hjá Íslandsstofu, hefur umfjöllunin í heild- ina verið hófstillt og líkleg til að skapa frek- ar áhuga á eldgosinu og Íslandi heldur en ótta. Aðeins hafi borið á umfjöllun um hegðun þeirra sem heimsækja gosið, en ekki endilega á neikvæðan hátt. Í því sam- bandi nefnir hún dansandi fólk á gossvæð- inu og af fólki að elda mat á hrauninu. Í tengslum við eldgosið sem hófst á St. Vincent í Karíbahafi 9. apríl hafi Ísland einnig verið nefnt án þess að viðkomandi umfjöllun hafi verið um Ísland að öðru leyti. Þetta hafi eflaust haft áhrif á fjölda umfjallana um síðustu helgi. Markaðsstarf og bólusetningar Kristjana Rós segir að ferðatengdar leitarfyrirspurnir að Íslandi á Google sýni aukinn leitaráhuga gagnvart Íslandi, sér- staklega frá Bandaríkjunum. Hins vegar sé ómögulegt að segja að hve miklu leyti megi rekja þann áhuga beint til umfjöllunar um gosið. Nánast á sama tíma hafi verið tilkynnt um opnun Íslands gagnvart bólusettum frá löndum utan Schengen, auk þess sem markaðsaðgerðir hafa staðið yfir í Banda- ríkjunum á vegum Íslandsstofu. Þá hafi flugfélögin Icelandair, Delta og United Airlines öll tilkynnt beint flug til Íslands í sumar með tilheyrandi markaðsaðgerðum. 17 þúsund sinnum fjallað um eldgosið og Ísland erlendis - Hófstillt umfjöllun um gosið við Fagradalsfjall - Aukinn leitaráhugi á Íslandi erlendis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldur úr iðrum jarðar Umbrotin við Fagradalsfjall hafa vakið athygli víða um heim. ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.