Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 67

Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Sýningaropnun kl. 14, laugardaginn 24. apríl sýning í tilefni 25 ára samstarfs með Gallerí Fold Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum BILSON 17. apríl - 2. maí Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Gelísprautun • Gefur náttúrulega fyllingu • Grynnkar línur og hrukkur • Sléttir húðina Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum frá Neauvia Organic. Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. Kvikmyndir með konum í aðalhlut- verkum voru mun færri á lista yfir þær 100 tekjuhæstu í Bandaríkj- unum í fyrra en árið á undan, að því er fram kemur í frétt á vef Variety sem skrifuð er upp úr nýrri skýrslu, It’s a Man’s (Celluloid) World re- port, sem tekin er saman af stofn- uninni Center for the Study of Wo- men in Television and Film við San Diego State-háskólann sem fylgist með og skrásetur hlut kvenna í kvikmyndum vestanhafs. Í skýrsl- unni kemur fram að aðeins 29% af 100 tekjuhæstu kvikmyndunum sem sýndar voru í kvikmyndahús- um í Bandaríkjunum í fyrra voru með konum í aðalhlutverkum. Árið 2019 voru þær 40%. Þykir þetta mikil afturför í ljósi þess að hlutur kenna hafði farið vaxandi árin tvö á undan, 2018 og 2019. Til skýringar segir að með aðal- hlutverki sé átt við persónu sem sagan sé sögð út frá, þ.e. frá hennar sjónarhorni. Yfir 1.700 hlutverk í kvikmyndum voru tekin til skoð- unar, úr 100 tekjuhæstu mynd- unum. Vegna Covid-19 voru kvik- myndahús ýmist lokuð eða opin takmörkuðum fjölda gesta í fyrra og hafði það mögulega einhver áhrif. Þá var frumsýningum á nokkrum kvikmyndum með konum í aðalhlutverkum frestað og sumar slíkra kvikmynda sýndar bæði í streymisveitum og bíóhúsum. Frestað Black Widow átti að frumsýna í fyrra en henni var frestað til 2021. Kvenkyns aðalpersónum snarfækkaði milli ára Útflutningsskrif- stofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt í nor- rænni viðburða- seríu í streymi sem nefnist „Cof- fee with the Nor- dics“, undir merkjum NO- MEX og fer einn slíkur viðburður fram í dag, 15. apr- íl, kl. 8. Markmið seríunnar er að varpa ljósi á þá vinnu sem fram fer á bak við tjöldin í tónlistarbransanum, að því er fram kemur í tilkynningu en NOMEX er samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsskrif- stofanna. Segir að hlutverk þeirra flestra sé ekki bara að kynna nor- ræna tónlist á alþjóðavísu heldur jafnframt styðja við uppbyggingu á innviðum tónlistarbransans í hverju landi fyrir sig. Meðlimir NOMEX eru, auk ÚTÓN, Music Export Den- mark, Music Finland, Music Norway og Export Music Sweden. Viðburðurinn í dag felst í því að ÚTÓN mun bjóða til sín góðum gestum í morgunkaffi og fjalla um tónlist í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Hrefna Helgadóttir, nýráð- inn verkefnastjóri kynningarmála hjá ÚTÓN, mun ræða við Atla Örv- arsson og Colm O’Herlihy, stofn- endur INNI Music sem einbeitir sér að því að forleggja (e. publishing) fyrir tónskáld og pródúsera og er það í tilkynningu sagt lykilskref í því ferli að koma verkum í umferð af þessu tagi og skapa tækifæri við tón- setningu eða stök lög (e. sync) og kvikmyndatónlist (e. score). Vaxandi tekjulind INNI Music var stofnað fyrir tveimur árum og er fyrsta fyrirtæk- ið hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði, sem tónlistarforleggjari, og á m.a. í samstarfi við tónlistarfólk á borð við Amiinu, Sin Fang, Skúla Sverrisson, Kára Einarsson, Ayiu, múm og Úlf Hansson. „Hljóð- setning af þessu tagi er ekki bara ört vaxandi tekjulind fyrir tónlistarfólk, sem hefur margt hvert misst af tekjumöguleikum vegna Covid- faraldursins, en íslenskt tónlistar- fólk sem semur kvikmyndatónlist sérstaklega hefur skarað fram úr á þessu sviði á heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningunni frá ÚTÓN og að þar megi helst nefna Hildi Guðna- dóttur, Ólaf Arnalds og Jóhann heit- inn Jóhannsson sem hafi unnið til verðlauna á borð við Óskarinn, Gold- en Globe, Grammy og BAFTA. Viðburður opinn öllum Atli Örvarsson, sem tekur þátt í viðburðinum í dag, er líka margverð- launaður, hefur fjórum sinnum unn- ið ASCAP-verðlaun fyrir störf sín í sjónvarpsþáttum og unnið að tónlist fyrir yfir 40 kvikmyndir. Hann starf- aði lengi í Hollywood með Hans Zimmer, einu þekktasta kvikmynda- tónskáldi heims, og Atli hefur auk þess verið leiðandi í Sinfonia Nord- verkefninu sem sérhæfir sig í kvik- myndatónlist (e. score) og hefur að- setur í Hofi á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á því að fræðast um hvernig koma megi tón- list í sjónvarpsefni og kvikmyndir eru hvattir til að mæta á veffyrir- lestur NOMEX: Morning Coffee With The Nordics – Music for TV & Film í dag kl. 8 og hlusta á samtal þeirra Hrefnu, Atla og O’Herlihy. Fyrirlesturinn er ókeypis og opinn fyrir alla á Zoom og er hægt að skrá sig og finna hlekk á fyrirlesturinn á Facebook-síðu viðburðarins. Þá síðu má finna með því að slá inn í leitar- glugga Facebook „Morning Coffee With The Nordics – Music for TV & Film“. Morgunkaffi með Atla og O’Herlihy Atli Örvarsson Colm O’Herlihy - Fjallað um hvernig koma má tónlist í sjónvarpsefni og kvikmyndir Aldís Arnardótt- ir hefur verið ráðin forstöðu- maður Hafnar- borgar. Aldís hefur verið sjálf- stætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri og hefur víðtæka reynslu og þekk- ingu á listasögu og myndlist. Hún er með MA-gráðu í listfræði frá Há- skóla Íslands og BA í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís ráðin til Hafnarborgar Aldís Arnardóttir Hulda Rós Guðnadóttir veitir leiðsögn í kvöld kl. 20 um sýningu sína WERK - Labor Move í A-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, sem fer senn að ljúka. Einnig verður heimildarmynd hennar Keep Fro- zen sýnd. Hámarksfjöldi gesta er 20 og þarf að skrá sig á vef safnsins. Hulda veitir leið- sögn í Hafnarhúsi Hulda Rós Guðnadóttir Edinborgarhátíðin verður haldin með áhorfendum í ágúst, að því er tilkynnt var í fyrradag af skipu- leggjendum. Hátíðin er helguð sviðslistum af ýmsu tagi og boðið upp á danssýningar, tónleika og leiksýningar. Mikill fjöldi fólks sækir hátíðina að jafnaði en í fyrra var henni aflýst vegna heimsfarald- ursins. Nú á hins vegar að halda hana frá 7.-29. ágúst og á þremur stöðum í Edinborg. Verða sýning- arstaðir hannaðir utandyra og gætt að því að gott loftstreymi sé í þeim og að gestir geti haft gott bil sín á milli. Er nú beðið ákvörðunar stjórnvalda um hversu margir megi sækja hátíðina og verður hún óum- flýjanlega með öðru sniði en á árum áður, til dæmis hvað varðar fjölda flytjenda á sviði en þeir verða öllu færri en í eðlilegu árferði. Hátíðin hóf göngu sína árið 1947. Falleg Edinborg er falleg og kastalinn á hæðinni ein helsta prýði hennar. Edinborgarhátíðin haldin í ágúst Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.