Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverðkr. 9.475.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 11.975.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
smálegt sem til fellur. „Við vitum að
Ari á dyggan hóp fastra við-
skiptavina sem koma á stöðina með-
al annars til að njóta hans frábæru
þjónustu. Slíkir menn eru öllu sam-
félaginu dýrmætir,“ segir Hinrik
enn fremur.
Skemmtileg stund töfruð fram
Margir mættu í afmæli Ara í gær,
svo sem fólk úr höfuðstöðvum N1 og
af öðrum þjónustustöðvum félags-
ins. Afmælisbarnið fékk lítið að vita
fyrir fram hvað stæði til og varð því
hissa þegar skemmtileg stund var
töfruð fram. Boðið var upp á hress-
ingu frá Vöffluvagninum og fleira
gott og afmælisbarnið fékk góðar
gjafir, svo sem kvöldverð og gistingu
á hóteli.
Á fastan hóp viðskiptavina
„Satt að segja þurfa öll fyrirtæki
að eiga sinn Ara, eða einhvern hon-
um líkan. Þetta er maður sem lætur
dæluna ganga í tvöfaldri merkingu
og er meðal gimsteina í starfs-
mannahópi okkar. Tæpast líður sú
vika að okkur stjórnendum félagsins
berist ekki skilaboð frá við-
skiptavinum með þakklæti fyrir
góða þjónustu sem Ari veitir. Þá er
Ari líka myndrænn maður í útlit og
hefur gjarnan verið andlit í
auglýsingum okkar. Þetta er góður
maður sem fólk kannast við,“ segir
framkvæmdastjórinn.
Á Bíldshöfðanum sér Ari um að
dæla eldsneyti á bíla, skipta um
rúðuvökva, þurrkublöð og annað
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ari er tvímælalaust meðal okkar
allra bestu manna,“ segir Hinrik
Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.
Dagamunur var gerður í gær, 30.
apríl, þegar Ari Bragason, af-
greiðslumaður á þjónustustöð fyrir-
tækisins við Bíldshöfða í Reykjavík,
varð sextugur. Ari hefur starfað frá
árinu 2012 hjá N1 og orð fer víða af
þjónustulund hans og greiðvikni þeg-
ar bíleigendur koma á staðinn. Ari
hefur ráð undir rifi hverju. Hann er
einnig þekktur fyrir að segja fólki
skemmtilegar sögur, syngja söng og
hann lætur jafnvel fjúka í kviðlingum
þegar svo ber undir. Já, svona eiga
menn að vera, gæti einhver sagt!
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hátíð Ari Bragson meðal samstarfsfólks í gær. Vinsæll maður meðal viðskipavina og annarra sem hann þekkja.
Ari greiðvikinn og
meðal okkar bestu
- Ari afgreiðslumaður hjá N1 á Bíldshöfða sextugur í gær
Félagið Nordic Visitor hf. hefur und-
irritað samkomulag við Icelandair
um kaup á ferðaskrifstofunni Iceland
Travel, einu dótturfélaga Icelandair.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Icelandair.
Ferðaskrifstofan hefur verið í sölu-
ferli frá í janúar, en samkvæmt heim-
ildum ViðskiptaMoggans kepptust
fjögur fyrirtæki um kaupréttinn:
Nordic Visitor, Kynnisferðir, Kea
hótel og hópur tengdur Hópbílum og
bílaleigunni Hertz.
Nordic Visitor er íslensk ferða-
skrifstofa en hún er einnig með starf-
semi annars staðar á Norðurlöndum
og Írlandi.
Samningurinn milli Icelandair og
Nordic Visitor er gerður með hefð-
bundnum fyrirvörum um fram-
kvæmd áreiðanleikakönnunar og
samþykki Samkeppniseftirlitsins,
auk þess að aðilar nái saman um
kaupsamninginn, að því er segir í til-
kynningu frá Icelandair.
Salan er í samræmi við stefnu Ice-
landair Group sem hefur viljað leggja
áherslu á kjarnastarfsemi sína, flug-
rekstur, í stað margs konar ferða-
þjónustu eins og verið hefur síðustu
ár. Í árslok 2019 seldi félagið dóttur-
félagið Icelandair Hotels.
Íslandsbanki hefur sinnt ráðgjöf
fyrir Icelandair í söluferlinu, en ráð-
gjöf Nordic Visitor er í höndum Arc-
tica Finance. alexander@mbl.is
Nordic Visitor kaup-
ir Iceland Travel
- Icelandair selur dótturfyrirtækið
Morgunblaðið/Eggert
Sala Nordic Visitor nýr eigandi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fram-
lengja eða innleiða á annan tug úr-
ræða til að mæta afleiðingum kór-
ónuveirufaraldursins.
Greiddur verður sérstakur 30 þús-
und króna barnabótaauki með
hverju barni til þeirra sem fá tekju-
tengdar barnabætur. Einnig verður
gefin út ný ferðagjöf sem gildir út
sumarið 2021. Fjármálaráðherra
hefur lagt fram frumvarp þar sem er
lagt til að gildistími úttektar séreign-
arsparnaðar verði framlengdur út
árið 2021.
Lokunarstyrkir og viðspyrnu-
styrkir verða framlengdir og ný
tekjufallsviðmið búin til vegna við-
spyrnustyrkja. Búinn verði til nýr
flokkur fyrir tekjufall á bilinu 40-
60%. Þá verður lánastofnunum
heimilað að hliðra endurgreiðslutíma
stuðningslána í allt að tólf mánuði til
viðbótar. Frestur þeirra sem hafa
fengið frest til greiðslu staðgreiðslu
og tryggingagjalds 2020 verður
framlengdur. Þá fá langtímaatvinnu-
lausir allt að 100.000 króna ein-
greiðslu.
Veitt verður 600 milljóna króna
viðbótarframlag til geðheilbrigðis-
mála fyrir börn og ungmenni. Þá
verður 200 milljóna króna viðbótar-
framlag veitt til viðspyrnu gegn nei-
kvæðum áhrifum faraldursins gagn-
vart börnum, eldri borgurum,
öryrkjum, fólki af erlendum uppruna
og öðrum félagslega viðkvæmum
hópum. Ferðamálaráðherra leggur
fram frumvarp um að rekinn verði
samtryggingarsjóður allra seljenda
pakkaferða sem tryggi fullar endur-
greiðslur. Þá verður stutt sérstak-
lega við námsmenn á framhalds- og
háskólastigi.
Tekið á áhrifum faraldursins
- Ríkisstjórnin kynnti fjölbreyttar ráðstafanir - Nýtast heimilunum og fyrirtækjum með beinum
hætti - Sérstakur barnabótaauki - Ný ferðagjöf - Fé til geðheilbrigðismála barna og ungmenna
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ráðherrabústaður F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og
Katrín Jakobsdóttir kynntu aðgerðirnar eftir ríkisstjórnarfund í gær.
„Ég tel að þetta
séu mjög skyn-
samlegar aðgerð-
ir. Heilt yfir vil ég
hrósa ríkisstjórn-
inni fyrir þetta út-
spil,“ sagði Jó-
hannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Hann sagði afar gott að búið væri
að ákveða að framlengja viðspyrnu-
styrkina. Eins að komið væri nýtt
tekjufallsviðmið fyrir þá sem eru
með 40-60% tekjufall. „Það mun
hjálpa fyrirtækjum eins og t.d. veit-
ingastöðum og öðrum sem höfðu
lent utan garðs í öðrum aðgerðum.“
Jóhannes sagði skynsamlegt að
hlutabótaleiðin hyrfi og ráðningar-
styrkir tækju við. Þannig gæti fólk
verið í 100% vinnu en fyrirtækin
samt sem áður fengið styrk. Honum
þykir afskaplega gott að von sé á
nýrri ferðagjöf, enda hafi ferðagjöfin
í fyrra gefið mjög góða raun. „Ein-
hverjir eiga enn ferðagjöfina frá í
fyrra og ég hvet þá til að nýta hana
fyrir lok maí,“ sagði Jóhannes.
Samtryggingasjóður vegna
pakkaferða er mjög mikilvægt mál,
að mati Jóhannesar. „Við sáum þeg-
ar faraldurinn skall á að trygginga-
kerfi pakkaferða var augljóslega
gallað. Ferðamálaráðherra gerði rót-
tæka breytingu á þessu kerfi til
samræmis við það sem er t.d. ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Nú kem-
ur samtryggingarsjóður í stað sér-
tryggingar hvers fyrirtækis. Þetta
mun koma öllum til góða, sér-
staklega neytendum sem nú fá fulla
endurgreiðslu verði ferðaskipuleggj-
andi gjaldþrota.“ gudni@mbl.is
Mjög skynsamlegar aðgerðir
FRAMKVÆMDASTJÓRI SAF HRÓSAR STJÓRNVÖLDUM
Jóhannes Þór
Skúlason