Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Sumarsýning Grósku hefur verið
framlengd og verður hún opin næstu
þrjár helgar, á laugardegi og sunnu-
degi frá kl. 14-18.
Sýningin er í Gróskusalnum við
Garðatorg 1 í Garðabæ og þar má sjá
listaverk af fjölbreyttu tagi eftir 37
myndlistarmenn. Eftir endilöngum
salnum er sameiginlegt verk allra
sýnenda þar sem hver hefur lagt til
eina litla veislumynd. Listaverkin eru
lögð á borð og Gróska býður til veislu
sem stendur yfir svo lengi sem sýn-
ingin er opin, segir í tilkynningu.
Veislugestum er hleypt inn í litlum
hópum og vel er gætt að fjöldatak-
mörkunum og sóttvörnum.
Gróska er myndlistarfélag sem
stendur fyrir allnokkrum sýningum
og viðburðum yfir árið. Tilgangurinn
er að styrkja samstarf myndlistar-
manna í Garðabæ, efla og gera mynd-
listina sýnilegri og auka myndlistar-
áhuga.
Sumarsýning Grósku framlengd vegna fjölda áskorana
Listaverk af fjölbreyttu tagi
eftir 37 myndlistarmenn
Gróska Veisluverk Grósku í forgrunni og hjá því stjórn Grósku og aðrir
Gróskuliðar sem unnu að undirbúningi sýningarinnar.
Ljósmynd/Sjöfn Ólafsdóttir
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g kynntist þessum manni,
Karli nafna mínum
Magnúsi, fyrir tólf árum í
hlutverki sem mér var
falið að leika í sjónvarpsþáttum sem
heita Heimsendi og sýndir voru á
Stöð tvö,“ segir Karl Ágúst Úlfsson
og á þar við aðalpersónu nýrrar
skáldsögu hans sem kom út á dögun-
um og heitir Eldur í höfði. Þar segir
af fyrrnefndum Karli Magnúsi sem
er vistmaður á geðdeild, snillingur í
stærðfræði, verkfræði og tónlist, en
gengur ekki sem best að koma reglu
á líf sitt.
„Þegar ég tek að mér hlutverk
þá reyni ég að gefa þeirri persónu líf
með því að búa til einhverja fortíð,
hugmyndheim, skoðanir og fleira. Í
þessu tilviki vatt þetta svo mikið upp
á sig og þær urðu svo viðamiklar
rannsóknirnar sem ég lagðist í að ég
áttaði mig á að þetta væri efni í
miklu stærri sögu. Ég heillaðist af
þeirri heimsmynd sem Karl Magnús
bjó sér til í gegnum mig og fyrir vik-
ið hélt ég áfram að rannsaka og
smíða, löngu eftir að upptökum á
þáttunum lauk. Á endanum varð
þetta skáldsaga sem er sögð með
hans orðum og á hans forsendum,“
segir Karl Ágúst og bætir við að sag-
an eigi erindi við alla, af því flest höf-
um við upplifað einhverskonar eld í
höfðinu, þó það sé ekki á þessu ýkta
stigi sem það er hjá nafna hans.
„Mér finnst ég oft geta tengt við
persónur þó ég finni ekki sjálfan mig
nákvæmlega þar með húð og hári,
því ég kannast við marga þætti í
þeirra fari. Ég á tiltölulega auðvelt
með að skilja þennan mann og bar-
áttu hans, því það er svo margt
óskiljanlegt í lífinu sem okkur langar
til að væri kannski örlítið skýrara.
Sumir eru að leita að Guði allt lífið,
en þessi maður er að leita að ein-
hverju sem hann kallar ekki Guð, en
hann gæti allt eins gert það.“ Leiðar-
stefið í bókinni er knýjandi þörf
manneskju til að koma reglu á líf
sitt, ná að hemja óreiðuna. „Kannski
er hann í okkur öllum þessi ótti við
óreiðuna, hann er bara á svo háu
stigi hjá Karli Magnúsi. Hann er líka
sannfærður um að lausnin sé til, að
hann þurfi bara að finna hana.“
Mamma var sögumenneskja
Þegar Karl Ágúst er spurður að
því í hvaða smiðjur hann hafi leitað
um hugarheim geðsjúkra sem og all-
ar þær stærðfræðiformúlur, verk-
fræði, tónlist og brúarsmíði og fleira
sem kemur fyrir í sögunni, segist
hann hafa leitaði til fólks sem er bet-
ur að sér en hann.
„Ég leitaði til sálfræðinga,
stærðfræðinga, tónlistarfræðinga og
annarra sem gátu leiðbeint mér. All-
ar þær upplýsingar gat ég fengið
Karl Magnús til að nýta sér.“
Er eitthvað af þér sjálfum í
þessum manni? „Já, kannski í fleiri
en einum skilningi. Ég er að setja
mig í spor nafna míns, og sem höf-
undur sem sest niður til að skrifa
þessa sögu þá er ég alltaf að skrifa í
karakter. Þá leita ég auðvitað í mitt
eigið tilfinningaminni og hluti sem
ég hef sjálfur upplifað, til að hafa
einhverja tengingu við persónuna.
Móðir mín var starfsstúlka á Arnar-
holti þar sem vistmenn eru með geð-
raskanir og ég gat sótt í gríðarlega
mikinn sagnabrunn þar. Mamma var
frábær sögumanneskja og hún hafði
margar sögur að segja af fólki sem
þar var vistað fyrir árið 1960. Marg-
ar af þeim sögum sem ég þekkti frá
því mamma var þarna starfsstúlka,
þær stóðust allt of vel þegar komið
var að nútíma minnar sögu. Þetta er
ein af mínum tengingum við sögu-
efnið, en þar að auki vann amma mín
líka á Arnarholti og hún bjó þar
löngu eftir að mamma mín hætti að
vinna þar. Ég var því tíður gestur í
Arnarholti og upplifði eitt og annað
sem hefur haft áhrif á mig og eflaust
sáð einhverjum fræjum,“ segir Karl
Ágúst og bætir við að hann hafi átti
mjög fjölbreytta æsku. „Afi minn
var verkstjóri hjá Vegagerðinni á
sumrin og ég fylgdi honum og ömmu
í vegavinnu nokkur sumur. Þar
heyrði ég líka margar sögur.“
Heillaður af stærðfræði
Við lestur bókarinnar finnur
lesandinn sannarlega fyrir stærð-
fræðinni í sögunni sjálfri, þar kallast
á og tengjast nöfn, tölur, brýr,
atburðir, dagsetningar og fleira.
Karl Magnús sýnir okkur stærð-
fræðina í lífinu sjálfu.
„Partur af hugarheimi Karls
Magnúsar er sannfæring hans um að
allt tengist, að engar tilviljanir séu í
lífinu, að allt sé partur af heildar-
formúlu sem við þurfum að finna
lykilinn að. Vissulega er stærðfræði í
nánast öllu í kringum okkur, nátt-
úrunni og öllu sem lifir sem og því
sem við manneskjurnar sköpum. Ég
hef heillast af stærðfræði og sögu
hennar þó ég sé ekki mikill stærð-
fræðingur sjálfur og ég hef sótt í
stærðfræðina og mikið skoðað
stærðir og hlutföll,“ segir Karl
Ágúst sem vonast til að bókin hans
verði fólki hvatning til að opna aug-
un fyrir töfrum stærðfræðinnar og
því að vera vakandi fyrir þeirri
stærðfræði sem býr í öllu. Þáttur
tónlistar er líka stór í sögunni hans,
enda eru tónlist og stærðfræði nán-
ast eitt og það sama. „Það er til
dæmis heilmikil tónlist í þeirri verk-
fræði sem býr að baki byggingu á
hengibrúm, og mínar persónur í
bókinni tala um að yrkja brýr,“ segir
Karl Ágúst og bætir við að heillandi
sé við allt það grúsk og lestur sem
heimildavinnan krafðist, að ein per-
sóna leiði til annarrar persónu.
„Þannig uppgötvar maður teng-
ingarnar á milli fólks sem og teng-
ingar milli mismunandi tímabila í
mannkynssögunni.“
Stoltur smiður Hvítárbrúar
Strauss-bræður og -feðgar
koma þó nokkuð við sögu og segir
Karl Ágúst að allt sem kemur fram
um þá séu sannar staðreyndir, ekki
skáldskapur hans.
„Ég byggi þær staðreyndir á
því sem skrifað hefur verið um
Strauss-fjölskylduna og einnig ævi-
sögu tónskáldsins Josefs Strauss.
Allt sem ég nýti mér sem hugmyndir
Karls Magnúsar og í því sem hann
fær að heyra, meðal annars frá sinni
þýsku móður sem er konsertpíanisti,
eru hlutir sem ég hef fundið í þess-
um bókum. Þegar maður fer að
sökkva sér í svona grúsk með þess-
um formerkjum að þarna er maður
sem langar umfram allt að finna ein-
hverja lausn á sínum erfiðleikum, þá
verða svo auðveldlega til samsæris-
kenningar. Manni finnst svo margt í
raunveruleikanum tæplega geta ver-
ið tilviljun, til dæmis af hverju í
ósköpunum þurfti að eyðileggja
þessi fimm hundruð tónverk eftir Jo-
sef Strauss?“
Sagan í nýju bókinni hans Karls
Ágústs er ekki einvörðungu saga um
eldinn í höfðinu, hún er ekki síður
saga af vináttu. Þau eru kostuleg
þrenning, Karl Magnús, Metta og
Niklas, sem hrærast saman á náms-
árum í Danmörku. Sagan er líka fjöl-
skyldusaga, því lesendur fá að kynn-
ast bernskuárum Karls Magnúsar
sem er sonur þýskrar konu sem
hingað kom sem flóttamaður í stríð-
inu og íslensks bónda, hvers mesta
afrek var að smíða brú yfir Hvítá.
„Þar er gríðarlega mikil bak-
saga sem er að stórum hluta ósögð,
lesendur fá aðeins brot af henni og
ég hef velt fyrir mér hvort þeirra
saga sé ekki þess virði að segja hana
nánar.“
Ótti við óreiðu býr í okkur öllum
„Ég á tiltölulega auðvelt
með að skilja þennan
mann og baráttu hans,
því það er svo margt
óskiljanlegt í lífinu sem
okkur langar til að væri
kannski örlítið skýrara,“
segir Karl Ágúst Úlfsson
um nafna sinn, persónu í
nýrri skáldsögu hans.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Karl Ágúst „Ég leita auðvitað í mitt eigið tilfinningaminni og hluti sem ég hef sjálfur upplifað.“
Skógræktarbýlið Vík í Fjarðabyggð
Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina og skógræktarbýlið Vík í Fjarðabyggð.
Umtalsverð skógrækt hefur farið fram á jörðinni undanfarin ár. Jörðin stendur við þjóðveg númer 1 og eru um 11 km að þorpinu
Búðum og um 10 km að Búðareyri. Jörðin á land milli fjalls og fjöru og er sunnan megin í firðinum. Á jörðinni er snyrtilegur
húsakostur sem er íbúðarhús, fjárhús, hlaða og vélaskemma. Landstærð jarðarinnar er um 1100 hektarar. Ræktað land
samkvæmt Þjóðskrá er 15,6 hektarar. Jörðin er eins og áður sagði skógræktarjörð. Búið er að gróðursetja í 123 hektara og er
tilbúinn samningur við Héraðsskóga Austurlands um 158 hektarar til viðbótar. Kolefnajöfnun er óráðstafað og í eigu Víkur, hefur
hvorki verið seld né leigð. Gott aðgengi að sjó, lítið bátaskýli. Náttúrulegar aðstæður til fiskeldis og stutt á gjöful fiskimið. Aðeins
um æðarfugl en æðarvarpi hefur ekki verið sinnt. Gott berja- og útivistarland með góðum gönguleiðum. Víkurgerðisá var virkjuð
hér áður en sú virkjun er aflögð. Rjúpna- og gæsaveiðiland. Jörðin er án bústofns, véla og án framleiðsluréttar. Mjög fallegt er á
þessu svæði.