Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 30
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Terta var með síðdegiskaffinu á vöru-
bílastöðinni Þrótti í Reykjavík á
föstudag síðustu viku í tilefni af því að
90 ár voru liðin frá stofnun félagsins
sem að stöðinni stendur. Að samtök
og fyrirtæki nái slíkum árafjölda er
ekki sjálfgefið en sú er raunin í félagi
vörubílstjóra og starfsemin þrótt-
mikil. Um 70 bílstjórar stærri bíla,
sem gerðir eru út til malarflutninga
og annarra slíkra verkefna, eru í fé-
laginu og á stöðinni sem er við Sæv-
arhöfða í Reykjavík. Er á þriggja
hektara lóð, þar sem bæði er aðstaða
fyrir bíla félagsmanna og geymslu-
pláss fyrir jarðveg, sem seldur er til
viðskiptavina.
Líflegar umræður
„Vorið er komið og verkefnastaðan
góð. Mínir menn hafa nóg að snúast
þessa dagana,“ segir Stefán Gestsson
framkvæmdastjóri Þróttar. Hann tók
við starfinu í byrjun árs 2019, en hann
hefur lengi haft tengsl við vörubíl-
stjóra og verktakastarfsemi. Þekkir
því vel til þessa samfélags manna,
sem vinna langan vinnudag, eru út-
sjónarsamir í verkum og viðgerðum
og hafa gjarnan sterkar skoðanir á
málefnum.
„Umræðurnar hér á kaffistofu
Þróttar eru oft afar líflegar. Menn
blanda sér í leikinn af lífi og sál, enda
er útgerð á vörubíl lífsstíll fremur en
starf,“ segir Stefán og hlær.
Kreppan vofði yfir
Alls 66 bílstjórar stóðu að stofnun
Þróttar, en félagið var fyrst deild inn-
an Dagsbrúnar. Verkefni félagsins
fyrstu árin voru að tryggja mönnum
sanngjarnt gjald fyrir vinnu sína og
almenn félagsleg réttindi. Sú barátta
er endalaus, en stöðu mála árið 1938
er lýst svo:
„Þótt þessum áfanga væri náð var
lífsbaráttan hörð hjá bílstjórastétt-
inni. Vofa atvinnuleysis og kreppu
vofði yfir þjóðinni og þótt stjórn
deildarinnar gerði á hverjum tíma
allt … til að deila jafnt þeirri litlu
vinnu sem fyrir hendi var,“ segir í
sögu Þróttar, bókinni Maður og bíll
sem Ingólfur Jónsson frá Prestbakka
skráði.
Svæðaskipting á vinnumarkaði,
samningar við verkkaupa, sanngjarnt
kaupgjald og fleira slíkt eru áberandi
efnisatriði í sögu félagsins samkvæmt
bókinni. Þegar vel árar hefjast fram-
kvæmdir við gatnagerð og húsbygg-
ingar og nóg er að gera. Vinna fyrir
sveitarfélög, Vegagerðina og verk-
taka hefur alltaf skipt miklu fyrir
Þróttarmenn, sem í dag sækja efni í
námur í Vatnsskarð við Krýsuvík-
urveg, Lambafell í Þrengslum og
Hólabrú í vestanverðu Akrafjalli.
Framarlega í virðiskeðjunni
„Vörubílstjórar eru framarlega í
virðiskeðjunni, og allra áhrifa í efna-
hagslífinu, á hvorn veginn sem er,
gætir fljótt hér,“ segir Stefán.
Fyrstu starfsárin var starfsemi
Þróttar við Reykjavíkurhöfn, en var
síðan flutt á Rauðarárstíg og var
lengi þar sem nú er port lögreglu-
stöðvarinnar við Hlemm. Frá því um
1970 var Þróttur með aðsetur á horni
Borgartúns og Kringlumýrarbrautar
og frá 1997 við Sævarhöfða. Vegna
áforma um íbúðabyggð á Ártúns-
höfða er þó líklegt að innan tíu ára
flytjist starfsemin annað og þá er,
segir Stefán, einkum horft á Gufunes
eða Hólmsheiði. Eignir félagsins við
Sævarhöfða eru í eigu einkahluta-
félags bílstjóra, en Þróttur starfar
samkvæmt skipulagi frjálsra fé-
lagasamtaka. Til hliðar er öflugur
sjúkra- og styrktarsjóður.
Bílstjórarnir eru vinir mínir
Margir bílstjórar hafa verið í Þrótti
í áratugi. Verkefnin ráðast alltaf að
nokkru af því hvernig bílar þeirra
eru, sumir eru í malarflutningum, en
aðrir til dæmis með krana eða krabba
á bílunum sem hentar vel í tiltekin
verkefni. Alls voru bílstjórar á stöð-
inni um 250 um 1980 en þegar verk-
efni og bílar breyttust var tekið fyrir
inngöngu nýrra félagsmanna um
skeið. Í dag eru teknir tveir til fimm
nýir félagsmenn í Þrótt árlega. Inn-
tökuskilyrði eru að eiga vörubíl, vera
með meirapróf og að leyfisbréf ýmis
séu í lagi.
„Hér er aldrei dauð stund,“ segir
Þóra Skúladóttir, skrifstofustjóri hjá
Þrótti síðan 1981. Hennar er að deila
verkefnum á bílstjóra, svara við-
skiptavinum, skrifa út reikninga og
svo mætti áfram telja. „Ég fann mig
fljótt í þessu starfsumhverfi. Hef
eignast vörubílstjórana sem vini og í
raun er þetta eins og fjölskylda mín.“
Vorið er komið og verkefnastaðan góð
- Þróttur í 90 ár - Vörubílaútgerðin er lífsstíll en ekki starf - Vegavinna og langur vinnudagur
- 70 bílstjórar eru í félaginu í dag - Næg verkefni - Stöðin víkur af Sævarhöfða fyrir íbúðabyggð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vörubílar Verkefnin sem félagsmenn í Þrótti sinna eru fjölbreytt og því eru bílarnir hver með sinn búnað og tækni.
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Sagan Floti Þróttarbíla í þá gömlu daga þegar stöðin var við Rauðarárstíg.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samstarfsfólk Stefán og Þóra.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
Þín útivist - þín ánægja
HELLA Sundpoki
Kr. 2.590.-
STEINAR
Coolmax göngusokkar
Kr. 1.490.-
GOLA Barna regnjakki
Kr. 5.990.-
GOLA Barna regnbuxur
Kr. 4.990.-
FJÖRÐUR
Hanskar með gripi
Kr. 2.990.-
DÖGG Regnkápa
Kr. 11.990.-
BRIM Regnkápa
Kr. 8.990.-
VALUR hettupeysa
Kr. 9.990.-
ARIEL
Angora ullarsokkar
Kr. 1.298.-
SALEWA
MS Dropline GTX
Kr. 29.990.-
VIÐAR Ullarhúfa
Kr. 3.990.-
Sverrir Jónsson í Varmadal í Mos-
fellsbæ hefur átt aðild að Þrótti frá
1964, lengst allra núverandi fé-
lagsmanna. Samkvæmt reglum
Þróttar, sem var öðru fremur
Reykjavíkurfélag, var fyrr á tíð
alltaf gert ráð fyrir að menn úr ná-
grannabyggðum gætu verið í félag-
inu, svo sem Mosfellingar. „Ég
keypti bíl, borgaði inntökugjald í
Þrótt og byrjaði síðan útgerð á
Ford árgerð 1956,“ segir Sverrir.
Verkefnin fyrir vörubílstjóra
segir hann strax í upphafi ferils
síns hafa verið ærin og fjölbreytt.
Sjálfur hafi hann mikið verið í
vinnu fyrir Vegagerðina, svo sem á
Mosfellsheiði, Hvalfirði og víðar.
Einnig hafi alltaf verið talsverð
vinna fyrir sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu. Í dag, í apríl
2021, sé nóg að gera vegna breikk-
unar Kjalarnesvegar.
„Hér áður fengu vörubílstjórar
alltaf talsverða vinnu hjá Eimskip,
meðal annars flutninga úr Reykja-
víkurhöfn suður á Keflavík-
urflugvöll fyrir Varnarliðið. Slík
verkefni voru borguð alveg upp í
topp,“ segir Sverrir. „Einhverju
sinni fór ég frá Hafnarhúsinu með
átta tonn af bjórflöskum suður á
flugvöll en var ekki með réttu
farmskjölin. Af því leiddi talsvert
ströggl við tollarana á flugvell-
inum, sem þó leystist að lokum.
Meðan á þófinu stóð velti ég þó fyr-
ir mér hvort ekki væri rétt að snúa
við og fara heim með bjórinn. Ef
svo hefði verið ætti ég sennilega
enn birgðir, slíkt var magnið, segir
Sverrir og að lokum:
„Núna er ég á Man; nýlegum bíl
með 500 hestöfl. Þetta er tólfti
vörubílinn sem ég á og einkanúm-
erið er G-77. Ég endurnýja ekki bíl-
inn eftir þennan, 57 ár í bransanum
er orðinn dágóður tími.“
Sverrir í Varmadal
á vörubílnum í 57 ár
- Varnarliðið borgaði allt upp í topp
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þróttari Nóg að gera nú við vega-
vinnu á Kjalarnesi, segir Sverrir.
Á 90. starfsári Þróttar var
fyrsta konantekin í hóp vörubíl-
stjóra sem félagið mynda. Sú er
Indiana Svala Ólafsdóttir, 25
ára, sem tók meirapróf bílstjóra
fyrir fjórum árum. Kom þá fljót-
lega inn í útgerðina sem faðir
hennar, Ólafur Þór Erlingsson,
er með. Þau starfa saman í dag,
bæði fullgildir Þróttarar. Staðan
í jafnréttismálum hjá Þrótti er
því sú að á móti 70 körlum er
ein kona, sem framkvæmda-
stjórinn væntir að fjölgi senn.
„Tveggja ára fór ég að sitja í
bílnum hjá pabba. Áhuginn á
vörubílstjórum vaknaði því
snemma og hefur fylgt mér all-
ar götur síðan. Ég velti aldrei
fyrir mér hvort bílstjórastarfið
væri eitthvað sérstaklega fyrir
karla frekar en konur,“ segir In-
diana, sem er förðunarfræð-
ingur að mennt - en finnur sig
betur í öðrum störfum.
„Í mínu tilviki kom nánast af
sjálfu sér að ég yrði vörubíl-
stjóri og við pabbi erum sitt á
hvað á Benzunum tveimur,“
segir Indiana. „Annar þeirra bíla
er með dráttarvagni og hinn
með sleðapalli, þar sem hægt er
að draga upp gáma og fleira
slíkt. Með tveimur bílum verða
verkefnin fjölbreytt og síðustu
daga hef ég mikið verið í því að
sækja jarðveg úr námum og
flytja hingað á Þróttarsvæðið.“
Fyrsta konan
INDIANA Í ÞRÓTTI
Bílstjóri Indiana situr undir stýri.