Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Sýningaropnun kl. 14, laugardaginn 24. apríl sýning í tilefni 25 ára samstarfs með Gallerí Fold Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum BILSON 17. apríl - 2. maí Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Gelísprautun • Gefur náttúrulega fyllingu • Grynnkar línur og hrukkur • Sléttir húðina Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum frá Neauvia Organic. Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. Kvikmyndir með konum í aðalhlut- verkum voru mun færri á lista yfir þær 100 tekjuhæstu í Bandaríkj- unum í fyrra en árið á undan, að því er fram kemur í frétt á vef Variety sem skrifuð er upp úr nýrri skýrslu, It’s a Man’s (Celluloid) World re- port, sem tekin er saman af stofn- uninni Center for the Study of Wo- men in Television and Film við San Diego State-háskólann sem fylgist með og skrásetur hlut kvenna í kvikmyndum vestanhafs. Í skýrsl- unni kemur fram að aðeins 29% af 100 tekjuhæstu kvikmyndunum sem sýndar voru í kvikmyndahús- um í Bandaríkjunum í fyrra voru með konum í aðalhlutverkum. Árið 2019 voru þær 40%. Þykir þetta mikil afturför í ljósi þess að hlutur kenna hafði farið vaxandi árin tvö á undan, 2018 og 2019. Til skýringar segir að með aðal- hlutverki sé átt við persónu sem sagan sé sögð út frá, þ.e. frá hennar sjónarhorni. Yfir 1.700 hlutverk í kvikmyndum voru tekin til skoð- unar, úr 100 tekjuhæstu mynd- unum. Vegna Covid-19 voru kvik- myndahús ýmist lokuð eða opin takmörkuðum fjölda gesta í fyrra og hafði það mögulega einhver áhrif. Þá var frumsýningum á nokkrum kvikmyndum með konum í aðalhlutverkum frestað og sumar slíkra kvikmynda sýndar bæði í streymisveitum og bíóhúsum. Frestað Black Widow átti að frumsýna í fyrra en henni var frestað til 2021. Kvenkyns aðalpersónum snarfækkaði milli ára Útflutningsskrif- stofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt í nor- rænni viðburða- seríu í streymi sem nefnist „Cof- fee with the Nor- dics“, undir merkjum NO- MEX og fer einn slíkur viðburður fram í dag, 15. apr- íl, kl. 8. Markmið seríunnar er að varpa ljósi á þá vinnu sem fram fer á bak við tjöldin í tónlistarbransanum, að því er fram kemur í tilkynningu en NOMEX er samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsskrif- stofanna. Segir að hlutverk þeirra flestra sé ekki bara að kynna nor- ræna tónlist á alþjóðavísu heldur jafnframt styðja við uppbyggingu á innviðum tónlistarbransans í hverju landi fyrir sig. Meðlimir NOMEX eru, auk ÚTÓN, Music Export Den- mark, Music Finland, Music Norway og Export Music Sweden. Viðburðurinn í dag felst í því að ÚTÓN mun bjóða til sín góðum gestum í morgunkaffi og fjalla um tónlist í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Hrefna Helgadóttir, nýráð- inn verkefnastjóri kynningarmála hjá ÚTÓN, mun ræða við Atla Örv- arsson og Colm O’Herlihy, stofn- endur INNI Music sem einbeitir sér að því að forleggja (e. publishing) fyrir tónskáld og pródúsera og er það í tilkynningu sagt lykilskref í því ferli að koma verkum í umferð af þessu tagi og skapa tækifæri við tón- setningu eða stök lög (e. sync) og kvikmyndatónlist (e. score). Vaxandi tekjulind INNI Music var stofnað fyrir tveimur árum og er fyrsta fyrirtæk- ið hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði, sem tónlistarforleggjari, og á m.a. í samstarfi við tónlistarfólk á borð við Amiinu, Sin Fang, Skúla Sverrisson, Kára Einarsson, Ayiu, múm og Úlf Hansson. „Hljóð- setning af þessu tagi er ekki bara ört vaxandi tekjulind fyrir tónlistarfólk, sem hefur margt hvert misst af tekjumöguleikum vegna Covid- faraldursins, en íslenskt tónlistar- fólk sem semur kvikmyndatónlist sérstaklega hefur skarað fram úr á þessu sviði á heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningunni frá ÚTÓN og að þar megi helst nefna Hildi Guðna- dóttur, Ólaf Arnalds og Jóhann heit- inn Jóhannsson sem hafi unnið til verðlauna á borð við Óskarinn, Gold- en Globe, Grammy og BAFTA. Viðburður opinn öllum Atli Örvarsson, sem tekur þátt í viðburðinum í dag, er líka margverð- launaður, hefur fjórum sinnum unn- ið ASCAP-verðlaun fyrir störf sín í sjónvarpsþáttum og unnið að tónlist fyrir yfir 40 kvikmyndir. Hann starf- aði lengi í Hollywood með Hans Zimmer, einu þekktasta kvikmynda- tónskáldi heims, og Atli hefur auk þess verið leiðandi í Sinfonia Nord- verkefninu sem sérhæfir sig í kvik- myndatónlist (e. score) og hefur að- setur í Hofi á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á því að fræðast um hvernig koma megi tón- list í sjónvarpsefni og kvikmyndir eru hvattir til að mæta á veffyrir- lestur NOMEX: Morning Coffee With The Nordics – Music for TV & Film í dag kl. 8 og hlusta á samtal þeirra Hrefnu, Atla og O’Herlihy. Fyrirlesturinn er ókeypis og opinn fyrir alla á Zoom og er hægt að skrá sig og finna hlekk á fyrirlesturinn á Facebook-síðu viðburðarins. Þá síðu má finna með því að slá inn í leitar- glugga Facebook „Morning Coffee With The Nordics – Music for TV & Film“. Morgunkaffi með Atla og O’Herlihy Atli Örvarsson Colm O’Herlihy - Fjallað um hvernig koma má tónlist í sjónvarpsefni og kvikmyndir Aldís Arnardótt- ir hefur verið ráðin forstöðu- maður Hafnar- borgar. Aldís hefur verið sjálf- stætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri og hefur víðtæka reynslu og þekk- ingu á listasögu og myndlist. Hún er með MA-gráðu í listfræði frá Há- skóla Íslands og BA í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís ráðin til Hafnarborgar Aldís Arnardóttir Hulda Rós Guðnadóttir veitir leiðsögn í kvöld kl. 20 um sýningu sína WERK - Labor Move í A-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, sem fer senn að ljúka. Einnig verður heimildarmynd hennar Keep Fro- zen sýnd. Hámarksfjöldi gesta er 20 og þarf að skrá sig á vef safnsins. Hulda veitir leið- sögn í Hafnarhúsi Hulda Rós Guðnadóttir Edinborgarhátíðin verður haldin með áhorfendum í ágúst, að því er tilkynnt var í fyrradag af skipu- leggjendum. Hátíðin er helguð sviðslistum af ýmsu tagi og boðið upp á danssýningar, tónleika og leiksýningar. Mikill fjöldi fólks sækir hátíðina að jafnaði en í fyrra var henni aflýst vegna heimsfarald- ursins. Nú á hins vegar að halda hana frá 7.-29. ágúst og á þremur stöðum í Edinborg. Verða sýning- arstaðir hannaðir utandyra og gætt að því að gott loftstreymi sé í þeim og að gestir geti haft gott bil sín á milli. Er nú beðið ákvörðunar stjórnvalda um hversu margir megi sækja hátíðina og verður hún óum- flýjanlega með öðru sniði en á árum áður, til dæmis hvað varðar fjölda flytjenda á sviði en þeir verða öllu færri en í eðlilegu árferði. Hátíðin hóf göngu sína árið 1947. Falleg Edinborg er falleg og kastalinn á hæðinni ein helsta prýði hennar. Edinborgarhátíðin haldin í ágúst Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.