Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undanfarinn áratug hefur landslagið á íþróttavörumarkaði tekið miklum breytingum á Íslandi. Sú þróun hófst að einhverju leyti með því að Intersport rifaði seglin og lokaði verslun í Lindunum rúmu ári eftir að Sports Direct-verslun var opnuð á Smáratorgi skammt frá. Það var svo árið 2017 sem Festi ákvað að loka Intersport á Íslandi. Sports Direct óx fiskur hrygg eftir að verslunin var flutt í Lindirnar en samkeppnin dróst saman með brott- hvarfi Intersport úr Kópavogi. Að sögn sérfræðinga á markaðnum hefur hlutdeild Sports Direct á mark- aðnum síðan dalað, ekki síst eftir að Sports Direct keypti út hlut Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar athafna- manns vorið 2018. Skapaði tækifæri á markaði Fleiri fyrirtæki nutu góðs af undanhaldi Intersport. Þannig kom fram í viðtali Morgun- blaðsins við Ævar Sveinsson, stofn- anda og eiganda Sport 24, í febrúar síðastliðnum að brotthvarf Intersport hefði skapað svigrúm á markaðnum. Það hefði hann nýtt sér með því að stofna Sport 24. Salan hefur síðan aukist ár frá ári og opnaði Ævar fjórðu Sport 24-verslunina á Smára- torgi í febrúar síðastliðnum. Fyrir helgi var svo greint frá kaup- um Íslenskrar fjárfestingar og inn- flutningsfyrirtækisins J.S. Gunnars- sonar á Útilífi af Högum. Með því hafa Hagar og Festi sagt skilið við þennan markað. Sérfræðingur í íþróttavöruverslun sagði mikil tækifæri felast í því fyrir Útilíf, og aðrar íþróttavöruverslanir, að markaðurinn sé í miklum vexti á Íslandi. Ekki síst vegna þess að eldra fólk sé virkara í íþróttum en áður. J.S. Gunnarsson er í eigu syst- kinanna Steindórs, Heiðu og Jóhanns Inga Gunnarsbarna. Einar Stein- dórsson, framkvæmdastjóri fjárfest- inga hjá Íslenskri fjárfestingu, er jafnframt sonur Steindórs Gunnars- sonar og tengist því kaupunum úr tveimur áttum. Einar segir kaupin í vinnslu og hann geti því ekki tjáð sig mikið um þau á þessari stundu. Hitt sé ljóst að mikil tækifæri séu fram undan á íþrótta- og útivistarmarkaði. „Það hefur verið ótrúleg gróska á þessum markaði undanfarið ár sem kemur til af gríðarlega sterkri innan- landsverslun. Félagið hefur verið í öruggum faðmi Haga í langan tíma og í einhvern tíma skilgreint fyrir utan kjarnastarfsemi þess. Það má því skerpa á framtíðarsýn félagsins og gera það framsæknara í sinni nálgun bæði á markaði og til viðskiptavina; efla vefsölu og vera með betri sérhæf- ingu í útivistarvörum og skíðavörum. Þannig að við teljum að þetta félag eigi inni töluverðan vöxt. Þetta hefur verið afar stöðugur rekstur í mörg ár og það er sá grunnur sem við mynd- um vilja byggja ofan á,“ segir Einar. Opnaði vefverslun í fyrra Útilíf er með verslanir í Smáralind og Kringlunni en félagið opnaði vef- verslun í byrjun síðasta árs, rétt áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Þess má geta að J.S. Gunnarsson, sem er innflutningsfyrirtæki í sport- vöru, hafði haft augastað á smásölu áður en það keypti hlut í Útilífi. Annar sérfræðingur á þessum markaði sagði Útilíf hafa alla burði til að verða öflugt fyrirtæki á þessum markaði. Það hefði háð fyrirtækinu að vera hluti af smásölurisa. „Stjórnendur Haga höfðu ekki hugann við þessa deild af smásölu, heldur við stórinnkaup og Excel- skjöl. Það dugar ekki í þessum rekstri að liggja yfir Excel-skjölum, heldur þarf að geta sýnt sveigjanleika,“ sagði sérfræðingurinn sem taldi Úti- líf nú í betri höndum. Sækja fram í netverslun Netverslunum með íþróttavörur fjölgaði þegar eigendur Músik og Sport annars vegar og Sport 24 hins vegar opnuðu netverslanir. Rifja má upp í þessu samhengi að vorið 2017 sagði Jón Björnsson, þá- verandi forstjóri Festar, í samtali við Morgunblaðið að þessi verslunargeiri væri erfiður. Vísaði svo til þess að sí- fellt fleiri kaupi föt á netinu. Tilefnið var að Intersport var að hætta. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur innlend netverslun með íþróttavörur hins vegar blómstrað. Kaupmenn segja hluta skýringar- innar þann að verslunarferðir til út- landa hafi fallið niður og svo hitt að verðmunur milli landa hafi minnkað. Viðskiptavinir geri verðsamanburð og telji margir hagkvæmara og þægi- legra að kaupa vöruna á Íslandi. Bríet Pétursdóttir, framkvæmda- stjóri Músik og Sport, segir verslun- inni hafa vegnað vel í faraldrinum. Hún þakkar það meðal annars því að hafa opnað netverslun í nóvember 2019, eða skömmu áður en faraldur- inn hófst. Bríet segir koma til greina að flytja í stærra húsnæði ef tækifæri skapast en verslunin, sem var stofnuð 1971, er að hennar sögn elsta íþrótta- vöruverslun landsins og fagnar hálfrar aldar afmæli í ár. Við þetta má bæta að eigendur Sportís eru að undirbúa flutning í margfalt stærra húsnæði. Þá hafa eigendur Jóa Útherja og Eins og fæt- ur toga fjölgað verslunum. Loks hefur fyrirtækið S4S verið í miklum vexti en það rekur meðal annars vefverslunina air.is sem sér- hæfir sig í íþrótta- og lífsstílsvörum frá Nike. Fram kom í Viðskipta- Mogganum að sprenging hefði orðið í netsölu hjá S4S í faraldrinum. Sportvali hefur líka vegnað vel. Uppstokkun í íþróttavörum - Sala á íþróttafatnaði á Íslandi hefur aukist síðustu ár og sjá fjárfestar ýmis tækifæri á markaðnum - Innlendar verslanir styrkja stöðu sína með vefverslun - Nýir eigendur Útilífs sjá tækifæri á netinu Uppstokkun í íþróttavöruverslun 2012-2021 Heimildir: Greinasafn Morgunblaðsins/ fulltrúar verslananna og vefsíður þeirra 2012 maí Sports Direct verslun opnuð á Smáratorgi 2019 september Önnur verslun Jóa Útherja opnuð í Bæjarhrauni í Hafnarfirði 2013 september Verslun Intersport í Lindum lokað haust Sport 24-verslun opnuð í Miðhrauni í Garðabæ nóvember Sports Direct flytur í Lindirnar, í sama rými og Intersport var í áður nóvember Ný verslun Eins og fætur toga opnuð í Kringlunni Músik og sport opnar netverslun 2017 sumar Verslunum Intersport á Íslandi lokað – þ.e. verslun á Höfða- bakka og smærri verslunum á Selfossi og á Akureyri 2020 vor Eigendur Sport 24 kaupa K-sport í Keflavík og opna þar verslun undir eigin merkjum 2018 september Ný verslun Eins og fætur toga opnuð í Orkuhúsinu* 2021 febrúar Sport 24-verslun opnuð á Smáratorgi haust Sport 24-verslun opnuð í Sundaborg í Reykjavík apríl Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson kaupa Útilíf af Högum desember Verslunin Sportval opnuð í Selásnum í Reykjavík sumar Sportís hyggst flytja úr Mörkinni í stærra húsnæði í Skeifunni *Versluninni var lokað með flutningi Orkuhússins í Urðarhvarf. Þá var verslun Eins og fætur toga lokað í Bæjarlind en ný verslun opnuð á Höfðabakka 10.10. sl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Smáratorgi Sport 24 Outlet er gegnt Sports Direct í Kópavoginum. kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Enn ríkir nokkur óvissa um gæði útlána fjár- málafyrirtækja og afskriftarþörf vegna farsóttarinnar.“ Þá segir að eiginfjár- og lausafjár- staða stóru bankanna þriggja sé sterk, þeir búi yfir viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar. Enn er óvissa um efnahagsáhrif af völdum Covid-19-farsóttarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjár- málastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Þar segir einnig að laust taumhald peningastefnu og þjóð- hagsvarúðar og aðgerðir stjórnvalda hafi stutt við heimili og fyrirtæki. „Þrátt fyrir verðhækkanir á eigna- mörkuðum hefur sveiflutengd Stuðningur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands. Enn óvissa um efnahagsáhrif - Eiginfjár- og lausafjárstaða banka góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.