Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 skrift og mun það ekki vera til að leyna efninu heldur vegna þess að Leonardó var örvhentur og gat þá komist hjá því að nudda blekið. En spegilskriftin hefur verið túlk- uð sem viðleitni Leonardós til að fara leynt með uppgötvanir og til- gátur sem aðeins voru á færi inn- vígðra. Tilraunir frjórra huga til að lesa leynd skilaboð úr málverkunum eru svo sérkapítuli út af fyrir sig. Safnarar björguðu safninu Hinn margbrotni listamaður mun hafa verið haldinn söfnunaráráttu og því ekki grisjað eigið safn eins og dæmi eru um úr listasögunni. Fyrir andlátið fól hann aðstoðar- manni sínum Francesco Melzi til varðveislu þúsundir teikninga sem Melzi gætti í 50 ár. Við andlát Melzis árið 1570 afhenti sonur hans mynd- höggvaranum Pompeo Leoni (sjá mynd af bók hans hér til hliðar) flestar teikningarnar. Leoni raðaði þeim upp í tvö bindi: Codex Atlant- icus, sem nú er á safninu í Mílanó og inniheldur tæknilegar teikningar, og svo listrænni teikningar, alls um 600 talsins, sem voru í safni Leonis er hann féll frá í Madrid 1608. Árið 1630 var síðarnefnda safnið komið til Englands, nánar tiltekið í hendur Thomas Howard, sem mun hafa verið umsvifamesti handrita- safnari Evrópu á þeim tíma. Leiðir Clayton líkur að því að Prinsinn af Wales, síðar Karl I., hafi keypt safnið í ferð til Madrídar 1623. Við upphaf ensku borgara- styrjaldarinnar 1642 hafi hluti hand- ritanna verið færður til Antwerpen. Árið 1690 sé getið um að safnið sé í eigu bresku krúnunnar. Mögulega hafi Henry Howard, barnabarn Thomas Howards, fært Karli II. konungi handritin til eignar. Skilja má á Clayton að handritin hafi síðan vakið litla eftirtekt í eina og hálfa öld, eða þar til þau komust á kon- svo vel í 500 ár – eldur, flóð og tím- ans tönn hafa lítið bitið á þeim – að við getum nú notið þeirra nokkurn veginn eins og þegar Leonardó skildi við þau: Sum eru hundrað árum eldri en Guðbrandsbiblía. Að sögn Claytons eru handritin nú varðveitt í Biblioteca Ambrosiana í Mílanó, Bibliothèque de l’institut de France í París og á nokkrum öðrum bókasöfnum. Um 600 þeirra hafi verið varðveitt sem heild frá dauða Leonardós og í eigu konunglega listasafnsins síðan á 17. öld. Úrval þeirra verka hafi verið til sýnis á áðurnefndum sýningum í Bretlandi. Enginn endurreisnarmaður hafi skilið eftir sig jafn margar teikn- ingar og Leonardó en ólíkt málverk- unum voru afköstin mikil, ekki síst ef viðfangsefnin eru höfð í huga. Með vítt áhugasvið Minni hluti teikninga Leonardós er tengdur listsköpun hans á beinan hátt, að sögn Claytons, heldur var hann yfirleitt að rannsaka ýmis fyrirbæri og náttúruna. Meðal ann- ars safnaði Leonardó efni í fræðirit um ýmsar greinar enda fjölfræð- ingur í takt við tíðarandann. Teikningarnar hér fyrir ofan eru dæmi um það. Lengst til vinstri má sjá teikningu af lifur, svo rannsókn á dreifingu ljósgeisla, þá hugmynd að vopnabúri, svo greiningu á höfuð- kúpu og loks rannsókn á fellingum klæða við undirbúning að málverki. Summan af þessum verkum er svo sterk og verkin í slíkum gæðaflokki að Leonardó skapar af sjálfsdáðum eigin grein innan myndlistarinnar. Handrit sem eru í senn framlag til þekkingarleitar og listar. Sem teikn- ari hafði hann gífurlega gott auga og fáir hafa túlkað hreyfingu jafn vel. Handritin eru skrifuð með spegil- unglega bóksafnið í Windsor-kastala á fjórða áratug 19. aldar, eftir að hafa gengið á milli halla konungsfjöl- skyldunnar. Það hafi svo verið á dögum Vikt- oríu drottningar sem teikningar voru teknar úr bindunum og þær hengdar upp til sýnis. Eitt bindanna, kennt við myndhöggvarann Pompeo Leoni (sjá mynd), hefur varðveist. Með þetta í huga er það ekki fyrr en á síðari tímum sem verk Leon- ardós hafa verið kortlögð. Leonardó átti sér velunnara sem gerðu honum kleift að sinna listinni. Myndhöggvarinn Benvenuto Cell- ini – höfundur frægrar sjálfsævisögu – sagði Frans I. Frakkakonung hafa haft slíkt yndi af því að hlusta á Leonardó tala að hann hefði gætt þess að vera aðeins fáeina daga á ári fjarri meistaranum. Leonardó í galleríi drottningar Frá 1508 Teikning af lifrinni. Frá 1508 Rannsóknir í ljósfræði. 1485-1490 Úr vopnabúrinu. Frá 1489 Hlutar höfuðkúpunnar. 1491-94 Klæði krjúpandi manns. - Hálfum mánuði áður en kórónuveiran lokaði heiminum voru handrit Leonardós sýnd í Edinborg - Um var að ræða lokapunktinn í handritasýningu sem sett var upp í hlutum á 12 stöðum í Bretlandi Hugarflug Hér er brot af annarri teikningunni til hægri hér fyrir ofan. Morgunblaðið/Baldur Gegnt skoska þinghúsinu Gallerí drottningar í Edinborg (Palace of Holyroodhouse) sýndi verk Leonardós. Handritin Disegni di Leonardo da Vinci restaurati da Pompeo Leoni. Þ.e. í lauslegri þýðingu Teikningar Leonardós varðveittar af Pompeo Leoni. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2019 voru 500 ár liðin frá dauða endurreisnarmannsins ódauðlega Leonardós da Vinci (1452-1519). Af því tilefni efndi listaverka- sjóður bresku konungsfjölskyld- unnar, Royal Collection Trust, sem Karl Bretaprins er í forstöðu fyrir, til tólf sýninga á teikningum Leon- ardós í eigu sjóðsins (sjá rct.uk). Sýningarnar fóru fram samtímis á Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi á vormánuðum 2019. Sumarið 2019 voru svo um 200 valdar teikningar sýndar í galleríi Englandsdrottningar í Buckingham- höll í Lundúnum en að sögn Karls Bretaprins, sem ritar formála að bók um sýninguna, var það umfangs- mesta sýning á þessum handritum í 70 ár. Lokapunkturinn var svo sýn- ing á úvali verka Leonardós í galleríi drottningar við Holyroodhouse í Edinborg, gegnt skoska þinghúsinu. Varðveitt í Windsor-kastala Sýningin var skoðuð í lok febrúar 2020 en kórónuveiran var þá farin að stinga sér niður í Evrópu. Það var einstök upplifun að kom- ast í tæri við teikningar sem hafa verið sveipaðar slíkri dulúð og verið varðveittar bak við rammgerða kast- alaveggi í öll þessi ár. Martin Clayton, forstöðumaður teikninga og grafíkverka hjá Royal Collection Trust í Windsor-kastala, fylgdi verkunum úr hlaði með um 250 blaðsíðna bók þar sem teikning- arnar eru flokkaðar eftir viðfangs- efnum og tímabilum. Eins og Clayton rekur er það mik- ið lán að verkin skuli hafa varðveist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.