Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 62
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Listaverk endurspegla alltaf lista-
manninn með einhverjum hætti.
Ég hefði ekki gert svona verk fyrir
tíu árum af því ég er ekki sama
manneskja og ég var þá. Það er
gott ef maður getur leyft sér að
sleppa tökunum og skjóta sífellt út
nýju brumi,“ segir Þórdís Claes-
sen, en myndlistarsýning hennar
Djöfulgangur og heiðríkja stendur
nú yfir á Mokka kaffihúsi við
Skólavörðustíg.
„Mokka er einstakur staður og
mér finnst mikill heiður að fá að
sýna hér aftur, en ég hélt sýningu
hér síðast fyrir tíu árum. Hún var
töluvert öðruvísi, en þá var ég ný-
flutt heim frá New York þar sem
ég hafði búið í tvö ár. Mér finnst
gott að finna að ég þróast og
breytist, að ég þen út boxið mitt,“
segir Þórdís og bætir við að nafnið
Djöfulgangur og heiðríkja hafi hún
valið af því hún vildi hafa eitthvert
bit í því.
„Þessi tvö orð eru skemmtilegar
andstæður. Orðið djöfulgangur er
samt jákvætt orð, felur í sér fyrir-
ferð og brambolt, það er líflegt, en
heiðríkja stendur fyrir eitthvað
rólegra.“
Myndirnar níu sem eru á sýning-
unni eru afar litríkar og segir Þór-
dís þær allar vera ljósmyndir og
teikningar sem hún hafi sett sam-
an.
„Ég kýs að nota mitt eigið efni.
Ég teikna ýmist með tölvupenna
beint í tölvuna eða með bleki og
vatnslitum á pappír og skanna inn.
Niðurstaðan endar alltaf á skján-
um hjá mér og ég prenta hana á
striga. Ég mála ekki á strigann
með pensli. Ég vil með þessari sýn-
ingu leiðrétta þann misskilning að
grafískir hönnuðir geti ekki haldið
myndlistarsýningu,“ segir Þórdís,
sem er starfandi grafískur hönn-
uður.
„Þegar grafískur hönnuður sem
vinnur við tölvur setur upp mynd-
listarsýningu, þá spyr sumt fólk:
Getur þú ekki bara prentað verkin
út endalaust? Mitt svar er að ég
set mér þá reglu að búa aðeins til
eitt eintak af hverri mynd, til að
gera það sérstakt. Ég prenta í
mesti lagi tvö eintök, ef einhver
grenjar nógu mikið í mér,“ segir
Þórdís og hlær.
Vissulega gallsúr samsetning
Verkin á sýningunni eru afar
ólík en þó kemur sama persónan
fyrir á tveimur myndum; dr. Spock
úr Star Trek-sjónvarpsþáttunum.
Á annarri myndinni er hann í hlut-
verki íslensks veðurfræðings við
veðurkort af Íslandi en á hinni er
hann rokkstjarna.
„Mér finnst Spock bæði töff og
heillandi. Hann segir svo margt
vitsmunalegt, hann er rödd skyn-
seminnar í ólgusjó vitleysunnar.
Mér finnst hann sætur og
skemmtilegur, þess vegna setti ég
þetta saman, en ég hef verið að
horfa á Star Trek-sjónvarps-
seríurnar frá sjöunda áratugnum.
Ég heillast bæði af mynd- og hljóð-
heimi þess tíma, sem hægt er að
tengja við popplist; þetta frum-
stæða þegar tæknibrellurnar voru
ekki orðnar eins flottar og þær eru
í dag. Þetta er allt svo heimilislegt.
Ég hef líka gaman af íslenskri
nostalgíu, ég man eftir veður-
fréttum þegar kassinn var á pedal
og snerist og veðurfræðingar voru
með prik. Þessi samsetning hjá
mér á Spock og veðurfréttum er
vissulega gallsúr, en mér finnst
hún skemmtileg. Ég setti Spock í
leðurjakka, en ég stíla inn á að í
hverri mynd sé eitthvað sem fólk
kannast við og það skynji húm-
orinn á bak við.“
Þórdís segist hafa tekið mynd-
irnar af Spock sem skjámyndir úr
þáttunum.
„Aðaláskorunin er að setja þetta
saman svo það virki. Ég bý til per-
sónu sem er ekki til nema á sjón-
varpsskjá og set hana í nýtt sam-
hengi. Þetta er mín samsetning. Á
hinni myndinni af honum, sem
heitir Spock í Reykjavík og vísar
til heimildarmyndarinnar Rokk í
Reykjavík, er skrokkurinn hans af
ljósmynd sem ég tók á tónleikum á
Airwaves fyrir fimmtán árum.
Þetta er einhver æðislegur gæi,
forsprakki í einhverju rokkbandi,
en húðflúrin eru uppspuni frá mér.
Á bringuna hef ég flúrað merki
Star Trek, og á upphandlegginn
setti ég apann Óla, tuskudýr sem
er í uppáhaldi í minni fjölskyldu.
Mér fannst mjög fyndið að smella
því á svalan rokkara.“
Prumpandi einhyrningur
Eitt af verkum Þórdísar sýnir
samsetta mynd af Jesú Kristi og
guðinum Shiva úr hindúisma.
„Ég vann þetta verk úr ljósmynd
sem ég tók af höggmynd af Jesú
eftir Bertel Thorvaldsen í Frúar-
kirkjunni í Kaupmannahöfn, okkar
manni í Danmörku. Ég bætti sex
höndum á Jesú af því mér finnst
gaman að krosstengja trúarbrögð
og má út einhver mörk. Þarna eru
líka reiðhjól og ég kalla þessa
mynd Hjólagoð eða á ensku His
Bikeness. Kannski er þetta vernd-
ari hjólreiðafólks,“ segir Þórdís,
sem ekki vill taka sig of hátíðlega.
Önnur mynd vekur athygli;
glimmerskreytt mynd með ein-
hyrningi sem prumpar stjörnum.
„Ég hef aldrei gert svona bleika
barnafantasíumynd áður en mig
langaði til að hanna morgunkorns-
pakka sem börn væru brjáluð í. Ég
hef alltaf heillast af klisjukenndri
neyslumenningu og það kallast
auðvitað á við mínar æskuminn-
ingar og þessa amerísku menningu
sem er búin til fyrir börn til að
gera þau tjúlluð. Ég er að reyna að
vera eins dísæt og væmin og ég
mögulega kemst upp með í þessu
verki.“
Á mynd sem heitir Súpa hússins
er m.a. að finna merki Pönksafns
Íslands, Gretti sterka, risakött og
fígúrur sem Þórdís lánaði hljóm-
sveitinni Langa Sela og Skugg-
unum á sínum tíma til að hafa á
plötualbúmi. Á annarri mynd eru
áþekkar tónlistarfígúrur, en sjálf
er Þórdís tónlistarkona, hún spilar
bæði á trommur og bassa.
Aðalmyndin á sýningunni er
andlitsmynd af systur Þórdísar,
skjótandi af tveimur skamm-
byssum.
„Þetta er Sigga litla systir mín,
hún er orðin 26 ára dásamleg
stelpa. Bróðir minn tók ljósmynd
af henni sem ég vann alveg í
klessu, ég fékk skotleyfi til að gera
hvað sem ég vildi. Mér fannst mjög
gaman að breyta systur minni í
James Bond-geimgellu sem er
brjáluð að leita að einhverjum
Pétri, enda ber myndin heitið Hvar
er Pétur?“
Djöfulgangur
og heiðríkja
- Þórdís Claessen tekur sig ekki of há-
tíðlega eins og sjá má á sýningu hennar
xxx
Dr. Spock Hér spáir sá mikli höfðingi í veðrið, á einu af verkum Þórdísar.
Hvar er Pétur? Verk Þórdísar af
systur hennar, geimgellunni.
Listamaður Þórdís
Claessen við verkið
Hjólagoð eða á
ensku His Bikeness.
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021