Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Undanfarinn áratug hefur landslagið
á íþróttavörumarkaði tekið miklum
breytingum á Íslandi.
Sú þróun hófst að einhverju leyti
með því að Intersport rifaði seglin og
lokaði verslun í Lindunum rúmu ári
eftir að Sports Direct-verslun var
opnuð á Smáratorgi skammt frá. Það
var svo árið 2017 sem Festi ákvað að
loka Intersport á Íslandi.
Sports Direct óx fiskur hrygg eftir
að verslunin var flutt í Lindirnar en
samkeppnin dróst saman með brott-
hvarfi Intersport úr Kópavogi.
Að sögn sérfræðinga á markaðnum
hefur hlutdeild Sports Direct á mark-
aðnum síðan dalað, ekki síst eftir að
Sports Direct keypti út hlut Sigurðar
Pálma Sigurbjörnssonar athafna-
manns vorið 2018.
Skapaði tækifæri á markaði
Fleiri fyrirtæki nutu góðs af
undanhaldi Intersport.
Þannig kom fram í viðtali Morgun-
blaðsins við Ævar Sveinsson, stofn-
anda og eiganda Sport 24, í febrúar
síðastliðnum að brotthvarf Intersport
hefði skapað svigrúm á markaðnum.
Það hefði hann nýtt sér með því að
stofna Sport 24. Salan hefur síðan
aukist ár frá ári og opnaði Ævar
fjórðu Sport 24-verslunina á Smára-
torgi í febrúar síðastliðnum.
Fyrir helgi var svo greint frá kaup-
um Íslenskrar fjárfestingar og inn-
flutningsfyrirtækisins J.S. Gunnars-
sonar á Útilífi af Högum.
Með því hafa Hagar og Festi sagt
skilið við þennan markað.
Sérfræðingur í íþróttavöruverslun
sagði mikil tækifæri felast í því fyrir
Útilíf, og aðrar íþróttavöruverslanir,
að markaðurinn sé í miklum vexti á
Íslandi. Ekki síst vegna þess að eldra
fólk sé virkara í íþróttum en áður.
J.S. Gunnarsson er í eigu syst-
kinanna Steindórs, Heiðu og Jóhanns
Inga Gunnarsbarna. Einar Stein-
dórsson, framkvæmdastjóri fjárfest-
inga hjá Íslenskri fjárfestingu, er
jafnframt sonur Steindórs Gunnars-
sonar og tengist því kaupunum úr
tveimur áttum. Einar segir kaupin í
vinnslu og hann geti því ekki tjáð sig
mikið um þau á þessari stundu. Hitt
sé ljóst að mikil tækifæri séu fram
undan á íþrótta- og útivistarmarkaði.
„Það hefur verið ótrúleg gróska á
þessum markaði undanfarið ár sem
kemur til af gríðarlega sterkri innan-
landsverslun. Félagið hefur verið í
öruggum faðmi Haga í langan tíma og
í einhvern tíma skilgreint fyrir utan
kjarnastarfsemi þess. Það má því
skerpa á framtíðarsýn félagsins og
gera það framsæknara í sinni nálgun
bæði á markaði og til viðskiptavina;
efla vefsölu og vera með betri sérhæf-
ingu í útivistarvörum og skíðavörum.
Þannig að við teljum að þetta félag
eigi inni töluverðan vöxt. Þetta hefur
verið afar stöðugur rekstur í mörg ár
og það er sá grunnur sem við mynd-
um vilja byggja ofan á,“ segir Einar.
Opnaði vefverslun í fyrra
Útilíf er með verslanir í Smáralind
og Kringlunni en félagið opnaði vef-
verslun í byrjun síðasta árs, rétt áður
en kórónuveirufaraldurinn hófst.
Þess má geta að J.S. Gunnarsson,
sem er innflutningsfyrirtæki í sport-
vöru, hafði haft augastað á smásölu
áður en það keypti hlut í Útilífi.
Annar sérfræðingur á þessum
markaði sagði Útilíf hafa alla burði til
að verða öflugt fyrirtæki á þessum
markaði. Það hefði háð fyrirtækinu
að vera hluti af smásölurisa.
„Stjórnendur Haga höfðu ekki
hugann við þessa deild af smásölu,
heldur við stórinnkaup og Excel-
skjöl. Það dugar ekki í þessum rekstri
að liggja yfir Excel-skjölum, heldur
þarf að geta sýnt sveigjanleika,“
sagði sérfræðingurinn sem taldi Úti-
líf nú í betri höndum.
Sækja fram í netverslun
Netverslunum með íþróttavörur
fjölgaði þegar eigendur Músik og
Sport annars vegar og Sport 24 hins
vegar opnuðu netverslanir.
Rifja má upp í þessu samhengi að
vorið 2017 sagði Jón Björnsson, þá-
verandi forstjóri Festar, í samtali við
Morgunblaðið að þessi verslunargeiri
væri erfiður. Vísaði svo til þess að sí-
fellt fleiri kaupi föt á netinu. Tilefnið
var að Intersport var að hætta.
Eftir að kórónuveirufaraldurinn
hófst hefur innlend netverslun með
íþróttavörur hins vegar blómstrað.
Kaupmenn segja hluta skýringar-
innar þann að verslunarferðir til út-
landa hafi fallið niður og svo hitt að
verðmunur milli landa hafi minnkað.
Viðskiptavinir geri verðsamanburð
og telji margir hagkvæmara og þægi-
legra að kaupa vöruna á Íslandi.
Bríet Pétursdóttir, framkvæmda-
stjóri Músik og Sport, segir verslun-
inni hafa vegnað vel í faraldrinum.
Hún þakkar það meðal annars því að
hafa opnað netverslun í nóvember
2019, eða skömmu áður en faraldur-
inn hófst. Bríet segir koma til greina
að flytja í stærra húsnæði ef tækifæri
skapast en verslunin, sem var stofnuð
1971, er að hennar sögn elsta íþrótta-
vöruverslun landsins og fagnar
hálfrar aldar afmæli í ár.
Við þetta má bæta að eigendur
Sportís eru að undirbúa flutning í
margfalt stærra húsnæði. Þá hafa
eigendur Jóa Útherja og Eins og fæt-
ur toga fjölgað verslunum.
Loks hefur fyrirtækið S4S verið í
miklum vexti en það rekur meðal
annars vefverslunina air.is sem sér-
hæfir sig í íþrótta- og lífsstílsvörum
frá Nike. Fram kom í Viðskipta-
Mogganum að sprenging hefði orðið í
netsölu hjá S4S í faraldrinum.
Sportvali hefur líka vegnað vel.
Uppstokkun í íþróttavörum
- Sala á íþróttafatnaði á Íslandi hefur aukist síðustu ár og sjá fjárfestar ýmis tækifæri á markaðnum
- Innlendar verslanir styrkja stöðu sína með vefverslun - Nýir eigendur Útilífs sjá tækifæri á netinu
Uppstokkun í íþróttavöruverslun 2012-2021
Heimildir: Greinasafn Morgunblaðsins/
fulltrúar verslananna og vefsíður þeirra
2012
maí
Sports
Direct
verslun
opnuð á
Smáratorgi
2019
september
Önnur
verslun
Jóa Útherja
opnuð í
Bæjarhrauni
í Hafnarfirði
2013
september
Verslun
Intersport
í Lindum
lokað
haust
Sport
24-verslun
opnuð í
Miðhrauni í
Garðabæ
nóvember
Sports
Direct flytur
í Lindirnar, í
sama rými
og Intersport
var í áður
nóvember
Ný verslun
Eins og fætur
toga opnuð í
Kringlunni
Músik og
sport opnar
netverslun
2017
sumar
Verslunum Intersport
á Íslandi lokað – þ.e.
verslun á Höfða-
bakka og smærri
verslunum á Selfossi
og á Akureyri
2020
vor
Eigendur
Sport 24 kaupa
K-sport í Keflavík
og opna þar
verslun undir
eigin merkjum
2018
september
Ný verslun
Eins og
fætur toga
opnuð í
Orkuhúsinu*
2021
febrúar
Sport
24-verslun
opnuð á
Smáratorgi
haust
Sport
24-verslun
opnuð í
Sundaborg
í Reykjavík
apríl
Íslensk
fjárfesting
og J.S.
Gunnarsson
kaupa Útilíf
af Högum
desember
Verslunin
Sportval
opnuð í
Selásnum í
Reykjavík
sumar
Sportís
hyggst flytja
úr Mörkinni
í stærra
húsnæði í
Skeifunni
*Versluninni var lokað með flutningi Orkuhússins í Urðarhvarf. Þá var verslun
Eins og fætur toga lokað í Bæjarlind en ný verslun opnuð á Höfðabakka 10.10. sl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Smáratorgi Sport 24 Outlet er gegnt Sports Direct í Kópavoginum.
kerfisáhætta ekki aukist að neinu
marki síðustu misseri. Enn ríkir
nokkur óvissa um gæði útlána fjár-
málafyrirtækja og afskriftarþörf
vegna farsóttarinnar.“
Þá segir að eiginfjár- og lausafjár-
staða stóru bankanna þriggja sé
sterk, þeir búi yfir viðnámsþrótti til
að takast á við neikvæðar afleiðingar
farsóttarinnar.
Enn er óvissa um efnahagsáhrif af
völdum Covid-19-farsóttarinnar.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjár-
málastöðugleikanefndar Seðlabanka
Íslands. Þar segir einnig að laust
taumhald peningastefnu og þjóð-
hagsvarúðar og aðgerðir stjórnvalda
hafi stutt við heimili og fyrirtæki.
„Þrátt fyrir verðhækkanir á eigna-
mörkuðum hefur sveiflutengd
Stuðningur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Enn óvissa um
efnahagsáhrif
- Eiginfjár- og lausafjárstaða banka góð