Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 03/2020, ekinn 9þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid, 56 km drægni), sjálfskiptur. Leður, 19“ álfelgur, stafrænt mælaborð, hiti og kuldi í sætum. 360° bakkmyndavél og miklu meira. Raðnúmer 252399 SKODA SUPERB IV LIMO LAURIN & K M.BENZ C 300e 4MATIC AMLEMENT (L&K) Nýskráður 01/2020, ekinn 14 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid 50 km drægni), sjálfskiptur 9 gíra, fjórhjóladrifinn. AMG útlit og 19“ AMG álfelgur. glerþak, stafrænt mælaborð og mikið fleira. Raðnúmer 251912 G line VERÐ 6.250.000 VERÐ 8.690.000 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u M.BENZ A 250E A Nýskráður 07/2020, ekinn 10 þ.km, bensín & rafmagn (69 km drægni), sjálfskiptur (8 gíra), stafrænt mælaborð, glerþak, 18“ álfelgur o.fl. Raðnúmer 252498 MG LINE VERÐ 6.490.000 „Réttindi launafólks hafa brunnið upp í þrengingum sem fylgt hafa kórónuveirunni. Oft hafa atvinnurekendur farið frjáls- lega í kringum kjarasamninga og fólk hefur þurft að taka á sig launaskerðingu. Þá hafa tugir þúsunda fólks misst vinn- una. Verkefni verkalýðshreyfingarinnar í þessum aðstæðum eru mörg og aðkallandi,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. „Núna eru án vinnu um 20.000 manns, sem er tilsvarandi og íbúafjöldinn á Akureyri. Slíkt eru fordæmalausar aðstæður og að leysa úr þeim vanda- málum sem Covidið hefur skapað mun taka tíma.“ Allir dagar ársins eru baráttudagar launafólks í raun þótt 1. maí hafi sérstaka stöðu, eru orð Aðalsteins: „Nú þarf að taka slaginn vegna nýs frumvarps um lífeyrissjóði, þar sem gert er ráð fyrir að ungmenni borgi fyrst í sjóðina 18 ára en ekki sextán eins og nú. Þetta getur sparað atvinnurekendum fjármuni, en skerðir réttindi svo ekki verður unað við. Mörg þau ungmenn sem eru að hefja starfsferil sinn byrja í ferða- þjónustu, en í þeirri grein eru lægstu launataxtar Starfs- greinasambandsins. Það verður að endurskoða.“ Aðalsteinn segir stéttarfélögin vera brjóstvörn almennings á mörgum sviðum, ekki aðeins í því sem tengist atvinnu, kaupi, kjörum og réttindum. Mikilvægt sé að forysta verka- lýðshreyfingarinnar tali máli fólks á landinu öllu og horfi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Tilhneigingin síðustu ár hafi verið að færa til dæmis heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu af landsbyggðinni, sem sé íþyngjandi. „Ég veit þess dæmi að fólk hafi þurft að neita sér um læknisaðstoð vegna kostnaðar og ferðalaga til Reykjavíkur sem kosta peninga og tíma. Þessu þarf berjast gegn,“ segir formaður Framsýnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Framsýn Brjóstvörn almennings, segir Aðalsteinn á Húsavík. Taka þarf slaginn „Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki á opinberum vinnumarkaði tekur gildi í dag en nú tekur við eftirfylgni þess og stytting dagvinnu. Þetta er eitt af stóru verkefnum okkar nú,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Álag á opinbera starfsmenn er viðvarandi vegna undir- mönnunar. Í gegnum heimsfaraldurinn höfum við treyst á framlínufólkið okkar og það er mikilvægt að tryggja að þau beri ekki heilsufarslegan kostnað af því að hafa staðið í stafni í baráttunni við veiruna í langan tíma,“ segir Sonja og bætir við: „Stjórnvöld virðast ekki átta sig á þeim langtímaafleiðingum sem álagið getur valdið hjá fólki sem starfar í þágu fjöldans. Ekki er hægt að hlaupa endalaust og álagið getur haft veruleg áhrif á lífsgæði og heilsu með aukinni hættu á kulnun í starfi og ýmsum álagstengdum veikindum. Það jákvæða er þó að verðmætamat samfélagsins er hægt og rólega að breytast. Mun fleiri en áður sjá hversu ómissandi, lífsnauðsynlegt og mikilvægt starfsfólk almannaþjónustunnar er í framlínunni.“ Sonja segir meginstefið í boðskap 1. maí, alþjóðlegs bar- áttudags verkalýðsins, jafnan hið sama, það er breytingar til að byggja samfélag sem einkennist af jöfnuði og réttlæti. „Áföll á borð við heilsufarsógnina og kreppuna sem við höfum búið við er oft hvati til breytinga. Við höfum því núna frjóan jarðveg til að hugsa hlutina upp á nýtt. Það eru fáir sem vilja í dag verja málstað þeirra sem ekki vilja deila verðmætunum jafnt og setja ekki samfélagið ofar eigin hagsmunum. Að því leyti stöndum við sem þjóð á tímamótum og kjörnir fulltrúar verða að bregðast við breyttu gildismati. Samstaða, samvinna og samfélagslegar lausnir hafa sannað gildi sitt í baráttu við faraldurinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon BSRB Samfélagslegar lausnir, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Fólk í framlínu „Endureisn í eftirleik kórónuveirunnar er risastórt verkefni næstu ára. Störfum þarf að fjölga og á réttum forsendum. Al- menningur vill sanngjarna skiptingu á auðlindum, hvort sem það er náttúra landsins eða starfskraftar fólksins. Sú krafa hefur sjaldan verið háværari og því kalli þurfa stjórnvöld að mæta,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Raf- iðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti ASÍ. Atvinnuleysi er mikið og nú geta margir verið farnir að nálgast hámarkstímalengd í atvinnuleit. „Því er mikilvægt að tryggja rétt fólks í atvinnuleit þegar bótatímanum sleppir,“ segir Kristján. „Mikilvægi öflugra og sterkra verkalýðsfélaga hefur komið vel fram á undanförnu ári því sífellt er sótt að réttindum launafólks. Verkefnastaðan er kannski ekki sem verst hjá iðnaðarmönnum og margir hafa nóg að gera. En nú er enn þá brýnna að tryggja að aðbúnaður og öryggismál á vinnustöðum sé í lagi. Við höfum séð allt of mörg slys á und- anförnum árum og aðgerða er þörf í öryggismálum. Einnig þurfum við að fylgjast sérstaklega vel með aðbúnaði erlends launafólks á Íslandi.“ Lífskjarasamningarnir svonefndu, sem nú gilda á almenna vinnumarkaðinum, voru undirritaðir snemma árs 2019 og gilda fram í september á næsta ári. Í haust hefst endurskoðun samninganna og vinna við undirbúning þeirra næstu. „Við finnum að það er mikill hugur í rafiðnaðarmönnum fyrir næstu samningalotu. Stigin hafa verið skref til stytt- ingar vinnuvikunnar sem er mjög þýðingarmikið. Lágir vext- ir hafa jafnframt skilað okkar félögum miklum ávinningi á undanförnum árum og munar launafólk mjög um lægri greiðslubyrði lána,“ segir formaður RSÍ. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rafiðn Endurreisnin er fram undan, segir Kristján Þórður. Sanngjörn skipti „Nú þegar kórónuveirunni er að slota er sameiginlegt verkefni okk- ar allra að reisa atvinnulífið við,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Hér eystra hafa áhrifin af þessu bakslagi verið mik- il. Sérstaklega á það við um svæðin þar sem umsvif í ferðaþjónustu voru mest, svo sem á Héraði og Hornafirði. Í stóriðjurekstri og sjávarútvegi er yfirleitt jafnvægi og flestir starfsmenn ganga að sínu vísu. Hér á Höfn, þar sem humar- veiðin hefur alltaf skipt miklu máli, er veiðin þó dræm og kvótinn aldrei minni. Við vonum samt að úr ræt- ist.“ Endurreisn þjóðfélags og ver- aldar, sem hefur verið í spenni- treyju heimsfaraldurs síðasta eina og hálfa árið, er risastórt verkefni sem efalítið mun kalla á áleitnar spurningar og aðgerðir sem kalla á umræðu. „Covidið hefur kostað mikið og nú þarf aftur að ná rík- issjóði í jafnvægi. Slíkt vil ég að gerist á löngum tíma, en ekki með skyndilegum og handahófs- kenndum niðurskurði til dæmis í velferðarmálum,“ segir Hjördís. „Almenningur á ekki að þurfa að borga brúsann, en alltaf er hætta á að slíkt verði gert. Raunar höfum við að undanförnu þurft að taka slaginn vegna breytinga á rekstri þriggja hjúkrunarheimila sem sveitarfélögin ráku, en fara nú yfir til ríkisins og eitt til einkafyr- irtækis. Allar slíkar breytingar eru mjög viðkvæmar, hvort sem litið er til hagsmuna starfsfólks eða íbúa. Ég hef líka fyrirvara á að þjónusta Vinnumálastofnunar við Horna- fjarðarsvæðið eigi að flytjast frá Egilsstöðum á skrifstofuna á Sel- fossi.“ Um 6.000 félagsmenn eru í Afli, en starfssvæði félagsins nær frá Langanesi að Skeiðarársandi. Á þessu svæði hafa yfirleitt verið haldnir baráttufundir á tólf stöðum 1. maí, en allt slíkt liggur í láginni nú. „En landið er að rísa og við ger- um eitthvað skemmtilegt á næsta ári,“ segir formaður Afls. Ljósmynd/Aðsend Afl Reisa atvinnulífið við, segir Hjördís Þóra Sigþórsdóttir. Covid kostað mikið Saman að byggja réttlátt þjóðfélag „Vér bárum fjötra en brátt við hljótum/að byggja réttlátt þjóðfélag.“ Svo er sungið í Internationalnum, söng dagsins í dag, 1. maí. Baráttudagur verkalýðsins er runninn upp, og sem endranær blasa við óteljandi brýn viðfangsefni við að bæta kjör launafólks og samfélagsgerðina almennt, eins og formenn nokkurra verkalýðs- og stéttarfélaga, sem Morgunblaðið ræddi við, segja hér frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.