Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Að undanförnu hef- ur gervigreind verið áberandi í umræðunni og eru deildar skoð- anir um gildi hennar. Gervigreindin kom fyrst fram um miðja síðustu öld en þó var aðferðafræðin og nálgunin komin fram mun fyrr. Stærðfræð- ingar og vísindamenn höfðu áður lagt fram kenningar og aðferðafræði sem gervigreindin byggist meðal annars á og fram- sæknir listamenn fóru fljótlega að nýta sér þessar nýju aðferðir í list- sköpun sinni. Það var ekkert nýtt að tónskáld nýttu sér stærðfræði og reikni- formúlur við tónsköpun. Arnold Schönberg, Alban Berg og Anton Weber hönnuðu og þróuðu tón- smíðakerfi (seríalisma) sem byggðist á einföldum reiknijöfnum sem má tengja við gervigreind. Mozart nýtti ýmsa talnatækni og „glundroða“ (randomness) við sína tónsköpun, m.a. í tónlistarleik síns tíma sem gekk undir nafninu Wür- felspiel/Dice music, Bach beitti hlutfallareikningi í mörgum af sín- um þekktustu verkum, Iannis Xeankis beitti líkindafræði og Markov-keðjum við tónsmíðar og í dag hika listamenn ekki við að nýta sér nýja tækni til fjöl- breyttrar listsköpunar. Gervigreind birtist víða í sam- félaginu og eru útgáfurnar mjög ólíkar, allt frá einföldum kerfum til fjölþættra kerfa sem skila nið- urstöðum sem oft er ómögulegt að greina hvort hafi ver- ið fengnar með aðstoð gervigreindar eða hefðbundnari aðferð- um. Þótt útfærslur gervigreindar séu margar er hægt að benda á tvo af helstu þáttum hennar sem eru „greinandinn“ (analyzer/machine le- arning) og „gerand- inn“ (creation/ generative/process). Greinandinn greinir þætti sem tengjast viðkomandi viðfangsefni niður í smæstu einingar en ger- andinn býr til afurð annaðhvort út frá gefnum forsendum eða nið- urstöðum frá greinanda. T.d. eru andlits- og fingrafaraskannar í snjallsímum dæmi um greinanda og sjálfkeyrandi ökutæki á plán- etunni Mars dæmi um geranda. Sú gervigreindargerð sem mest er notuð í listsköpun byggist oft á hvorutveggja. Greinandinn nemur og greinir það efni sem listamað- urinn setur inn í kerfið en þá tek- ur gerandinn við og skapar lista- verk út frá forsendum listamannsins. Með þekkingu lista- mannsins á kerfinu hefur hann fullkomna stjórn á því og getur þar með stýrt útkomunni í smáat- riðum. Með þessu opnast óteljandi möguleikar fyrir listamanninn á að rannsaka og gera tilraunir með listrænar hugmyndir sínar í þeim tilgangi að skapa hið „fullkomna“ listaverk ásamt því að skerpa á sínum persónulega listræna stíl. Þessi nýja tækni opnar jafn- framt ótal leiðir fyrir nýja og öfl- uga kennsluhætti. Það tekur t.d. þróað tónsmíðakerfi örfáar sek- úndur að greina og semja tónefni út frá gefnum forsendum nemanda sem gerir honum í kjölfarið fært að læra tónfræði, aðferðafræði, formfræði og tónlistarsögu með auðveldum hætti og á örskömmum tíma. Með þessari tækni gefst nem- andanum einnig færi á að hraða sínu námi til muna ásamt því að auka fjölbreytni, frumleika og gæði námsins en síðast en ekki síst gefur þetta honum færi á að vinna meira með sína listrænu sýn og styrkja sinn persónulega stíl við listsköpun. Slík kerfi henta einnig vel til fjarkennslu þar sem öll samskipti nemanda og kennara fara fram í gegnum gervigreind- arkerfið – sem að sjálfsögðu er á stafrænu formi. Auk styttri náms- tíma mun kostnaður nemandans og menntakerfisins í heild minnka stórlega. Gervigreind er sívaxandi þáttur í nútímasamfélagi, hvort sem er á sviði vísinda, tækni eða menning- ar. Meðal þeirra atriða sem nauð- synlegt er að taka tillit til við fag- legt mat á gervigreind eru gæði og áreiðanleiki við notkun. Það er því nauðsynlegt að hanna mælikvarða sem gefur til kynna gæði, getu og umfang sérhvers gervigreind- arkerfis. Með því væri hægt að leggja mat á viðkomandi gervi- greind með nýjum fjölþættum mælikvarða sem hugsanlega mætti kalla gervigreindarvísitölu en hún sýndi dýpt, færni og öryggi kerf- isins. Slíkur mælikvarði er einnig nauðsynlegur út frá þeirri þróun sem er í gangi því gervigreind í dag er aðeins forspil að framtíð og verður í framtíðinni aðeins eining í stærra og flóknara greindarkerfi. Frá því gervigreindin leit fyrst dagsins ljós hafa margar bölsýnis- spár komið fram. Þær þekktustu eru frá upphafi þessarar aldar þegar nokkrir af frumkvöðlum vís- inda og tækni spáðu því að gervi- greindin myndi í framtíðinni taka yfir alla stjórn á jarðríki og að lok- um tortíma öllu jarðlífi. Það sem er merkilegt við þessar framtíð- arspár er að aldrei var gert ráð fyrir að gervigreindin gæti tekið yfir alla stjórn á jarðríki og bjarg- að heiminum frá tortímingu né að mannkynið næði að þróa með sér hæfni og færni til að nýta þessa nýju tækni til að búa til betri heim með fjölbreyttara, þægilegra og betra lífi en áður hefur þekkst – eins og raunin hefur verið með flestar tækninýjungar. Það er þó alltaf hugsanlegt að „svarthöfðar framtíðarinnar“ nái að nýta sér þessa tækni til slæmra verka en það hefur aldrei þurft gervigreind né sérstaka greind til þess hingað til. Gervigreind og glundroði Eftir Kjartan Ólafsson » Gervigreind er sívax- andi þáttur í nútíma- samfélagi, hvort sem er á sviði vísinda, tækni eða menningar. Kjartan Ólafsson Höfundur er tónskáld og höfundur gervigreindarforritsins Calmus og hefur starfað sem prófessor og stundakennari við Listaháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands og sem ges- taprófessor við erlenda háskóla. Hann rekur einnig sprotafyrirtækið ErkiTónlist sf. kjartan.olafsson@calmus.is Síðan Sovjetið féll og kaupfélögin til sömu tíðar hafa vinstri menn verið hálfmunaðarlausir og ekki að ná átt- um. Helst hafa þeir snúið sér að því að tína upp plast og stunda hjólreiðar. Holl útivist er auðvitað jákvæð en meðan vinstrið er úti að hjóla er ný- frjálshyggjan orðin hið daglega sakramenti og fáir til andmæla. Nógu margir eru þó flokkarnir sem leiða vilja okkur til grænna lífs, en landsmenn fáir og smáir á heims- ins mælikvarða. Evrópa m.a.s. er lítil til afreka á þessu sviði miðað við stóru löndin í Asíu með alla milljarðana þar og fjölgandi. Við ættum að hætta þessari plastt- ínslu, sem ekkert munar um, en snúa okkur heldur að því að flytja út hug- sjónir íslenskra stjórnmálaflokka Ef Xi í Kína myndi kynnast hug- sjónum VG í umhverfis- og auðlinda- málum og og Indverjar t.d. tækju sér Samfó og Dag til fyrirmyndar í fækk- un einkabíla eða Malasar kræktu sér í fyrrverandi fískiráðherra frá Við- reisn, þá færu hjólin að snúast í rétta átt og upp risi ný jörð og græn. Sunnlendingur. Rusl Nóg er til af plasti í heiminum. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12. Veröld ný og græn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.